Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1984 Minning: Ludvik A. Nordgulen fv. símaverkstjóri Fteddur 31. igúst 1915 Dáiun 25. júní 1984 Lúðvík Ágúst Nordgulen fv. símvirkjaverkstjóri andaðist 25. júní sl. tæplega 69 ára að aldri. Nafnið Nordgulen er norskt og tiltölulega ungt á íslandi, nátengt simanum og raunar jafn gamalt og símasamband íslands við um- heiminn. Lúðvík Nordgulen eldri var einn af norsku símverkstjórunum sem Olav Forberg fyrsti landsíma- stjórinn réð til að annast lagningu talsíma- og ritsímalínu frá Seyð- isfirði til Reykjavíkur árið 1906. O. Forberg hafði yfirumsjón með verkinu, hann sýndi mikinn dugn- að og skipulagshæfileika. Lag- ningu yfir 600 km langrar línu var lokið á einu sumri við hin frum- stæðustu skilyrði. Nokkrir af norsku símaverk- stjórunum settust að á íslandi og störfuðu hjá Landsimanum eftir að hann tók til starfa 29. septem- ber 1906. 1 20 ára minningarriti Land- símans frá 1926 segir O. Forberg landsímastjóri m.a.: „Vírinn var strengdur meira en hæfilegt er í jafn snar-breytilegu loftslagi eins og er hér á landi. Veturinn 1906—07 gekk það oft illa með vír- inn, svo að mér lá stundum við að halda að fara mundi eins og sumir andstæðingar símans höfðu spáð, að gefast yrði upp við rekstur lín- unnar. En fyrir fulltingi og frá- bæran dugnað þeirra niu línu- manna, sem ég hafði haldið eftir í landinu og sett í vetrardvöl á örð- ugustu staðina meðfram línunni, tókst að halda henni við. Björnes gamli getur best borið um þá ör- ðugleika, enda mun honum vetur- inn minnisstæður. Hann hafði með höndum viðhaldið á Dimma- fjallgarði og vestur undir Mývatn. Kynntist hann þá ísingunni is- lensku. Lúðvík Nordgulen, sem hafði vetursetu á Stað f Hrútafirði og átti að gæta símans á Holta- vörðuheiði og Hrútafjarðarhálsi, sýndi þá líka framúrskarandi dugnað. Hann var síðan lfnulagn- ingamaður f mörg ár og sfðast verkstjóri Bæjarsfmans í Reykja- vík og vann Landsfmanum mikið gagn þangað til hann dó 21. októ- ber 1922.“ Þannig lýsir O. Forberg fyrsta vetri í sögu símans á íslandi. Lúð- vfk Nordgulen eldri var ættaður frá Nordgulenfirðinum i Sogni. Þaðan er nafnið Nordgulen upp- runnið. Hann var fæddur 26. des- ember 1879 og var því 27 ára er hann kom til íslands. Lúðvik kvæntist dugmikilli íslenskri myndarkonu, Astbjörgu Magnús- dóttur, 22. nóvember 1909. Hún var fædd í Reykjavík 8. júní 1890. Ástbjörg var ættuð frá Grjóteyr- artungu í Borgarfirði. Hún andað- ist 23. febrúar 1970. Ástbjörgu og Lúðvfk varð þriggja sona auðið. Elstur var Harald Ragnar, fæddur 30. ágúst 1913, hann drukknaði f mógröf f Vatnsmýrinni 19. júnf 1919. Lúð- vík yngri, fæddur 31. ágúst 1915, andaðist 25. júnf sl. Yngstur var Alfreð símaverkstjóri, fæddur 2. desember 1916, hann lést 5. júnf 1982. Ennfremur tóku ungu hjónin dreng á fyrsta ári í fóstur og ætt- leiddu hann. Hann ber nafnið Jón Nordgulen. Jón er fæddur 22. nóvember 1909, eða sama dag og Ástbjörg og Lúðvík gengu f hjónaband. Jón var harðduglegur togarasjómaður og var lengst af f skiprúmi hjá hinum nafntogaða dugmikla skipstjóra og útgerðarmanni Tryggva Ofeigssyni á Júpiter. Jón er bú- settur f Hafnarfirði. Eins og áður er getið andaðist Lúðvík eldri 1922, eftir aðeins 13 ára hjónaband. Ekkjan stóð ein uppi með þrjá drengi á aldrinum 13, 7 og 6 ára. Þá voru engar trygginga1- til að aðstoða einstæð- ar mæður. Ástbjörg var dugmikil og vann baki brotnu til að sjá heimilinu farborða. Drengirnir fóru strax að vinna er þeir höfðu þrek til. Ástbjörg giftist öðru sinni 26. október 1926, Halldóri Þórarins- syni, innheimtumanni hjá Gas- stöðinni, síðan hjá Gjaldheimt- unni. Þau eignuðust 4 börn. Tví- burana Harald tæknifulltrúa og Ingiberg vélstjóra 1926. Jens prentmyndasmið 1928 og Ást- björgu 1930, hún er gift og búsett í Kópavogi. Lúðvík Ágúst Nordgulen er kvaddur hinstu kveðju í dag. Hann hóf störf hjá bæjarsfma Reykja- vfkur 1932. Lúðvík lauk prófi frá Iðnskólanum 1935, var skipaður lfnuverkstjóri 1945 og símvirkja- verkstjóri 1. janúar 1956. Hann var fluttur til í starfi 1943, frá Bæjarsímanum til símatækni- deildar. Lúðvík var stórbrotinn persónu- leiki, skaprfkur og stjórnsamur. Honum var oft falið að fram- kvæma hin erfiðustu verk. Má þar nefna sæsimalagnir og sæsfmavið- gerðir og oft við hinar erfiðustu aðstæður. Jarðsímalagnir yfir fjöll og heiðar. Minnist ég vinnu hans á Fjarðarheiði, Fagradal, Bitruhálsi, Gufudalshálsi og ekki síst er honum var falið að stjórna flutningi á öllu byggingarefni f stuttbylgjustöðvarhúsið, sem reist var á fjallinu Klifi í Vestmanna- eyjum fyrir um 30 árum við sér- staklega slæm skilyrði með frum- stæðustu tækjum miðað við nú- tíma tækni. Einnig stjórnaði Lúð- vík jarðsíma- og rafmagnslögn upp á fjallið, sem var vandasamt verk. Hann setti ekki fyrir sig volk og svaðilfarir, enda hraustmenni og sterkbyggður á yngri árum. Nafn Lúðvíks var þekkt víða um landið, það stóð oft styr um hann, sem vill brenna við þegar skaprfk- ir og stjórnsamir menn eiga hlut að máli. Hann var ölkær og fór þá oft meira fyrir honum en ella. Fyrir mörgum árum söðlaði hann um og gerðist algjör bindindis- maður á vin. Undir hrjúfu yfirbragði sló við- kvæmt hjarta. Margur lftilmagn- inn leitaði til hans f vanda, sem hann leysti, ef mögulegt var, án þess að guma af eða bera á torg. Lúðvik sagði upp og hætti störf- um hjá Póst- og símamálastofnun- inni 31. mars 1980. Þá hafði hann starfað hjá sömu stofnun í 48 ár. Mesta gæfuspor í lífinu taldi Lúðvík sig hafa stigið 1936, er hann kvæntist unnustu sinni Þór- unni Ólafsdóttur. Foreldrar Þór- unnar voru Guðríður Pálsdóttir frá Bæjarskerjum í Miðneshreppi og Ólafur skipstjóri í Reykjavfk. Áður en Þórunn og Lúðvík gengu í hjónaband höfðu þau eignast son- inn Lúðvík Sigurð, hann er fæddur 29. apríl 1934. Þá veiktist Þórunn alvarlega og var sjúklingur næstu tvð árin. Kjarkur hennar, trúin á lffið og framtfðina ásamt nær- gætni unnustans og hjálp góðra lækna hjálpaði henni að komast yfir veikindin. Þórunn og Lúðvfk eignuðust tvö börn, Lúðvík Sigurð rafverktaka, sem áður er getið. Hann er kvænt- ur Sigríði Einarsdóttur. Þau eru búsett í Reykjavík og eiga fimm drengi. Dóttirin Ásta Hallí er fædd 12. september 1936. Hún er gift Ásgeiri Karlssyni málara- meistara, þau eiga þrjú börn og eru búsett f Kópavogi. Þegar Lúðík hætti að starfa hjá Pósti og sfma byrjaði hann ásamt vini sínum f smáútgerð. Þeir létu teikna og smfða 12 tonna fram- byggðan bát í Noregi. Lúðvík hafði eftirlit með byggingu bátsins, sem var hinn vandaðasti með full- komnum siglinga- og fiskileitar- tækjum. Þeir gerðu bátinn út á net og handfæraveiðar. Otgerðin hjá þeim gekk ekki betur en hjá öðrum og þegar Lúðvfk veiktist seldu þeir bátinn. Ása Pálsdóttir — Kveðjuorð Fædd 21. júní 1914 Dáin 20. júní 1984 Sorgin og gleðin eru systur, stendur einhvers staðar. Eftir önn dagsins 19. júní settist starfsfólk slysadeildar að kaffi- boði. Tilefni, var að kveðja nokkr- ar konur sem voru að hætta störf- um eftir langan starfsferil og um leið var minnst stórafmælis sem í vændum var. Það var afmæli Ásu Pálsdóttur, gjaldkera, en hún hefði orðið sjötug 21. júnf ef hún hefði lifað. Það var létt yfir fólki á þessu vorkvöldi og engan grunaði ^ð kveðjan til Ásu yrði sú siðasta. Svo skyndilega var hún burtkölluð að morguninn eftir var hún látin. Tími hennar búinn og við stöndum eftir með minningarnar einar. En það eru góðar minningar um hjartahlýja og hógværa konu, sem lagði öllum gott til og naut þess vegna hlýhugar samstarfsfólksins. Ása var búin að starfa áratugi sem ghaldkeri slysadeildar. Hún var einstaklega samviskusöm og trú í sínu starfi og kappkostaði að hafa allt í röð og reglu, sómakona sem gott var að eiga samstarf við vegna ljúfmennsku hennar. Með Ásu er gengin mannkosta- kona sem við munum minnast með söknuði og viljum við nú að leið- arlokum þakka henni samveruna og samstarfið. Hennar nánustu sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Friður sé með henni. Ritarar slysadeildar Borgarspítalans. í aprflmánuði sl. fór Lúðvik til Lundúna f hjartaaðgerð. Aðgerðin tókst vel, en það slys varð, er hann var fluttur frá skurðstofunni f sjúkrarúmið, að sjúkraliðarnir misstu hann og hann féll í gólfið. Þetta var mikið áfall og þurfti að skera hann upp aftur til að lag- færa fyrri aðgerðina. Hann var búinn að líða mikið, var margar vikur í gjörgæslu á sjúkrahúsi eft- ir heimkomuna. Hann fór á Reykjalund 24. júni sl. til endurhæfingar. Næsta dag er hann var á leið i matsalinn stöðvaðist hjartað og lífið fjaraði út. Lúðvfk A. Nordgulen var allur. Kæra Þórunn, að ykkur er kveð- inn sár harmur, en minningar um góðan eiginmann, föður, tengda- föður, afa og langafa milda sökn- uðinn. Við hjónin vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð. Hafsteinn Þorsteinsson Að ósi allar ár falla. Sterkustu eikur, sem aldrei bogna falla um síðir. Jarðnesk eilífð hefir enn ekki fest rætur. Þann 25. júnf sl. féll sterkur stofn f algjöru æðru- leysi, eftir nokkurra mánaða sjúk- dómsbaráttu. Var það vinur minn, Ludvik A. Nordgulen, áður yfir- simverkstjóri og sfðar ráðherra- löggildur tæknimaður Hýbýla sf. Töllu lffshlaupinu var hann ein- stakt karimenni en hetja f dauða- stríði sínu. Sterkustu stofnar þessa lands eru sagðir vera norsk- ir landnámsmenn. Frá Gulaþingi var Úlfljótur kominn. Sem betur fer hefir norskt landnám viðhald- ist. í upphafi símtækni lands vors fluttist úr Gulaþingi faðir Lud- viks. Ungur að árum hóf Ludvik störf hjá Landsímanum og endaði störf sín þar sem yfirsfmverkstjóri með öll símtækniréttindi. Störfum þar hætti hann, þegar lifs- og starfsaldur gáfu full lff- eyrissjóðsréttindi. Án efa munu aðrir minnast starfa hans hjá Landsfma íslands. Ungur að árum kynntist ég helj- armenninu Ludvik A. Nordgulen, þegar hann vann að símvæðingu Skagafjarðar. Þær minningar hafa ekki gleymst. Eftir, að ég fluttist til Reykjavfkur bar fund- um okkar nokkrum sinnum saman og urðum við kunningjar. Iðulega var það f lífsins ólgu sjó. Stundum gaf rösklega á bátinn. öllum boða- föllum var hrist af sér. I naust var siglt. Logni og sól fagnað. Vinir og starfsmenn urðum við svo fyrst árið 1981. Þá komst ég í þakkarskuld við Ludvik og er það ástæða þessara fátæklegu minn- ingarorða. Eiga þau að vera þakkarvottur fyrir velvilja og hjálp, sem Ludvik veitti mér. Þótt árangur hafi ekki orðið sem erfiði, var það ekki Lud- viks vegna, sem f samstarfinu var sfvökull, tryggur og hvetjandi. Ástæður þess að við náðum ekki árangri í samstarfi okkar voru óviðráðanlegar óhappatilviljanir, af ýmsum toga, ef til vill fyrst og fremst vegna versnandi ríkis- fjárhags eftir áramótin 1981—1982. Frá þessu samstarfi verð ég að skýra í stuttu máli um leið og ég lýsi ómældum baráttu- vilja Ludviks við óviðráðanlega erfiðleika, sem mér mættu. í júnf 1981 var innflutningur símtækja gefinn frjáls, með þvf skilyrði að innflytjendur hefðu tæknimann. Ég var önnum kafinn og störfum hlaðinn og ákvað að fá mér tölvusímsvara af fullkomn- ustu gerð til að létta mér störfin. Til þess varð að fá samþykki raf- fangaprófunar, sfmyfirvalda og tæknimanna. Þegar svo var komið út af einum símsvara, ákvað ég að enduruppvekja Hýbýli sf. og fá erlend umboð fyrir símsvörum og símtækjum. Var Hýbýli sf. fyrst aðila hér á landi til að fá löggild- ingu til þess. öflun þeirra réttinda var ströng barátta við hið íslenska kerfi. Baráttan stóð yfir frá júlf til októberloka 1981. Gerðist kunn- ingi minn, Ludvik, sá velgjörðar- maður minn, að verða tæknimað- ur Hýbýla sf. Varð hann fyrstur manna sem tæknimaður frjáls SWtaelíjAíPPÍlutPVngs. Á þessu baráttutfmabili höfðu fengist pantanir frá ríkisfyrir- tækjum sem samsvöruðu húsverði. Af öryggisástæðum voru pantan- irnar ekki sendar út, fyrr en eftir að öll nauðsynleg leyfi voru fengin og bárust þær hinum erlendu um- bjóðendum það seint, að til lands- ins komu þær loks f desember 1981. Tilbúnar til uppsetningar urðu þær í ársbyrjun 1982. Hefði verið hægt að senda pantanirnar á ætluðum tfma f júlf 1981 hefðu þær allar selst á þvf ári. Við sölu og uppsetningarundirbúning hafði Ludvik lagt á sig mikla vinnu og verið kaupendum ráðgefandi. 1 ársbyrjun 1982 voru fjárfest- ingum rfkisfyrirtækja mjög þröngur stakkur skorinn, svo að fyrri pantanir frá ríkisfyrirtækj- um urðu allar afturkallaðar, enda um afgreiðsludrátt að ræða af Hýbýla hálfu. Þegar hér var komið, fann Lud- vik lausn á vandanum af hyggju- viti sínu. Réttast væri, að lána kaupendunum sfmsvarana og setja þá upp í því trausti, að þeir yrðu greiddir síðar. Því miður fór ég ekki að ráðum hans, þar sem þá hefði þurft að greiða söluskatt fyrir afhendingarmánuð f óvissu um, að fjárfesting fengist og áhætta, ef að kaupum yrði ekki, hvort söluskattur fengist endur- greiddur. Án efa hefði af kaupun- um orðið og ég haldið einbýlishúsi mínu og sæti ekki uppi með and- virði þess í óseldum sfmsvörum í óopnuðum pappakössum. Þótt að ég hefði ekki farið að ráðum Lud- viks, þá var hann jafnan vakinn og sofinn f að finna út einhver ráð til að tæma pappakassana. Dag eftir dag og viku eftir viku lagði Ludvik sig fram til að leysa símtækjavandræði mín og það þóknunarlaust. Af andstreyminu var ég oft skapillur með allt að ofnæmi fyrir símtækjum, en þá birtist Ludvik með bros á vör og orðum um, að bráðum kæmi betri tfð og allt seldist sem heitar lummur. Betri huggara f þessum stímtækjaerfiðleikum mfnum er vart hægt að hugsa sér en Ludvik Nordgulen var. Þar sýndi hann vináttu sína og manngildi. Traust hans og hlýja var jafn sterk og hann sjálfur, en að styrkleika var hann afburðamenni. Ludvik var einn af þeim mönnum, sem ég hefði alls ekki viljað missa af að kynnast. Endir okkar samræðufunda urðu lang- oftast að gleðistundum. Við slóg- um upp í léttara hjal. Frásagna- snilld hans var frábær. ógleyman- legar eru frásagnir hans og ævin- týri úr ýmsum byggðarlögum landsins, þar sem hann hafði ung- ur að árum unnið við sfmvæðingu. Skemmtilegar voru mannrauna- sögur hans og ekki sfður frásagnir hans af bæði heppnuðum og óheppnuðum veiðiförum til sjós og lands. Kímnigáfa hans kom og fram, þegar hann fyrir nokkru hóf útgerð með félaga sínum með svipuðum árangri og ég með sím- tækjaævintýri mitt. Á fagnaðarfundum, þegar karla er minnst, er oftast sungið „Táp og fjör og frískir menn finnast hér á landi enn“. Með fráfalli Ludviks hefir fækkað um einn slfkan og verður skarð Ludviks vandfyllt. Eiginkonu, börnum og barna- bðrnum færi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Minning Ludviks A. Nordgulen mun lengi lifa. Þorvaldur Ari Arason. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast f síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.