Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. JÚLl 1984 23 Engin fyrirmæli hafa borizt frá stjórnvöldum „ALLT frá þvi að lögin nr. 51 frá 1980 um Húsnæðisstofnunina tóku gildi, og til fyrsta júlí sfðastliðins, er gildistíma þeirra lauk, hafa engin fyrirmæli borist, hvorki munnleg eða skrifleg frá Alþingi eða rfkisstjórn- inni um að Húsnæðisstofnunin eigi að gangast fyrir sérstakri kynningu á þeim lögum. Húsnæðismálastjórnin ræddi um það stöku sinnum hvort að rétt væri að gangast fyrir kynningu á þeim möguleika, sem boðið var upp á í sambandi við skuldabréfaskipti, en það þótti ekki ástæða til að kynna þetta sérstaka lagaákvæði umfram önnur,“ sagði Sigurður E. Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Hús- næðisstofnunar, er Mbl. innti hann álits á orðum félagsmálaráðherra f Morgunblaðinu sl. sunnudag, þess efnis að frumkvæðið í þessu sam- bandi ætti að koma frá húsnæðis- málastjórn. — segir Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Hús- næðisstofnunar um það hvort stofnunin hafi átt að gangast fyrir sérstakri kynn- ingarstarfsemi „Enda er óhætt aö segja, að þeg- ar lagafrumvarpið var á sfnum tima til meðferðar f þinginu, held ég að þessi frumvarpsgrein hafi ekki verið lakar kynnt en aörar. Það er lfka á það að Ifta, aö allan tímann síðan hefur starfsfólkið hér ætið verið til reiðu til að gefa allar upplýsingar hér að lútandi, sem óskað hefur verið eftir og spurst verið fyrir um. Mig langar líka til að láta það koma fram, að þó að athygli manna beinist nú umfram allt aö þessu tiltekna at- riði í bréfi Péturs Blöndal, þar sem talað er um 60% verðtryggingu og 9,75% vexti, að þau kjör voru þrátt fyrir allt ekki f gildi nema rétt rúmt eitt ár. Þó löggjöfin frá 1980 geri ráð fyrir því, að skulda- bréfaskipti geti átt sér stað vegna allra þeirra lána, sem stofnað var til á timabilinu 1974 til 1978, voru önnur og miklu hagstæðari kjör f gildi mest allt það tfmabil. Það hefur enginn enn reiknað það út hvaða kjör af lánum þessa tfma eru hag-stæðust fyrir lántakendur. Það liggur fyrir rfkisstjórninni beiðni frá húsnæðismálastjórn um það, að vextir á almennum lánum Byggingasjóðs rfkisins hækki upp f 3,5% jafnframt þvf, sem 100% lánskjaravfsitölutrygging verði áfram á lánunum. Svo er þetta bara reikningsdæmi hvaða kjör eru hagstæðust, en frá árinu 1974 hafa verið fimm möguleikar á lánakjörum í gildi og þarna er ekki nema um 13 mánaða tímabil, sem að öllum Ifkindum er óhagstæðast. Ég hef ekki orðið var við það á þessum árum, að maður hafi orðið fyrir miklum kvðrtunum vegna þess arna,“ sagði Sigurður. Tekur þú orð félagsmálaráð- herra í Morgunblaðinu á sunnudag þess efnis, að frumkvæðið skuli koma frá Húsnæðismálastjórn, sem ábendingu um, að frumkvæðið verði hennar í framtíðinni? „Nú eru gömlu lögin úr gildi fall- in og ný komin til sögunnar, sem segja að það sé á valdi húsnæðis- málastjórnar að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um breytingu á þessum lánakjörum, ef henni sýn- ist svo. Eg á von á þvi, að hún muni taka það til meðferðar áður en langt um lfður. Mér finnst bæði eðlilegt og sjálfsagt aö hún geri svo. Að því er kynningarstarfsem- ina varðar, er vitaskuld bæði eðli- legt og sjálfsagt, að hún fari fram enda hefur hún þegar aukist," sagði Sigurður E. Guðmundsson. HITAMÆLAR Vesturgötu 16, sími 13280. Eyjafjarðarsvæðið: Hart deilt um fyrirhugaða byggingu álverksmiðju Frá fundi álversandstæðinga í Samkomuhúsinu á Akureyri. Undirskriftalistar með og á móti málinu ganga um héraðið Akureyri, 28. júni. FÁTT ER meira rætt hér f höfuðstaó Norðurlands þessa dagana en fyrirhug- uð bygging álvers á íslandi, sem mjög veruiega hefur komið til tals að reisa hér við Eyjafjörð. Skiptast menn hér í tvær fylkingar, sem hart deila, en flest virðist þó benda til þess að þeir, sem vilja láta kanna alla möguleika í þess- um efnum og afneita ekki stóriðjukost- inum, séu í verulegum meirihluta. Upphaf þessara deilna má rekja langt aftur í tfmann, en þær tóku verulegan fjörkipp, þegar stofnað var til starfshóps um álver innan raða álversandstæðinga. Hefur starfshópur þessi á undanförnum hálfum mánuði efnt til fimm funda f Eyjafirði, vægast sagt með misjöfn- um árangri, allt frá því að fundir þessir hafi sent frá sér harðorðar ályktanir gegn álversbyggingu, eins og var í Freyvangi f Öngulsstaða- hreppi, til þess að frá fundinum hafi komið álit meirihluta fundarmanna um að allir möguleikar yrðu kannað- ir til hlítar, eins og geröist á Sval- barðseyri. Á fundi starfshópsins á Akureyri á þriðjudaginn, voru fund- argestir um 130, og þótti mörgum illa mætt á fund um slfkt hitamál. Jafnhliða þessum fundahöldum hefur starfshópurinn hafið söfnun undirskrifta undir svohljóðandi ályktun: „Við undirritaöir fbúar við Eyjafjörð mótmælum byggingu ál- vers í héraðinu og skorum á stjórn- völd að beita sér fyrir uppbyggingu annarra nýgreina í atvinnulffi hér- aðsins ásamt eflingu þeirra atvinnu- greina sem fyrir eru.“ Að sögn Erl- ings Sigurðarsonar, eins forystu- manna starfshópsins, liggur ekki fyrir hversu margir hafa skrifað undir ályktun þessa, en ætla mætti að allt að 500 manns hefðu mætt á fundi hópsins í héraðinu. Þá gerðist það f sfðustu viku, að hópur fólks, sem kallar sig „áhuga- menn um framfarir við Eyjafjörð," hrinti af stað undirskriftasöfnun undir svohljóðandi ályktun: „Við undirrituð, íbúar á Akureyri og í Eyjafirði, teljum nauðsynlegt, að næsta stóriðjufyrirtæki, sem byggt verður á íslandi, verði valinn staður við Eyjafjörð, enda verði talið tryggt, að rekstur þess stefni ekki lífríki fjarðarins í hættu. Við krefj- umst þess, að umhverfisrannsóknum og öðrum undirbúningi vegna bygg- ingar álvers við Eyjafjörð verði hraðað þannig að niðurstaða f þessu mikla atvinnuhagsmunamáli fáist hið fyrsta." Þessi hópur „áhugamanna um framfarir við Eyjafjörð" hefur nú opnað skrifstofu í Skipagötu 13 og þar starfar Jón Arnþórsson að því að skipuleggja söfnunina og veita upp- lýsingar. Hann var spurður, hvað hefði valdið stofnun hópsins. „Það má segja, að fordómafullur áróður andstæðinga stóriðju hafi hrint þessari undirskriftasöfnun af stað. Við viljum gefa fólki, sem áhyggjur hefur af fólksflótta og samdrætti í atvinnu og á öðrum sviðum hér, tækifæri til að leggja sitt lóð á vogarskálina og snúa vörn f sókn, sækja fram til nýrra atvinnu- tækifæra og eflingar byggðar við hinn fagra fjörð okkar. Við teljum að enginn kostur í nýrri atvinnu- uppbyggingu á þessu svæði megi verða útundan vegna fordóma, við höfum hreinlega ekki efni á því aö skoða ekki alla kosti í þessum efn- um. Og ég hlýt að álykta sem svo, að þannig hugsi meirihluti héraösbúa, þar sem nú þegar hafa hátt f tvö þúsund manns skrifað undir þessa ályktun okkar, og má þó segja að söfnunin sé vart komin af stað enn- þá,“ sagði Jón Arnþórsson að lokum. GBerg ------------------------------------\ Bókin Hagfræði og stjórnmál eftir dr. Magna Guömundsson á erindi viö hvern einasta mann, sem lætur sig varöa þjóðarhag. Útgefandi. V I Terelynebuxur nýkomnar 2 teg. 11 litir. Kr. 625,- og 785.- Karlmannaföt kr. 1.995,- og 2.975.- Gallabuxur kr. 475.- og 580,- Regngallar allar stæröir. Blússur, anorakkar, skyrtur, bolir og margt fleira ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, símí 18250. Bladburðarfólk óskast! Austurbær Ingólfsstræti Bjarnarstígur Lindargata frá 1—38 Laugavegur frá Skólavöröustígur 101 —171 Ljósm. GBerg Gunnar Steindórsson og Guðrún Sigbjörnsdóttir skrifa undir áskorun „áhugamanna um frarafarir við Eyjafjörð". Á milli þeirra er Jón Arnþórsson, sem veitir skrifstofu hópsins forstöðu. Viö undirritaðir lögmenn, áöur til húsa aö Klapparstíg 40 og Barónsstíg 5, Reykjavík, tilkynnum aösetursskipti. Frá og meö 3. júlí 1984 veröum viö til húsa að Pósthússtræti 13, Reykjavík. LÖGMENN VIÐ AUSTURVÖLL OTHAR ÖRN PETERSEN HRL. SKARPHÉÐINN ÞÓRISSON HRL. GlSLI BALDUR GARÐARSSON HDL. Póslhusstræti 13, pósthólf 476, 121 Reykjavík, sími 28188

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.