Morgunblaðið - 27.06.1984, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.06.1984, Qupperneq 12
Adam frá Meðalfelii, knapi er Sigraldi Ægisson. Ljósmynd Valdimar Kristinsson Blakkur fri Reykjum hlaut einkunn 9,0 fyrir skeið sem er frekar sjaldgsft. Píll Pilsson situr bestinn. Sýning stóðhestastöðvarinnar: Synir Hrafns 802 í aðalhlutverkum Hestar Valdimar Kristinsson ÞAÐ VAR margt fallegt sem bar fyrir augu i stóðhestasýningu Bún- aðarfélags íslands austur í Gunn- arsholti sunnudaginn 3. júni. Greini- legt er að mikill ihugi ríkir orðið meðal manna fyrir þessum sýning- ura og starfsemi stóðhestastöðv- arinnar í heild. Mikill mannfjoldi fylgdist með sýningunni nú og voru menn víða að komnir, bæði fri Barðastrandarsýslu og Eyjafirði. Nokkrar rútur voru þarna með hópa bæði af suðvesturhorninu og eins úr Borgarfirði. Alls voru sýndir sextán hestar, þar af tólf frá stöðinni, og voru þeir bæði í eigu stöðvarinnar og einstaklinga. Einkum voru það fimm vetra folarnir sem athygli manna beindist að því í fyrra hlutu þessir folar, þá fjögurra vetra, sumir mjög góða einkunn. Stóru númerin á stöðinni í dag eru þeir Adam, Viðar, Snældu- Blesi og Blakkur. Allir hafa þeir hlotið góð fyrstu verðlaun, hæstur þeirra er Adam 978 frá Meðalfelli með 7,83 fyrir byggingu og 8,65 fyrir hæfileika. Aðaleinkunn 8,24. Þessi hæfileikaeinkunn er óneit- anlega há og fannst manni miðað við sýninguna á sunnudag kannski full mikið í látið en folinn er mjög góður, hreyfingarmikill og rúmur. Næstur á blaði v?rð Blakkur 977 frá Reykjum og var hann með heldur jafnari einkunnir og hæstu skeiðeinkunn, sem gefin var að þessu sinni, 9,0 og sýndist manni það við hæfi. Fyrir byggingu hlaut Viðar frá Viðvík. hann 7,96 og hæfileika 8,47, aðal- einkunn 8,22. Þriðji í röðinni varð svo Snældu-Blesi frá Árgerði. Á síðasta ári gekk hann ekki heill til skógar og fannst manni hann þá svona ríflega í meðallagi góður en nú hefur orðið breyting á. Fyrir byggingu hlaut hann 7,93 og hæfi- leika 8,45, aðaleinkunn 8,19. Að síðustu má svo nefna Viðar 979 frá Viðvík en hann og Adam voru stóru stjörnurnar í fyrra. Hann hlaut aðaleinkunn 8,16, fyrir byggingu 7,80 og hæfileika 8,52. Eins og áður segir eru þessir folar allir fimm vetra og er mann farið að hlakka til að sjá þessa hesta á fjórðungs- eða landsmóti. Eitt Snældu-Blesi undan Hrafni 802 og Snældu fri Árgerði, knapi er Sigvaldi. eiga þessir folar sameiginlegt en það er faðirinn Hrafn 802 frá Holtsmúla. Af þeim sextán folum sem sýndir voru eru sex þeirra undan Hrafni 802 og þar af fjórir hæst dæmdu folarnir eins og hér kemur fram. Er greinilegt að Hrafn er mikill stóðhestafaðir. Einn af fjögurra vetra folunum, Hrókur frá S-Skörðugili. Af yngri folunum stóð efstur Gustur 1003 frá Stykkishólmi en hann er undan Eiðfaxa 958 frá Stykkishólmi. Hann hlaut I aðal- einkunn 8,04 sem er gott hjá fjög- urra vetra hesti. Vert er að minn- ast á einn fola, en það er Hrókur 1005 frá S-Skörðugili er sá hestur við fyrstu verðlaun. Er með 7,96 en virkaði nokkuð vel á mann og kæmi ekki á óvart þótt hann ætti eftir að hækka sig talsvert í ein- kunn. Folana frá stöðinni sýndu þeir Sigvaldi Ægisson og Páll B. Pálsson og fórst þeim það vel úr hendi þótt maður hafi það á til- finningunni að Páll megi hugsa aðeins betur um hendur og hand- leggi. Utlit á folum stöðvarinnar hef- ur varla verið eins gott í annan tíma. Voru þeir í mjög skemmti- legum holdum og spegilglansandi svo eftir var tekið. Hér áður voru sýningar stöðvarinnar haldnar í apríl en þessu var breytt í fyrra og virðist það til mikilla bóta því veð- ur var bæði nú og í fyrra mjög gott meðan á sýningunum stóð og hefur það mikið að segja. Þeim fer sífellt fjölgandi sem koma til að berja folana á stóðhestastöðinni augum á vorsýningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.