Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 15
15 Konr VrrYi » mrr> rrr;<iTmrtA»r MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984 „Þeir vildu vita um hvert einasta skref ‘ Ítalía: Þingskýrsla um leynifélagið P-2 — Félaginu lýst sem „ríki í ríkinu“ Róm, 3. júlí AP. í SKÝRSLU frí ítalska þinginu, sem kunngerð var i dag, er staðfestur með fáum undantekningum meðlimalistinn i leynifélagi, sem varð til þess að fella eina ítalska ríkisstjórn og gæti lika ógnað núverandi stjórn landsins. Skýrsla þessi var samin af sérstakri þingnefnd, sem skipuð var fyrir þrem- ur árum gagngert í því augnamiði að rannsaka starfsemi leynifélags, sem gengið hefur undir heitinu P-2. Mál þetta kom fyrst upp árið 1981, er ítalska lögreglan gerði húsleit á heimili Licio Gelli, foringja P-2 og fann þar lista 953 meintra meðlima leynifélagsins, en þar á meðal var að finna nöfn nokkurra ráðherra i þá- verandi ríkisstjórn, en einnig nöfn kunnra blaðamanna, háttsettra hershöfðingja, atvinnurekenda og enn fleiri. Þetta mál varð til þess að fella þáverandi stjórn, sem Arnaldo Forlani var í forsæti fyrir, þar sem tveir ráðherra hans voru meðlimir i leynifélaginu. Leynifélag þetta hefur verið sakað um að vera „ríki í rfkinu" og hafa það að markmiði að kollvarpa núver- andi stjórnskipulagi Italíu. í þing- skýrslunni var ekki greint fra nöfn- um þeirra, sem eiga að vera meðlim- ir í leynifélaginu, enda þótt með- limalistinn væri staðfestur. Mótmæli í Kasmír Nýju Delhi, 3. júlf. AP. VINNA lá að mestu niðri í Kasmír á Indlandi í dag vegna mótmæla gegn brottvikningu stjórnar Mohammeds Farrooqs Abdullahs, sem er í andstöðu við stjórn Indíru Gandhi. Skólar voru lokaðir annan daginn f röð, en þó var allt með kyrrum kjönim. Abdullah var vikið frá þegar 12 félagar úr flokki hans á fylkisþing- inu hættu stuðningi við stjórn hans. í stað Abdullahs var mági hans og erkióvini 1 stjórnmálum, G.M. Sha, falið að mynda nýja fylkisstjórn. Allir þeir sem hættu að styðja Ab- dullah tóku sæti í hinni nýju stjórn. Stjórnarandstæðingar á Indlandi saka stjórn landsins um að hafa staðið á bak við samsæri um að velta Abdullah úr sessi og kröfðust þess að boðað yrði til nýrra kosninga í Kasmír. USGÖGN f stofuna, garöhúsiö oa sumarbústaöinn HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI64 S. 54499 OSRÐASnVET117 S.15044- Katzir, fyrrum forseti ísraels, lýsir yfíirheyrslum lögreglunnar í Leningrad Kaupa MIG-þot- ur af Kínverjum — til þess að æfa flugmenn sína um býsna ágengum spurningum," sagði Katzir. „Þeir vildu vita um hvert einasta skref mitt, á meðan dvöl mín í Rússlandi hafði staðið yfir. Þeir helltu innihaldinu úr handtösku konu minnar og skoð- uðu hvern einasta hlut, sem þar var að finna. Jafnframt rannsök- uðu þeir gaumgæfilega þær fáu gjafir, sem við ætluðum að færa manninum, er við hugðumst heim- sækja." Katzir, sem var fjórði forseti ísraels og gegndi því embætti 1973—1978, er kunnur á alþjóða- vettvangi sem lífefnafræðingur og starfar nú sem slíkur við Weizman-stofnunina í ísrael. utanríkisviðskiptin á fyrsta ársfjorðungt. Viðskiptajöfnuðurinn var jákvæð- ur gagnvart útlöndum um rúma 11 milljarða n.kr. mánuðina janúar til maí, en var í fyrra jákvæður um 4 milljónir á sama tíma. Tekjur umfram gjöld af vörum og þjónustu námu rúmum 16 milljörð- um n.kr. mánuðina janúar til maí. A London, 3. júlí. AP. BANDARISKI flotinn á nú í samn- ingaviðræðum við Kína um að kaupa sama tíma námu greiðslur afborg- ana og vaxta af erlendum lánum 12 milljörðum n.kr. í málmútflutningi nemur sölu- aukning 16% og orðið hefur 60% verðhækkun. Sama á við um aðrar greinar iðnaðar, bæði pappirs-, fisk- og skinnaiðnað. þaðan 24 orrustuþotur af sovézku MIG-gerðinni. Er ætlunin með þess- um kaupum að gefa bandarískum flugmönnum tækifæri til þess að æfa sig í þessum flugvélum. Skýrði enska blaðið The Sun frá þessu í fyrradag. Segir blaðið, að Sovétmenn séu æfir yfir þessum fyrirhuguðu flugvélakaupum og að þeir hafi tjáð Kínverjum vanþókn- un sína. The Sun hefur eftir ónafn- greindum bandarískum flotafor- ingja: „Það er ómetanlegt fyrir okkar menn að geta æft sig í raunverulegum MIG-þotum. Það er nánast eins og að æfa sig hjá andstæðingunum sjálfum.“ Enska blaðið segir, að Banda- ríkjafloti ætli að nota MIG-þot- urnar til þess að kenna flug- mönnum sínum, hvernig bezt megi verjast, ef þeir lenda í návigi við MIG-þotur Sovétmanna. Árar vel í norsk- um þjóðarbúskap éMó, 3. Júní. Frú frá Ju Erik Lure, frétUriUr* Mbl. NOREGUR selur meira en nokkru sinni fyrr, segir í frétt í Arbeiderbladet. Ástæða fullyrðingarinnar eru jákvæðar tölur frá útflutningsráði landsins um Paris, 3. júlí. AP. EPHRAIM Katzir, fyrrum forseti ísraels, sagði i dag, að hann væri „mjög móðgaður" yfir þvi að hafa verið hindraður í að heimsækja sov- ézkan Gyðing í Leningrad og síðan yfirheyrður í hálfa aðra klukkustund af sovézkum lögreglumönnum. Katzir sagði, að sovézka lög- reglan hefði vitað um, að hann var fyrrverandi forseti Israels og bætti síðan við: „Ég tel, að þessi atburður hafi átt að fela í sér þau skilaboð til þeirra, sem vilja flytja burt frá Sovétríkjunum en fá ekki leyfi til þess nú, að þeir fái ekki heldur leyfi til þess í framtíðinni." Hann kvaðst ekki vita, hvort þetta atvik hafi einnig verið hugs- að sem skilaboð til Vesturlanda eða sem svar við því, að Francois Mitterrand Frakklandsforseti gerði hlutskipti sovézka andófs- mannsins Andrei Sakharovs opinberlega að umtalsefni I heim- sókn sinni til Sovétríkjanna í síð- asta mánuði. Katzir, sem var handtekinn í Leningrad á sunnudag, kom í dag frá Moskvu til Parísar og sagði þar, að hann og kona sín hefðu Ephraim Katzir á fundi með fréttamönnum, sem hann hélt í Par- ís eftir komuna frá Moskvu. Á þess- um fundi lýsti hann atburðum þeim, sem gerðust í Leningrad og kvaðst vera „mjög móðgaður" yfír aðgerð- um sovézku lögreglunnar. aðeins ætlað sér að „færa kveðjur og fáeinar yfirlætislausar gjafir" til mannsins frá fjölskyldu hans I Israel. „Yfirheyrslan hófst með nokkr- Þorskastríð við Falklandseyjar? Kóm, 2. júli AP. ARGENTÍNUMENN gagnrýndu í dag Breta fyrir að hafa komið upp lokuðu belti umhverfis Falklandseyjar. Sögðu þeir það vera „ólöglega** hindrun, sem stæði í vegi fyrir því, að Argentínumenn gætu hagnýtt sér „réttmætar" auðlindir sínar við eyjarnar svo sem fískimið. Það var Hector Traverso, aðstoð- „ríkis óviðkomandi Suður-Amer- arráðherra Argentínu fyrir auð- lindir í hafinu, sem bar fram þessa gagnrýni á Breta á ráðstefnu, sem nú fer fram í Róm á vegum FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Alls taka 140 þjóðir þátt í þessari ráð- stefnu. Traverso nefndi Breta ekki með nafni, en skírskotaði til þeirra sem íku“. Haft er eftir öðrum fulltrúum Argentínumanna á ráðstefnunni, að herflugvélar Breta hafi hvað eftir annað spillt fyrir fiskveiðum argentínskra togara við Falklands- eyjar. „Herþotur Breta fljúga oft lágflug yfír argentínsk fiskiskip og hræða þannig áhafnir þeirra og spilla fyrir veiðunum,“ sagði einn argentinsku fulltrúanna I dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.