Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1984 27 Þau standa að ratþrautinni, f.v. Erna Arnardóttir og Páll Guðmundsson hjá Auglýsingastofunni Örkinni, Gunnar Gestsson og Hafþór Ferdinandsson, fjallagarpur, annar tveggja manna sem vita hvar hlutinn segulmagnaða er að finna. Feluleikur fyrir ratvísa ferðamenn á miðhálendinu „Tilgangurinn með þessari þraut er að stuðla að aukinni úti- vist fslendinga í eigin náttúru og verðlauna ratvísan ferðalang," sögðu aðstandendur ratþrautar á miðhálcndi fslands, sem nú er ver- ið að hleypa af stokkunum, á blaðamannafundi þar sem þeir kynntu fyrirætlanir sínar. Þeir sem standa að þrautinni eru umboðsaðili SEIKO á ís- landi, Þýsk-íslenska verslunar- félagið, Auglýsingastofan Örkin og Gunnar Gestsson, en sá síð- astnefndi átti hugmyndina að fyrirtækinu. Inntak ratþrautarinnar er í stórum dráttum það, að u.þ.b. 33,5 kílómetra í réttvísandi vest- ur frá Arnarfelli litla í Hofsjökli hefur verið komið fyrir auð- kennilegum, segulmögnuðum, hlut. Innan í hlut þessum er rörbútur með áskrúfuðum botn- lokum og hefur hann að geyma ávísun á verðlaun, sem sá hlýtur, er fyrstur finnur og hefur sam- band við ofangreinda aðila. Þrautinni er þannig háttað, að sem flestir geti tekið þátt í henni. Svæðið, sem hluturinn er á, er sumarbílfært og auðvelt er að komast fótgangandi þangað frá Kerlingarfjallaafleggjara, mátuleg dags gönguferð fyrir Gunnar Gestsson fékk hugmyndina aó ratþrautinni við það að horfa á sjónvarpsklukkuna á skjánum eitt kvöldið, en Arnarfell hið litla f Hofsjökli er þar sem vísar hennar snúast um ásinn. Hluturinn sem rat- þrautin snýst um að fínna er í 33,5 km fjarlægð í réttvísandi vestur frá Arnarfelli, en þeirri staösetningu getur skeikað um 500 metra til eða frá. Finnandi hlutarins getur til- kynnt fundinn í síma 82677 eða 79414. fjölskyldur og aðra ferðamenn, innlenda jafnt sem erlenda. Hugmyndina að þrautinni, sem kennd er við SEIKO, fékk Gunnar Gestsson kvöld eitt, er hann virti fyrir sér sjónvarps- klukkuna á skjánum heima hjá sér. Kom honum þá til hugar, að koma mætti eítirsóknarverðum hlut fyrir á miðju landsins, eða þar sem vísar sjónvarpsklukk- unnar mætast í miðju ássins á sjónvarpsskjánum. Eftir ljós- myndun og samanburð á kortum reyndist sá staður vera við Arn- arfell hið litla, í Hofsjökli. En þar sem það svæði er hættulegt og illt yfirferðar, var horfið frá því, að fela hlutinn þar og varð að ráði, að koma honum fyrir vestar, á aðgengilegra svæði. Um síðustu helgi fóru síðan tveir reyndir ferðamenn, þeir Hafþór Ferdinandsson og Stefán Jóns- son, upp á miðhálendi og komu hlutnum fyrir og eru þeir þeir einu sem vita upp á hár, hvar hann er að finna. Leiðbeiningum um nákvæma staðsetningu hlut- arins verður dreift til allra SEIKO-úrsmiða og hótela á ís- lensku og ensku, og er öllum öðr- um en starfsmönnum þeirra fyrirtækja er að henni standa heimil þátttaka í þrautinni. Hluturinn er ofanjarðar, sýni- legur berum augum og aðstand- endur þrautarinnar lögðu sér- staka áherslu á, að fólk ætti ekki að þurfa að standa í torfæru- akstri til þess að hafa upp á hon- um, heldur vonuðust þeir til, að þessi ratþraut yrði fjölskyldum og öðrum ferðamönnum tilefni til þess að stunda heilbrigða úti- vist á hálendinu. Nokkrum skiltum hefur verið komið fyrir á svæðinu þar sem hlutinn er að fínna, ferðalöngum til glöggvunar og hvatningar. Athugasemd við fréttatil- kynningu frá Biskupsstofu Morgunblaöinu hefur borist eftir- araldri rétt á að sækja? Hvers farandi athugasemd: „I fréttatil- kynningu frá Biskupsstofu segir, að sótt hafí verið um tvö prestaköll af sex. Þar er einni umsókninni sleppt, frá sr. Herði Þorkeli Ásbjörnssyni, sem sótti um eitthvert eitt hinna prestakallanna (þ.e.a.s. sem enginn annar sótti um). Ástæður fyrir því að ég sótti um þannig eru: 1. Vegna vinnu hjá Af- urðasölu SÍS hentaði betur að bíða eftir sumarleyfistímanum til þess að fara í prestaköllin og kynna sér þau áður en guðsþjónusta og kosn- ing umsækjanda færi fram. 2. Eg sótti um ákveðið prestakall (nafn tilgreint) 1 mars sl., en að loknum umsóknarfresti kom í ljós að ann- ar umsækjandi var þar, sem vegna vensla við sóknarprest hlaut að fá brauðið. Þá var mér ekki gefinn kostur á að sækja um neitt hinna prestakallanna í staðinn en aðeins tilkynnt að umsóknarfrestur um það væri liðinn. Hvers vegna? í tilkynningu frá Biskupsstofu nú er tekið fram, að nýútskrifaðir guð- fræðikandídatar geti nú sótt og verði þau auglýst aftur að ári liðnu. Hvers vegna aðeins ný- útskrifaðir? Eiga ekki allir fyrr- verandi sóknarprestar á umsókn- Ættarmót í Steins- staðaskóla vegna reyna kirkjuyfirvöld að mismuna guðfræðingum og prest- um? Ég leyfi mér hér með að krefjast þess, að bæði biskup íslands og núverandi kirkjumálaráðherra, sem einnig fékk umsókn mína á skrifborð sitt, svari því opinber- lega hvort þeir ætli ekki að taka umsókn mína gilda. Hörður Þorkell Ásbjörnsson, síð- asl sóknarprestur á Bíldudal. Úrvals nautakjöt Ættarmót niðja Soffíu Zophaní- asdóttur sem bjó á Brekku í Svarf- aðardal og síðar á Sauðárkróki verður haldið í Steinsstaðaskóla, Skagafirði, 5.-8. júlí. Mætum öll. (Fréttatilkynning.) SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. SöyirOaiyigjiuiir Vesturgötu 16, sími 13280 Það munar um minna U.N.I. gæöaflokkur Okkar Skráð verð verð Nautasnítchel 375 590 Nautagullasch 327 487 Nauta roast beet 347 535 Nauta T-bone stelk 245 377 Nauta fillet 490 709 Nauta mörbrá 490 709 Nauta grillsteik 170 227 Nauta bógsteik 170 227 Nautahakk 195 332 10 kg. nautahakk pr. kg. 175 313 Nautahamborgari pr. stk. 14 kr. 24 Mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga opið til kl. 7. Opið fimmtudaga til kl. 20. Opið föstudaga til kl. 20. Visa — Kreditkorta- þjónusta Laugalæk 2 Verð 58.560/48.560. COMBH3AIVIP Verð 79.700/69.700. COMBtCAMP Verö 96.800/86.800. í tilefni af 10 ára afmæli á samstarfi Benco og Combi Camp gefum viö í sameiningu 10.000 af- slátt af öllum 3 geröunum næstu 10 daga. Benco Bolholti 4, Reykjavík, sími 91-21945 / 84077.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.