Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1984 33 Heyskapur á HornafirAL Morgunbltóið/v^dimar Kri.tínwon. Heyskaparhorfur góðar á Hornafírði Hornafirdi, 28. júní. HEYSKAPUR er um það bil að fara f fullan gang hér í Hornafirði og eru þeir fyrstu að hirða það sem fyrst var slegið. í dag er brakandi þurrkur og var víða verið að sli og snúa heyi og nokkrir að hirða. Á Akurnesi voru Ragnsr Jónsson, Jón Halldór Malmquist og Skúli Jónsson í óðaönn að hirða fyrstu heyin. Þeir Ragnar og Skúli eru bræður og reka saman félagsbú að Akurnesi. Voru þeir spurðir um heyskaparhorfur i Hornafirði og kváðu þeir sprettu með besta móti miðað við árstíma. „Þetta er að vfsu mjög snemma sem við byrjum, en sprettan hefur verið mjög góð og þetta sem við höfum verið að slá síðustu daga er svo til fullsprottið." Á Akurnesi eru um 35 hektarar og er þar heyjað eingöngu í þurrhey. Þeir bræður hafa byggt upp með það fyrir augum og kváðust þeir ætla að halda sig við þá heyskapar- aðferð. Auk sauðfjárræktar eru þeir með töluverða kartöflurækt og segja þeir uppskeruna til Austfjarða og Vestmannaeyja. Kváðu þeir bræður mjög gott útlit með sprettu kart- aflnanna og öfugt við marga aðra var útkoman úr kartöfluræktinni hjá þeim allsæmileg í fyrra. Ragnar sagði að tún hefðu komið nokkuð vel undan vetri í vor og væri það ein meginforsendan fyrir góðri sprettu nú ásamt hagstæðu veðri undanfarnar vikur. Þessu næst var haldið að Selja- völlum, en þar var Hjalti Egilsson í óðaönn að slá. Eftir að Hjalti hafði farið nokkra hringi tókst að stöðva hann og var hann þá spurður hve- nær hann hefði byrjað slátt og hverjar væru horfur með sprettu. „Við byrjuðum sl. sunnudag og hirð- um við það væntanlega í dag. Sprettan er með mesta móti og þessi sláttutími er með því allra fyrsta sem ég man eftir. Yfirleitt byrjum við svona 10.—15. júlf og er ég satt best að segja bjartsýnn á framhald- ið, því ég á tæplega von á óþurrka- sumri eins og í fyrra. Þetta er kannski meiri óskhyggja en spá, því við heyjum eingöngu í þurrhey og erum því mikið upp á veðurfar komnir." Aðspurður um hvort menn væru almennt byrjaðir heyskap sagði Helgi að flestir ef ekki allir bændur væru f það mund að fara i fullan gang. „Á það sérstaklega við um þá sem friða tún fyrir vorbeit. Við friðum flest okkar tún sem eru rúmlega 30 hektarar og gefa þau venjulega af sér milli 7000—8000 bagga. Þetta sem ég er að slá núna hirði ég ekki fyrr en næsta sunnu- dag miðað við að það verði sambæri- legur þurrkur og er í dag, því þetta snemmslegna hey þarf meiri þurrk en það sem seinna er slegið." Og með þeim orðum hvarf Hjalti inn í dráttarvélina og hélt áfram slættin- um og var ekki vanþörf á, því aldrei er að vita hvenær næst rignir. V.K. IFOSSVOGI FÆRDU FLEIRA EN BENSÍN OG OUU FERÐAFÉLAG ÍSLANDS skipuleggur ódýrar sumarleyfisferöir. Feröir Feröafélagsins ná til allra landshluta. Sumarleyfis- feröir Feröafélagsins eru ódýrari og ávallt undir stjórn kunnugra fararstjóra. Feröafélagiö býöur upp á bæöi gönguferöir og ökuferöir. Ódýrasta sumarleyfisferöin er dvöl í Þórsmörk. Aöstaöan í Skagfjörösskála er eins og best veröur á kosiö. Þægilegar gönguleiöir eftir eigin vali um fjölbreytt landslag. ALLAR SUMARLEYFISFERÐIR FERÐAFÉLAGS- INS ERU Á GREIÐSLUKJÖRUM. Kynniö ykkur feröatilboö Feröafélags islands. Fjöl- breytnin er meiri en ykkur órar fyrir. Skrifstofan er á Öldugötu 3, s. 19533 og 11798. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Nú er búiö að stór- bæta aðkeyrsluna að bensínafgreiðslu okkar i Fossvogi þannig að nu geturðu hæglega rennt við á leið úr Reykjavik i suðurátt. Þar færðu auk bensins og olíu alls konar smávörur í bil- inn s.s. kerti, platinur, viftureimar, o.fl., o.fl. Einnig hreinsivörur og ferðavörur i miklu úrvali. - Svo geturðu þvegið bilinn á þvotta- planinu. Við hliðina er Nesti með allt i ferðanestið. - Komdu við hjá ESSO i Fossvogi næst þegar þú átt leið suður úr. ER í LEIÐINNI-ÞÚ MANST ÞAÐ NÆST AUK hf. Auglýsingastofa Kristinar 15.108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.