Morgunblaðið - 05.07.1984, Side 23

Morgunblaðið - 05.07.1984, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1984 23 Heimsmet hjá Christie's: 70 teikningar á 21 milljón punda London, 4. júlí. AP. Þessi teikning eftir Rafael fór á 3,3 milljónir punda hjá Christie’s-uppboós- fyrirtækinu í Lundúnum í gær. SAS-þotur stöðvað- ar vegna málmþreytu Stokkhólmi, 4. jólí. Frá Olle EkstrSm fréttiritnr* Mbl. í dag var sett heimsmet á lista- verkauppboói hjá Christie’s, þegar Stjóm Bólivíu: Krefst 5—15 ára fangelsis fyrir ræningja forsetans U Paz, Bólivíu, 4. júlí. AP. RÍKISSTJÓRN Bólívfu krafðist þess í dag að mannræningjarnir sex sem stóðu að ráninu á forseta landsins, Hernan Siles Zuazo, og héldu honum í gfslingu 10 tíma sl. laugardag, verði dæmdir í 5—15 ára fangelsi. Ríkissaksóknari fór þess á leit viö hæstarétt landsins að allir þeir sem taldir eru riðnir við mannránið verði dregnir fyrir rétt sem fyrst. Er hér um að ræða foringja í bólivíska hern- um, lögreglumenn, hægri sinnaða stjórnmálamenn og óbreytta borg- ara, en að sögn innanríkisráðherra landsins, Federico Alvares Plata, eru nú um 100 manns i haldi grunaðir um aðild að samsærinu. Innanríkisráðherrann sagði enn- fremur að samkvæmt upplýsingum stjórnarinnar hefði átt að myrða for- seta landsins, og hefði höfuðsmaður- inn Rolando Saravia.sem nú er í fel- um, verið forsprakki samsærismann- anna. Forsetinn, Zuazo, sneri aftur til vinnu sl. þriðjudag, og virtist rif- beinsbrot það sem hann hlaut í átök- um við mannræningjanna ekki valda honum neinum óþægindum. seldar voru 70 teikningar eftir gömlu meistarana á rúmlega 21 milljón punda. Aldrei fyrr hefur selst á einu uppboði fyrir slíka upphæð. Teikningarnar, sem m.a. voru eftir Andrea Mantegna, Rafael, Rubens, Van Dyck, Rembrandt og Holbein, voru úr einkasafni her- togans af Devonshire í Chats- worth. Aðstandendur uppboðsfyr- irtækisins höfðu gert ráð fyrir, að teikningarnar seldust fyrir um sjö milljónir punda. Getty-safnið í Malibu í Kali- forníu keypti sjö teikninganna fyrir tæpar sjö milljónir punda, en varð að lúta í lægra haldi fyrir hærri boðum í aðrar. Hæsta verð fyrir einstaka mynd greiddi ónafngreindur aðili, ríf- lega þrjár og hálfa milljón punda, fyrir svartkrítarteikningu eftir Rafael. Eftir uppboðið sögðu fulltrúar British Museum, að hátt verð listaverkanna kæmi sennilega í veg fyrir, að farið yrði fram á, að flutningur þeirra úr landi yrði hindraður. En þarna væri undir- strikaður sá vandi sem fjárvana þjóðarsöfn stæðu frammi fyrir andspænis fjársterkum einkaaðil- um. Andrew Cavendish hertogi, eig- andi safnsins, sagðist hafa boðið British Museum myndirnar til kaups fyrir um fimm milljónir punda, en gefist upp eftir margra mánaða þjark við safnið, sem taldi verðið of hátt. SAS-flugfélagið hefur orðið að taka sex þotur af gerðinni DC-9 úr umferð þar sem margt bendir til málmþreytu í hverfilblöðum í hreyflum þeirra. Tutt- ugu aðrar þotur af sömu gerð og með sömu hreyflum eru gaumgæfilega skoð- aðar á hverju kvöldi með tilliti til hugs- anlegrar málmþreytumerkja, en hingað til hefur ekkert óeðlilegt komið í Ijós í þeim. Ef stöðva þyrfti fleiri þotur í senn mundi það valda verulegri röskun á sumarferðum SAS. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að leigja nýja hreyfla frá Swissair, Iberia og KLM til að setja í þoturnar, sem stöðvaðar voru. Hreyflarnir sem um ræðir eru framleiddir af Pratt & Whitney í Bandaríkjunum. Eru þeir mjög sparneytnir og hefur SAS pantað marga slíka frá P&W. Unnið er að rannsókn á því hvað úrskeiðis hefur farið í framleiðslunni og hvernig koma megi í veg fyrir fleiri galla af þessu tagi. Sovétrfldn: Stóð að árás- inni á kóresku þotuna og fær stöðuhækkun Moskvu, 4. julí AP. SOVÉSKI hershöfðinginn Vladimir L. Govorov, sem talið er að hafí gefíð fyrirmæli um að skjóta niður kóresku far- þegaþotuna í september í fyrra með þeim afleiðingum að allir farþegarnir 269 aö tölu fórust, hefur verið hækkaður í tign og gerður að varavarnarmála- ráðherra Sovétríkjanna. Govorov var skipaður í þessa stöðu ásamt nokkrum öðrum samkvæmt frétt sem birtist í hinu opinbera málgagni stjórn- arinnar, Rauðu stjörnunni, nú fyrir stuttu. Hefur þessari stöðuhækkun ekki verið gerð skil 1 öðrum sovéskum fjölmiðlum, og ekki er heldur vitað hvenær Govo- rov var skipaður í embættið. Talsmaður sovéska varnar- málaráðuneytisins neitaði að svara spurningum um þetta mál í dag. Samkvæmt upplýsingum bandarísku leyniþjónustunnar, sem birtust í enska blaðinu Sunday Times í september í fyrra, fyrirskipaði Govorov að granda kóresku farþegaþot- unni eftir að hafa ráðfært sig við ráðamenn í Moskvu. Voru þessar upplýsingar byggðar á hlerunum á talstöðvarsending- um 1 Sovétríkjunum. Annað og meira en eitt tímarit í viðbót! Tímaritið 4 MANNLIF Tímaritið MANNLÍF er komið út, eitt fjölbreyttasta og efnismesta timarit, sem gefið hefur verið út á íslandi. Meðal efnis I fyrsta tölublaði: Viðtal við Valgerði Bjarnadóttur, ekkju Vilmundar Gylfasonar um ævi hennar og lífsviðhorf. Greinar um lífsstll, fólk I fréttum, tísku og unga leikara. Greinar um efnahagsmál og stjórnmál, umfjöllun um bækur. Grein um Ronald Reagan og hægri hreyfinguna I Bandaríkjunum, viðtal við Jónas Haralz um samstarf þeirra Jóhannesar Nordal. Grein um yngstu kynslóð Kennedy-fjölskyldunnar og erfiðleika hennar. Grein um Vigdisi Finnbogadóttur, um knattspyrnukappana Johann Gryuff og Asgeir Sigurvinsson, sagt frá tískukóngnum Calvin Klein og fjölmargt annað fjölbreytt, vandað og skemmtilegt efni. Joseph Kennedy Tímaritið MANNLÍF fæst í bóka- og blaðsölum um allt land. Áskriftarsímar 91-687474 og 687479. Valgeróur Bjarnadóttir Tímaritið MANNLÍF Höfðabakka 9, 110 Reykjavík. Jónas H. Haralz Johann Cryuff

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.