Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1984 3 Smálaxinn að koma „Það er talsvert af fiski í ánni og smálaxinn er farinn að ganga, hins vegar er veiðin treg, enda bjart og gott veður, slakt veiðiveður,” sagði starfsstúlka i veiðihúsinu við Grímsá og bætti því við að komnir væru 150 laxar á land og útlend- ingar væru teknir við veiðinni. Þær upplýsingar fengust einnig, að þrátt fyrir nokkra smálaxa- gengd síðustu dagana, væri meðal- þunginn enn mjög góður, eða milli 10 og 11 pund. Stærstu laxarnir hafa verið 15 punda og hafa þó nokkrir slíkir verið dregnir á þurrt af hamingjusömum veiðiköppum. Þetta telst góð byrjun í Grimsá, hún var góð í fyrra eftir þrjú ákaf- lega mögur sumur. „Áin er tóm“ „Þeir sjá varla fisk, það er eng- svona tók starfsstúika i veiðihúsinu á Rjúpnahæð við Norðurá til orða er Mbl. sló á þráðinn i gær. Hún sagði að sá hópur sem lýkur verði um hádegi í dag hefði veitt mjög litið, aðeins milli 10 og 15 fiska sem hún vissi um síðdegis í gær. Hópurinn þar á undan fékk aðeins 19 laxa á 3 dögum og hefur veiðin farið stig- minnkandi eftir friska byrjun. Þó eru komnir næstum 400 laxar á land síðan veiðin hófst 1. júni. Laxinn er kominn i einhverjum mæli upp að Glanna, en mest hefur veiðin þó verið fyrir neðan Laxfoss enn sem komið er. örn Bjartmarz Pétursson tannlæknir veiddi stærsta laxinn til þessa fyrir nokkrum dögum, 19 punda fisk á Blue Charm-flugu á Hvararhyls- broti. Var það harður leikur og Örn klukkustund að ná tröllinu. Á Stokkhylsbroti í Norðurá, einn drýgsti veiðistaðurinn. _ „Hressileg byrjun“ ' ^ : Jfeir fengu sex laxa eftir hádegi á sunnudaginn, en þá hófst veiðin méð fjórum stöngum, þetta er hressilegri byrjun hér en verið hef- ur í þó nokkur ár og vonumst við til að framhald verði á. Þeir náðu engum i morgun, en misstu einn, en veiðiveður var ekki gott, stafa- logn, sólskin og 19 stiga hiti. Þeir hafa séð nokkuð af laxi,“ sagði Þorsteinn Þorgeirsson bóndi á Ytrinýpum er hann var inntur eft- ir byrjuninni í Selá að þessu sinni, en margir fylgjast hvað mest með gangi mála f Vopnafjarðaránum. Þorsteinn sagði að laxarnir hefðu allir verið um 10 pund. Veiði hefst ekki í Hofsá fyrr en 9. þessa mánaðar, viðmælandi Mbl. í veiðihúsinu Árhvammi f gær sagði að ekkert líf hefði enn sést í ánni. — gg- Útflutning- ur með Flug- leiðum eykst AÐ SÖGN Sæmundar Guðvinssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, hafa frakt- flutningar Flugleiða aukist umtalsvert á þessu ári. Ef dæmi er tekið var út- flutningur I maí 1984 61% meiri en f maí 1983. Mikið munar um útflutning á ferskum fiski auk mikils útflutnings á ullarvörum. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna gerði samning við Flugleiðir um flutning á ferskum fiski til Banda- ríkjanna og eru flutt f viku hverri 18 tonn til New York, 3 tonn til Wash- ington og 3 tonn til Detroit. Flutningar með Flugleiðum milli Evrópu og Bandarfkjanna hafa einn- ig aukist á þessu ári. I maf 1983 voru 85 tonn af vörum flutt með félaginu frá Lúxemborg til Bandarfkjanna en 156 tonn f maf 1984. Innbrot í kirkju Óháða safnaðarins: Stálu 130 litlum silf- urbikurum BROTIST var inn í kirkju óháða safnaðarins í Reykjavík um helgina og stolið þaðan 130 silfurbikurum, sem notaðir eru við altarisgöngu. Að sögn Rannsóknarlögreglu rfkis- ins voru brotnar upp hirslur með hamri og bikurunum stolið. Einskis annars var saknað úr kirkjunni að séð varð. Nokkuð var um innbrot um helgina. M.a. var brotist inn f hús við Vatnsholt og Bergstaðastræti og skartgripum stolið. Að sögn RLR er þar um að ræða nokkur verðmæti. Þá var brotist inn f pylsuvagninn f Laugardal, Kist- una á Laugavegi og vfðar. Enn- fremur var rúmlega 100 vindl- ingalengjum stolið úr bfl f Kópa- vogi. Lögreglan greip þjófa á a.m.k. tveimur stöðum við innbrotstilr- aunir. I öðru tilvikinu voru þrfr að reyna að komast inn f sjoppu en f hinu voru tveir menn gómað- ir við byggingavörudeild JL-hússins. Þrátt fyrir öll þessi innbrot og tilraunir til innbrota sagði viðmælandi blaðsins hjá RLR, að helgin hefði sfður en svo verið verri en margar aðrar að undanförnu. Líkfundur í Eskifjarðarhöfn GsUnrti, 2. júli. 1 GÆR fannst hér f höfninni á Eski- firði lík sjómannsins, sem talið var að hefði drukknað f vetur. Sjómaður- inn var skipverji á loðnuskipinu Hilmi II. Mikil leit hafði verið gerð að manninum og fjörur voru gengn- ar hvað eftir annað fram á vor án árangurs. Það voru skipverjar á fær- eysku skipi, sem var hér i höfninni f gær, sem sáu likið fljótandi við innri hafnargarðinn um hádegisbilið. — Ævar Ný sending komin til afgreiðslu strax Reynsluaktu Suzuki Swift hjá okkur Það eru bestu meðmæiin. i Hann hefur það allt rúmgóður, kraftmikill, ótrúlega sparneytinn (4.2 1/100 km), ríkulega útbúinn á mjög góðu verði. SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100. SUZUKI MK#j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.