Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 30
30 *£ mRGismj^mfi^mTfm^^i^U tmi™™ Stofnuðu sjóð til bygg- ingar lang- legudeildar fkkmi.n<;arsystkim tt Kena- vík, sem fermdust árið 1944, komu saman á veitingastaðnum Glóðinni í Keflavík fyrir skömmu og héldu upp i fermingarafmæli sitt. Af því tilefni stofnuðu þau sjóð sem renna skal til byggingar lang- legudeildar við Sjúkrahúsið í Keflavík. Er það von fermingar- systkinanna að sjóðurinn eflist og félog, hópar og einstaklingar leggi þessu verkefni lið, en sjóðurinn er í vörslu sparisjóðsdeildar Sparisjóðs Keflavíkur. Fermingarsystkini úr Kcflavík sem stóðu að stofnun sjóðsins. STJÖRNU reikningaf Æskusparnaður / Lífeyrissparnaður Nú er sama á hverju gengur í verðbólgustríðinu. Með fullri verðtryggingu og 5% vöxtum að auki, veita hinir nýju stjörnureikn- ingar Alþýðubankans algjört öryggi og góða ávöxtun. Við förum af stað með tvo sparireikningaflokka undir samheit- inu Stjörnureikningar, annan fyrir æskuna og hinn fyrir lífeyris- þega eða þá sem nálgast eftirlaunaaldurinn. ÆSKUSPARNAÐUR Hann er ætlaður foreldrum, öfum og ömmum, eða öllum þeim sem vilja gefa barni yngra en 16 ára sparifé. Þegar barnið verður 16 ára er upphæðin, með verðtryggingu og vöxtum laus til útborgunar og gott vegarnesti út í lífið. LÍFEYRISSPARNAÐUR Hann er fyrir 65 ára eða eldri - tryggur bakhjarl þegar aldurinn fer að segja til sín og tekjurnar dragast saman. * Verðtryggð innistaeða og 5% vextir að auki! Við gerum vel vió okkar fólk Alþýóubankinn hf. Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Hér er steik sem bragð er að. Jafn bragðgóð er hún steikt í ofni sem við glóð viðarkola. Steik sem þessi er einkar handhæg þegar góða gesti ber að garði. Þetta er: Lambalæri (vængjað) fyrir 8—10 2 kg lambalæri 1 laukur meðalstór niðurrifinn 1 hvítlauksrif pressað eða fínsax- að 1 tsk. salt lk tsk. pipar malaður tsk. tímian ¥/. bolli matarolía te bolli sítrónusafi. 1. Beinið út kjötið. Leggið hníf- inn lárétt og skerið í gegnum þykkasta vöðvann að beini. Skerið bein burtu, leggið kjötið flatt og fjarlægið alla aukafitu. 2. Leggið kjötið á leirfat eða glerdisk. Blandið saman lauk, hvitlauk, salti, pipar, tímian, mat- arolíu og sitrónusafa. Hellið síðan yfir kjötið og marinerið minnst eina klukkustund. 3. Kjötið er síðan vængjað. Teknir eru 2 grillteinar þeim er rennt í gegn um þykkasta hluta þess á ská, þannig að þeir liggi í kross og festi kjötið. Þannig verð- ur það meðfærilegra. 4. Undir grilli í ofni er kjötið siðan steikt í 5 mín. á hvorri hlið. Hitinn er siðan lækkaður í 180 gráður og kjötið látið steikjast í 50 mín., penslað öðru hvoru. Lambakjöt meðhöndlað á þenn- an hátt er engu öðru likt. Það er jafnvel ljúffengara þegar það er steikt við viðarkol. Ef aðeins er til lit.il viðarkolsrist á heimilinu, þá má steikja kjötið á henni þar til komin er á það góð skorpa, ljúkið síðan steikingunni í ofni. Grillteinar eru fjarlægðir og kjötið skorið þvert á kjötþræðina í þunnar sneiðar. Með kjöti þessu er ágætt að bera fram kartöflur, t.d. soðnar kart- öflur létt steiktar í smjörva, — með eða án lauks. Ágætar upp- skriftir hafa birtst i blöðum að undanförnu af tómatréttum sem meðlæti með kjöti. Tómatar eiga vel við kjötið. Athugið að þetta bragðmikla kjöt er ekki síður gott kalt og þá með heitum stöppuðum kartöflum og t.d. bökuðum tómötum. Hriefnið: Það hefur verið mjög misráðið af forráðamönnum sölu- samtaka búfjárafurða, að setja á innlendan markað nær eingöngu kjöt af minnstu lömbum — og það mánuðum saman. Þetta er ein ástæðan fyrir því, að neytendur hafa snúið sér að öðrum kjötaf- urðum. Kaup á annars góðu lambakjöti, hafa verið óhagstæð. „Beinahlutfall" er of hátt. Von- andi stendur þetta til bóta í fram- tíðinni. Verð á hráefni Lambalæri 2 kg kr. 418.00 Laukur kr. 2.00 Sítróna 1 stk. kr. 6.00 Samtals kr. 426.000 Ágæt regla féll niður í þætti síð- ustu viku. Þar átti að vera, smyrj- ið grillrist með matarolíu svo að kjötið festist ekki við ristina í steikingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.