Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1984 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1984 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Askrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Erlendar skuldir Fá mál vekja nú meiri at- hygli og umræður á al- þjóðavettvangi en skuldir ríkja rómönsku Ameríku við stórbanka í Bandaríkjunum. Þau vandamál, sem leitt hafa af þessari miklu skuldasöfnun, hafa jafn- framt orðið til þess að undir- strika hin sterku innbyrðis tengsl, sem nú eru milli þjóða heims, a.m.k. í fjár- hagslegum efnum. Ríki róm- önsku Ameríku skulda svo mikið, að Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðhæfir í nýlegri blaðagrein, að þau hafi enga möguleika á að borga nokkuð af höfuðstól skuldanna næstu 10 árin. Þessar miklu skuldir leiða svo til þess, að vaxtahækk- anir í Bandaríkjunum auka vaxtaútgjöld þessara ríkja um 3—4 mílljarða Banda- ríkjadala við hvert prósentu- stig sem vextir hækka um. Viðskiptabankar þessara ríkja, sem eiga mikið fé inni hjá þeim, eiga ekki margra kosta völ. Þeir geta ekki gengið að þessum ríkjum. Það er einfaldlega ekki hægt. Hvað á að taka upp í skuld- ir? Þeir hafa enga möguleika á að knýja fram greiðslur. Ef þeir afskrifa skuldirnar er framtíð bankanna sjálfra stofnað í verulega hættu. Raunar er gengi hlutabréfa í helztu bönkum vestan hafs nú mjög lágt m.a. vegna slæmrar skuldastöðu þeirra í rómönsku Ameríku. Ef stór- ir bankar í Bandaríkjunum yrðu greiðsluþrota vegna greiðsluerfiðleika skuldu- nauta þeirra í þessum heimshluta mundi það hafa gífurlega neikvæð áhrif á allt efnahagslíf á Vestur- löndum. Ríki rómönsku Am- eríku gera sér vel grein fyrir þessu og þess vegna er ekki út í hött að segja, að skuld- unautarnir hafi lánardrottn- ana í greipum sér. Það er nauðsynlegt, að Vesturland- abúar geri sér glögga grein fyrir því, að skuldavandi ríkjanna í rómönsku Amer- íku er ekki einangrað vanda- mál þeirra ríkja heldur getur hún haft mikil áhrif á af- komu og lífskjör fólks á Vesturlöndum á næstu ár- um. Enginn vafi er á því, að sum þeirra ríkja, sem hér um ræðir, eru mjög auðug að náttúruauðlindum. Má þar til nefna Brasilíu, Mexíkó og Venezúela. Þess vegna verð- ur að ætla, að vandamál þeirra ríkja nú séu tíma- bundin. Þegar fram í sækir muni sú fjárfesting, sem þau hafa lagt í, skila sér í aukn- um tekjum. Og raunar hefur útflutningur frá Brasilíu aukizt geysilega mikið það sem af er þessu ári. Fyrir nokkrum misserum var mikið rætt um skuldir Austur-Evrópuríkja við Vesturlönd. Á þessu hefur orðið mikil breyting að und- anförnu. Fjármálasérfræð- ingar fara viðurkenningar- orðum um frammistöðu þessara ríkja við að greiða niður skuldir, þ.á m. um Pólverja, enda er vafalaust auðveldara fyrir ríkisstjórn- ir A-Evrópuríkjanna að grípa til harkalegra efna- hagsaðgerða heldur en lýð- ræðislega kjörnar ríkis- stjórnir, eins og t.d. hina nýju lýðræðisstjórn í Arg- entínu. Umræðurnar um skulda- stöðu ríkja rómönsku Amer- íku hljóta að verða okkur ís- lendingum nokkurt íhugun- arefni. Fyrir nokkrum dög- um birtist í hinu virta fjármálablaði Wall Street Journal yfirlit yfir skuldir ríkja heims og var þá annars vegar miðað við skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og hins vegar erlendar skuldir á mann. í yfirliti þessu kemur í ljós, að erlend- ar skuldir íslendinga eru orðnar hlutfallslega mjög miklar og engin spurning er lengur um það, að meðal fjármálamanna erlendis vekja skuldir okkar íslend- inga nú nokkra athygli, þótt við höfum hingað til ekki átt í nokkrum erfiðleikum með að standa í skilum. Það er hins vegar hættu- legt fyrir litla þjóð að verða háð erlendum bönkum um of. Þess vegna á það að vera okkur kappsmál að draga verulega úr erlendum skuld- um okkar. Umræður á al- þjóðavettvangi um skuldir annarra þjóða ættu að verða okkur hvatning til þess. Umfangsmikil könnun á viðhorfum íslenskra kjósenda til öryggis- og utanríkismála: Allur þorri kjósenda styð- ur Atlantshafsbandalagið Meirihluti telur að Atlantshafsbandalagið megi ekki dragast aftur úr Varsjárbandalaginu í hernaðarlegu tilliti. ÖRYGGISMÁLANEFND sendi í gær frá sér ritgerð, sem ber heitið Viðhorf Islendinga til öryggis- og utanríkismáía og er höfundur hennar Ólafur Þ. Harðarson lektor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. Þar er að finna niðurstöður könnunar á viðhorfum íslenskra kjósenda til aðildar íslands að Atlantshafsbandalaginu, varnarliðsins, gjaldtöku af varnarliðinu, kjarnorkuvopnalausra svæða á Norðurlöndum, friðarhreyfinga o.fl. þátta öryggis- og utanríkismála. Ritgerðin er hluti af viðameiri athugun höfundar á viðhorfum til stjórnmálaflokka og ýmissa þátta stjórnmála, sem hann nefnir Kosningarannsókn 1983, og segir í fréttatilkynningu frá Öryggismálanefnd, að hér sé um að ræða fyrstu fræðilegu rannsóknina sem veiti upplýsingar um afstöðu íslenskra kjósenda til öryggis- og utanríkismála. Gagnaöflun hófst eftir alþingis- kosningarnar í fyrra, en veturinn á undan var rannsóknin undirbúin, spurningalisti saminn og forpróf- aður. Spyrjendur voru alls 29 og var Gunnar Helgi Kristinsson, stjórn- málafræðingur, ólafi Þ. Harðarsyni til aðstoðar við hönnun og fram- kvæmd könnunarinnar. Samtals urðu þátttakendur 1003 kjósendur og var rætt beint við um þriðjung þeirra, en aðrir svöruðu í síma eða pósti. Úrtakið var valið úr þjóðskrá af Reiknistofnun Háskólans með svonefndri slembiaðferð. Allir þátttakendur voru spurðir þriggja spurninga. Ein var um af- stöðu til Atlantshafsbandalagsins, önnur um afstöðu til varnarliðsins og hin þriðja um gjaldtöku af varn- arliðinu. Að auki var 329 manna hópur á höfuðborgarsvæðinu spurð- ur um mikilvægi varnarstöðvarinn- ar f Keflavík, um mat á stefnu stjórnmálaflokkanna í öryggis- og utanrikismálum, með hvaða heims- hluta íslendingar eigi samleið, hvort styrjaldarlíkur hafi aukist, um kjarnorkuvopnalaus svæði á Norðurlöndum, og um afstöðu til friðarhreyfingar, þróunaraðstoðar, vígbúnaðar og hervarna á íslandi. þeirra til bandalagsins. Þó eru kjós- endur á aldrinum 24—39 ára and- snúnari aðildinni en aðrir og eins er andstaðan meiri meðal þeirra sem hafa lengri skólagöngu. Yfirgnæf- andi meirihluti kjósenda fjögurra stjórnmálaflokka er hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu, sé ein- ungis litið á þá sem afstöðu tóku. Nánast allir kjósendur Sjálfstæðis- flokksins styðja aðildina og 85—90% kjósenda Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Bandalags jafnaðarmanna gera það líka. Mikill meirihluti kjósenda Alþýðubanda- lagsins er andvígur aðild, en athygli vekur að þegar einungis er tekið mið af þeim sem afstöðu tóku — eins og hér að ofan — segist tæpur fjórð- ungur kjósenda flokksins (23%) vera hlynntur aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Af kjósendum Kvennalistans, sem afstöðu taka, eru 54% hlynntir Atlantshafs- bandalaginu og 46% andvígir. Mikill stuöningur við varnarliðið Spurningin um afstöðu kjósenda til varnarliðsins var í nokkrum lið- um og neituðu fjórir að svara og 29 mál. Sé einungis litið á þá sem eru með varnarliðinu eða á móti því kemur í ljós að 71% kjósenda Al- þýðuflokks eru varnarliðinu hlynnt- ir, 62% kjósenda Bandalags jafnað- armanna, 59% kjósenda Framsókn- arflokks, og 23% kjósenda Kvenna- listans. Gjaldtaka af varnarliðinu á mikinn hljómgrunn Þriðja spurningin sem lögð var fyrir alla þátttakendur var I formi staðhæfingar sem þeir voru beðnir að taka afstöðu til. Fullyrðingin var þessi: „íslendingar ættu að þiggja gjald fyrir veru bandaríska herliðs- ins hér á landi." Af þátttakendun- um 1003 sögðu 3,7% „veit ekki" og 0,8% neituðu að svara. Tæpur helm- ingur eða 49% kváðust „alveg sam- mála“ staðhæfingunni, 14% „frekar sammála", 9% kváðust „blendnir", 7% „frekar ósammála “og 22% „al- gjörlega ósammála." Þetta þýðir að meðal um % kjósenda á gjaldtaka af varnarliðinu mikinn hljómgrunn. Andstaðan við gjaldtöku er miklu meiri meðal andstæðinga Atlants- hafsbandalagsins en annarra. Þó er þriðjungur andstæðinga bandalags- Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræð- ingur. ar nokkrar spurningar um öryggis- og utanríkismál fyrir 329 kjósendur á Reykjavíkursvæðinu. Höfundur tekur fram að vegna þess hve þátt- takendur eru fáir séu skekkjumörk hærri en I könnuninni sem náði til landsins alls og auk þess sé t.d. varhugavert að skipta svarendum eftir því hvaða flokk þeir kusu í al- þingiskosningunum 1983, eins og gert hefur verið hér að framan. Fyrsta spurningin í þessum hluta könnunarinnar fjallaði um afstöðu kjósenda til þess hversu mikilvægt mál varnarstöðin í Keflavík væri f samanburði við mál er snerta sam- skipti ríkis og verkalýðshreyfingar, byggðastefnu og verðbólgu. Þrjátíu prósent kjósenda sögðu að mál varnarstöðvarinnar væri „gífurlega mikilvægt”, 51% „frekar mikil- ÓLAFUR Þ HAROARSON VIÐHORF ÍSLENDINGA TIL ORYGGIS- OG UTANRÍKISIV ORYGGISMALANEFND RITGERÐIR 2 Forsfða ritgerðarinnar sem geymir niðurstöðu könnunarinnar. styrjaldarhættan hefði aukist og var helmingur þeirra á þessari skoðun. Spurt var um afstöðu til hug- myndar um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum og kváð- ust 86% svarenda styðja hana. And- staðan við fullyrðinguna kom helst fram hjá körlum, „sem styðja aðild- ina að Atlantshafsbandalaginu, sem hlynntir eru Keflavíkurstöðinni, og „hægri“ mönnum," eins og það er orðað í ritgerðinni. Skoðanir voru skiptari um full- yrðingu um að friðarhreyfingar eins og þær hafa sprottið upp í Banda- ríkjunum og Evrópu væru spor í rétta átt. Um tveir þriðju svarenda voru því sammála, en hinir „frekar ósammála" og „algjörlega ósam- mála“. Stuðningur við friðarhreyf- taka afstöðu til eftirfarandi fullyrð- ingar: „Atlantshafsbandalagið má' ekki dragast aftur úr Varsjár- bandalaginu hernaðarlega ef tryggja á frið.“ Tæpur helmingur eða 46% kvaðst „alveg sammála" og 25% svarenda kváðust „frekar sam- mála“. 12% sögðu „bæði og“, 7% sögðust vera „frekar ósammála" fullyröingunni og 10% „algjörlega ósammála". Þctta þýðir að 70% kjósenda eru sammála því að Atlantshafsbandalagið megi ekki dragast aftur úr Varsjárbandalag- inu I hernaðarlegu tilliti. Ekki er mikill munur á afstöðu kynjanna, en þeir yngri og þeir sem lengri hafa skólagöngu voru andvígir full- yrðingunni í ríkari mæli en hinir. Álíka margir voru sammála (45%) og ósammála (43%) þeirri fullyrðingu, að íslendingum væri nauðsynlegt að hafa einhvers konar hervarnir í landinu. Nánast allir andstæðingar Atlantshafsbanda- lagsins voru ósammála staðhæfing- unni, en það voru lfka 16% þeirra sem eru hlynntir varnarstöðinni I Keflavík og fjórðungur þeirra sem styðja aðildina að Atlantshafs- bandalaginu. ólafur Þ. Harðarson, lektor, segir í niðurlagi ritgerðar sinnar: „Heild- arniðurstöður þessarar athugunar eru skýrar. Meirihluti íslenskra kjósenda styður tvo meginþætti þeirrar utanríkisstefnu, sem tslend- ingar hafa fylgt undanfarna ára- tugi; aðildina að Atlantshafsbanda- laginu og Keflavíkurstöðina. I huga margra kjósenda eru þessi tvö mál hins vegar ekki fast spyrt saman — Afstaða íslendinga til áframhaldandi veru íslands í Atlantshafsbandalaginu. Meðmæltir 53% Andvígir 13% Engin skoðun 34% Samtals 100% Af þeim sem taka afstööu: Meömæltir 80% Andvígir 20% ......«.........................-J sögðu „veit ekki“. Af þeim sem svör- uðu kváðust 23% vera „afgerandi hlynntir" varnarliðinu, 31% kváð- ust vera „frekar hlynntir" því, 15% sögðu að varnarliðið „skipti ekki máli“, 15% kváðust „frekar andvíg- ir“ og enn önnur 15% kváðust „af- gerandi andvígir". Ef hópurinn sem telur varnarliðið ekki skipta máli er ekki tekinn með reynast 64% kjós- enda hlynntir varnarliðinu og 36% andvígir. Andstaðan við varnarliðið er mun meiri en við aðildina að Atlants- hafsbandalaginu og segir höfundur ljóst „að umtalsverður hópur kjós- enda telur að hér sé um tvö að- greind mál að ræða“. Sáralítill munur er á afstöðu kynjanna til varnarliðsins, en andstaða við það er hins vegar heldur meiri meðal þeirra sem yngri eru og þeirra sem lengri skólagöngu hafa að baki. Nánast allir kjósendur Sjálfstæð- isflokksins eru hlynntir varnarlið- ínu (93%) og nánast allir kjósendur Alþýðubandalagsins eru henni and- vígir (93%). Kjósendur annarra flokka greinir hins vegar á um þetta Afstaða íslendinga tll Keflavfkurstöðvarinnar: Afgerandi hlynntir 23% Frekar hlynntir 31 Skiptir ekki máli 15% Frekar andvígir 15% Afgerandi andvígir 15% Samtals 99% Af þeim sem eru stöðinni hlynntir eða andvígir: Hlynntir 64% Andvígir 36% ins hlynntur gjaldtöku. Mikill mun- ur er á afstöðu manna til þessa at- riðis eftir áhuga á stjórnmálum og skólagöngu. Þeir sem mikinn áhuga hafa á stjórnmálum eru mun and- snúnari gjaldtöku en hinir sem lít- inn áhuga hafa. Sömuleiðis er and- staðan við gjaldtöku miklu meiri meðal þeirra sem langa skólagöngu hafa að baki. Tæp 60% þeirra sem stundað hafa háskólanám eru and- víg gjaldtöku. Afstaða til gjaldtöku er hins vegar ekki mjög breytileg eftir aldri og kyni. Ef tekið er mið af stjórnmála- flokkum eru 69% kjósenda Alþýðu- flokks hlynntir gjaldtöku af varn- arliðinu, 67% kjósenda Framsókn- arflokks, 67% kjósenda Sjálfstæðis-*J flokks, 45% kjósenda Alþýðubanda- lags, 59% kjósenda Bandalags jafn- aðarmanna og 44% kjósenda Kvennalistans. Verdbólgumálið mikilvægara en deilur um varnarliðið Sem fyrr segir voru að auki lagð- Yfirgnæfandi meiri- hluti styður Atlantshafsbandalagið Spurningin um Atlantshafs- bandalagið var þessi: „Ýmsir telja að ísland ætti að vera áfram { Atlantshafsbandalaginu, á meðan aðrir telja að íslendingar ættu að segja sig úr því. Hver er þín skoð- un?“ Af svarendunum 1003 neituðu 24 að svara, en af þeim sem svöruðu kváðust 53% vera hlynntir aðild, 13% andvígir og 34% kváðust enga skoðun hafa á málinu. Ef aðeins er tekið mið af þeim sem afstöðu tóku reynast 80% vera hlynntir aðild og 20% andvigir. Höfundur segir að athygli veki að þriðjungur svarenda hafi enga skoð- un á þessu máli, en telur ltklegt að form spurningarinnar ráði þar ein- hverju um. Fleiri konur en karlar, eða tæpur helmingur þeirra, kváð- ust ekki hafa skoðun á aðildinni að Atlantshafsbandalaginu. Aldur manna og skólaganga virð- ist ekki breyta miklu um afstöðu vægt“, 8% „ekki mjög mikilvægt" og 12% töldu það ekki skipta máli. Til samanburðar má nefna að 50% töldu verðbólgu „gifurlega mikil- vægt“ mál og 46% „frekar mikil- vægt“. Svarendur voru mjög einhuga um að íslendingar ættu mesta samleið með Norðurlöndunum, þegar þeir voru beðnir um að gera upp á milli fimm heimshluta. Mikill meirihluti var líka einhuga um að íslendingar ættu næstmesta samleið með Vestur-Evrópu og að Norður- Ameríka kæmi í þriðja sæti. Minnsta samleið töldu svarendur að íslendingar ættu með Austur- Evrópu og smáríkjum þriðja heims- ins. Stuðningur við kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum Rúmur þriðjungur svarenda taldi að styrjaldarlíkur hefðu aukist sl. 4—6 ár, en meirihlutinn taldi að þær hefðu lítið breyst. Konur töldu í mun ríkari mæli en karlar að Afstaða íslendinga til gjaldtöku fyrir Keflavíkurstöðina. Alveg sammála 49% Frekar sammála 14% Blendin(n) 9% Frekar ósammála 7% Algjörlega ósammála 22% Samtals 101% ingar var mun meiri meðal kvenna en karla. Skýr munur var á stuðn- ingsmönnum og andstæðingum að- ildar að Atlantshafsbandalaginu; nánast allir andstæðingar banda- lagsins voru fullyrðingunni sam- mála, en rúmur helmingur þeirra sem styðja aðildina. Af þeim sem sögðust vera vinstri sinnar í stjórn- málum voru 92% sammála staðhæf- ingunni og 50% þeirra sem sögðust vera hægri sinnar. Tæpur helmingur svarenda (46%) vildi að íslendingar stórykju þróun- araðstoð, en 36% voru því ósam- mála. Konur og andstæöingar Atl- antshafsbandalagsins voru hlynnt- ari aukinni aðstoð en karlar og stuðningsmenn bandalagsins. Eins voru vinstri sinnar meiri stuðnings- menn þróunaraðstoðar (63%) en þeir sem kváðust hægri sinnar (39%). Atlantshafsbandalagið dragist ekki aftur úr Varsjárbandalaginu Þá voru þátttakendur beðnir að og nokkur munur er á afstöðu kjós- endanna til þeirra ... Þá er einnig Ijóst að mikill meirihluti ibúa á höf- uðborgarsvæðinu telur að NATO megi ekki dragast aftur úr Varsjár- bandalaginu hernaðarlega ef tryggja á frið.“ Ölafur bendir hins vegar á, að enda þótt stuðningur kjósenda við meginþætti hinnar hefðbundnu utanrikisstefnu sé skýr, fari önnur viðhorf þeirra „kannski nokkuð á skjön við hana“ og visar til mikils stuðnings við gjaldtöku af varnar- liðinu, kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum og friðarhreyfingar. Ennfremur bendir hann á að mun meiri andstaða komi fram gegn full- yrðingu um nauðsyn hervarna á Ís- landi en gegn varnarstöðinni i Keflavík. Ritgerðin er í fjölriti og er 81 bls. að stærð. Hún er til sölu í bóka- verslunum og einnig má fá hana á skrifstofu Öryggismálanefndar að Laugavegi 170. Fjórðungsmót hesta- manna á Kaldármelum ÞESSl mynd var tekin af hestum og hestamönnum á leið á fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi, sem haldið var á Fornustekkum f Horna- firði um síðustu helgi. Nú liggur straumur hesta- manna að Kaldármelum á Snæ- fellsnesi, þar sem fjórðungsmót hestamanna á Vesturlandi fer fram. Dagskrá mótsins hefst i dag kl. 13.00 með þvi að kynbótahryss- ur verða dæmdar. Siðar um dag- inn verða B-flokks-gæðingar dæmdir og keppt verður í eldri flokki unglinga. „Ástandið allt- af að versna“ — segir Jón Ingvarsson formaður stjórnar SH um stöðu fiskvinnslunnar „ÁSTTANDIÐ er alltaf að versna. Ég held að þess hljóti að gæta i öllum sjávarútvegsfyrirtækjum, sérstakiega þeim sem eru með togaraútgerð. Þær breytingar sem nýlega voru gerðar á fískverðinu eru eingöngu tilfærsla frá fískvinnslu til útgerðar," sagði Jón Ingvarsson, framkvæmdastjóri ísbjarnarins hf. í Reykjavik og formaður stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna þegar, hann var spurður um rekstrarvanda fískvinnslunnar, en miklir rekstrarerfíðleik- ar eru hjá fískvinnslufyrirtækjum um land allt og samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins liggur við að þau stöðvist „Ég get ekki ímyndað mér arinað en að fyrirtækin fari að stöðvast sjálfkrafa," sagði Jón þegar hann var spurður hvað ástandið væri al- varlegt. „Á sama tfma og aðkeyptar vörur og þjónusta hafa stórhækkað hafa tekjur fiskvinnslunnar staðið i stað. Það er augljóst að ekki er hægt að leysa veröbólguvandann á Islandi með þvf einu að frysta gengi og lau- nahækkanir. Hagur veiða og vinnslu hefur farið stöðugt versnandi og það getur ekki endað með öðru, ef ekkert verður að gert, en að einhverjir stöðvist og það fyrr en seinna." Telur þú að svigrúm sé í þjóðfé- laginu til að leysa úr þessum vanda- málum? „Ég get ekki séð annað en að það hafi átt sér stað stórkostleg til- færsla á fjármunum frá sjávarút- vegi til annarra atvinnugreina. Manni sýnist spennan hér á höfuð- borgarsvæðinu í iðnaði og þjónustu vera mikil og nóg fjármagn virðist vera til. Samt berst undirstaðan, sem við höfum meginhluta okkar lífsviðurværis af, stöðugt i bökkum og hefur gert í mörg ár. Allir kostn- aðarliðir sjávarútvegsins hafa stórhækkað en afurðaverðið eitt helst óbreytt með þessu fasta gengi. Ég er ekki að segja að fella eigi gengið, menn eru ekki tilbúnir til að fara aftur inn á gengisfellingar- brautina með öllu sem því fylgir. En með einhverjum hætti verður að auka tekjur sjávarútvegsins og lækka tilkostnaðinn.“ Þú ert ekki með neina allsherjar- lausn? „Nei, hana hef ég ekki. Enda skul- um við vona að þetta séu tíma- bundnir erfiðleikar hjá sjávarútveg- inum. Þeir stafa auðvitað fyrst og fremst af geysimiklum aflasam- drætti. Mér finnst það ekki óeðlilegt þegar svona timabundnir erfiðleikar eru í sjávarútvegi, sem í gegnum ár- in hefur með sinni gjaldeyrisöflun staðið að miklu leyti undir þeim lifskjörum sem þjóðin hefur búið við, að einhverjar tímabundnar millifærsluleiðir verði farnar. Því það eru f raun og veru ekki til nema tvær leiðir þegar svona staða kemur upp. Annaðhvort er að lækka gengið til þess að auka tekjurnar með þeim hætti eða að fara millifærsluleið. Við vitum alveg hvaða áhrif það hefur á útgerðina þegar gengið er fellt. Hún missir ávinninginn um leið aftur i auknum tilkostnaði. Ég held líka að fólk sé ekki tilbúið til að fara aftur út í þennan verðbólgu- dans. Annars vildi ég segja það vegna þeirrar umræðu sem verið hefur um sjávarútveg að undanförnu að það er verið að gera mikla atlögu að þessari atvinnugrein," sagði Jón Ingvarsson að lokum. „Þetta eru auðvitað miklir erfiðleikar en það verður líka að meta það hvað sjáv- arútvegurinn hefur lagt í þjóðarbúið á undanförnum áratugum. Þegar menn eru farnir að tala um það í alvöru hvort það borgi sig nokkuð að gera út vaknar spurningin: Á hverju ætlar þessi þjóð að lifa?“ Sumarblíða á Kirkju- bæjarklaustri KirkjubejarklaiMtri, 2. júli. UNDANFARNA 5 daga má segja aö hafí verið „sólarlandaveður" á Kirkjubæj- arklaustri, um og yfír 20 stig. Eins og vfða á landinu er svipur ferðamannatímans að færast yfír staðinn. Þó Hótel Edda starfí allan ársins hring á Klaustri eru mjög aukin umsvif yfir sumarið og þá aöalstarfsemin fíutt í heimavistarskólann. Að sögn Margrétar ísleifsdóttur hótelstjóra er eins og undanfarin sumur mikið um pantanir fyrirfram. Tjaldsvæðið á Kleifum, sem er 0,9 km frá Klaustri, var opnað í byrjun júní. Fyrir utan venjulega þjónustu er það nýmæli að fólki er gefinn kostur á að fá bíla sína þvegna og bónaða. Er ekki að efa að þessi nýbreytni á eftir að mælast vel fyrir. Þá hefur einnig hafið starfsemi upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli. Þar er umboð fyrir hestaleigu, bílferðir, gistingu á einkaheimilum, veiðileyfi, svefnpokapláss o.fl. Umsjón með þeirri þjónustu hefur Valgeir Ingi Ólafsson og hefur hann einnig opnað „mini-golf“ á Klaustri. Áhugi fólks á því hefur greinilega farið vaxandi og nýtur mikilla vinsælda. - HSH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.