Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLl 1984 Metár í brezkum ferðamannaiðnaði á þremur vikum. Á sama tíma í fyrra nam gengi pundsins 1,53 dollar. Bandarískir ferðamenn í Bretlandi senni- lega fleiri nú en nokkru sinni áður London. 3. jéH. AP. ÞETTA er uppgangssumar fyrir ferðamannaiönaðinn i Bretlandi og þá sér- staklega með tillitl til bandarískra ferðamanna. Sterlingspundið hefur fallið gagnvart Bandaríkjadollar að undanförnu og því er það hagstcðara en áður fyrir bandaríska ferðamenn að heimsækja Bretland. Af þessum sökum virð- ast iíka allar horfur á því, að sumarið 1984 verði metsumar i Bretlandi, að því er varðar fjölda ferðamanna fra Bandaríkjunum. Skýrði blaðið The Times frá þessu í gær. Við lokun á kauphöllum sl. föstudag nam gengi pundsins 1,35 dollar og hafði það fallið 4V4 cent Moskvæ Hartman fær ekki að tala Mookro, 3. jálí. AP. RÚSSAR hafa neitað Arthur Hartman, sendiherra Bandarikjanna ( Sovétríkj- unum, um heimild til þess að flytja reðu ( sjónvarpi þar (tilefni af þjóðhá- tíðardegi Bandarlkjamanna, sem er a morgun, miðvikudaginn Ijórða júl(. Skýrði talsmaður bandaríska sendi- ráðsins i Moskvu frá þessu (dag. „Það verður engin ræða flutt,“ sagði talsmaður sendiráðsins. „Sov- ézk stjórnvöld hafa neitað að verða við beiðni sendiherrans.“ Árið 1980 mótmæltu sovézk stjórnvöld athugasemdum Thomas J. Watsons, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, þar sem hann gagn- rýndi herferð Sovétmanna inn i Afg- anistan. Watson neitaði að breyta ræðu sinni og þv( var hætt við sjón- varpsútsendinguna. ^KIæðum og bólstrumj jömut húsgögn. Gottfj ^úrval af áklæðum BÓLSTRUNi ■ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, Sími 16807. Japaninn Shigeciyo Izumi er sagður elzti núlifandi maður beims samkvæmt heimsmetabók Guinness. Hann varð 119 ára ( síðustu viku og býr við góða heil.su til sálar og líkama. Japanir langlífastir Tékjé, 3. júlf AP. JAPANIR hafa tekið við af íslend- ingum sem langlffasta þjóð heims- ins samkvæmt frásögn fréttastof- unnar KYODO. Samkvæmt opin- beru yfirliti, sem japanska heil- brigðismálaráðuneytið hefur látið fara frá sér, eru meðal Kfslíkur jap- anskra karlmanna 74,2 ár og jap- anskra kvenna 79,78 ár. Samkvæmt frásögn KYODO voru meðal lifslikur 73,91 ár fyrir fslenzka karlmenn og 79,45 ár fyrir fslenzkar konur á árunum 1981-1982. Á föstudaginn var bætti Shig- echiyo Izumi, sem skráður er sem elzti maður heims ( heimsmeta- bók Guinnes, enn einu kertinu á afmælistertu sfna, en þá varð hann 119 ára. Hann á heima f Suður-Japan. Brezka ferðamálastjórnin gerir ráð fyrir, að um 2,5 millj. Banda- rikjamanna muni koma til Bret- lands á þessu ári. „Bandaríkja- menn skera sig ekki bara úr með skræpóttum klæðnaði. Þeir eyða einnig meiri peningum, dveljast hér lengur og eru líklegri en aðrir ferðamenn til þess að koma hingað aftur,“ segir The Times. Segir blaðið ennfremur, að þeir dveljist um 11 daga i landinu að jafnaði og eyði 2lÆ sinnum meiri peningum en ferðamenn fra Vestur-Evrópu. Nær allir bandarískir ferða- menn verji að minnsta kosti einni nótt f London og þeir eru fleiri en áður, sem einnig fari til fjarlægari staða f landinu. Þannig er Yorks- hire mjög vinsælt í ár og á það rætur sínar að rekja til sjón- varpsmyndaflokksins „Brideshead Revisited", sem tekinn var i Howard-kastala í Y'orkshire. Kona varaforseti Verður hún varaforsetaefni demókrata? Þetta er spurning, sem er orðin mun raunhæfari en áður, eftir að Walter Mondale lýsti því yfir, að frú Geraldine Ferraro kæmi „mjög til greina" sem varaforsetaefni hans í forsetakosningunum ( haust. Mynd þessi var tekin af þeim frú Ferraro og Mondale á heimili hans í Minnesota nú f vikunni. Salan hershöfðingi, leiðtogi OAS, látinn Parfa, 3. júlt AP. FRANSKI hershöfðinginn Raoul Salan, sem stofnaði hermdarverka- samtökin OAS (Leynisamtök hers- ins) þegar tilraun hans og fleiri franskra hermanna til að hrifsa til sín völdin í Alsfr árið 1961 mistókst, lést á hersjúkrahúsi í Parfs í dag 85 ára að aldri. Salan var einn fjögurra hers- höfðingja franska hersins f Alsir, sem i andmælaskyni við stefnu de Gaulles þáverandi forseta Frakk- lands gerðu uppreisn og náðu þar völdum nokkra daga f aprfl 1961 til að freista þess að halda áfram borgarastyrjöldinni milli Frakka, sem þá stjórnuðu landinu, og als- frskra skæruliða. Upreisnin var þó fljótlega bæld niður, enda studdi meiri hluti franska hersins hana ekki. í framhaldi þess stofnaði Salan hermdarverkasamtökin OAS. Þau stóðu meðal annars fyrir morðum og sprengingum bæði f Alsfr og Frakklandi, sem beint var gegn þeim sem fylgjandi voru sjálf- stæði Alsirs. Sem kunnugt er veitti de Gaulle Alsir sjálfstæði árið 1962, og var Salan handtekinn sama ár fyrir hryðjuverkastarf- semi. Hann var dæmdur af her- dómstóli f Iffstfðarfangelsi, en de Gaulle náðaði hann og gaf honum upp sakir árið 1968. Salan fékk skjótan frama innan franska hersins. Hann var yfir- maður franska herliðsins í Indó- kína á árunum 1945—47, og aftur áríð 1952. Sósíalistastjórn Guys Mollets skipaði hann siðan f stöðu yfirhershöfðingja franska hersins f Alsír árið 1956. I maímánuði 1958 hóf hann áróðursherferð f Alsír undir kjör- orðinu „franskt Alsfr“ („Algerie francaise"). Lýsti hann ennfremur yfir stuðningi sínum við valdatöku de Gaulles í þeirri von að hann mundi halda áfram strfðinu við serkneska skæruliða. Sama ár var Salan skipaður landstjóri í Alsír, en var þó færður til í starfi nokkr- um mánuðum siðar og fékk ónefnda virðingarstöðu. Skömmu siðar settist hann þó f helgan stein og tók að berjast hat- ramlega gegn stefnu de Gaulles f Alsír. Hann var gerður brottræk- ur úr landinu árið 1960 og dvaldist á Spáni þar til hann sneri aftur til að taka þátt i uppreisninni gegn de Gaulle árið 1961 f Alsfr. Loks má geta þess að Mitter- rand Frakklandsforseti veitti þrátt fyrir talsverða andstöðu inn- an franska sósfalistaflokksins öll- um þeim sem stóðu að hreyfing- unni „franskt Alsír“ sakaruppgjöf árið 1982, og fengu þeir aftur inn- göngu í franska varaherinn. Fyrirliggjandi í birgðastöð STANGAÁL (ALMgSi 0,5) Seltuþolið. Fjölbreyttar stærðir og þykktir. ÁLPRÓFÍLAR FLATÁL VINKILÁL SÍVALT ÁL LlLLL SINDRAi iSTÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 Kreppa í norsk- um sjávarútvegi Ösló, 3. jóll. Frá Ju Krik Uure, frétUriUra Mbl. ENN Á ný rfkir kreppa í norskum sjávarútvegi. í yfirliti frá útvegsbanka landsin.s sést, að ógreiddar skuldir út- gerðarinnar hjá bankanum nema um 100 milljónum n.kr. og hafa hækkað um 30 milljónir frá þvf f fyrra. Þetta hefur þegar leitt til þess, að um 30 útgerðarfélög hafa orðið gjaldþrota. Nokkrar beiðnir um gjaldþrotaskipti hafa verið dregnar til baka. í ríti norska sjómannasambands- ins, „Me’a“, kemur fram, að i mai og júnf voru haldin nauðungaruppboð á 17 fiskibátum. Af þeim voru 13 bátar boðnir upp vegna vanskila- skulda við útvegsbankann. Þessi alvarlega staða skapast þrátt fyrir að bankinn hafi upp á Biðkastið lengt greiðslufrest illa staddra útgerðarfyrirtækja. „Aukning vanskilaskulda er greinileg bending um slælega af- komu i sjávarútveginum. Eg man ekki eftir verra ástandi en nú,“ seg- ir Reidar Johannessen, aðstoðar- bankastjóri í útvegsbankanum. Orsakir vandræðanna eru m.a. minnkandi aflakvótar. Noregur: Verð hækkar á matvöru CMÓ, 3. jólf. Frí frétUriUr. MorpiabUMiu, Jta Erllt Luré NORSKIR neytendur vöknuðu upp við það á mánudag, að matvörnr höfðu hækkað meira en nokkru sinni um langan tima. Þessi mikla hækkun á fyrst og fremst mjólk, smjöri og osti stafar af auknum uppbótum til bænda. Mjólkurlftrinn kostar eftirleiðis 4,73 n.kr. og hækkar um 55 aura. Frá áramótum hefur verð á mjólk hækk- að um 12 %. Margir hafa brugðist öndverðir við þessum hækkunum. Foreldrafé- iagið hyggst efna til eins dags kaup- banns á mjólk. Auk mjólkurvara hækkar verð á eggjum, kjöti, ávöxt- um og grænmeti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.