Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 3. JÚLl 1984 Peninga- markaðurinn GENGIS- SKRÁNING NR. 122 - 29. júní 1984 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi IDollar 29,940 30,020 29,690 1 SLpund 40,419 40,527 41,038 1 Kan. dollar 22,715 22,776 23,199 1 flönxk kr. 2,9284 2,9362 2,9644 1 Norsk kr. 3,7439 3,7539 32069 1 Sænsk kr. 3,6584 3,6681 3,6613 1 FL mark 5,0720 5,0855 5,1207 1 Fr. fraaki 3,5009 33103 32356 1 Belg. franki 0,5279 0,5294 0,5340 1 Sv. fraaki 12^8470 123814 13,1926 1 HolL gyllini 9,5396 93651 9,6553 lV-þmark 10,7443 10,7730 102814 1ÍL líra 0,01744 0,01749 0,01757 1 Austurr. sch. 13318 13359 12488 1 PorL escudo 02044 02049 02144 1 Sp. peseti 0,1896 0,1901 0,1933 1 Jap-jen 0,12614 0,12648 0,12808 1 írskt pund 32374 32,962 33,475 SDR. (SérsL dráttarr.) 302533 30,9356 BeH>. franki 0,5214 02228 Vextir: (ársvextir) Frá og með 11. maí 1984 INNLÁNSVEXTIR: 1. Sparisjóðsbaekur................15,0% 2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1). 17,0% 3. Sparisjóösreikningar, 12. mán. 1)... 19,0% 4. Verðtryggðir 3 mán. reikningar.. 0,0% 5. Verðtryggðir 6 mán. reikningar. 2,5% 6. Avisana- og hlaupareikningar.... 5,0% 7. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innstæður í dollurum.......... 9,0% b. innstæður í sterlingspundum. 7,0% c. innstæður í v-þýzkum mörkum... 4,0% d. innstæöur í dönskum krónum.... 9,0% 1) Vextir færðir tvisvar á ári. ÚTLÁNSVEXTIR: HÁMARKSVEXTIR (Verðbótaþáttur í sviga) 1. Víxlar, forvextir.... (12,0%) 18,5% 2. Hlaupareikningar ..... (12,0%) 18,0% 3. Afuröalán, endurseljanleg (12,0%) 18,0% 4. Skuldabréf ........... (12,0%) 21,0% 5. Vísitölubundin skuldabréf: a. Lánstími allt aö 2 'h ár 4,0% b. Lánstimi minnst 2Vi ár 5,0% 6. Vanskilavextir á mán..........2,5% Lífeyrissjódslán: Líleyrissjóður starfsmanna ríkisins: Lánsupphæö er nú 300 þúsund krónur og er lániö vísitölubundiö með láns- kjaravísitölu, en ársvextir eru 2%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur verið skemmri. óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá getur sjóðurinn stytt lánstímann. Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lífeyrissjóönum 120.000 krónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 10.000 krónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aðild aö sjóönum. Á timabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuðstól leyfilegrar láns- upphæöar 5.000 krónur á hverjum árs- fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 300.000 krónur. Eftir 10 ára aöild bætast viö 2.500 krón- ur fyrir hvern ársfjórðung sem líöur. Því er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö byggingavisitölu, en lánsupphæöin ber 3% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravísitala fyrir júnímánuö 1984 er 885 stig, er var fyrir maímánuö 879 stig. Er þá miöaö viö vísitöluna 100 í júni 1979. Hækkun milli mánaöanna er 0,68%. Byggingavísitala fyrir apríl til júní 1984 er 158 stig og er þá miöaö við 100 í janúar 1983. Handhafaskuldabróf í fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%. Á dagskrá sjónvarpsins ( kvöld er fimmti hluti myndaflokksins „Á járnbrautarleiðum". í þessum þætti sem nefnist „Draumabrautin** er fylgst með ferðalöngum, flestir Indverjar, með fjölskyldur sínar, sem eru að flýja þurrkana. Þeir taka lestina frá Jodphur til Jaipur á Indlandi. Þessi leið er eins og hinar sem teknar eru til umfjöllunar, lögð um aldamótin, til að koma afskekktum stöðum í betra samband við menningu og markaði. f Evrópu varð þróun í samgöngumálum ör og eimreiðin vék fyrir nýrri farartækjum en í þriðja heiminum héldust samgöngur óbreyttar fram á okkar daga. Þar skila eimreiðirnar enn hlutverki sínu með prýði. í þættinum er einnig skoðað landiö sem leiðin liggur um og rætt við þá sem hafa atvinnu sína af lestum. Þýðandi er Ingi Karl Jóhannesson og þulur er Óskar Ingimarsson. Sjónvarp kl. 22.15: Út á mölina Síðasti dagskrárliður sjónvarps- ins í kvöld hefst klukkan 22.15 og nefnist „Út á mölina“. Þetta er umferðarþáttur í umsjá Óla H. Þórðarsonar. Fjallaö verður um umferð að sumarlagi. Athyglinni verður beint að akstri á malarvegum, þeim fjölmörgu atriðum sem þarf að athuga í því sambandi og sýndar verða svipmyndir af mis- munandi aksturslagi. í seinni hluta þáttarins verða almennar umræður, einnig um akstur á malarvegum. Þátttak- endur eru Arnaldur Árnason, ökukennari, Sigríður Sigurðar- dóttir, sem ekur sérleyfisbifreið og Sigurjón Pálsson, vegalög- reglumaður. Óli stýrir umræð- unum. Rás tvö kl. 17.00: Trúlofanir og Skonrokk meðal efnis í Frístundinni Hinn geysivinsæli unglingaþátt- ur Rásar tvö „Frístund" hefst að venju kl. 17.00 í dag. í spjalli við Mbl. sagði Eðvarð Ingólfsson, stjórnandi hans, að margra grasa kenndi í þættinum en reynt væri að blanda léttmetiö hæfilega með alvarlegra umhugsunarefni. Stefnt er að viðtali við nýju kynnana í Skonrokki, þær önnu Hinriksdóttur og önnu Kristínu Hjartardóttur, sem nýlega eru teknar við. Rabbað verður um þáttagerð, hvernig sé að vinna í sjónvarpi og um ýmislegt tengt þeim fjölmiðli. Rölt verður út á götu og yngri vegfarendur teknir tali um lifið og tilveruna og tilveran er reif- uð. Ekki er heldur örgrannt um að minnst verði á draumaprins og -prinsessur, en sá liður hefur notið ótrúlegra vinsælda og mörg hundruð bréf berast þætt- inum vikulega með ýtarlegum persónulýsingum. Eðvarð sagðist nokkuð hafa orðið var við að ungir krakkar trúlofuðu sig og byrjuðu að búa. Þessi tvö atriði verða einnig tek- in til umfjöllunar í dag og nokkra næstu þriðjudaga. M.a. verður talað við nokkra gull- smiði og verð á trúlofunarhring- um kannað. Á næstunni verður rætt við nýtrúlofað par um at- höfnina og annað sem trúlofun tengist, hvernig það er að bind- ast annarri manneskju, kosti þess og galla. Tónlistin skipar mikilvægan sess eins og endranær. Sú er- lenda er í meirihluta, en vonandi fjölgar innlendum töktum i kjölfar fjörkippsins sem er nú í íslenskri hljómplötuútgáfu. Eðvarö Ingólfsson umsjónarmaður Frístundarinnar. Um viðhorf unglinga almennt sagði Eðvarð m.a.: „Allir þeir, sem ég hef haft afskipti af, eru opnir og gott að tala við þá. Þeir hika aldrei við að segja sina skoðun og eru alveg fordóma- lausir, sem er meira en hægt er að segja um margan eldri mann- inn. Það er hægt að tala um ná- kvæmlega allt við þau. Þau hafa unnið mikið á og skilningur á þörfum þeirra eykst. í Frístund- inni reyni ég að höfða til allra aldurshópa þvi að ég vil ekki stuðla að því að unglingar loki sig af i eigin hópi. Skoðanir þeirra koma fram í þættinum og ef mamma og pabbi nenna að hlusta líka, ná þær oft eyrum þeirra." Aðstoðarþulur í dag verður Kristjana Nana Þorgeirsdóttir en hún er ein af tíu krökkum sem skiptast á að aðstoða Eð- varð. Útvarp Reykjavík ÞRIÐJUDKGUR 3. júlí MORGUWWINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. f bítið. 7.25 Leikfimi. 7.55 Dag- legt mál. Endurt. þáttur Marðar Árnasonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Hrefna Tynes talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Jerútti heimsækir Hunda- Jens“ eftir Cecil Bödker. Stein- unn Bjarman lýkur lestri þýð- ingar sinnar (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynn- ir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Man ég það sem löngu leið“ Kagnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 „Sælt er að eiga sumarfrí" Létt lög sungin og leikin. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. TónJeikar SÍDDEGID 13.20 Rokksaga — 2. þáttur Umsjón: Þorsteinn Eggertsson 14.00 „Myndir daganna“, minn- ingar séra Sveins Víkings Sigríður Schiöth les (3). 14.30 Miðdegistónleikar Sinfóníuhljómsveitin í Liege leikur Rúmenska rapsódíu nr. 1 eftir Georges Enesco; Paul Strauss stj. 14.45 Upptaktur — Guðmundur Benediktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 íslensk tónlist Sinfóníuhljómsveit íslands leik- ur „Á krossgötum“, svítu eftir Karl O. Runólfsson; Karsten Andersen stj./Guðmundur Jónsson syngur lög eftir Knút R. Magnússon. Ólafur Vignir Albertsson leikurá píanó/Sin- fóníuhljómsveit íslands leikur „Jo“, tónverk eftir Leif Þórar- insson; Alun Francis stj. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. KVÖLDID 19.50 Við stokkinn Guðni Kolbeinsson segir börn- unum sögu. (Áður útv. í júní 1983). 20.00 Sagan: „Niður rennistig- ann“ eftir Hans Georg Noack lljalti Rögnvaldsson les þýð- ingu Ingibjargar Bergþórsdótt- ur (3). 20.30 Horn unga fólksins í umsjá Sigurlaugar M. Jónas- dóttur. 20.40 Kvöldvaka a. Brjóstnálin Jóna 1. Guðmundsdóttir les frá- sögu eftir Þórhildi Sveinsdótt- ur. b. Alþýðukórinn syngur Stjórnandi: Dr. Hallgrímur Helgason. c. fslenskar stórlygasögur Eggert Þór Bernharðsson les úr safni Ólafs Davíðssonar. 21.10 Frá ferðum Þorvaldar Thoroddsen um ísland 5. þáttur: ísafjarðarsýsla sumar- ið 1887 Umsjón: Tómas Einarsson. Les- ari með honum: Baldur Sveins- son. 21.45 Útvarpssagan: „Glötuð ásýnd" eftir Francoise Sagan MQuHI ÞRIÐJUDAGUR 3. júlí 19.35 Bogi og Logi Pólskur teiknimyndaflokkur. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á járnbrautaleiðum 5. Draumabrautin Breskur heimiidamyndaflokkur í sjö þáttum. f þessum þætti er fylgst með ferðalöngum í lest- inni frá Jodphur til Jaipur á Indlandi. Þýðandi Ingi Karl Jó- hannesson. Þulur Óskar Ingi- marsson. 21.25 Verðir laganna Sjöundi þáttur. Bandarískur framhaldsmynda- flokkur um lögreglustörf i stórborg. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.15 Útámölina Þáttur um sumarumferðina með viðtölum við vegfarendur. Umsjónarmaður Óli H. Þórðar- son. 22.50 Fréttir í dagskrárlok Valgerður Þóra les þýðingu sína (8). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Perulöguð tónlist" — síð- ari hluti Sigurður Einarsson heldur áfram að kynna tónlist eftir Er- ic Satie. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 3. júlí 10.00—12.00 Morgunþáttur Símatími: Spjallað við hlustend- ur um ýmis mál líðandi stundar. Músíkgetraun. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafs- son. 14.00—15.00 Vagg og velta Létt lög af hljómplötum. Stjórnandi: Gísli Sveinn Lofts- son. 15.00—16.00 Með sínu lagi Lög af íslenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur Komið við vítt og breytt í heimi þjóðlagatónlistarinnar. Stjórnandi: Kristján Sigurjóns- son. 17.00—18.00 Frístund (unglinga- þáttur) Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson. HITRAM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.