Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JtJLÍ 1984 37 1957 eftir að Bárður hafði horfið hingað heim á ný og örlögin hög- uðu því svo að hann átti ekki aft- urkvæmt utan til Lundúna. Bárður Jakobsson fór hvergi varhluta af andstreymi í jarðvist- inni, en fyrir tæpum tólf árum átti hann því láni að fagna að eignast ástvin, sem veitti honum hlýju og skjól. Guðrún I. Jónsdóttir hlúði að honum og hann að henni í ára- löngum veikindum beggja. Gott var að sjá þá ástúð og umhyggju er Bárður heitinn naut í löngu og erfiðu dauðastríði sínu og standa vinir hans í þakkarskuld við Guð- rúnu. Bárður eignaðist tvo mannvæn- lega syni í fyrsta hjónabandi sínu, þá Jakob, lögmann og fyrrum sýslumannsfulltrúa á Selfossi og Júlíus, stýrimann, sem andaðist skyndilega á siglingu í fjarlægu hafi 18. maí 1977. Bárður unni sonum sínum mjög og er nú gott til þess að vita að fögnuður verður á feðgafundi. H.F. I gær, mánudag, var til moldar borinn Bárður Jakobsson, lög- fræðingur, fræðimaður og rithöf- undur, sem lézt í Reykjavík 21. júní sl., 71 árs að aldri eftir langa og erfiða vanheilsu. Bárður var Vestfirðingur að uppruna, fæddur í Bolungarvík 29. marz 1913, sonur hjónanna Jakobs Elfasar Bárðar- sonar, sjómanns og konu hans, Dórotheu Jónasdóttur. Báður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1935 og lögfræðiprófi frá Háskóla Islands árið 1942. Hann var lið- tækur vel í félagslífi háskólastúd- enta, var m.a. formaður stúdenta- ráðs 1939—40. Þá stóð hann og ásamt Jóni Þórarinssyni, tón- skáldi, að útgáfu fyrstu söngbókar stúdenta. Að háskólanámi loknu stundaði Bárður um alllangt skeið lög- fræðistörf á Akureyri, Húsavík, Seyðisfirði, ísafirði og Reykjavík. En hugur hans hneigðist æ meir að margsháttar ritstörfum, þýð- ingum og fræðimennsku. Liggja eftir hann fjölmörg verk, ýmist þýdd eða frumsamin. Má þar m.a. nefna Skipabók AB, sem hann vann ásamt ólafi Val Sigurðssyni og kom út árið 1974. Fréttastörf og blaðamennsku við blöð og út- varp stundaði hann og um árabil og flutti mörg frábær erindi í út- varp, frumsamin eða þýdd. Bárður var fyrsti ritstjóri Sjómanna- blaðsins Víkings. Hleypti honum af stokkunum ásamt Guðmundi Oddssyni frá Bolungarvik, sem ásamt Bárði lét sig málefni sjó- manna miklu skipta. Sjórinn, líf og kjör íslenzkra sjómanna, voru Bárði ofarlega í huga fyrr og síð- ar. Hans lokaverk var saga Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar sem kom út sl. haust. Náði hún yfir fyrstu 50 starfsár félagsins frá stofnun þess 1893—1943. Er skaði, að Bárði skyldi ekki endast aídur til að ljúka þeirri merku sögu. Á árunum 1951—56 stundaði Bárður umboðsstörf í Bretlandi fyrir verzlunarfyrirtæki í Reykja- vík. Seinna sneri hann sér að kennslu, sótti kennaranámskeið í sjóvinnu og kenndi nokkur ár við Gagnfræðaskólann á ísafirði. Einnig gegndi hann starfi aðstoð- arbókavarðar við Héraðsbókasafn ísafjarðar. Á þessum árum vestra gerðist hann einn af hvata- mönnum að stofnun menntaskóla á ísafirði. Honum, eins og fleiri góðum Vestfirðingum, var ljóst hve mikilvægt það var, að ísfirzkir unglingar þyrftu ekki að sækja sitt framhaldsnám til annarra landshluta. Bárður kunni alltaf vel við sig fyrir vestan, var mikill Vestfirðingur í sér. Æskustöðv- arnar áttu í honum sterk ítök og hvers konar fróðleikur um vest- firzka menn og málefni honum af- ar hugleikinn eins og bræðrum hans Jakobssonum. En atvikin höguðu því svo til, m.a. heilsu- brestur, að Bárður fluttist alfar- inn suður, fyrst til Reykjavíkur en síðustu árin var hann búsettur í Kópavogi. Hið margþætta ævistarf Bárðar Jakobssonar ber fjölhæfni hans glöggt vitni. Hann var maður skarpgreindur, sérvitur vel, eins og oft gerist um greinda menn, áhugasamur og fylginn sér að hvaða verki sem hann gekk. Bárð- ur fór ekki alltaf troðnar slóðir, nokkuð hrjúfur á ytra borði, en þeir, sem þekktu hann bezt vissu, að hið innra var hann í senn við- kvæmur og stórgeðja og hjartað hlýtt. Slíkir menn sigla að jafnaði ekki sléttan sjó, enda hvers konar lognmolla honum lftt að skapi. Hann var svipmikill persónuleiki, karlmannlegur og glæsilegur á velli á yngri árum og fór hvergi án þess að eftir honum væri tekið. Bárður var alla tíð mikill bóka- ormur, var sílesandi — og sískrif- andi. Bækur voru hans „hljóðu vinir" eins og hann orðaði það. Hann var ljóðelskur, kunni firn af ljóðum og hafði næman smekk fyrir fegurð í skáldskap og listum, lífinu yfirleitt. Bárður var fjórkvæntur og varð tveggja sona auðið i sínu fyrsta hjónabandi, með Þóru Hafstein. Hinn eldri þeirra, Jakob Jóhann, er lögfræðingur á Selfossi, hinn yngri, Júlíus, er látinn fyrir sjö árum. Eftirlifandi kona hans er Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir frá Veðrará í önundarfirði, ágætis- kona, sem reyndist honum mikil stoð og stytta síðustu árin í erfið- um veikindum. Henni og öðrum ættingjum sendi ég einlægar sam- úðarkveðjur. Sigurlaug Bjarnadóttir fri Vigur. | f | 5 1 1. Filma sett á plötu V UVItght J /fiTXvK \^Wat er^J [ \ 7 iy w n i i 1 2. Lýsing 3. Skolun í vatni 4. Þurrkun 5. Eftirlýsing RELIEF MATE KLISSJUGERÐARVEL ÓMISSANDI IALLAR PRENTSMIDJUR Relief Mate klissjugeröarvélin er afar fyrirferöar- lítil og nýtískuleg. Þrenns konar útbúnaói hefur veriö komið fyrir í eina vél, þ.e. útbúnaói til að framkalla, skolaog þurrka. Stærö: B x D x H = 640mm x 640mm x 980mm Þyngd:130 kg Orkunotkun: 18A/220V Framköllunarstærð: 460mm x 340mm (A3) Ótrúlega hagstætt verð. Ath. Eigum allt plötuefni til á lager. Vatnsheldur panell á baðherbergi og eldhús. ÓTRÚLEGA EINFÓLD UPPSETNING TILBÚNAR BORÐPLÖTUR TILBÚNIR SÓLBEKKIR VATNSHELDUR PANELL Ofnasmiðjan hf. - þar sem gæði og verð haldast í hendur. NÝTT frá Perstorp sem sparar tíma,vinnu og peninga H/F OFNASMIÐJAN HÁTEIGSVEGI 7, S: 21220 SMIÐJUBUÐIN HÁ1 EIGSVEGI 7, S: 19562-21220 Þú kemur með málið og færð borðplötuna tilbúna. ENGIN LÍMING LÁGT VERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.