Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1984 AUSTURSTRÆTl 7 ERLEND I//ÐS KIPT \ í hjarta borgarinnar, Austurstræti 7, eru aðalstöðvar erlendra viðskipta Búnaðarbankans. Þar, og í útibúum um allt land, veitir bankinn alla gjaldeyrisþjónustu við ferðamenn, útflytjendur og innflytjendur. VI.SA greiðslukort. BUNAÐARBANKI ÍSLANDS Tvö góð lög og búið spil Hljóm- plotur Siqurður Sverrisson Kajagoogoo Islands EMI/ Fálkinn Ég gleymi þvi seint hvaö ég var hneykslaður á plötunni þeirra Kajagoogoo-manna, White Feathers, í fyrra. Fannst hún hreinasta drasl og er enn þeirrar skoðunar. Ég átti því ekki von á neinum kraftaverkum úr þessari átt á plötunni Islands en það verður að segjast fjórmenningunum til hróss — Limahl er á bak og burt eins og frægt er orðið — að þessi plata er skömminni skárri, sumt af henni reyndar býsna gott. Það eru þeir Nick Beggs/b- assi og söngur, Stuart Neale/hljómborð, Jez Stro- de/trommur og Steven Ask- ew/gítar, sem skipa þessa framvarðasveit breska sykur- poppsins. Sem fyrr eru lögin lítið annað en meinlausar dæg- urflugur, stílaðar upp á gelgj- uskeiðspíur, en bæði Big Apple og Turn Your Back On Me ná þó að rifa sig út úr þeim ramma. Hvort tveggja ágætis lög, þótt það fyrrnefnda hafi löngu runnið sitt skeið á enda sem „singull". Að frátöldum tveimur fram- angreindum lögum er Islands ekki ýkja beysin plata. Hljóð- færaleikurinn þó býsna góður og Strode kann lagið á trom- muheilanum. Hins vegar mættu Kajagoogoo-sveinarnir fara sér hægar næst við beit- ingu blásturshljóðfæra. Stund- um koma þau eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Annað er að heyra hvernig áslátt- arhljoðfærunum (öðrum en trommunum hefðbundnu) er beitt. Þar er smekkvísin i fyrirrúmi. Islands er sem fyrr segir að mínu mati betri plata en White Feathers. Stórvirki telst hún aldrei vera en á vafalítið eftir að ná nokkrum vinsældum á þröngu aldursskeiði. Annað en fílapenslapopp verður þessi sveit ekki nema með róttækum breytingum. Þeirra er þó vart að vænta því fjórmenningarnir gera það gott i þessum búningi. Velkomin í Sumarferð Varðar 7. júlí 1984 Um Kaldadal til Borgarfjaröar Sumarferö Varöar veröur aö þessu sinni í Húsafell, laugardag- inn 7. júlí n.k. Ekiö veröur hina undurfögru leiö um Kaldadal, Hvítársíöu og Geldingadraga. Lagt veröur af staö frá Valhöll kl. 08.00. Morgunkaffi á Þingvöllum, ekiö um Kaldadal aö Húsafelli, þar sem snæddur veröur hádegisveröur. Ekiö til baka um Hvitársíöu. Kvöld- hressing í Skorradal. Ekiö um Geldingadraga. Komiö til Reykjavíkur kl. 19.00. Leiöin sem valin hefur veriö er valin meö tilliti til hinnar ótrúlega fjölbreytilegu náttúrufeg- uröar. Fyrir augu ber m.a.: Deildartunguhver, Þingvallahrauniö, Noröurá, Grímsá, Hvítá, Þórisjökul, Ok, Langjökul, Eiríksjökul, Skorradalsvatn, Reyöarvatn, Þingvallavatn, Skjaldbreiö, Hlööufell, Gilsbakka, Síöumúla, Kalmanstungu o.fl. o.fl. Ávörp flytja Þorsteinn Pálsson, formaöur Sjálfstæöisflokksins, Friöjón Þórðarson, alþing- ismaöur, og Gunnar Hauksson, formaöur Landsmálafólagsins Varöar. Aöalleiösögumaöur verður Einar Þ. Guöjohnsen. Verð aðeins kr. 650 fyrir fullorðna og kr. 300 fyrir börn. Innifalið í þessu verði: ferðir, hádegisveröur frá Veitingahöllinni og kvöldhressing. Morgunhressingu verða menn aö hafa með sér sjálfir. Pantanir í síma 82900 — frá mánudegi 2. júlí frá ki. 09—17, frá og með miðvikudegi kl. 09—21. Miðasala í Valhöll á sama tíma. Úr einni af hinum vinsælu sumarferöum VarOar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.