Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1984 39 Kveðjuorö: Vigfús Sigurgeirsr son Ijósmgndari Fæddur 6. janúar 1900. Dáinn 16. júní 1984. í önn dagsins hendir að maður staldri við og atvik löngu liðinna stunda lifni að nýju. Vigfús frændi minn hefir kvatt þennan heim. Hann var alla tíð bundinn fjölskyldu minni, fyrir frændsemissakir og vináttu. Móð- ir mín og hann voru bræðrabörn, bæði fædd á Stóruvöllum í Bárð- ardal. Á bernskuheimili mínu dvaldi hann oft langdvölum, ásamt systkinum sínum, þeim Hermínu og Gunnari, þegar þau þrjú stunduðu tónlistarnám í Reykjavík. Mér finnst alltaf einhver hafa setið við píanóið og spilað og svo söng bróðir minn. Það kom fyrir að eitthvert þeirra stóð upp frá matborðinu og prófaði á píanóinu, ef skip heyrðist flauta niðri við höfn, svo hægt væri að fá staðfest- ingu á réttum tóni. Alltaf var ver- ið að ræða um músík og svo voru teknar myndir, margar myndir. Stundum var ég miðpunkturinn í hópnum, barnfuglinn, prófuð hjá mér tónheyrnin og látin syngja. Mér finnst ég muna þetta, en kannske er það minni aðeins vegna ítrekaðra frásagna þeirra systkina. Þó man ég, að ég saknaði þeirra, þegar þau voru farin og öll urðu þau óaðskiljanlegur hluti af lífi mínu æ síðan. Á unglingsárum mínum eftir að faðir minn var látinn og móðir mín hafði fest kaup á stóru húsi í miðbænum, þar sem hún seldi fæði og leigði út herbergi, kom Vigfús frændi og bjó hjá okkur í nokkur ár. Hann var þá orðinn ekkjumaður, hafði misst fyrri konu sína, Berthu Þórhallsdóttur frá Hornafirði, eftir mjög skamma sambúð á Akureyn og flust suður. Hann setti á stofn Ijósmyndastofu við Bankastræti og varð fljótt mjög eftirsóttur ljósmyndari, þá þegar vel þekktur fyrir fagrar landslagsmyndir. Auk þess vann hann mikið að kvik- myndagerð, ferðaðist um landið og festi á filmur mikinn fróðleik um gamla og nýja atvinnuhætti og oft urðu „fallegu mótívin" í fyrirrúmi. Heima í stofunni sinni við Amtmannsstíg tók hann til við að fegra og prýða, hengdi upp hvert málverkið af öðru: Kjarval, Finn, Svein Þórarinsson o.fl. Ljósmynd- ir voru engar. Einn daginn kom flygillinn. Hornung og Möller- flygill á þessum árum! „Nú skaltu æfa þig,“ sagði frændi minn. Ég verð alltaf þakklát fyrir þann tíma, sem ég sat við flygilinn hans frænda míns umkringd málverk- unum hans. Stundum kom hann ef ég var að æfa mig. „Þetta er voða- lega, afskaplega fallegt verk,“ sagði hann, „en þú verður að æfa það miklu betur.“ Á þessum árum bauð frændi minn mér á allflesta konserta, sem haldnir voru í bænum. Ef við höfðum hlustað á píanóleikara, sem hann hreifst af, sló hann sam- an höndunum, hnykkti til höfðinu á sinn sérstæða hátt, hló snöggt og sagði: „Ja, hann hefir einhvern tíma æft sig þessi.“ Ég man, þegar hann kom úr fyrstu ferð sinni inn til Kerl- ingarfjalla. Hann var uppnuminn af hrifningu. „Þarna var mikill Brahms, Junna,“ sagði hann. Lengi eftir þetta settist hann öll- um stundum við píanóið og greip í Brahms Intermezzoin. Heima hjá okkur kynntist hann síðari konu sinni, Valgerði Magn- úsdóttur, og þau gengu í hjóna- band árið 1943, hinn 20. júní. Val- gerður var falleg kona, mikil sæmdarkona, sem annaðist heim- ili sitt og sinna af alúð, en barst ekki á. Heimilið var alla tíð opið frændum og vinum. Heimili Vig- fúsar og Valgerðar stóð lengst af að Miklubraut 64 og þar rak Vig- fús einnig ljósmyndastofu sína, mörg hin síðari ár ásamt Gunnari Geir, syni sínum. Börn Vigfúsar og Valgerðar eru tvö; Gunnar Geir, ljósmyndari, kvæntur Erlu M. Helgadóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau tvö börn; og Bertha, gift Gunnari Á. Hinrikssyni, rafvirkja, og eru börn þeirra einnig tvö. Valgerður lést síðla árs 1982 eftir þungbær veikindi. Og nú er frændi minn farinn. Ég mæti honum ekki lengur með myndavélina við öxl, lítandi í kringum sig fránum augum lista- mannsins í leit að „mótívi". Fyrir skömmu hitti ég hann á konsert og hann sló hnefanum i flatan lóf- ann og hló við snöggum hlátri, eins og svo oft áður. Hann varð svo lánsamur að verða ekki gam- all, þó árin yrðu mörg. Við Gunnar og fjölskylda okkar þökkum honum samfylgdina og árnum honum fararheilla. Börn- um hans og ástvinum öllum biðj- um við blessunar. Guðrún J. Þorsteinsdóttir BÆNDUR Nú - eins og undanfarin sumur bjóðum við bændum sérþjónustu. Á laugardögum er varahluta- verslun okkar opin frá kl. 10.00 til 14.00. TflflRUP kEmper Komið eða hringið, bw'|b«IU! þjónustusíminn er 91 -39811 BÚNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 aH HEFUR ÞU PRÓFAÐ? VÍ°u# Stendhal SNYRTIVORURNAR, ÞÆR ERU DYRAR ÚTSÖLUSTAÐIR: . EN BETRI! EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Xgasq^ HEILDSALA REYKJAVEGI 82, MOSF. SÍMI 666543 TOPPTÍSKAN, AÐALSTRÆTI 9, RVK. SÓL OG SNYRTISTOFAN, SKEIFAN 3c, RVK. AMARO, HAFNARSTRÆTI 99, AKUREYRI SNYRTISTOFAN HRUND, HJALLABREKKU 2, KÓP. SNYRTISTOFA KRISTÍNAR, HÖFÐAVEGI 16, VESTM. SNYRTISTOFAN DANA TÚNGÖTU 12 KEFLAVÍK HINIR VIÐURKENNDU Tl N DAR FRÁ CLOSE YOULE í ALLAR HEYVINNU- VÉLAR FRÁ OKKUR MJÖG HAGSTÆTT VERÐ Algengasti KUHN tindurinn á Kr. 79, 00 með söluskatti. $ nTTTTT ^T-rTTTFi ’ Iil ÁRMULA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 VARAHLUTAVERSLUN SÍMI 39811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.