Morgunblaðið - 27.06.1984, Page 28

Morgunblaðið - 27.06.1984, Page 28
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 kef olltaf frotoÍ) 2SCrr\ Kvii-ttismál siéan ég var íáningur." Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar átti nýlega eins árs afmæli. Hér er hún ásamt forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Ást er ... sætan söng. TM R«a. U.S. Pat. Off.-aN ríghts reservad »1984 Los Angeles Times Syndicate Geturðu ekki fengið peningana til baka, sagt þeim að þú hafir ekki veðjað á hestinn sem fyrstur varð? Með morgunkaffinu Ég fékk þessa á hálfvirði! HÖGNI HREKKVÍSI Ríkisstjórnin eins árs Þorkeli Hjaltason skrifar 25. júní. Velvakandi. Mér finnst fara vel á því, að eins árs afmælis núverandi ríkis- stjórnar sé minnst með nokkrum orðum, því að marga góða hluti hefur hún gert á þessu fyrsta rík- isstjórnarári, en annað ef til vill miður tekist, en allt slíkt á sínar eðlilegu orsakir. Öll þjóðin veit, að í lok vinstri stjornarinnar var allt að sökkva í hyldýpishaf verðbólgunnar og framfærsluvísitalan var komin fast að 150 stigum. Var því við ramman reip að draga fyrir hina nýju stjórn og auðséð var, að alls engin vettlingatök dygðu í þeirri glímu, er framundan var. Nauðug viljug varð stjórnin að beita fyllstu hörku, með aðgæslu og festu, önnur úrræði dugðu ekki. Auðvitað varð öll þjóðin að taka á sig nokkra launaskerðingu, annað var ekki mögulegt. Þjóðin verður að reyna að sýna þolinmæði og þrauka enn um stund, og hugsa þá til orða Halldórs Laxness: „Bráð- um kemur betri tíð með blóm í haga.“ En viðskilnaður þeirra fé- laga Svavars Gestssonar og Hjör- leifs Guttormssonar 1 vinstri stjórninni var svo hraksmánarleg- ur að engin dæmi finnast til slíks áður í sögu íslands. Ekkert blasti þá við þjóðinni annað en efna- hagslegt hrun í flestum atvinnu- greinum landsmanna. Svavar var búinn að semja neyðaráætlun og læsa niður í skúffu sína ef engar aðrar björgunarleiðir fyndust á neyðarstundu. — Nei, slík stjórn á aldrei aftur lífsvon á íslandi nú- tímans. Þau ánægjulegu tíðindi hafa þó gerst eftir að okkar dug- mikli iðnaðarráðherra, Sverrir Hermannsson, tók við stjórn iðn- aðarmála, að orðið hafa hrein um- skipti í málum Alusuisse, til stórra hagsbóta fyrir alla lands- menn. Þegar öllum þursabrögðum Hjörleifs hafði verið útrýmt og varpað á dyr, þá fyrst fór að birta til í þeim málum og hægt og síg- andi verður álmálið, og mál er því tengjast, komið í gott horf á ný og eðlilegt ástand hefur myndast. Þegar allt útrýmingarbrölt og þvergirðingsháttur þeirra Svavars og Hjörleifs er nú endanlega úr sögunni, en að sjálfsögðu með mörg hundruð milljóna króna tapi fyrir alla þjóðina, sem aldrei fást bætur á. — Já, svona var viðskiln- aður Allaballanna á öllum sviðum. Þó neita þeir allir sem einn öllum staðreyndum og lifa nú, vesalings- greyin, aðeins á eigin sjálfsblekk- ingum, og setja upp engilsásjónu eins og ekkert hafi gerst. Verði þeim að góðu ... Nú blasa við uppsagnir kjara- samninga flestra verkalýðsfélaga í landinu ásamt Alþýðusambandi fslands. Ég spyr, veit þetta fólk hvað það er að gera, ætlar það sér að heimta öll sín laun úr galtóm- um ríkissjóði, þegar tekjur ríkis- sjóðs bregðast meðal annars með minnkandi sjávarafla? Þá verður öll þjóðin að taka þátt í björgun- arstarfinu með sameiginlegu átaki. Þetta ættu allir að geta skil- ið. Að lokum hef ég verið beðinn af fólki er býr í grennd við Vitatorg- ið, að koma því til skila við borg- aryfirvöld, að þar sé mikilla úr- bóta þörf frá því sem nú er. Vita- torgið er eitt af elstu og virðu- legustu torgum í borginni, bæði að stærð og lögun. En því miður hef- ur því ekki verið nægjanlegur sómi sýndur. Það er t.d. ekki malbikað eins og önnur torg og hefur svo verið alla tíð frá tilurð þess. Torgið er stórt og óslétt víða með lautum og bratt upp að fara neðan frá, en með háum hrygg ofan til við miðju. Þennan hrygg þarf að slétta og malbika svo yfir allt svæðið í heild. Það hefur kom- ið fyrir að bílar hafa fest sig þar í aur og leðju, þá rigningar hafa gengið. Allt slíkt hyrfi ef malbik- að vrði yfir allt svæðið. Eg vona að borgarstjórn taki þetta mál til rækilegrar athugun- ar, með borgarstjórann í fylk- ingarbrjósti. Hann hefur gert marga góða hluti í borgarstjóratið sinni, frá því að han tók við því virðulega embætti. Verðj borgar- stjórn við þessari eindregnu kröfu fólksins eða ósk um að malbika allt torgið og slétta það allt vel, mundi borgarstjóri fá rfkuleg laun verka sinna. Því vert er að þakka alla vel gerða hluti. „ hv//u? cseÓFsro opp Þennah gaor ?! Athugasemd frá blómasala Skorri Andrew Aikman blómasali vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við pistil Sigurbjarn- ar Þorkelssonar sem birtist í Vel- vakanda síðastliðinn fimmtudag. Ágæti Velvakandi. í dálkum þínum kvartar Sigur- björn Þorkelsson undan söluað- ferðum blómasalans í Austur- stræti. Þar sem ég hef þann starfa í sumar að selja í bási Blóma og ávaxta á útimarkaðinum, hlýt ég Það hlýtur að vera ánægjulegt að versla blóm I Austurstræti. að taka þessa gagnrýni til mín. Sigurbjörn segir að blómasalinn sé „hættulegur", að „ráðist hafi verið á sig“ og að hann hafi orðið „dauðskelkaður", sér hafi verið „skipað" að kaupa bóm. Sé átt við mig hlýt ég að vísa þessum ásök- unum á bug. Ég hef aldrei ráðist á væntan- lega viðskiptavini. Að vísu hvet ég fólk til að kaupa blómin. Ég er með fallega vöru á góðu verði og vil að sem flestir fegri umhverfi sitt á hagkvæman hátt. Ef til vill hefur Sigurbjöm tekið hvatningu mína sem skipun en sé þetta nóg til að gera hann dauðskelkaðan, biðst ég afsökunar. Samt vona ég að hann komist aldrei í kynni við alvöru torgsala sunnan Alpafjalla. Blómin seljast vel og ég vona að sem flestir fegri umhverfi sitt með þessum hætti. Hræðist Sigurbjörn strákling á mínum aldri, þykir mér það miður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.