Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Óskum að ráða nú þegar vana viögerðarmenn til viögerða á þunga- vinnuvéium og vörubílum á verkstæöi okkar í Hafnarfiröi í eins til tveggja mánaöa tíma. Mikil vinna eöa vaktavinna. Upplýsingar í síma 53999. HAGVIRKI HF VERKTAKAR VERKHÖNNUN sími 53999. Vélstjóri Vélstjóra vantar á lítinn skuttogara. Upplýsingar gefnar í síma 97-5689. Kennara vantar Tvo kennara vantar aö Grunnskóla Djúpa- vogs. Uppl. í síma 97—8819, 97—8890 eöa 97—8838. Hjúkrunar- deildarstjóri óskast nú þegar eöa 1. ágúst viö Barnaspít- ala Hringsins. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Land- spítalans í síma 29000. Reykjavík, 3. júlí 1984. Lausar stöður Á Skattstofu Reykjanesumdæmis eru eftir- taldar stööur lausar til umsóknar. 1. Staöa skattendurskoöanda. 2. Stööur viö vélritun, ritvinnslu og gagna- skráningu. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituöum á Skatt- stofu Reykjanesumdæmis, Suöurgötu 14, Hafnarfiröi. Skattstjórinn i Reykjanesumdæmi. Sérkennara vantar Tvær stööur sérkennara viö sérdeild Egils- staöaskóla (kennsla fjölfatlaöra barna) eru lausar til umsóknar nú þegar auk stööu al- menns bekkjarkennara. Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Væg húsaleiga og önnur hlunnindi í boöi. Upplýsingar gefur yfirkennari, Helgi Hall- dórsson, í síma 97—1632 eftir kl. 19. Skólanefnd Egilsstaöaskólahverfis Laus staða Opinber stofnun óskar eftir aö ráöa starfs- mann til ýmissa ritarastarfa, sem fyrst. Æski- legt er aö viökomandi hafi unniö viö rit- vinnslukerfi. Umsóknir, meö upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgreiöslu Morgunblaösins fyrir 13. júlí nk. merkt: „Framtíöarstarf — 284“. Tæknimenn — Tæknimenn Viö erum aö leita aö manni meö menntun á tæknisviði til aö takast á viö sjálfstæö verk- efni í áhugaveröu og hvetjandi starfi m.a. fel- ur í sér: — ábyrgö og stjórnun á rekstri — skipulags og áætlanagerö — samskipta og samvinnu viö stjórnendur annara rekstrareininga. Æskilegt er aö viökomandi hafi reynslu í stjórnun, sé sjálfstæöur og tilbúinn til aö glíma viö krefjandi verkefni. Allskonar tæknimenntun kemur til greina. Umsóknum skal skilað á auglýsingadeild Morgunblaösins merkt: „H — 285“ fyrir 9. júlí. Svæðisstjórn Reykjanessvæöis um málefni fatlaöra óskar að ráða starfsfólk í eftirfarandi störf: 100% staöa forstööumanns á sambýli fyrir fatlaöa, sem mun hefja starfsemi í Kópavogi í byrjun september nk. Starfssviö: Annast daglega stjórn sambýlis- ins, faglega og fjárhagslega. Annast samstarf viö aðrar stofnanir, svo sem skóla, dagvist- unarheimili, vinnustaöi, þar sem heimilis- menn dvelja á daginn. Annast samstarf viö foreldra og/eöa aöstandendur þeirra sem á sambýlinu búa. Annast almenn leiöbeininga- og umsjónarstörf á sambýlinu. Óskaö er eftir félagsráögjafa, þroskaþjálfa eða öörum meö hliöstæöa menntun. Viö- komandi þarf einnig aö hafa reynslu af störf- um meö fötluðum. 50% staöa starfsmanns á skrifstofu Svæöis- stjórnar. Starfssviö: Annast atvinnuleit fyrir fatlaöa á Reykjanessvæöi. Annast almenna ráögjöf viö fatlaöa og foreldra/aöstandendur þeirra. Viökomandi þarf aö vera félagsráögjafi, þroskaþjálfi eða hafa hliöstæða menntun og hafa unnið aö atvinnumálum fatlaöra. Umsóknir um þessar stööur sendist Svæöis- stjórn Reykjanessvæöis, Lyngási 11, Garöa- bæ, p.o.box 132. Nánari upplýsingar gefur Þór Þórarinsson, framkvæmdastjóri í síma 77763 milli kl. 9—12 virka daga, eftir 15. júlí. Umsóknar- frestur er til 1. ágúst nk. Kópavogur Stúlka eöa piltur óskast til verslunarstarfa. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Borgarbúöin, Hófgeröi 30. Atvinna í boði Viljum ráöa í verslun okkar mann vanan kjötskuröi. Til greina kemur hálfs dags starf. Árbæjarkjör, símar 82240 — 81270. Laus staða Staöa skólastjóra viö Bændaskólann á Hvanneyri er laus til umsóknar. Laun sam- kvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1984. Landbúnaöarráöuneytiö, 2. júlí 1984. Skrifstofustúlkur óskast Tvær skrifstofustúlkur óskast á fasteignasölu hér í miöborginni, til vélritunar, símavörslu og fleira. Annars vegar er vinnutími frá 10—14.30 og annan hvern sunnudag frá 13—16. Hins vegar frá 14—18 og annan hvern sunnudag frá 13—16. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf. Sendið tilboö á auglýsingadeild Mbl. merkt: „F — 1616“. Landsbankinn vill ráöa starfsfólk til gagnaskráningar sem fyrst. Vinnutími getur verið breytilegur frá kl. 13.00 til 21.00, 6VÁ tímar á dag eöa minna. Æskilegt er aö viökomandi umsækjendur hafi kunn- áttu í gagnaskráningu. Laun samkvæmt kjarasamningum SÍB. Umsóknir sendist á skrifstofu Starfsmanna- halds bankans aö Laugavegi 7, 4. hæö, á sérstökum eyðublöðum er þar fást. Landsbanki íslands. Óskum eftir aö ráöa til framtíöarstarfa bakara Viökomandi þarf aö geta hafiö störf sem fyrst. Einnig óskum viö eftir aö ráöa afgreiðslustúlku í vaktavinnu. Upplýsingar í síma 81667. £mtnn*tfakari GRENSÁSVEGI 48 SÍMI 81618 BAKARf — KONDITORI KAFFI * Aðalfundur sýslunefndar Norður-Isafjarðarsýslu: Varar við óhæfilegu valdi Náttúruverndarráðs AÐALFUNDUR sýslunefndar Norður-ísafjarðarsýslu var haldinn á ísafirði dagana 14.—15. júní. Á fundinum voru auk sýslumanns, Péturs Kr. Hafstein, sýslunefndar- mennirnir Engilbert Ingvarsson fyrir Snæfjallahrepp, Guðmundur Magnússon fyrir Nauteyrarhrepp, Gunnar Valdimarsson fyrir Reykja- fjarðarhrepp, Halldór Hafliðason fyrir Ögurhrepp, varamaður Baldurs Bjarnasonar, og Auðunn Karlsson fyrir Súðavíkurhrepp. Sýslunefndin fjallaði nokkuð um málefni friðlandsins á Hornströndum og varar alvarlega við þeirri ofstjórnartilhneigingu Náttúruverndarráðs, sem lýsir sér í auglýsingu þess frá 4. apríl 1984 um nýjar reglur um friðlandið á Hornströndum. Sýslunefndin tel- ur, að um óhæfilegt framsal valds til Náttúruverndarráðs sé að ræða í þessum reglum, þar sem því eru m.a. ætlaðar nánast óbundnar hendur um setningu reglna um umferð um hið friðlýsta svæði og afnot landeiganda af eignum sin- um þar. Þá telur sýslunefndin fráleitt að banna alla umferð um svæðið frá 15. apríl til 15. júní ár hvert nema með fengnu leyfi Náttúruverndarráðs, enda er vandséð, hvaða tilgangi slík frels- isskerðing þjónar eða hvernig svo fráleitu banni verður haldið uppi. Sýslunefnd Norður-ísafjarðar- sýslu skorar á menntamálaráð- herra að taka i taumana og láta Náttúruverndarráði ekki svo óhæfilegt vald í hendur, sem það sækist eftir með hinum nýju regl- um sínum um friðlandið á Horn- ströndum. Á aðalfundi sýslunefndar var ít- arlega rætt um samgöngumál og leggur sýslunefndin áherslu á bættar og öruggar vetrarsam- göngur og bendir á nauðsyn þess, að snjómokstur fari fram með eðlilegum hætti að ferjubryggjum í sýslunni. Sýslunefndin telur óhjákvæmilegt að reka Djúpbát til áætlunarferða og vegna öryggis í samgöngumálum og telur tíma- bært, að huga að kaupum á nýju skipi i stað Fagranessins, sem orð- ið er yfir 20 ára gamalt. Sýslu- nefndin telur samgöngur og áætl- unarferðir á sjó forsendu þess, að byggð haldist við ísafjarðardjúp. Sýslunefndin telur óhæfilegan drátt orðinn á uppsetningu á sjálfvirkum sfma í Inn-Djúps- hreppum. Ýmis önnur mál voru rædd á aðalfundi sýslunefndar, svo sem atvinnumál sýslunnar, breytingar á sveitarstjórnarlögum, og nauð- syn þess að halda selastofni við ísafjarðardjúp í skefjum. (Úr rréttatilkrnningu.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.