Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.07.1984, Blaðsíða 44
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 aOSTÖRSTRÆ:T22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Knörrinn Saga Siglar við suðurströndina um miðjan dag f gcr, en Norð- mennirnir sáu land á sömu slóðum og fyrstu landnámsmennirnir forðum. „Víkingarnir“ halda áætlun á knerri sínum „ÞETTA er búið að vera frábert Við lentum að vfsu f vondu veðri á leiðinni til Fereyja og þurftum þvf að koma við á Hjaitlandseyjum, en þaðan béldum við til Færeyja. En knörrinn hefur staðið sig sérlega vel og þá einkum í vondum sjó.“ Þetta sagði Ragnar Thorset, formaður á Saga Siglar, þegar blaðamaður Morgunblaðsins hafði talstöðvarsamband við hann í gærkvöidi og ræddi við hann um 800 daga hnattsiglingu hans og félaga á litlum knerri. Að sögn Ragnars fengu þeir fyrst landsýn við Island um klukkan átta í gærmorgun austur af Dyrhólaey, en hann gerði ráð fyrir að þeir næðu landi í Vest- mannaeyjum um miðnætti. Það- an er förinni heitið til Reykjavfk- ur og ef allt gengur að óskum ættu þeir að stfga þar á land um hádegi á miðvikudag. Áhöfnin mun dveljast í Reykjavík 1 4—5 daga við kvikmyndun, en verið er að gera sjónvarpsþátt um sigling- una með stuttu inngripi i sögu þeirra landa sem til er komið. Vegna þessa verður ferðast milli sögufrægra staða og þannig reynt að fá innsýn f líf vfkinga fyrr á öldum. Frá Reykjavík verður haldið til Breiðafjarðar, en þaðan til Græn- lands og er gert ráð fyrir að sú sigling taki um hálfan mánuð, en ef vindur verður hagstæður og heppnin með gæti ferðin styst um allt að fjóra daga. Áhöfnin er skipuð fimm Norðmönnum, ein- um Bandarfkjamanni og einum Dana. Áætlað er að hnattsigling- unni ljúki síðari hluta árs 1986. Mesta hvalveiði síð- an á siötta áratugnum — hefst varla undan í vinnslunni „ÞAÐ ER óhætt að segja, að hval- veiðin nú hefur verið meiri en menn muna allt frá því á seinni hiuta sjötta áratugarins. Svo vel hefur veiðin gengið, að við höfum þurft að stoppa skipin til að undan hafist í vinnslunni," sagði Kristján Lofts- son, forstjóri Hvals hf„ í samtali við Morgunblaðið f gær. Á miðunum hefur verið meira af hnúfubak og steypireyð en um árabil og hefur nánast verið hægt að velja stærstu dýrin. Þá er athyglisvert að sand- reyður er mun fyrr á ferðinni nú en undanfarin ár. Kristján sagði, að nú væru komnir 88 hvalir á land, 82 lang- reyðar og 6 sandreyðar, en veiðar hefðu hafizt 10. júní. Væri veiðin nú orðin miklum mun meiri en á sama tíma f fyrra. Hvalirnir væru nánast uppi f landsteinum og þvf tækju veiðiferðirnar mjög stuttan tfma. Til þessa hefði veiðin aðeins verið á lftilli slóð suðvestur af Garðskaga og hefðu menn því ekk- ert kannað önnur svæði. Vegna þessa hefðu skipin verið stoppuð f einn sólarhring hvert fyrir nokkru til að létta á vinnslunni til þess að hægt væri að vinna hvalinn eins vel og unnt væri. Kristján sagði, að að sá hluti hvalsins, sem íslendingar vildu, væri unninn fyrir innanlands- markað, en annað færi að mestu til Japan, en markaður þar væri nokkuð stöðugur og góður. Alls má nú veiða 167 langreyðar og allt að 100 sandreyðar og á næsta ári, væntanlega síðasta ári hvalveiða, má veiða 161 langreyði og það af sandreyði, sem f haust verður eftir af 133 dýra kvóta. Þorlákshöfn: Tvennt slasaðist er eldur kom upp í bíl LAUST fyrir klukkan 20 í gærkvöldi kom eldur upp í kyrrstæðri bifreið f Þorlákshöfn. 2ja ára barn sem í bíln- um var og faðir þess voru fhitt á slysadeild Borgarspítalans f Reykja- vfk vegna meiðsla af völdum elds- ins. Gestkomandi fjölskylda hafði lagt bifreið sinni fyrir framan hús í Þorlákshöfn. Er eldsins varð vart Hlaup er hafið í Fremri-Emstruá í FYRRADAG byrjaði hlaup í Fremri-Emstruá sem kemur undan Merkur- jökli í Mýrdalsjökli og fellur í Markarfljót. Er tvöfalt vatnsmagn í ánni og er hún mjög drullug. Hlaupinu fylgir megn brennisteinsþefur f lofti og er talið að jarðvarmi eða jafnvei eldsumbrot í jöklinum hafi sett hlaupið af stað. Kötlugjá er í Mýrdalsjðkli. Sig- urjón Rist vatnamælingamaður sagði í samtali við blm. Mbl. að ekki kæmi f ljós hvort um Kötlu- hlaup væri að ræða fyrr en eftir nokkurn tíma. Ef flóðið f Fremri- Emstruá héldi áfram hlyti að koma sig f jökulinn einhvers stað- ar. Hvort það kæmi dæld í jökul- inn þar sem Kötlugjá hefði verið yrði að koma i ljós. Ekki hafa orð- ið skemmdir á mannvirkjum af völdum hlaupsins en stöðugt er fylgst með rennsli hennar að sögn Sigurjóns Rist. Sigurjón sagði að áður hefðu komið hlaup i þessa á en yfirleitt minni en nú. Heyskapur á fullu um land allt: Útlit er fyrir mikinn og góðan heyfeng í sumar — skuggi offramleiðslunnar hvflir yfir gódærinu SLÁTTUR er hafinn um allt land og heyskapur gengur vel enda gott heyskap- arveður um meginhluta landsins að sögn Jónasar Jónssonar búnaðarmála- stjóra. Ekki eru þó allir bændur byrjaðir. Lengst virðist heyskapur vera kominn í Eyjafírði. Þar eru allmargir bændur meira en hálfnaðir með heyskap- inn, að sögn Ólafs Vagnssonar ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Útlit er því fyrir mikinn og góðan heyfeng hjá bændum landsins eftir sumarið. „Þetta stendur alveg framúr- skarandi vel hérna, enda hefur ver- ið rakinn heyskapartíð undanfarna daga“, sagði ólafur í samtali við Mbl. í gær. Ekki sagði ólafur að alveg allir væru byrjaðir en þeir sem á annað borð hefðu talið sprettuna nógu góða og byrjað snemma væru nú komnir á síðari hluta heyskaparins, en líklega væri þó enginn að fullu búinn. „Þeir hafa slegiö látlaust niður í þurrk- unum að undanförnu og getað hirt eftir einn til tvo daga,“ sagði Ólaf- ur. Taldi Ólafur allar líkur á að mikil og góð hey fengjust. Það eina sem skyggði á væri skuggi offram- leiðslunnar því af þessu góðæri leiddi meiri framleiðsla en hægt væri að selja á fullu verði. Á Suðurlandi hafa flestir bænd- ur hafið slátt. Að sögn Sveins Sig- urmundssonar ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Suðurlands eru bændur undir Eyjafjöllum og í Landeyjum komnir lengst. Taldi hann að heyskapur væri að minnsta kosti hálfum mánuði á undan miðað við undanfarin ár. r - f ' V -5 .4 } í i Heyskapur á bænum Efsta-Dal í Biskupstungum í Árnessýslu. Mynd- ina tók Friðþjófur Helgason Ijós- myndari Mbl. þegar hann var á ferð fyrir austan fjall fyrir skömmu. Brynjólfur Sæmundsson ráðunaut- ur á Hólmavík á Ströndum sagði að sláttur, væri hafinn á nokkrum bæjum og bjóst við að allt yrði komið í fullan gang um miðjan júlí. Spretta væri ágæt, víða væri gras að verða hæft til sláttar og enn væri sprettutíð. Sagði hann að hey- skapur virtist ætla að verða um mánuði fyrr á ferðinni en verið hefði undanfarin ár. Brynjólfur sagði að bændur á Ströndum verk- uðu 90 til 95% af heyi sínu í vothey. Á Austurlandi er víða útlit fyrir góðan heyfeng að sögn Páls Sig- björnssonar ráðunautar hjá Bún- aðarsambandi Austurlands. Sagði hann að heyskapur væri byrjaður víðast hvar á Austurlandi, sumir bændur komnir vel áieiðis með heyskapinn, en enginn búinn. Sagði hann að útlit væri fyrir að heyskap lyki víða i júlímánuði. var 2ja ára barn inni i henni. Er helst talið að barnið hafi verið að fikta með eldspýtur en að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki vit- að með vissu um eldsupptök. Eld- urinn kom upp f framsæti og tókst eiganda bílsins að slökkva hann með berum höndum og bjarga bami sínu út úr honum en það var í aftursæti. Brenndist hann illa á höndum við það og barnið brennd- ist á enni og höndum. Voru þau fíutt með sjúkrabfl frá Selfossi til móts við neyðarbfl slökkviliðsins f Reykjavík sem flutti þau á slysa- deild Borgarspítalans. Sæti bif- reiðarinnar brunnu og sviðnaði bifreiðin nokkuð að innan að sögn lögreglunnar. itv Ljósm. Mbl. PriÖþjófur Helgaaon. Forsætisráðherrar við Námaskarð Forsætisráðherrarnir Stein- grfmur Hermannsson og Poul Schluter ásamt Einari Tjörva Elfassyni, yfirverkfræðingi Kröfluvirkjunar, við Námaskarð í gær. Einmuna veðurblfða fylgdi dönsku gestunum á ferð þeirra um Þingeyjarsýslur, en þeir skoðuðu auk Kröfluvirkjun- ar, Mývatn, Dii.imuborgir, Dettifoss og Ásbyrgi. Ferðinni lauk á Húsavík þar sem borðað- ur var kvöldverður f boði bæjar- stjórnar. Heimsókn dönsku forsætisráðherrahjónanna lýkur í dag. Sjá nánar um heimsókn- ina á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.