Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLl 1984 Búið að selja Akra- borgina, sem siglir undir fána Panama Akranesi, 2. júlí. GAMLA Akraborgin hefur verid seld til Vestur-Þýskalands fyrir um 10 milljónir ísl. króna. Kaupandi er skipafélag þar og verður skipið í siglingum á milli Vestur-Þýskalands og Danmerkur, en undir Panamafána. Fulltrúar frá vestur-þýska Skallagríms hf., sem er útgerðar- fyrirtækinu Baltic shipping and trading s/a komu til Akraness fyrir um hálfum mánuði og skoð- uðu skipið. Þeir komu aftur um helgina til samningaviðræðna og var gengið frá kaupsamningi um kaup þeirra á gömlu Akraborginni að vísu með fyrirvara um sam- þykki íslenskra stjórnvalda á sunnudag. IJyrirtækið á tvær ferj- ur fyrir og verður Akraborgin eins og þau í siglingum á milli Dan- merkur og Vestur-Þýskalands verður verslun með tollfrjálsan varning um borð. Söluverðið sam- svarar um 10 milljónum ísl. kr. og er það að sögn forráðamanna félag Akraborgar, markaðsverð slíkra skipa í dag. Akraborgin fer í slipp í Reykja- vík í dag og er búist við að hún haldi af stað til Þýskalands í vik- unni. Skallagrímur hf. afhendir skipið hér heima en sér um að koma því út og fer sjö manna áhöfn með því. Gamla Akraborgin hefur legið bundin við bryggju hér á Akranesi síðan nýja Akraborgin kom til landsins fyrir tveimur ár- um. Fyrsta sumarið var hún þó í siglingum á milli Akraness og Reykjavíkur jafnframt nýja skip- inu. J.G. Morgunbladiö/KEE. Vindhöggin ekki talin með „DAVÍÐ er efnilegur, honum hefur farið fram. Sennilega hefur hann aeft sig í leyni,“ sagði Björgúlfur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur þegar hann var spurður um frammistöðu borgarstjórans á hinu árlega borgarstjórnarmóti GR á Grafarholtsvelli. Mótið var haldið í gsr í skínandi veðri og var einnig létt yfir fólkinu að sögn Björgúlfs. 14 lið skipuð einum kylfingi frá GR og einum frá borgar- stjórn kepptu. Reglur voru þsr að kylfingurinn og borgarstjórnarmaðurinn slógu til skiptis en vindhögg voru ekki talin með. „Það hefði verði Ijótt ef þau hefðu verið talin," sagði Björgúlfur. A myndinni sést borgarstjórinn gera tilraun til að slá kúluna og spenntir fylgjast þeir með Markús Örn Antonsson forseti borgarstjórnar og Guð- mundur S. Guðmundsson golfklúbbsmaður. ' | v* *>- SSj / "•'» -vh Ljósmynd Valdimar Krístinsson. Máni 949 með fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi Fjórðungsmóti austfirskra hestamanna lauk nú um hclgina. Kynbótahrossin komu skemmtilega á óvart á þessu móti. Stóðhesturinn Máni 949 frá Ketilsstöðum var sýndur með afkvæmum og hlaut hann fyrstu verð- laun. Máni sjálfur er lengst til vinstri og situr eigandi hans, Jón Bergsson, Ketilsstöðum, hestinn. Lengst til hægri er hryssan Hugmynd 5820 frá Ketilsstöðum, en hún stóð efst af fimm vetra hryssum. Knapinn á Hugmynd er Bergur, sonur Jóns. Menningarsjóður Norðurlanda: 877 þúsund kr. til samkeppni um tónlistarhús í Reykjavík STJÓRN Menningarsjóðs Norðurlanda hefur samþykkt að veita styrk að upphæð 300 þúsund danskar krónur, sem samsvarar rúmum 877 þúsundum íslcnskra króna, til norrænnar arkitektasamkeppni um tónlistarhús í Reykja- vík. Styrkurinn er veittur með því skilyrði að lögð verði fyrir sjóðsstjórn raunhæf áætlun um fjármögnun byggingarinnar og framkvæmdatíma. Á fundi stjórnar Menningar- danskar krónur sem samsvarar sjóðsins sem haldinn var 27. júní sl. að Hótel Reynihlíð við Mývatn var þessi styrkveiting samþykkt ásamt styrkjum til ýmissa ann- arra aðila. Meðal annars fékk Hamrahlíðarkórinn 150 þúsund 439 þúsund íslenskum krónum til að sækja alþjóðlega tónlistarhátíð í Japan. Helgi Björnsson jarðeðl- isfræðingur hjá Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands fékk styrk að upphæð 75 þúsund dansk- Fundir að nýju um virkjanasamning ar kr. eða 219 þúsund íslenskar til jöklarannsókna, Leikbrúðuland fékk styrk sem samsvarar 158 þús- und íslenskum krónum til þátt- töku í þremur leikbrúðunámskeið- um á Norðurlöndum, kvikmynda- félagið Kvik sf. fékk styrk sem samsvarar 102 ísl. kr. til þess að gera heimildarkvikmynd um hval- veiðar á Norður-Atlantshafi og Helga Ingólfsdóttir fékk styrk sem samsvarar 87 þús. íslenskum kr. vegna norrænnar tónlistarhá- tíðar í Skálholti 1985. í sjóðs- stjórninni eiga sæti af hálfu ís- lands þeir Stefán Jónsson, fyrr- verandi alþingismaður, sem er formaður, og Birgir Thorlacius, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem er varaformaður. SÁTTAFUNDI í virkjanadeilunni lauk hjá ríkissáttasemjara á tuttug- asta tímanum í gærkvöldi án árang- urs. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan 9 í morgun. Að sögn ríkissáttasemjara, Guðlaugs Þorvaldssonar, var á fundinum í gær rætt um launaliði annars vegar og orlofsmál hins vegar, í tveimur hópum. Deiluaðil- ar vildu í gærkvöldi ekkert tjá sig um gang mála að sögn Guðlaugs. Deilan stendur milli Lands- virkjunar og VSÍ annars vegar og verkalýðsfélaga sem standa að stórvirkjunarframkvæmdum hins vegar. Það eru Landsamband iðn- aðarmanna og vörubílstjóra og Verkamannasambands íslands og þá sérstaklega þau verkalýðsfélög, sem eru á þessum svæðum, Rang- æingar og Húnvetningar. Ungur pilt- ur lét lífið í bílveltu SAUTJÁN ára gamall piltur, Hjalti Dan Kristmannsson, til heimilis á Fáskrúðsfirði, lét lífið er bifreið, sem hann ók, valt í Eyvindardal, skammt frá Egilsstöðum, aðfaranótt sunnudags. Einn farþegi var í bfln- um og slasaðist alvarlega. Var flutt- ur meðvitundarlaus á gjörgæslu. Slysið varð með þeim hætti, að bifreiðin valt er hún var á leið niður á Firði af Héraði á móts við Hnútu í Eyvindardal. Vegkantur- inn er mjög hár á þessum stað, einir 7—8 metrar. Bíllinn fór tvær veltur og hafnaði síðan á grasbala neðan vegarins. Við veltuna köst- uðust báðir piltarnir út úr bilnum. Bílstjórinn var látinn er komið var á slysstað. Um þrjú hundruð manns á útifundi á Lækjartorgi UM ÞRJÚ hundruð manns sóttu, að sögn lögreglunn- ar í Reykjavík, útifundinn sem Alþýðubandalagið, Al- þýðuflokkurinn, Bandalag jafnaðarmanna og Samtök kvenna á vinnumarkaði gengust fyrir á Lækjartorgi í gær. Kjörorð fundarins voru: „Hrindum árásinni á kjörin — Til baráttu í haust“, og voru ræðumenn fundarins eftirtaldir: Ásdís Leifsdóttir, verkakona, Birna Þórðardóttir, læknaritari, Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismaður, Ragnheiður Rík- harðsdóttir, kennari, Sigurbjörg Sveinsdóttir, iðn- verkakona, Stefán Benediktsson, alþingismaður, og Svavar Gestsson, alþingismaður. Fundarstjóri var Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi. Á fundinum deildu ræðumenn á stjórnvöld og verkalýðsforystu og snerust kröfur þeirra um þjóð- félagsleg réttindi og mannsæmandi líf. Fundinum barst skeyti frá Kvennalistanum þar sem konur voru hvattar til baráttu í haust fyrir bættum kjör- um kvenna á vinnumarkaðinum. • • Ol og gos- drykkir hækka um 12—13% Gosdrykkjaframleiðendur hækk- uðu vörur sínar í gær um 12—13% að meðaltali. Að sögn Kristins Stef- ánssonar hjá Sanitas stafar hækkun- in m.a. af launahækkunum svo og hækkuðu verði á erlendu hráefni. Sem dæmi um hækkunina má nefna, að maltöl frá Ágli Skalla- grímssyni kostar nú 17 krónur en kostaði áður 15 og appelsín kostar nú 9 krónur en var á 7,80. Þá hækkar sykurlaust appelsín frá Agli úr 9 krónum í 10. Lifði af 15— 20 metra fall UNGLINGSPILTUR liggur nú stór slasaður á sjúkrahúsi en þó ekki í lífshættu eftir að hann féll um 15—20 metra niður úr byggingar- krana aðfararnótt sunnudags. Byggingarkraninn stendur i miðju nýju íbúðahverfi við Ástún í Kópavogi. Mun unglingurinn hafa verið að klifra upp kranann er hann hrapaði. „Það er furðulegt að hann skyldi lifa þetta fall af,“ sagði viðmælandi blaðsins hjá RLR. IMMWAMlMi't.l.l.Mat « ••• # AWðVAWaWraVftWl A-A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.