Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984 fMwgtiiiÞIiifeffr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunnl 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Mikil hreyfing í stóriðjumálum Mikil hreyfing hefur komizt á framtíðarupp- byggingu stóriðju hér, eftir að ráðherraskipti urðu í iðn- aðarráðuneytinu fyrir rúmu ári. Hjörleifur Guttormsson stöðvaði nánast alla viðleitni til þess að halda áfram bygg- ingu stórra iðjuvera, þau tæp fimm ár, sem hann sat í ráðuneytinu. Það eru glötuð ár að þessu leyti, því að und- irbúningur að byggingu slíkra iðjuvera tekur langan tíma. Viðræðum við Svissn- eska álfélagið um lúkningu deilumála milli þess og ís- lenzkra stjórnvalda er ekki lokið en þær eru komnar vel á veg og þess er að vænta, að samkomulag muni að lokum takast, sem báðir aðilar geti við unað. Samhliða hefur verið rætt um stækkun ál- versins í Straumsvík, sem augljóslega er sá stóriðju- kostur, sem einna fyrst getur komið til framkvæmda. Vaxtarskeið stendur nú yfir í áliðnaði og á álmörkuðum og ætla verður, að Svissneska álfélagið sjái sér nokkurn hag í því að auka afköst ál- versins hér. Stóriðjunefnd undir forystu Birgis Isl. Gunnarssonar alþm. hefur starfað, eftir að Sverrir Her- mannsson tók við forystu iðnaðarmála og hefur nefnd- in átt viðræður við forystu- menn velflestra stórra álfyr- irtækja í heiminum. í kjölfar þeirra viðræðna hafa komið hingað til íslands æðstu for- ystumenn eins stærsta álfyr- irtækis í heimi, Alcan, sem virðast hafa nokkurn áhuga á byggingu álvers hér á landi. Að sjálfsögðu eru þær viðræður á algeru byrjun- arstigi og enginn veit hvort þær leiða til einhverra fram- kvæmda en ljóst er, að góður andi hefur ríkt í viðræðum þeirra og íslenzkra ráða- manna. Jafnframt hefur stóriðju- nefndin komið af stað við- ræðum um byggingu kísil- málmverksmiðju á Reyðar- firði, sem áform hafa verið um í nokkur ár. Þar er að vísu um mun minni fram- kvæmd að ræð« en nýtt álver yrði, en engu að síður mikil- væg framkvæmd, ef hún kemst á rekspöl. Það er þó alveg ljóst, að miklu skiptir fyrir okkur íslendinga að fá erlendan samstarfsaðila til þátttöku í byggingu þeirrar verksmiðju. Ein af meginástæðum lak- ari lífskjara í landinu um þessar mundir en efni standa til er sú stöðnun, sem ríkti allan sl. áratug í uppbygg- ingu nýrra atvinnugreina. Á tímum Viðreisnarstjórnar- innar var brautin rudd með byggingu álversins í Straumsvík en því miður stöðvaði vinstri stjórnin, sem tók við sumarið 1971, þá framþróun og það er fyrst nú, sem menn taka til hendi á ný af einhverjum krafti. Það skiptir að sjálfsögðu öllu máli að finna nýja vaxt- arbrodda í atvinnulífi okkar og það hefur legið ljóst fyrir árum saman, að uppbygging orkufreks iðnaðar væri ein helzta leiðin til þess að skjóta fleiri stoðum undir af- komu okkar í landinu og bæta lífskjör fólksins. Sú mikla hreyfing, sem nú er komin á stóriðjumálin undir forystu þeirra Sverris Her- mannssonar, Birgis ísl. Gunnarssonar og Jóhannes- ar Nordals vekur upp bjart- sýni um að takast megi að hefja nýja framfarasókn í þessum efnum. Að sjálfsögðu þurfum við að líta til fleiri átta en stór- iðjunnar einnar. Þar stöðv- ast menn í auknum mæli við fiskeldi, sem Norðmenn og jafnvel Færeyingar hafa tek- ið athyglisverða forystu í. Æskilegt er að þeir aðilar, sem mesta reynslu hafa í sjávarútvegi á íslandi, beini starfskröftum og fjármagni að uppbyggingu fiskeldis, sem er að sjálfsögðu nátengt þeirri atvinnugrein, sem þeir hafa starfað við. Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna hef- ur tekið mikilvægt skref í þessa átt með samþykkt, sem gerð var á síðasta aðalfundi samtakanna um að leggja fram nokkurt fjármagn til fiskeldis. Ástæða er til að hvetja til þess að það nýja fjármagn, sem menn á annað borð vilja festa í sjávarút- vegi.-fari að verulegu leyti til fiskeldis, sem bersýnilega er mikil framtíð í og jafnframt gefur möguleika á veruleg- um hagnaði. Á Bessastöðum. Lisbet og Poul SchlUter ásamt Vigdfsi Finnbogadóttur, forseta fslands. Steingrímur Hei gær. Poul Schltiter um efnahagsstefnu dönsku stjórnarinnar: „Nokkuð ánægður með árangurinn“ „ÉG HAFÐI einu sinni komið til Reykjavíkur áður. Eftir að hafa ferð- ast um byggðir landsins tel ég mig hafa miklu meiri innsýn í bakgrunn íslensks þjóðlífs en ég hafði áður. Þessi lykkja á leið minni varð mér til ómældrar ánægju. Ekki aðeins kynnt- ist ég fólki á landsbyggðinni betur heldur gafst gott tækifæri til þess að ræða við forsætisráðherra ykkar, Steingrím Hermannsson, um ýmis málefni. Þessi ferð hefur verið mér til mikils gagns og ánægju.“ Svo fórust Poul Schluter, forsæt- isráðherra Dana, m.a. orð á fundi með fréttamönnum í gærmorgun. Hann var þá nýkominn úr flugi til Vestmannaeyja, þar sem ætlunin var að hann skoðaði sig um í hálfa aðra klukkustund. Ekkert varð úr skoðunarferðinni, þar sem þoka var í Eyjum og ekki hægt að lenda. Schíuter hélt heimleiðis í gær kl. 16. Hafði heimsókn hans þá staðið í þrjá sólarhringa. Schluter sagði ennfremur, að á meðal þess, sem hann og Steingrím- Poul Schliiter á blaðamannafundinum ígær. ur hefðu rætt um meðan á heim- sókninni stóð, hefðu verið efna- hagsmál beggja þjóðanna, kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd, hafrétt- armál, samvinnu Islendinga, Danj og Færeyinga á fiskveiðisviðinu flugsamgöngur og ótalmargt annað Þá hefði samskipti þjóðanna tveggja borið á góma. Síðan vék Schluter að efnahagsástandinu heima fyrir. „Þegar við tókum við stjórnar- taumunum var verðbólgan í Dan- mörku 10—12%, hún er núna um 5% en við viljum koma henni niður í þau 4%, sem við stefndum að, sem allra fyrst,“ sagði danski forsætis- ráðherrann. „Það var ljóst, að ai- menningur vildi að gripið yrði til róttækra aðgerða og ég tel okkur hafa gert svo. Árangurinn í efna- hagsmálum má að sjálfsögðu þakka mörgum samverkandi þáttum. Þeir þættir, sem ég tel að hafi vegið þyngst, eru stöðugt gengi dönsku krónunnar og stórfelldur sparnaður í opinberum rekstri. Við þetta hefur svo bæst stóraukinn útflutningur. Allar okkar framtíðarspár í efna- hagsmálum eiga mikið undir þvi að þessi stóraukni útflutningur hald- NORDIA ’84: Sýningargripir sem vart verða metnir til fjár — segir formaður Félags frímerkjasafnara „ÞAÐ ER afskaplega persónulegt hvaða mat menn leggja a verðmæti frímerkja. Mörg þeirra verða vart metin til fjár,“ sagdi Páll H. Asgeirsson, form. Félags frímerkjasafnara þegar blm. Mbl. ræddi viA hann og Jón Aðalstein Jónsson, formann Landssambands íslenskra frímerkjasafnara á NORDIA ’84, frfmerkja- sýningunni sem í gær var opnuð f Laugardalshöll, að viðstöddum forseta fslands, Vigdísi Finnbogadóttur, sem er verndari hennar. Matthías Á. Mathiesen, við- skiptaráðherra, opnaði sýninguna í fjarveru Matthfasar Bjarnasonar, samgöngu- máiaráðherra, en einnig fluttu ávörp þeir Hálfdán Helgason, formaður sýningar- nefndar, Jón Aðalsteinn Jónsson, formaður Landssambands fslenskra frí- merkjasafnara og Þorgeir Þorgeirsson staðgengill Pósts og símamálastjóra. Þá söng barnakór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Á þriðja hundrað manns höfðu sótt sýninguna þegar liðlega tveir tímar voru frá því að hún var opnuð. Lögðu margir sýningargesta leið sína í Pósthúsið, sem starfs- rækt er í anddyri Laugardalshallar- innar, þar sem einn póststimpill er fyrir hvern dag sýningarinnar, til- einkaður hverju landi fyrir sig og einn sameiginlegur Norðurlöndun- um. Á sýningunni eru f senn frí- merkjasöfn sem keppa til verð- launa, sem og söfn sem ekki eru f keppnisflokkum. Þar á meðal er að finna opinbera deild A, sem f eru m.a. heilar 100 frímerkja arkir með tveggja, þriggja, fjögurra, átta og sextán íslenskum skildinga- frímerkjum, en arkirnar eru f eigu danska póstsambandsins. Þá er boðsdeild A II sem f eru frímerkja- söfn í einkaeign. Sagði Jón Aðal- steinn Jónsson að söfnin í þeirri deild, sem eru fjögur, hefðu flest unnið til allra helstu verðlauna sem til væru. Meðal safna í boðsdeild má nefna úrdratt úr dönsku sérsafni Christian Andersen frá 1851—1870. Aðspurður um merkasta íslenska sýningargripinn kvað Jón Aðal- steinn erfitt að gera þar upp á milli, en nefna mætti forfrímerkt bréf Jóns Guðmundssonar ritstjóra í Reykjavík frá 17. nóvember 1852. Bréfið fór með póstferð til Liverpool í Bretlandi f sama mánuði og var stimplað þar, en fór síðan til Lund- úna þar sem það var einnig stimpl- að á Charing Cros*-pósthúsinu. Þá hefur bréfið farið til smáríkisins Hamborg og verið stimplað þar og sama dag verið stimplað með dag- stimpli dönsku póstafgreiðslunnar í Hamborg. Auk þess eru ýmsar tölur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.