Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 21
tööftdírííBÉÆöffii? mmimrBAGm anm^mv M' „Lúthersminningu og Biblíuárið ber hæst" segir biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, um starfsemi kirkjunnar á liðnu starfsári l'KKSTASTKFN A 1984 var haldin á Laugarvatni og í Skálholti í síoustu viku. Aðalefni Prestastefnunnar í ár voru tvö, Ár Biblíunnar, sem nú stendur yfir, og starfsmannafrumvarp kirkjunnar, sem er f vinnslu. Um 100 prestar voru þátttakendur í Prestastefnu að pessu sinni, auk ýmissa gesta. Biskup íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, flutti yfirlitsskýrslu á Prestastefnunni og rakti m.a. störf kirkjunnar á síðastliðnu ári. Biskup sagði að af viðburðum lið- ins árs bæri Lúthersminninguna hæst. í upphafi ársins hafi kirkj- uráð skipað nefnd til að undirbúa Lúthersárið, en formaður hennar var dr. Gunnar Kristjánsson. Nefndin skipulagði margvíslega starfsemi til að leggja áherslu á gildi siðbótarinnar fyrir íslensku þjóðina. Biskup sagði að Lútherskvöld hafi verið viða í sofnuðum og í sambandi við héraðsfundi, auk þess sem sérstakar guðsþjónustur hafi verið fluttar dagana 6. og 13. nóvember f minningu siðbótar- mannsins. Einnig hafi verið ákv- eðin útgáfa á ævisogu Lúthers eft- ir Roland Bainton í þýðingu séra Guðmundar Óla Ólafssonar. Dag- ana 4. og 5. nóvember hafi einnig verið haldin ráðstefna um áhrif Lúthers á fslenskt þjóðlíf og hafi ráðstefnan vakið verðskuldaða at- hygli. { ráðstefnunni tóku þátt Hið íslenska Lúthersfélag, Félag áhugamanna um réttarsögu, Félag fslenskra fræða og Sagnfræðinga- félag íslands. Kirkjuþing var haldið 16.—25. október sl. og stóð það í tiu daga. Biskup sagði að fjölmörg kirkjuleg málefni hafi verið þar á dagskrá og hafi verið gerðar ályktanir um 40 mál. Biskup sagði að það breytti vissulega stöðu kirkjunnar þegar þing hennar kæmi árlega saman og renndi það stoðum undir aukið sjálfsforræði hennar í ýms- um málum sem annars heyrðu undir löggjafarvaldið. Hann nefndi sem dæmi mál er varða skipulag og starfshætti kirkjunn- „Hin öra breyting á þjóðfélags- háttum okkar, bæði í dreifbýli og þéttbýlinu, kallar á skjótari við- brogð af kirkjunnar hálfu en hægt hefur verið að framkvæma. Fyrir liggur ítarleg greinargerð byggð á vfðtækri könnun um æskilegar breytingar á starfsháttum kirkj- unnar, er samin var af starfs- háttanefnd fyrir nokkrum árum. Álit þeirrar nefndar er nú grund- völlur að endurskoðun á löggjöf kirkjunnar. Þannig eru til komin drog að frumvarpi til laga um starfsmenn Þjóðkirkju fslands, sem rætt var um á síðasta kirkju- þingi," sagði biskup. Hann sagði að við endurskoðun á kirkjulög- gjöfinni væri þess að vænta, að sjálfstæði kirkjunnar ykist, ekki til þess að veikja eða rýra sam- band ríkis og kirkju — heldur til þess að styrkja það. Síðasta Prestastefna ákvað að velja skyldi nefnd til að sinna frið- armálum sérstaklega. Formaður nefndarinnar er séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Að sögn biskups vann þessi friðarhópur að viðtæku samstarfi margra félaga og sam- taka í dymbilviku og á páskum, um ákall til frioar. Biblíuár er hálfnað, en það kom í hlut elsta starfandi félags i land- inu, Biblíufélagsins, að hafa for- göngu um undirbúning ársins og minnast þess merka áfanga, að 400 ár eru liðin frá útgáfu Guð- brandsbiblíu. í tilefni þess hafa verið haldnar guðsþjónustur i minningu Guðbrands og Biblíu hans, kynning hefur verið á öllum útgáfum Biblíunnar, haldnar hafa verið samkomur og flutt erindi. Einnig hefur verið unnið að stór- felldri útbreiðslu Bibliunnar, að sögn biskups. -, Helstu ályktanir Prestastefnu 1984 Um starfsmannafnimvarp Prestastefna íslands 1984 sam- þykkir f meginatriðum það starfsmannafrumvarp sem nú liggur fyrir og styður sérstaklega framgang laga um þrjú biskups- dæmi. Prestastefnan leggur á það megináherslu að Alþingi íslend- inga taki til umfjöllunar og af- greiðslu það frumvarp sem Kirkjuþing þjóðkirkjunnar leggur fram. Prestastefna kýs 5 manna nefnd til að yfirfara starfsmannafrum- varpið og semja um það greinar- gerð sem kynnt verði sóknarprest- um áður en það verður lagt fyrir Kirkjuþing 1984. Um málefni Biblíunnar Prestastefna 1984 fagnar þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um málefni Biblfunnar á þessu ári sem helgað er 400 ára afmæli Guð- brandsbibliu. Hún þakkar Hinu islenska Biblíufélagi ötula forystu í útgáfu og kynningu Biblfunnar. Prestastefnan hvetur til þess að fermingarborn fái Biblíuna f hendur við upphaf fermingar- fræðslunnar. Jafnframt þakkar Prestastefn- an Gideonfélaginu fyrir fórnfúst starf og gjafir til allra tólf ára barna á Nýjatestamentinu og Daviðssálmum sem hefur tryggt það að öll börn hafa fyrir ferming- arundirbúninginn handleikið helga bók. Auk þess voru samþykkt tilmæli til biskups og Kirkjuráðs að láta kanna hversvegna ekki hafi orðið til stærri fastur lesendahópur kristilegs lesefnis hérlendis, að gefin verði út Arbók kirkjunnar, að undirbúningur hefjist að há- tíðahöldum ársins 2000 er minnst verði 1000 ára kristni hérlendis, að könnuð verði staða, tilgangur og gildi Prestastefnunnar í nútfman- um, að því verði forðað að skyggt sé á höfuðhátíð kirkjunnar, pásk- Borgarstjórn f jallar um hundahald í dag Á DAGSKRÁ borgarstjórnar Reykjavíkur í dag er hundahald í Reykjavík og er þar lógo fram tillaga um ao hundahald verði leyft til reynslu í borginni fram að nestu borgarstjórnarkosningum, en þá er gert rið fyrir að kjósendur segi af eða á um það, hvort hundahald sé leyft í borginni með skilyrðum eða ekki. Málið var til umfjöllunar í borg- arráði f gær, þar sem lögð var fram skýrsla heilbrigðisráðs Reykjavikur og breytingartillaga borgarstjóra við framkomnar til- lögur. Málinu var visað til borgar- stjórnar. 1 starfsskýrslum presta, sem lagðar voru frarn á Prestastefnu, kom fram að 7667 guðsþjónustur voru fluttar á árinu i kirkjum landsins og hinum ýmsu stofnun- um þar sem helgihald fer fram. Altarisgestir voru 34.606 og hefur þeim farið fjölgandi með hverju ári. Skírnarbörn voru 4214 og fermingarbörn 3997. Greftranir voru 1650 á árinu, en kirkjulegar hjónavígslur 1122. REDRING rafmagnsgrill Nú verður auðvelt að grilla. Bara stinga í samband og kveikja á. Það tekur rafmagnsgrillið aðeins 10 mín. að hitna. Mismunandi hitastillingar og grillbragðið er ósvikið. Rafmagnsgrillið hitar vikur, sem gefur hið ósvikna grillbragð. KJÖLUR SF. Hverfisgötu 37 símar 21490 - 21846 Útihandrið úr^ TRE Á tröppurnar, veröndina og svalirnar LOKSINS Útihandriðin Árfells eru nýjung á fslandi. Þau eru úr tré. Loksins er hægt að Ijá fallegum húsum umgjörð við hæfi. Valið stendur ekki lengur milli kaldra járnhandriða og þunglamalegrar steinsteypu. Hér opnast nýjar leiðir. EININGAR Árfells útihandriðin eru byggð upp af einingum sem mjög auðvelt er að laga að mismunandi aðstæðum. — — Á veggi eða slétta fleti, á undirstöðu úr tré eða steinsteypu. Hentar jafnt á litla tröppu sem stóra verönd - — og stfllinn leynir sér ekki. STÍLL Við hönnunina gengum við út frá þvf að handriðin væru sterk og hlýleg. Heildarsvipurinn er þannig heimilislegur og traustur en fegurð og léttleiki trésins leynir sér ekki. Þessi handrið hafa stfl. Stólpar, blómakassar og Ijósker gefa þér möguleika á að skapa sérstakan personulegan blæ og litinn velur þú. ÞJÓNUSTA Við gerum teikningar og verotilbod, þér að kostnaoarlausu, og bjóðum aö sjálfsogou góo greiðslukjör. Hringdu eoa Ifttu inn. Þeir sem panta strax geta fengið handrioin sett upp meo skömmum fyrirvara. \ tslur i Sandjrfkjunum, niílli Kt«tUfjalUniu og Kym- tufsim, m.a. i Kaliforníu og Oregon, v«« DougUs tnMh, %em getur nao alft gl 90 m haro o% .*--* m í þvermil. Úr DougUs trénu c-r unninn viourinn Oreft- on-pÍm>, sem vio notum i Ar- telk-útiKandríoin. Revnsian tynir aA Orefton-pine henlar mijog vel $em útiviour vio is- lenskar aosla?our. Hér i landi hef ur ending Orefton-pine ver- io mióg roo þar sem mikift hefur revnt i viðtnn, svo sem i utihuroum. ÁRMÚLA 20 SÍMAR 84630 OG 84635

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.