Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984
61
Ritlingur um garðúðun
— eftir Axel V.
Magnússon
Nýverið kom út smápési sem
gefinn er út af Heilbrigðis- og um-
hverfismálaráði Reykjavíkur,
Mosfellshreppi, Náttúruverndar-
nefnd Bessastaðahrepps, Garða-
bæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs
og Seltjarnarness. Umsjón útgáfu
hafði Kristín Þorkelsdóttir.
Ráðgjafar voru Jón Gunnar
Ottósson, skordýrafræðingur og
Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri
Reykjavíkur.
Pésinn ber nafnið „Um skor-
dýravarnir, eiturúðun og aðrar að-
ferðir“. Nú mætti ætla að slík rit-
smíð stæðist gagnrýni og sé skrif-
uð af vísindalegri þekkingu.
Því miður er þessu ekki til að
dreifa og vaða alls konar villur
uppi og pésinn túlkar alls ekki við-
urkenndar staðreyndir, heldur
ákveðnar skoðanir höfunda. Hlutl-
aus er þessi ritsmið a.m.k. ekki,
eins og að er látið liggja.
Skal nú gerð grein fyrir helstu
meinbugum á þessum pistli.
Rangar staðhæfingar
Skorið á lífkeðju — Hvað er átt
við? Ætla mætti að allt líf láti
undan við úðun, slíkt er auðvitað
fjarri lagi.
Þetta er algjör staðleysa og at-
hugulir garðeigendur sem fylgst
hafa með fuglalífi eftir úðun hafa
ekki fundið þess merki að fuglar
hafi drepist við úðun. Sama gildir
og um athuganir í grannlöndum
okkar. Þar treysta alvöru sérfræð-
ingar sér alls ekki til að staðfesta
það að fuglalíf hafi beðið hnekki
við venjulega garðaúðun.
Þegar úðað er forða fuglar sér
og einnig er talið að flestir spör-
fuglar éti ekki að jafnaði meindýr
á greinum trjáa og runna og sneiði
einnig hjá eitruðum dýrum.
Ef höfundum er verndun fugla
ofarlega í sinni, væri þeim nær-
tækara að berjast gagn katta-
haldi, en hvað að baki býr skal
ósagt, en það sýnir næsta litið
drenglyndi í garð skrúðgarðyrkju-
meistara að setja fram slíkar full-
yrðingar án órækra sannanna.
Að komið sé í veg fyrir að blóm
frjóvgist við garðúðun, er einnig i
meira lagi hæpin staðhæfing, og
ástæða er til að spyrja höfunda
um hvaða óvægnar skordýrateg-
undir hafi myndast á undanförn-
um árum hér á landi, eins og gefið
er i skyn.
Um úðun að þarflausu
Það er sjálfsagt að taka undir
það viðhorf að ekki sé úðað nema
ef þörf krefur. Hins vegar er það
alrangt að garðaúðun verki svo
vikum skiptir. Einna lengstur
frestur er á Parathion sem getið er_
um i pésa, en sá frestur er 14 dag-
ar, en í raun er talið að efnið
brotni niður á tæpri viku og eftir-
verkanir eru engar. Það að þetta
sé svo vikum skiptir er því algjör
staðleysa. Þess má og geta að til
eru ýmis efni sem enginn hættu-
frestur er á og eru algjörlega
skaðlaus fyrir dýr með heitu blóði.
Má í því sambandi nefna ýmis pyr-
ethrum-sambönd. sem ýmist eru
unnin á lífrænan hátt úr vissum
körfublómum eða framleidd með
efnafræðilegum aðferðum. Til er
fjöldi efna í þessum flokki, en ekki
þóknast pistilritendum að nefna
þau, en ástæða er til að nefna t.d.
Permethrin.
Ef þessi pési hefði verið vel unn-
inn hefði eflaust verið gerð grein
fyrir helstu efnum sem notuð eru,
svo og þeim sem eru aðgengileg
fyrir almenning. Mér er hins veg-
ar kunnugt um að það er i undir-
búningi af öðrum aðilum og skal
því ekki rætt frekar hér.
1300 sinnum hættulegra
efni notað hérlendis en í
nágrannalöndum okkar
Hér er fjallað um Parathion, sem
hefur verið notað í talsverðum
mæli hér á landi. Það er á ýmsan
hátt mjög umdeilanlegt efni, en hér
er ærið mikið hallað réttu máli um
samanburð á eiturvirkni þess og
Malathion, sem höfundar pistils
virðast bera fyrir brjósti.
Um Malathion er það og að
segja að það hefir verið notað
nokkuð gegn meindýrum en væg-
ast sagt með afar misjöfnum
árangri og af þeim sökum lagðist
notkun þess af að mestu, vegna
þess að virkni þess er oft mjög
hæpin við lágt hitastig. Er þess
vegna þekkt, að þurft hafi að nota
allt að tvöfaldan styrkleika þess,
til að ná sæmilegum árangri.
Höfundar fullyrða að Parathion
sé 1300 sinnum eitraðra en Mal-
athion. Það Parathion sem hér
hefir verið selt á seinni árum
methyl-parathion, en svo er nefnt
LD-gildi þess er talið 14—42 mg á
kg tilraunadýra, en rottur eru
oftast notaðar til þessara mæl-
inga. Þess lægri sem LD-gildi er
því eitraðra er efnið.
LD-gildi Malathion er á milli
400—2100 mg á kg. Munur er því
um 28,6 á hærri mörkum og um 50
sinnum á lægri mörkum, en ekki
1300 sinnum eins og pistilritarar
telja.
Þá er og annað veigamikið at-
riði ótalið, en það er að þynning á
Parathion er miklu meiri en Mal-
athion. Algengasta þynning á Par-
athion er 0,03—0,06 ml í 1 1 vatns
eða sem svarar 30—60 ml í 100 1
vatns.
Tilsvarandi þynning á Malath-
ion er 0,150—20 ml í 1 vatns, eða
150—200 ml í 100 1 vatns. Þetta
þýðir að stofnlausn Malathions er
að rúmtaki 5—3,5 sinnum meiri en
á Parathion sem þýðir um 10 sinn-
um meiri eituráhrif, en ekki 1300
sinnum eins og pistilhöfundar
telja. Ef þar að auki þarf helmingi
meira magn af Malathion, eins og
fyrr getur, er munur nánast um 5
sinnum.
Pistill nefnir að tré séu misnæm
fyrir meindýrum. Réttara er að
segja að meindýr sæki mikið, lftið
eða ekki á viðkomandi tegundir
gróðurs og misjafnt hve vel við-
komandi plöntur þola það.
Aðgerðir
( þeim liðum er varða aðgerðir
er vægast sagt meira en lítið at-
huganavert. Þar á meðal stendur
undir lið A, að ekki þurfi neinar
aðgerðir til að verja ýmis tré. Þar
á meðal eru greni og fura.
Nú vita allir sem hafa ákveðna
grunnþekkingu á þessum málum
að furu- og grenilús eru einhverjir
hinir verstu meinvaldar og geta
gjörsamlega gert útaf við stærðar
tré ef ekki er aðgert.
Þá er algengt að maðkur sæki á
alaskaösp og valdi þar verulegu
tjóni. Einnig sækir blaðlús oft á
sólber og getur orðið mögnuð ef
ekki er að gert.
Um Ifmborða er ekkert nema
gott að segja þar sem hægt er að
koma þeim við, en því miður er
þetta ekki einhlit aðferð og gagn-
vart lús kemur hún að engu haldi.
Vetrarúðun er ágæt aðferð og
vissulega ástæða til að mæla með
henni, en þó þarf ekki að leita
lengra en til síðasta árs, að þá
fann annar höfundur pistils henni
flest til foráttu.
Það getur verið gott að vera
fljótur að gleyma.
( D-lið er rætt um eftirlit og þar
kemur sitthvað kátlegt fyrir. Þar
er að finna hundrað ára gömul
húsráð, svo sem vatnsúðun, sápu-
vatn, sóda og loks tóbakslausn.
Það er sannast mála að fátt af
þvi sem nefnt er kemur að haldi
svo heitið geti, utan tóbakslausn,
sem raunar er miklu hættulegri
heldur en fjöldi sérhæfðra efna
sem eru á boðstólum fyrir al-
menning.
í E-lið er rætt nokkuð um
brekkuvíði og er svo að sjá að höf-
undar vilji dæma hann snarlega
til dauða.
Það er öllum ljóst sem við rækt-
un fást að brekkuvíði er hætt við
meindýrum, en hins vegar er hann
harðger og þolinn og heita má að
hann þrífist víðast þar sem gróður
þrífst á annað borð. Sannleikurinn
er líka sá að með nútíma varnar-
efnum er mjög auðvelt að halda
honum í lagi og úðun auðveld, og
hann getur átt fyllsta rétt á sér ef
hann er vel hirtur og á ekki hina
ósmekklegu nafngift „eiturlyfja-
sjúklingur" skilið, enda tæplega
hlutverk þeirra sem um þetta efni
fjalla að dæma einstakar tegundir
úr leik.
Viðhorf
Þá er rétt að hafa i huga að
skrúðgarður er ekki náttúrulegt
umhverfi í þeim skilningi. Hann
er byggður upp af mannavöldum
og er ætlaður eigendum til
ánægju. Nú er það svo að mörgum
sem eiga sér garð til ánægju og
gleði er ekki sama þótt gróður
steypist út í óþrifum, þannig að
stórsjái á plöntum og þvi ekki
hægt að lá fólki þótt þá sé gripið
til einhverra ráða. Dómur um
hæfilegt magn meindýra er oft
erfiður, að ekki sé meira sagt.
Það dreymir engan um að úða
Hallormsstaðaskóg, en viðhorf til
lítils skrúðgarðs og skóglendis eru
Axel V. Magnússon
„Það dreymir engan um
að úða Hallormsstaða-
skóg, en viðhorf til lítils
skrúðgarðs og skóg-
lendis eru gjörólík og
fyrir því er ekkert at-
hugavert við það að fólk
geri ráðstafanir til að
halda meindýrum í
skefjum. Hitt er ég svo
sannfærður um að ef
svo illa færi að t.d.
sitkalús bærist í Hall-
ormsstaðaskóg mundi
Jón Loftsson og lið hans
beita öllum ráðum til að
ráða niðurlögum henn-
ar, þótt samkvæmt yfír-
sýn pistilhöfunda sé hún
ekki til.“
gjörólík og fyrir því er ekkert at-
hugavert við það að fólk geri
ráðstafanir til að halda meindýr-
um í skefjum. Hitt er ég svo
sannfærður um að ef svo illa færi
að t.d. sitkalús bærist í Hall-
ormsstaðaskóg mundi Jón Lofts-
son og lið hans beita öllum ráðum
til að ráða niðurlögum hennar,
þótt samkvæmt yfirsýn pistilhöf-
unda sé hún ekki til.
Þá er það alkunna og flestum
garðyrkjumönnum kunnugt að
ræktaðar plöntur eru að jafnaði
mun viðkvæmari fyrir ýmsum
kvillum og meindýrum en villtar
plöntur, og af þeim sökum verða
viðhorf til þeirra líka önnur.
Nýjar aðferðir
í vændum
Látið er að því liggja að
splunkunýjar aðferðir séu í upp-
siglingu, og er aðeins lauslega
minnst á notkun Bacterium thur-
ingensis gegn fiðrildalirfum.
Það er fyrst frá að segja að
þessi aðferð hefir verið kunn í ára-
tugi og hefir einkum verið notuð í
stórum stíl í skóglendi erlendis.
Til eru þúsundir athugana um
þetta efni, en sannast best sagna
hefir árangur verið misjafn, og í
ýmsum tilvikum enginn.
Reynslan úr hinum erlendu til-
raunum er sú að hitastig hefir úr-
slitaþýðingu, og að jafnaði sást
lítill sem enginn árangur ef hita-
stig var lágt, þegar úðun var
framkvæmd. Hins vegar hefir
íblöndun ýmissa efna gegn mein-
dýrum í lausn Bact. thuringensis í
mörgum tilvikum verið mjög já-
kvæð.
Hér á landi var síðastliðið vor
eitt hið kaldasta sem um getur, en
eigi að síður átti úðun með Bact.
thuringensis hér að hafa eytt
85—95% lirfa. Þetta er því mjög
athyglisvert, en hins vegar er
meira en hæpið að taka eina staka
tilraun sem vísindalega sönnun,
og sem grundvallaratriði í vörnum
gegn meindýrum.
Þá er þess að geta að úðun með
Bact. thuringensis er ekki lífræn
aðgerð í þeim skilningi að bakterí-
um fjölgi og þær smiti eina lirfu
og svo koll af kolli, heldur er um
að ræða að kristallar sem er að
finna i bakt. hafa áhrif á nær-
ingarupptöku lirfunnar og svo
myndun Toxina, sem verka á lirf-
una, en ekki bakteríusmit í þeim
skilningi.
Af lífrænum aðferðum gegn
meindýrum er annars fátt að
frétta í þessum pésa, en þær eru
til næsta margar og má t.d. í því
sambandi benda á gallmý, sem
hefir verið notað með mjög at-
hyglisverðum árangri gegn blað-
lús í sumum grannlöndum okkar.
Alkunna er að maríubjöllur eru
næsta áhrifamiklar við eyðingu
blaðlúsa, en því miður eru þær
mjög sjaldséðar hér á landi.
Úr því að verið var að geta um
lífrænar varnir hefði ekki verið úr
vegi að nefna aðlöðunarefni, þar
sem hormónaefni vissra tegunda
eru notuð til að laða annað kynið
að og eyða þvi svo.
Einnig er geislun karldýra ým-
issa meinvalda, þannig að þau
verða ófrjó og þeim síðan dreift
um viðkomandi svæði, en kvendýr
frjóvgast ekki við mökun mjög at-
hyglisverð aðferð.
En um þessar leiðir gildir það
að þær eiga einkum heima í stór-
ræktun, eða í ákveðnu gróðursam-
félagi.
Það er sjálfsagt að hafa augun
opin fyrir öllum möguleikum, en
hins vegar er næsta barnalegt að
halda að einhver ein aðferð sé
allra meina bót. Fjölbreytni nátt-
úrunnar er meiri en svo að slíku sé
að heilsa.
Lokaorð
Höfundar þessa pistils, sem hér
er gerður að umtalsefni, gerðu
harða hríð gegn garðaúðun á sl.
vori. Það varð til þess að fjöldi
garðeigenda gerði engar ráðstaf-
anir í þessum efnum, og lús og
maðkur óð uppi og olli víða stór-
kostlegum skaða á gróðri, og sums
staðar stóðu tré og runnar allt að
blaðlaus eftir.
Þetta var jafnvel svo alvarlegt
að Hafliða Jónssyni virðist þetta
ljóst er líða tók á sumarið, ef
marka á skrif hans í Morgunblað-
inu.
Látið er að því liggja að nýjar
aðferðir séu í vændum sem eigi að
leysa vanda. Það hafa hingað til
ekki þótt góð vísindi að gera sér
fyrirfram lausnir mála, og þá síst
á sviðum sem þessum.
Á síðastliðnu ári ræddi ég all-
náið við ýmsa færustu sérfræð-
inga á Norðurlöndum um þessi
mál. Ekki áttu þeir neinar alls-
herjar lausnir á takteinum, enda
ekki háttur ábyrgra vísindamanna
að slá slíku fram. Meðal þeirra er
ég ræddi við var Jörgen Reitzel,
sem er sérfræðingur Plöntusjúk-
dómastofnunar danska ríkisins.
Sérgrein hans er blaðlús og ýmis
önnur meindýr.
Hann kvað ýmsar aðferðir hafa
verið reyndar gegn blaðlús, nokkr-
ar lofuðu góðu, en víðsfjarri að
nokkur lausn væri á næstu grös-
um.
Maður hlýtur því að furða sig á
slíkri orðræðu sem fram kemur í
ritlingi og hvaða tilgangi slíkt á að
þjóna?
Það er hins vegar rétt að leita
beri nýrra leiða, og á því sviði er
unnið gífurlegt verk víða um heim.
En að þáttaskil séu á næst leiti er
misskilingur.
Þess skal hins vegar getið að
pistill er vel og smekklega settur
upp og snyrtilega unninn á allan
hátt.
Eflaust hafa þeir aðilar er að
útgáfu stóðu vænst þess að hann
myndi gefa hlutlægar og áreiðan-
legar upplýsingar um það efni sem
um er fjallað. Sú er því miður ekki
raunin.
Helstu heimildir: Introduction to
insect pest management 1975 —
Robert L. Metcalf. — William H.
Luckmenn. Pflanzenschúltz und
Schádlingsbekámpfungsmúttel —
O.R. Klimmer. Dictionary of Pest-
icides — Farm Chemicals, Comm-
onwealth Agricultural Burau —
Bacillus thuringensis 1980 — Gud-
mund Taksdal, Bacillusthuring-
ensis.
Axel V. Magnússon er garðrrkju-
rádunautur Búnaðarfélags Islands.
Beint á varamannabekkinn
Hljóm-
plótur
Siguröur Sverrisson
Picture
Eternal Dark
Back l)oor/Fálkinn
Hollendingar hafa alltaf af og
til komið fram með ágætar
hljómsveitir. Skemmst er að
minnast flokka á borð við Focus,
Golden Earring og Vandenberg.
Picture heitir enn ein hollensk,
sem rekið hefur á fjörur land-
ans.
Picture er bárujárnssveit að
upplagi þótt nafnið bendi e.t.v.
til allt annars. Fimmmenning-
arnir i flokknum eru reyndar
ekki neinir nýgræðingar því Et-
ernal Dark mun fjórða breiðskíf-
an á ferlinum. Ef marka má
þessa hafa hinar ekki verið neitt
rosalega spennandi.
Þrátt fyrir ágæta byrjun, þ.e.
titillagið, Eternal Dark, nær
Picture ekki að fylgja því nægi-
lega sannfærandi eftir á plöt-
unni. Næsta lag, Griffons Guard
The Gold, er nokkuð gott en síð-
an fer að halla undan fæti. Pow-
er of Evil þó ágætt.
Verulegur galli er á plötunni
hversu kauðalega hún er hljóð-
blönduð á köflum. Bassatromm-
ann er allt of framarlega og
fyrir vikið verður mikill byljandi
í sumum lögum. Skemmir það
oft fyrir því í Picture leynast
ágætir gítarleikarar.
Picture sýnir vissulega ágætis
tilþrif í sumum laganna, en
heildarsvipur plötunnar er á
þann veg, að hann dygði ekki
nema á varamannabekkinn á
meðal risanna í þessari tónlist.
Á meira að segja enn talsvert
langt í land með að ná löndum
sínum í Vandenberg.