Morgunblaðið - 05.07.1984, Page 34

Morgunblaðið - 05.07.1984, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1984 Minning: Hjálmar Ólafsson þjóna skal nú þakkað að leiðarlok- um. Hjálmar ólafsson var viðkvæm- ur maður sem ekkert mátti aumt sjá. Þeir sem þekktu til og vissu, hvað hann lagði á sig, kunna margt frá því að segja, hve vel hann reyndist mönnum og mál- efnum undir ýmsum kringum- stæðum. Fagurt dæmi þess var sú umhyggja og ástúð sem hann sýndi konu sinni þegar hún varð fyrir sjúkdómsáfalli fyrir mörgum árum og alla daga síðan. Og bæj- arstjórinn gerði sér ekki manna- mun þegar hann gekk á fund blá- ókunnugs aðkomufólks sem var nýflutt í bæinn og bauð það vel- komið, þótt ýmsir sem það stóð nær létu það vera. Mér skilst að það hafi oftar en einu sinni borið við. Við Hjálmar ólafsson töluðum aldrei um trúmál eða pólitík. En hann átti sterka lífstrú. Að upp- lagi hygg ég að hann hafi verið róttækur félagshyggjumaður og hvorki gleymt þeirri skoðun né grafið hana, en hann vann oft með ólíku fólki með ólíkar skoðanir og ég hef fyrir satt að margir sem töldu sig á öndverðum meiði við hann hafi ekki sfður kunnað að meta, hvern mann hann hafði að geyma, en samherjar hans. Fyrir mér verður Hjálmar ólafsson í minningunni „þrek- mennið giaða“ eins og Jónas Hall- grímsson komst að orði. Ég sé hann fyrir mér stíga færeyskan dans, stjórna veislu, hafa yfir ljóð eða stjórna söng á góðu dægri, því að þá var hann í essinu sínu. Ég sé ljósblá augu sem skjóta gneistum og karlmannlegt bros og heyri hann taka að láni orð Guðmundar Böðvarssonar sem hann beinir til okkar félagssystkina sinna: „Svo vinnist þér á morgun það sem vannst ei mér í dag. — Það verða skal að lokum hinsta kveðjan, er kyrrist um í smiðju og kemur sólarlag og kulnað sindur liggur kringum steðjann." Hjörtur Pálsson. I dag kveðjum við bekkjarsystk- inin, sem útskrifuðumst frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1943, einn þeirra félaga okkar, sem alla tíð lagði mest af mörkum til þess að halda hópnum saman og treysta þau vináttubönd, sem okkur hafa öllum verið svo mikils virði. Hjálmar ólafsson átti I ríkum mæli þá eiginieika, sem gerðu hann að traustum vini bæði í gleði og sorg. Hann var léttur í lund í vinahópi, og ætið tilbúinn til þess að auka gleði manna með léttum orðræðum, ljóðum og söng, enda hafði hann sérstaka unun af skáldskap og öllum fögrum bók- menntum. Það fór þó ekki framhjá nein- um, sem kynntist Hjálmari að nokkru ráði, að bak við glaðlegt yfirbragð bjó óvenju viðkvæm lund, sem var full umhyggju, og samúð með þeim, sem áttu um sárt að binda, en var um leið auð- særð í hreggviðrum mannlífsins. Og Hjálmar fékk vissulega að reyna hvort tveggja, mikla gleði meö fjölskyldu sinni og vinum, en einnig andstreymi og erfiðleika, svo sem langvarandi heilsuleysi konu sinnar, sem mjög reyndi á svo hjartahlýjan mann. Það eru þung spor fyrir okkur bekkjarsystkinin að fylgja nú þessum kæra vini okkar síðasta spolinn, vitandi að hann muni ekki oftar kveikja eld gleðinnar í hópi gamalla vina, hugga þá, sem bágt eiga, né kveðja okkur með sínu hlýju handtaki. En minningin lifir um góðan dreng, og hún mun verða bezta huggun ástvina hans nú og framvegis. Þessum fáu skilnaðarorðum fylgja innilegar samúðarkveðjur okkar Dóru til konu Hjálmars, barna og allra, sem honum voru kærir. Jóhannes Nordal. Fyrir mörgum árum þegar til- tölulega stutt var liðið á 45 ára vináttu okkar Hjálmars, sendi hann mér jólakort með vísu, sem ég gleymi aldrei. Hann hafði skrifað á kortið upphafserindið úr kvæðinu „Brautin” eftir Þorstein Erlingsson, eitt fyrsta stórskáld íslenskrar jafnaðarstefnu, en á þessu kvæði hófst 1. hefti Eim- reiðarinnar árið 1895: „En ef við nú reyndum að brjótast það beint, þð brekkurnar verði þar hærri? Vort ferðalag Kengur svo ((rátlena seint, og gaufið og krókana höfum við reynt — og framtiðar landið er fjærri.” A þessum árum, að nýafstaðinni sameiningu Kommúnistaflokks ís- lands og verulegs hluta Alþýðu- flokksins, var Hjálmar ekki ennþá orðinn úrkula vonir um að hann gæti snúið mér til réttari trúar og læknað mig af meðfæddum „krat- isma“, sem nokkuð bar á hjá mér þau árin. Úr því sem komið er tekst honum þetta aldrei. Og það liggur við, að mér þyki það leitt. Hjálmar var nefnilega þeirrar gerðar, að manni féll þungt að valda honum vonbrigðum; ennþá þyngra að gera honum á móti skapi. Hann var svo einlægur í lund að hann var auðsærður og fór ekki leynt með. Það var kannski þessi einlægni hans, sem ég dáði lengst og mest, en óttaðist þó jafnframt að vissu leyti. Ég óttaðist að hennar vegna kynni Hjálmar að eiga erfiðara með að varast lævísi og undirferli. Hann trúði nefnilega ógjarnan illu um menn að óreyndu, og reynslan getur stundum verið dýru verði keypt. En það var einmitt þessi lyndis- einkunn Hjálmars sem gerði hann að aufúsugesti hvar sem hann kom. Hann eignaðist vini, þar sem aðrir áttu kunningja aðeins. Og vinur vina sinna var hann. Þeirrar vináttu fengum við að njóta I 45 ár, bekkjarsystkinin og við spila- félagarnir, sem nú kveðjum kæran vin. Hér er skarð höggvið í hóp þeirra vina, sem brautskráðust frá Menntaskólanum í Reykjavík vor- ið 1943. Skarð, sem aldrei verður fyllt. Á mörkum lífs og dauða, þegar einn leggur á síðasta brattann, eru þau huggunarorð stundum uppi, að maður komi í manr.s stað. Svo er ekki nú. Enginn getur komið í Hjálmars stað í þann vinahóp, sem ég áður nefndi. Hans er sárt saknað. Við söknum þess góða félaga, sem við alla tið áttum i honum og þess vinar, sem hann var okkur, meðan stundaglasið rann og lífið breyttist hægt en óafturkallan- lega úr leik í alvöru.. En minningarnar eru líka mik- ils virði og gömlu árin iíða ljúft um hugann. Oftast birtist Hjálm- ar þar sem hrókur alls fagnaðar, hinn söngelski félagi, sem öll lög og texta kunni. En honum bregður einnig oft fyrir sem tregafullum laga- og ljóðaþuli eða sem fagur- keranum að sýna okkur hinum hið fagra sem hrifið hefur huga hans, hvort sem er landslag, ljóð eða lag eða meitluð setning bókmennt- anna. Á þeim stundum gat hann flutt ljóð sitt svo að þér þótti sem þar færi ljóð fegurst allra ljóða. Ég man það enn, er hann eitt sinn á góðri stundu las fyrir mig hið stórbrotna ljóð séra Sigurðar Einarssonar, „Sordavala". Þegar hann flutti niðurlagið: „Of? þaðan kemur höndin, sem mun [hefna hinna dauðu ok hefja hina föllnu og líkna hinum [snauðu. Þá rennur ykkar dagur. Hinir rauðu han- [ar Kala. Þá rístu á fætur, Sordavala.H Þá var hann ekki einungis að flytja þér ógnfagurt kvæði, heldur var hann jafnframt, og kannski ekki síður, að lifa sig inn í boð- skap, sem féll svo vel að hans eigin hugsjónum. Þvi var engu líkara en að honum fyndist hann standa á rústum Sordavala með þúsundir áheyrenda. Slfkar stundir gleym- ast seint. Það voru líka eftirminnilegar stundir, þótt á annan veg væru, þegar Hjálmar færði þér ljóð Arn- ar Arnarsonar (Magnúsar Stef- ánssonar). Með kankvísu brosi léði hann höndum sínum mál að frönskum hætti er hann las um afann í kvæöinu „Amma kvað“: „Man ég víst, hve hlýtt hann hló, hversu augað geislum sló og hve brosið bað og dró, blendin svör og fyndin. Ég lést ei vita, en vissi þó að vofði yfir mér syndin.* Já, minningarnar eru mikils virði, þegar þær eru jafn ljúfar og ánægjulegar og þær, sem vinirnir eiga um Hjálmar að honum látn- um. Og fyrir slfkar minningar ber okkur að þakka. Það er gaman að hafa lifað nærri hálfa öld f svo trygglyndri vináttu. Lifir í ljúfu minni leikfélaginn góði lífs við dáinn dag. Jón Ingimarsson. „Skjótt hefur sól brugðið sum- ri.“ Mér flaug í hug þessi ljóðlina er mér barst andlátsfregn eins míns besta vinar, Hjálmars ólafssonar. Mig setur hljóðan, söknuðurinn er sár. Erfitt er að skilja tilganginn með því að menn með fulla starfs- orku skuli hrifnir brott svo skjótt. Það var fyrir hálfri öld sem fundum okkar bar fyrst saman, þá báðir nfu ára gamlir, aldrei bar skugga á vináttu okkar öll þessi ár. Þriðjudaginn 26. júní síðastlið- inn kom Hjálmar vinur minn í heimsókn heim til mín og við töl- uðum lengi saman um fortíðina, nútíðina og framtíðina. Það sem mér er sérstaklega minnisstætt var umræða okkar um barnalánið sem við báðir höfum orðið aðnjót- andi í iífinu. Hjálmar gat ekki orðið lánsamari með öll sín börn. Við kvöddumst eftir þennan vina- fund innilega eins og við gerðum ætíð og ekki hvarflaði að mér að hann væri allur einum sólarhring síðar. Maðurinn með ljáinn gerir ekki boð á undan sér. í mínum huga var öðlingurinn Hjálmar ólafsson engum líkur og leið mér ávallt mjög vel i návist hans. En fyrst reynir á manngild- ið þegar erfiðleikar steðja að. Hann hafði fyrir satt það sem oft gleymist að hamingja manna verður ekki í peningum talin og friður ekki tryggður með því að berja aðra menn. Menn geta sýnst stórir af þvi að sigra aðra menn, en enginn verður mikill af öðru en að sigra sjálfan sig. Ég á erfitt með að sætta mig við brottför hans en er um leið þakk- látur forsjóninni fyrir að hafa fengið að vera Hjálmari samferða á lífsleiðinni. En hann lætur eftir sig auð sem er dýrmætari öllum veraldlegum fjársjóðum, vinarþel- ið hlýja og umhyggjuna sem mun búa í huga ástvina hans og vina til æviloka. Af einlægri vináttu og af hjart- ans þakklæti kveð ég vin minn. Elskulegri konu hans, börnum og öllum ættingjum færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Róbert Sigmundsson Þó mér væri kunnugt um að góðvinur minn Hjálmar Ólafsson gengi ekki heill til skógar siðustu vikurnar, kom fregnin um sviplegt fráfall hans einsog reiðarslag. Rúmri viku áður hafði hann komið til mín og rætt af meðfæddri ein- iægni um versnandi heilsufar og ýmislegan persónulegan vanda sem að honum steðjaði. Ofur- viðkvæm lund hans þoldi illa jímv öc .11(1» ubfa .iiXli* íiíril fólskulega árás sem hann hafði að ósekju orðið fyrir af hendi óhlut- vands læknadeildarkennara í einu dagblaðanna meðan hann var er- lendis og fékk ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Sumir sam- starfsmenn hans í stjórn Norræna félagsins höfðu valdið honum sár- um vonbrigðum með undirferli og persónulegum hnútum. Ég hafði sjaldan eða aldrei séð vin minn jafnbeygðan, enda var hann að jafnaði óvílinn maður þó eitthvað bjátaði á og sýndi oftlega sanna hetjulund þegar mest syrti í álinn. Nú var einsog líkamsþrekið væri að bila undir ofurþunga mótlætis sem hann hefði fyrrmeir tekið með broshýru æðruleysi. Kannski renndi hann grun i, að hverju dró. Nokkrum dögum siðar hitti ég hann snöggvast I Sundlaugunum og virtist hann mun brattari, enda skein sól í heiði, en vonin um bjartari tíð reyndist þegar til kom tálvon. Kynni okkar Hjálmars voru orðin æðilöng, teygðu sig yfir tæpa fimm áratugi. Ég kynntist honum fyrst barn að aldri inní Laugarnesi, þegar hann var að hefja menntaskólanám, og varð heimagangur á hlýju og gestrisnu heimili þeirra sæmdarhjóna ólafs Einarssonar, sjómanns og síðar vörubílstjóra, og Dórótheu Árna- dóttur. Þrátt fyrir fjögurra ára aldursmun tókst með okkur Hjálmari náin vinátta sem hélst æ síðan, og eru engar ýkjur að hann hafi átt allra manna stærstan þátt í að vekja með mér fróðleiksþorsta og styðja mig með ráðum og dáð til að leggja útá menntaveginn. Hef ég rakið þá sögu ýtarlega á öðrum vettvangi. Leiðir okkar lágu saman aftur á fullorðinsárum eftirað ég kom heim frá námi erlendis, og varð vináttan þvi dýpri og innilegri sem lengra leið, enda var Hjálmar með eindæmum hjartahlýr maður og i óvenjuríkum mæli gæddur þeim eiginleika að sjá helst það sem gott var í fari annarra og halda því á loft. Hlýtt hjartaþel hans var þó enganveginn sprottið af geðleysi viðhlæjandans, þvi skapsmunirnir voru rikir og hann fór sjaldan í launkofa með ein- dregnar skoðanir sínar, heldur átti það rætur í þroskuðum mannskilningi og vfðsýnni, inn- borinni mannúð. Samverustundirnar á heimili Hjálmars urðu mér og mörgum öðrum ógleymanlegar fyrir sakir glaðværðar og söngelsku. Hjálmar var mikill unnandi góðra bók- mennta og hafði yndi af ljóðlist, og þá ekki sist þeim ljóðum sem syngja mátti undir hressilegum lögum. Hann var söngmaður góð- ur, og voru þau hjón, Nanna og hann, ákaflega samhent um að halda uppi léttum anda í sam- kvæmum með söng og hljóðfæra- slætti. Hjálmari var margt fleira til lista lagt en ljóðelska og söng- gleði. Hann fékkst talsvert við að þýða góðar bókmenntir, smásögur, leikrit og stærri verk, og leysti það allt af hendi af alkunnri vand- virkni og samviskusemi samfara næmu málskyni, þó hann léti ævinlega lítið yfir þeim afrekum. Auk þess skrifaði hann talsvert frá eigin brjósti um menn, skóla- menntir og sveitastjórnarmál. Tvær þýddar bækur liggja eftir hann: „Dýrmæta Iíf“, bréfasafn færeyska rithöfundarins Jörgens Frantz-Jacobsens í útgáfu Willi- ams Heinesens, og „Grænlenzk dagbókarblöð" eftir Tomas Fred- eriksen. En það voru skólamál og félags- mál sem áttu í honum sterkust itök, enda skilaði hann þar álit- legu dagsverki sem lengi verður i minnum haft. Eftir stúdentspróf 1943 lauk hann heimspekiprófi og prófi í efnafræði við Háskóla ís- lands árið eftir, en sneri sér síðan að kennslu og var kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar á árunum 1944—60. Samhliða kennslunni stundaði hann há- skólanám f ensku, dönsku og upp- eldisfræðum og lauk B.A.-prófi í þeim greinum 1950. Hann var ennfremur við nám í dönskum bókmenntum í Askov 1951 og lagði stund á danskar bókmenntir og .09 ,.uatilA)(í> /i'v .auxhAíi!iBaiun<\i4?. málfræði, athugun á tungumála- kennslu barna og starfsfræðslu við Kennaraháskóla Danmerkur 1960—61. Þaráofan sótti hann margskonar námskeið hérlendis og erlendis, því honum var kappsmál að fylgjast með nýjung- um og endurmennta sjálfan sig eftir föngum. Árið 1962 var hann lektor í Norðurlandamálum við borgarháskólann í Amsterdam. Á árunum 1%2—70 var Hjálm- ar bæjarstjóri í Kópavogi, ungum og ört vaxandi kaupstað, og átti drjúgan þátt í mörgu sem þar horfði til framfara, enda ham- hleypa til vinnu og jafnan reiðu- búinn að leggja góðu máli lið. Hann gekkst fyrir stofnun Lista- og menningarsjóðs Kópavogs árið 1965 og var formaður hans fyrstu fimm árin. Sömuleiðis hafði hann forgöngu um stofnun Norræna fé- lagsins í Kópavogi 1%2 og var formaður þess næstu sex ár og síð- an frá 1972. Loks ber að nefna það framtak hans að beita sér fyrir stofnun Samtaka sveitarfélaga i Reykjaneskjördæmi 1964 þar sem hann gegndi formennsku fyrstu sex árin. Hann var ennfremur í stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga 1964—70 og gegndi marg- háttuðum nefndarstörfum á veg- um Kópavogskaupstaðar. Á árun- um 1962—66 var hann stunda- kennari við Kennaraskóla íslands og prófdómari við samræmd gagn- fræðapróf 1%2—74. Þegar Hjálm- ar lét af starfi bæjarstjóra gerðist hann kennari við Menntaskólann Hamrahlíð og var konrektor hans á árunum 1972—79. Norrænt samstarf var Hjálmari alla tíð mikið hjartans mál einsog frumkvæði hans í Kópavogi sann- ar, enda var hann kjörinn í fram- kvæmdaráð Sambands Norrænu félaganna 1970 og sat þar til ævi- loka, en árið 1975 var hann kjör- inn formaður Norræna félagsins á tslandi. Hygg ég á engan hallað þó þvi sé haldið fram, að enginn einn maður hafi átt stærri þátt í að efla Norrænu félögin um land allt, því hann var óþreytandi að ferðast landshorna á milli, kynna hina norrænu hugsjón, stofna ný félög og örva menn til frumkvæðis og dáða. Honum var létt um mál og bjó yfir þeim innri þunga og ósvikna sannfæringarkrafti, sem hreif fólk með og hrakti burt deyfð og lognmollu. Við fráfall Hjálmars hefur hin norræna hug- sjón misst sinn ötulasta og starfs- glaðasta forvígismann, og verður það skarð ekki fyllt um fyrir- sjáanlega framtíð, allra sist af þeim mönnum sem reyndu að troða af honum skóinn hin síðari ár. Ekki ber heldur að láta liggja i þagnargildi afskipti hans af ýms- um öðrum norrænum málefnum, svosem þróttmikið starf hans frá öndverðu í finnsk-íslenska félag- inu Suomi og forgöngu hans um nánari samskipti við Grænlend- inga. Af öðrum félagslegum umsvif- um Hjálmars má nefna að hann var formaður Kennarafélags Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1955, sat í stúdentaráði 1947—48 og var formaður Vináttufélags fs- lands og Rúmeníu 1951—59. öll bera þessi umsvif vitni ríkri félagsvitund og óbilandi áhuga á samskiptum fslendinga við aðrar þjóðir, sem birtist í frjóum hug- myndum og raunhæfum athöfn- um. En þó Hjálmar væri óvenju- legur félagsmálagarpur og skilaði þar dagsverki sem hver maður gæti verið fullsæmdur af, þá er það fremur öðru maðurinn sjálfur, velvild hans, heilindi, sanngirni og víðsýni sem geymast í minningu vina hans og samherja ásamt hinni þýðu rödd sem túlkaði mál ljóðsins með eftirminnilegum hætti þá sjaldan hann kom fram sem upplesari. Hann var sennilega einhver okkar besti ljóðalesari um sína daga. Hjálmar ólafsson var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Kristín Ingibjörg Eyfells kennari, og eign- uðust þau eina dóttur. Þau slitu samvistir. Eftirlifandi kona hans er Nanna Björnsdóttir meina- tæknir, og eignuðust þau fjóra syni, sem allir eru við langskóla- nám, og ólu upp dóttur Nönnu. nunóó á n« nBnusmlo[l mui^njil

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.