Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLl 1984 45 f " ■■ AI : VELVAKANDI ’ SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Leið keðiubréf ITaka olrvifax Kona skrifar: Um daginn fékk ég miður skemmtilegt bréf inn um lúguna heima hjá mér. Var þar á ferðinni svokallað keðjubréf þar sem lofað var háum upphæðum hverjum þeim em fylgdi leikreglum sem taldar eru upp í meðfylgjandi bréfi. Ef maður ekki hlýddi og léti vera að senda tuttugu afrit af því var ýmsu hótað. Bréfið hefur póststimpil af Keflavíkurflugvelli. Slík bréf sem þetta eru eins og innflúensa. Henni stingur niður og það virðist vonlaust að stemma stigu við henni. Mér er alveg óskiljanlegt hvernig vitibornir menn sem lifa í siðmenntuðu þjóð- félagi láta draga sig á asnaeyrun- um í öllu þessu keðjubréfafargani. í þeim eru boðin gull og grænir skógar og fjálglegar lýsingar á þeim „stálheppnu" þátttakendum sem gerðu eins og þeim var skipað og hlutu því hnossið mikia sem umbun. f bréfinu stendur m.a. að keðjan sé nú á sínum níunda hring um- hverfis jörðina. Hver trúir slíkri vitleysu? Það skal enginn telja mér trú um að ég sé eini handhafi þessa bréfs sem tekur ekki þátt í þessu. Það er ótrúlegur fjöldi fólks sem er orðið langþreytt á ósæmi- legum sendingum sem ryðjast inn á heimilið. Það er erfitt að hindra börn og unglinga í að taka þátt í svona viðskiptum. Svo ekki sé minnst á þegar bréfunum fjölgar sífellt. Oft er ætlast til að lögð sé fram viss fjárupphæð í „púkkið" sem þér er lofaður dágóður skerfur af. Fólk hefur margt annað þarfara við peningana að gera en að henda þeim í fangið á óprúttnum ein- staklingum sem gera sér mat úr skyldurækni annarra. Fyrr var minnst á að bréfið hafi verið póstlagt á Keflavíkurflug- velli. Eg ætla mér ekki að dæma um veru hersins hér á landi, enda annað hér til umræðu. En ég vona svo sannarlega að bandarískir hermenn og fjölskyldur þeirra, sem og aðrir sem leggja snörur sínar fyrir varnarlaust fólk, finni sér nytsamlegri verkefni til að verja í tíma sínum. .11wrm f U-öcocpk , +■-*»/' 'M Það er margt sem berst inn um bréfalúguna, en ekki allt jafn ánægjulegt. Víðar erjur vegna hunda Soffía skrifar: Ég sendi þér til gamans þessa úrklippu, sem ég rakst á í sænsku blaði um daginn. Svo virðist sem víðar séu erjur vegna hunda en hjá okkur hér á íslandi. í greininni sem er úr sænskum lesendadálki er fjallað um þá hættu sem stafað geti af hundum fyrir þá sem umgangast dýrin. Hundunum er líkt við vopn sem þó er ekki hægt að ná fullu valdi á. Enginn sé öruggur gegn þeim, hvorki börn, fullorðnir, né eigend- ur þeirra. Bréfritari segir að allir sem talað sé við um hundamál eigi eitt sameiginlegt. Þeir hafa lent í miður þægilegum aðstæðum þar sem hundur er annars vegar. Oftast eru vandræðin útaf Scheaffer-tegund sem notuð er mikið af lögreglunni hér. Einnig er bent á leiðir út úr þessu vand- ræðaástandi. Það á að safna hald- góðum upplýsingum um viðskipti manna og Scheaffer-hunda og fræða eigendur þeirra betur um eðli skepnanna. Um gróður íslands Marel J. Jónsson skrifar: Velvakandi. Nýverið var ýtarlega fjallað í Mbl. um gróður á lslandi og hvað honum hefur farið aftur síðan land byggðist. Greinin sýnir vel að við ramman reip er að draga. Þeir sem hagnýta af- réttirnar virðast hafa ótrúlega lítinn skilning á hættunni sem stafar af sandfoki og rofi. Við getum t.d. nefnt að skagfirskir hrossabændur vilja enn reka stóð sín á heiðarnar þrátt fyrir gróðureyðingu undanfarna áratugi. Mér finnst skrýtið að geta átt stóð en ekki land til að beita því á. Þessu mætti líkja við að þeir sem byggju í þétt- býli ættu bílana en dreifbýl- ingar borguðu fyrir lagningu vega og viðgerðir. Nú færist sífellt í vöxt að fólk ferðist innanlands, til að njóta náttúrunnar. Víða ber þó skugga á að koma inn á hálend- ið og sjá rofabörð og gróður á undanhaldi, moldrok einnig, ef ekki blæs úr rigningaráttinni. Það er ótrúlegt hvað þessi nauðgun á fegurð landsins og nauðsyn hefur gengið lengi. Það átti að loka hálendinu fyrir allri umferð fyrir löngu. Þá værum við ef til vill að sjá einhvern árangur í sumar af þeim aðgerðuniwóiilB ixiov óa iov Fimm daga hálendisferð Brottför alla miðvikudaga í sumar frá og með 18 /úlí 1. DAGUR: Ekið Sprengisand og gist í Nýjadal. 2 DAGUR: Ekið áfram norður, Bárðardal, Goðafoss til Mývatns og gist þar. 3. DAGUR: Ekið um Mývatnssvæðið, Kröflu, Akureyri í Skagafjörð og gist þar 4 DAGUR: Ekið til Hveravalla og gist þar. 5. DAGUR: Frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla, Gullfoss, Geysir, Laugavatn, Þingvellir og til Reykjavíkur. INNIFALIÐ: Fullt fæði og leiðsögn. VERÐ AÐEINS KR. 4.900.- Allar nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofu iPi Umferðamiðstoðinni, v/Hringbraut, Reykjavík, sími 22300. * Snæland Grímsson hf. f c/o Ferðaval Hverfisgötu 105, Reykjavík, sími 19296 Bestu herraskyrturnar MELKA. Einstök gæði. Melka Twin — er mest selda skyrtan á íslandi sem á öðrum Norðurlöndum. Auðveld í þvotti og þarf ekki aö strauja. I gæðaflokki hvaö varðar efni og frágang. Stæröir frá 36 til 46. IHfisstei* Pallvogir Til sölu með stuttum fyrirvara margar gerðir og stærðir pallvoga frá einum stærsta vogarframleiðanda Evrópu, Pfister, v.Þýskalandi. Bjóðum pallvogir með viktunarhámarki 600 kg. 1000 kg. 3000 kg. 6000 kg. Prentbúnaður ef þess er óskað Allt vönduð, stöðluð þýsk fram- leiðsla. Margra ára reynsla við þjónustu og viðhald. Veitum aðstoð og upplýsingar LANDSSMIÐJAN Sími 91-20680 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.