Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984 19 Saga skipanna: Víkingaskip og vélbátar NÚ STENDUR yfir f Háholti í Hafn arfirði sýning, sem ber heitid „Saga skipanna — svipmyndir úr sigling- um og sjávarútvegi". Á sýningunni eru 80 skipslíkön, og ýmiskonar fróðleikur um skip, siglingar og út- gerð á íslandi fyrr og nú. Að sýning- unni stendur Sædýrasafn íslands. Jón Kr. Gunnarsson, forstöðumaður Sædýrasafnsins, sagðist hafa fengið hugmyndina að sýningunni er hann var að velta fyrir sér fjáröflunarleið- um fyrir safnið og var leitað til fjöl- margra, sem vitað var að ættu skips- Ifkön, myndir o.fl. Jón kvað undir- tektir manna, sem leitað var til, hafa verið mjög góðar og allir hefðu verið fúsir til að lána muni sína endur- gjaldslaust. Meðal muna á sýningunni má nefna likan af Asubergsskipinu, langskipi frá vfkingatfma, sem „Tvífarinn“ í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýninga kvikmyndina Tvífarann (The Man With Bogart’s Face) en leikstjóri hennar er Robert Day. Myndin segir frá leikaranum Humphrey Bogart og störfum hans sem einkaspæjarinn Sam Marlow. Með aðalhlutverk í myndinni fara Robert Sacchi, Olivia Hussey, Herbert Lom og Franco Nero. Dregið úr núm- erum gjafa- bréfa SÁÁ DREGIÐ verður fimmtudaginn 5. júlí úr númcrum allra gjafabréfa SÁÁ, sem seld voru til fjármögnunar sjúkrastöðvarinnar Vogs. Gera má skil hjá öllum banka- stofnunum og á skrifstofu SÁÁ, að því er segir í fréttatilkynningu stjórnar SÁÁ. (Birt án ábyrgóar) Leiðrétting í sfðasta sunnudagsblaði Morg- unblaðsins misritaðist dagsetning á afmælisdegi Jóns S. Hermanns- sonar. Hann átti afmæli 29. júní en ekki maf og er beðist velvirð- ingar á þessari misritun. T-Iöföar til 11 fólks í öllum starfsgremum! grafið var upp 1904 og hefur verið giskað á að Ása drottning, amma Haralds hárfagra, hafi verið heygð f skipinu ásamt þernu sinni. Einnig eru mörg lfkön af kútter- um, nýsköpunartogurum, skipum Landhelgisgæslunnar og Fossun- um. Einn athyglisverðasti gripur sýningarinnar er líkan af skuttog- ara, sem Andrés Gunnarsson, vél- stjóri á Patreksfirði, hannaði á ár- unum 1944—45. Andrés mun því fyrstur manna hafa sett fram hugmynd um skuttogara, en und- irtektir ráðamanna voru engar. Hann hélt til Englands með hugmynd sína og fékk þar einka- leyfi fyrir henni, en heyrði síðan ekkert um málið þar til Englend- ingar komu fram með skuttogara nokkrum árum síðar, þá lftillega öðruvfsi en Andrés hafði gert ráð fyrir, en nóg til þess að einkaleyfið dugði ekki. Jón Kr. Gunnarsson vildi koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra, sem lánuðu sýn- ingargripi, svo og Einars Farest- veit heildsala og norska sendiráðs- ins, sem útveguðu Asubergslfkan- ið hingað til lands. Sýningunni f Háholti lýkur á sunnudag. Ljósm. MM./KEE Jón Kr. Gunnarason, foratöðumaður Sædýrasafnsins, við skipslfkan sem Ragnar Imsland smíðaði. Smfðin tók Ragnar allar frfstundir í 4 ár, enda er líkanið mjög fullkomið, vindur t.d. allar rafknúnar. MILOPA Sun Cream LF 8. Sérstök krem fyrir mjög viðkvæma húð. Sun Balm Waterproof LF 6. Sólarkrem fyrir viðkvæma húð, óvana sólböðum. Sun Milk LF 4. Sólarkrem fyrir húð vana sólböðum. - Sportscream LF 2. Litað sólarkrem fyrir venju- lega og sólbrúna húð. Gefur fljóta svörun við sólar- geislum. Quick Broncer. Quick Broncer er gott að nota fyrir sólbað og til að viðhalda brúna litnum. After Sun Gel. Kælandi krem. Dýpkar áhrif sólbaða oq veitir sólbakaðri húð nær- ingu. Sun Lip Care LF 8. Sólvemd fyrir sérstaklega viðkvæma staði, svo sem nef, varir kinnar og augabrúnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.