Morgunblaðið - 27.06.1984, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.06.1984, Qupperneq 30
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 Ómerkileg gagnrýni — eftir Jón Hjaltason Framleiðandi sannleikans Gagnrýni Jónasar Kristjánssonar á veitingahúsinu „í Kvosinni" gæti verið samantekt á sorpblaða- mennsku, til varnaðar í blaða- mannaskóla. Hún hefst á að höf- undur fer rangt með nafn veit- ingahússins og endar á því að hann tilkynnir eigendaskipti sem aldrei hafa orðið. Kjarni þess sem á milli stendur eru svívirðingar og ósannindi. Sannkölluð kamarskrif. Sýnishorn af náðhúsinu Matseðillinn, eins og í miðevr- ópsku hóruhúsi. Kvosin er fallegar umbúðir utanum ekki neitt. Mál- skrúð og lygi. Kannski er vertinn að gefa í skyn að hinir réttirnir séu síður en svo ógleymanlegir. Dýrasta veitingahús landsins og þótt víðar væri leitað. Matseðill Kvosarinnar endurspeglar fúskið í eldhúsinu. Sennilega er kokkurinn frekar nískur. Þaðan komu réttir, sumir ómerkilegir, aðrir beinlínis vondir. Verðið væri of hátt þótt kokkinum væri ekki illa við gest- ina. Uppljóstrari okursins Jónas gerir svo barnalegar til- raunir til verðrannsókna að með ólíkindum er hjá grönvöxnum manni. Hér er tilbúið dæmi um það sem hann kallar miðjuverðs útreikninga. Veitingahús A: Lauksúpa 90,- Kjötseyði með grænmeti 95,- Sveppasúpa 100,- samtalskr. 285,- Miðjuverðkr. 95,- Veitingahús B: Kjötseyði með eggi og koníakil20,- Skjaldbökusúpa 108,- Humarsúpa 190,- Samtals kr. 490,- Miðjuverð kr. 163,- Samkvæmt sannfæringu Jónas- ar stendur veitingahús B að okri, þótt menn með staðgóða þekkingu á mat og reikningi leggi þau að jöfnu. D.V. Dagfari er ólíkt gleggri en offari, er hann segir í grein sinni: „Könnun verðlags- Kosangasið á gulu kútunum fæst nú í Skeljungsbúðinni Síðumúla 33 og á öllum helstu SHELL-stöðvum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og út um land. Kosangasið er fáanlegt alls staðar í 2ja, 5 og 11 kílóa kútum, en 17 og 33ja kílóa kúta þarf sumstaðar að panta með örlitlum fyrirvara. Athugið að tómum hylkjum er veitt móttaka á öllum sölustöðum Kósangass og umframhylki eru keypt af viðskiptavinum gegn staðgreiðslu. Gleymið ekki þeim gulu í sumar! stofnunar er góð að því leyti að hún vekur athygli á óeðlilegum verðum". Enda kemur í ljós að í könnun verðlagsstofnunar fá veitingahús sem Jónas hefir prísað fyrir lágt verð, annan dóm og öfugt. Þekking og sleggjudómar Greinarhöfundur segist hafa borðað smálúðu með mangó. Ekki heitir það mangó sem á diskinum var, heldur grasker. Vekur það undrun og blendna aðdáun ef þekking Jónasar Kristjánssonar á hóruhúsum reynist meiri en á matvælum. Annars staðar lýsir Jónas Strass-kristalljósakrónum sem glerbútum. Hvort þarna eru á ferðinni frekari ódrengskrif eða þekkingarskortur er óhægt um að segja. I ljósi ofanritaðs er seinni skýringin þó liklegri. Á enn öðrum stað munar höf- undinn ekkert um að sverja inn í húsið hanastélsglundri sem aldrei hefir þangað komið. Þá notar Jónas langhund til að lýsa vanþóknun á heitum rétta. í annarri grein segir áhugamaður- inn frá því er hann borðar Púrtvínssveppi. Væri fróðlegt að frétta frá orðsins útúrsnúninga- manni hvort hann hafi þarna upp- götvað nýja sveppategund. Gagnrýni Raunsæja, efnislega gagnrýni ber að þakka. Getur Jónas í því efni lært verulega af ómari Ragn- arssyni, bifreiðagagnrýnanda. Hlutgengur gagnrýnandi veitinga þarf umfram allt að hafa fágaðan eðlislægan smekk. Næmni hans og þekking nær óraveg útfyrir að þykja eitthvað gott, vont eða sæmilegt. Salt, sætt eða súrt. Til- raunir Jónasar til skrifa um veit- ingahús, undir nafni, eru mjög vanhugsaðar í ekki stærra þjóðfé- lagi. Komur hans vekja augljós- lega upp óeðlilegt ástand. Hann fær því aldrei rétta mynd af því sem dagfarslega fer fram, sem ætti þó að vera tilgangurinn þegar verið er að diska út óbrotgjörnum dómum til almennings. Líta ber á hlut gagnrýnenda sem þátttak- enda í uppbyggingu og framvör þess sem um er fjallað. Eru per- sónulegar sjálf-farir og kamarskr- if harla lítið innlegg þar til. Ágætur gagnrýnandi veitinga og beina kemur og fer. Með sann- an penna og frið í sál. Jón Hjaltason er framkræmda- stjóri í Reykjavík. Kvosin í GREIN í DV, 9. júní sl., ritar Jónas Kristjánsson DV-ritstjóri um Kvos- ina, undir yfirskriftinni „Ómerkileg matreiðsla“. Félag mitt, JC-Vík, hefur sl. starfsár haldið alla sína félags- fundi i Kvosinni og að auki jóla- fund í desember og lokahóf í maí. Allur matur og þjónusta hefur verið til mikillar fyrirmyndar og fær Kvosin okkar bestu meðmæli fyrir ljúffenga rétti, frábæra þjónustu og sérlega vistleg húsa- kynni. Færum við eigendum staðarins og þjónustufólki okkar bestu þakkir fyrir samstarfið. Fh. stjórnar JC-Víkur, Guðrún Skúladóttir, forseti. KUNGER Gæðavara á góðu ver%! Við eigum nú til á lager 8 stærðir af KLINGER kúlulokum frá V4" til 2". Mjög hagstætt verð. Heildsala — Smásala Allt til pípulagna Burstafell Byggingavöruverslun Bíldshöföa 14 Sími 38840 Skeljungur h.f. » Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.