Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 7

Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 47 aðrir menn, drápi þessa lífs verður ekki jafnað við „meindýraeyð- ingu“. Hví hefst Alþingi ekkert aö? Mörg undanfarin ár hefur Þor- valdur Garðar Kristjánsson alþm. haft forgöngu um flutning laga- frumvarps um að fella niður heim- ild til fósturdrápa af félagslegum ástæðum. Alþingi hefur aldrei séð sóma sinn í því að taka þetta mál til umræðu og atkvæðagreiðslu. Er það þingheimi til stórkostlegrar hneisu, því að nauðsynlegra mál hefur ekki verið flutt á þingi um langan aldur. í einfaldri bjartsýni hugði ég, að sama frumvarp hlyti að koma fram á þingi á næstliðnum vetri, og að það hlyti að bíða einhvers staðar afgreiðslu, þótt ekki sæi ég rætt um það í fjölmiðlum. En þeg- ar veturinn leið án þess að nokkuð bólaði á frumvarpinu, fóru að renna á mig tvær grímur. Er sá ágæti maður Þorvaldur Garðar svo upptekinn af sínu þingforseta- starfi, að hann geti ekki ljáð þessu máli stuðning sinn? Og hvað dvel- ur þá hina þrjá þingmenn, sem fluttu frumvarpið með honum í fyrravetur? Þegar þingslit nálguðust, voru lesnar upp í útvarpi langar runur af óafgreiddum málum, sem þing- menn vildu gjarnan geta komið fram, auk allra þeirra laga, sem þegar voru afgreidd. En í öllum þessum upptalningum var hvergi minnzt á takmörkun fósturdrápa. Ég stóðst ekki mátið og hringdi til Alþingis og fékk þar grun minn staðfestan: ekkert frumvarp kom fram um þetta efni á því þingi, sem nú var að ljúka. Yfir 600 mannslíf skorin niður ár- lega á vinnuborði heilbrigðisstétt- anna, það er ekkert mál, það var ekki einu sinni umræðuhæft á næst- liðnum þingura og ekki fnimvarps- hæft á þessu þingi, sem nú var að syngja sitt síðasta. kemur til víðtækur og afdráttar- laus stuðningur við það úr þjóðfé- laginu. Ég skora því á alla þessa aðila að hrista nú af sér slenið og una því ekki, að Alþingi fái að sniðganga lífsrétt ófæddra barna enn eitt árið í röð. Baráttan verð- ur að hefjast nú þegar, svo að Þorvaldur Garðar fái þann bak- stuðning, sem máli hans ber. Ég vil enda þetta með hvatn- ingu til Matthíasar Bjarnasonar, ráðherra, að hann gerist með- flutningsmaður frumvarpsins með Þorvaldi Garðari á næsta þingi, eða beiti sér fyrir því sem stjórn- arfrumvarpi, því að honum á manna bezt að vera kunnugt um, að 600 fósturdráp á ári voru ekki það, sem stefnt var að með „lögun- um“ frá 1975. Jón Valur Jensson er guðfræðing- ur, búsettur á ísafírði. Hrárra gerist það varla Hljóm- nmmri Sigurður Sverrisson Metallica Kill ’em all Music For The Nations/Fálkinn Metallica er ein þeirra sveita, sem skotið hefur upp kollinum í bárujárnsöldurótinu á undan- förnum árum. Reyndar hélt ég að hún væri eins og flest „heavy metal„-böndin frá Music For The Nations-útgáfunni, þ.e. ann- ars flokks og ekkert meira, en Kill ’em all færir manni heim sanninn um að Metallica er afl í bárujárnsrokkinu, sem rétt er að veita fyllstu athygli. Meðlimir Metallica eru augljóslega ungir að árum, bæði ber tónlistin það nokkuð með sér og útlitið svíkur ekki. Lars Ulr- ich lemur húðir, Cliff Burton þenur bassann og þeir Krik Hammett og James Hetfield leika á gítara. Sá síðarnefndi syngur jafnframt. Án þess að það komi efninu nokkuð við get ég ekki stillt mig um að geta þess, að ég hef ekki séð öllu ljót- ara samansafn fjögurra manna í nokkurri sveit og kalla báru- járnsrokkarar þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Tónlist þessara fjórmenninga er geysilega hrátt þungarokk. Vilji menn samlíkingu dettur mér einna helst Saxon í hug á árdögum þeirrar sveitar en Mat- allica spilar þetta á tvöföldum þeim hraða. Stundum er asinn slíkur að stutt er yfir í pönkið. Sjálfur hef ég afar gaman af þessari graðhestatónlist en sennilega fellur hún ekki að smekk þeirra, sem kunna að meta „lýrískara" þungarokk. Menn fá mikið fyrir aurana á Kill ’em all. Heildarlengd lag- anna er yfir 50 mínútur eða um 25—30% lengra en á venjulegum breiðskífum. Fyrri hliðin er meira grípandi, en sú síðari venst vel við frekari hlustun. Bestu lög: Hit the lights, The four horsemen, Motorbreath og Whiplash: Lagið um hestamenn- ina fjóra sérlega ’.kemmtilega kaflaskipt og kennir þar margra grasa. á :>/# FRAD Athugi Fresturinnrennuru í þessari viku! ruR AF SKATTSKYLDUM TEKJUM AF ATVIN N UR E KSTRI Styðjum Þorvaid Garðar til frekari baráttu! Ég vil ekki, að þetta hljómi sem vanþakklæti i garð þess mikla sæmdarmanns Þorvalds Garðars Kristjánssonar. Mér er það fylli- lega ljóst, að vegna málsvarnar hans fyrir lífsrétti fóstursins hef- ur hann orðið fyrir óvild og að- kasti frá óbilgjörnu fólki, sem væntir þess að geta hrætt alþing- ismenn frá því að hafast nokkuð að í þessu lífsnauðsynjarmáli. Slíkt hefur áður gerzt, t.a.m. í Bretlandi, þar sem John Corrie, þingmaður, gafst upp á því að flytja svipað frumvarp og Þor- valdur Garðar vegna sífelldrar áreitni og árása á hann, bæði opinberlega og í bréfaskriftum og símhringingum á heimili hans, nótt sem nýtan dag. Þorvaldi Garðari ber heilshugar þökk fyrir framgang hans og for- göngu að þessum málum á undan- förnum árum. Með þeim orðum er reyndar meira sagt en í fljótu bragði má virðast. Það virðist nefnilega vera svo, að barátta Þor- valds Garðars hafi oft og einatt verið næsta einangruð og ekki not- ið þess stuðnings, sem hún verð- skuldar. f stað þess, sem eðlilegt væri, að frumvarp hans kæmi fram vegna víðtæks þrýstings frá ábyrgum kjósendum og sér í lagi frá Þjóðkirkjunni, sem hefur þá skyldu að standa vörð um al- mennt, kristilegt siðgæði í þessu landi, þá hefur barátta Þorvalds verið leiðandi afl i þessu máli, örvað til umræðna og jafnvel verið þörf hvatning til að hrista upp í Þjóðkirkjunni, svo að hún lýsi af- stöðu sinni til fósturdrápa. En baráttan verður að harðna að miklum mun, ef takast á að hnekkja þeim siðleysislögum, sem nú eru í gildi um fósturdráp. Til þess er brýn þörf á fræðslu og um- ræðum um eðli og áhrif fóstur- drápa, en einnig og ekki síður á einörðum yfirlýsingum Þjóðkirkj- unnar og annarra ábyrgra aðila. Lagafrumvarp um þetta mál mun ekki ná eyrum Alþingis, ef ekki Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40®7o frá skatt- skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð. Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm- ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund- inn 6 mánaða reikning fyrir 1. júlí n.k. vegna tekna árs- ins 1983. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum reikningsárs. Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar samkvæmt lánskjaravísitölu. Auk þess býður Lands- bankinn 1,54% stigum hærri vexti en gilda um aðra 6 mánaða reikninga. Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6 mánaða binditíma, en innan 6 ára. Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts á árinu 1984 vegna tekna ársins 1983. Fresturinn að þessu sinni er til 1. júlí n.k. Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga eru veittar í sparisjóðsdeildum Landsbankans. LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.