Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1984 37 Aðalsteinn Péturs- son á Mel - Minning í dag fer fram frá Akranes- kirkju útför Aðalsteins Pétursson- ar er bjó á Mel í Hraunhreppi í rúm 50 ár. Aðalsteinn var fæddur 6. októ- ber 1899 að Saurum i Hraun- hreppi. Foreldrar hans voru hjón- in Pétur Runólfsson, dáinn 1935 og Guðrún S. Guðmundsdóttir, er lést 1979 á 101. aldursári. Aðal- steinn átti heima i Hraunhreppi alla tíð að undanskyldu einu ári er hann bjó á Akranesi ásamt heit- konu sinni Ólöfu Gunnlaugsdótt- ur, er hann missti eftir skamma sambúð. Árið 1972 fór hann ásamt móður sinni á Dvalarheimili aldraðra og var þar til kallið kom. Þar naut hann frábærrar umönnunar for- stöðukonu er hann mat mikils, og annars starfsfólks sem á allan hátt gerði honum allt til geðs. „Lækkar lífdaga sól, löng er orð- in min ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð.“ Þessi sálmur Herdísar skáldkonu kom mér í hug er ég lít yfir ævi þessa sak- lausa og hreinlynda vinar mins. Aðalsteinn starfaði i sláturhúsinu í Borgarnesi öll haust í um 50 ár og var hann talinn sérstaklega duglegur og flinkur við sitt starf, tveggja manna maki. Hann kom i heimsókn 1933 og eftir það fórum við þrír bræður, Geirlaugur og Árni Þór og siðast undirritaður i kaupavinnu að Mel. Einnig þeir Kári og Hörður synir Geirlaugs. Það hefur oft verið sagt að þau börn fari mikils á mis sem ekki fá að dveljast á góðum sveitaheimil- um og eru það orð að sönnu. Kynni af slíku afbragðs fólki og Mels- fólkinu hafa mótað mig á ýmsan hátt sem ég get aldrei endurgold- ið. Alli á Mel eins og hann var kallaður var óþreytandi við að fræða mig um allt sem við kom sveitabúskapnum. Hann var mik- ill dýravinur. Sérstaklega hafði hann mikið dálæti á hestum, var afbragðs tamningamaður og átti alltaf góða hesta og fór vel með þá. Smiður var hann góður og átti smiðju í túninu á Mel. Þar smíðaði hann skeifur og fleiri hluti fyrir búskapinn. Þó Alli ætti ekki kost á langri skólagöngu frekar en aðrir á þeim tíroa er hann var að alast upp, skömmu eftir síðustu alda- mót, var hann margfróður og víð- lesinn, og talaði mjög rétt mál og kjarnmikið. Engan mann hefi ég þekkt sem kunni þvílíkt kynstur af vísum og ljóðum, einkum hafði hann mikið yndi af rímum. íslendingasögum- ar las hann á hverjum vetri og kunni þar sumar utanbókar i höf- uðatriðum. Hann hafði einstakt minni og var oft til hans leitað í sambandi við ættir og sérstaklega fjármörk en af þeim kunni hann ótrúlega mikið af. Ekki get ég endað þessi fátæk- legu línur um minn trygga vin Að- alstein án þess að minnast á ljúfmennið Guðmund, bróður hans, og heiðurskonuna Guðrúnu, móður hans. Ég hygg að vand- fundnara sé betra og einlægara samband en var þar á milli. Guðrún var vel af guði gerð, bæði andlega og likamlega og þótti glæsileg og höfðingleg kona á yngri árum. Hún var verklagin og vinnusöm, hafði góða skipu- lagshæfileika og einkenndist heimili hennar af snyrtimennsku og hagsýni, jafnt utandyra sem innan. Guðmundur sonur hennar var búfræðingur að mennt og kom í hans hlut að stjórna búinu og sjá um rekstur þess. Raunar voru bræðurnir þar báðir að verki, samvinnuþýðir og samhentir, og því styrkar stoðir móður sinnar í öllu er að heimilinu laut. Guð- mundur sá meira um kýrnar en AUi hugsaði um kindurnar og átti sérstaklega fallegt fé. Ég sendi Maríu móðursystur Aðalsteins innilegar samúðar- kveðjur en hún dvelur hjá dóttur sinni í Reykjavík í hárri elli, en vel hress andlega og líkamlega. Starfsfólki Dvalarheimilisins í Borgarnesi færi ég hugheilar þakkir fyrir góða umönnun alla tíð og gestrisni. Ég þakka af heil- um hug fyrir að hafa verið hjá þessu góða fólki. Ég veit að ég get aldrei þakkað það sem skyldi, þeirra vináttu og trygglyndi við okkur bræður og fjölskyldur okkar. Vinur minn fari í friði, guð blessi minningu hans. Guð minn, gefðu þinn frið gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá“ Hallgrímur Árnason Lára Ó Jónas- dóttir — Minning Fædd 12. júní 1921. Dáin 1. júlí 1984. Nú ertu heimsins laus úr leik því lokið stríði er. Ég veit þú hugi allra átt sem eitthvað kynntust þér. En kærleiksgeislar krýna þig við kvöldsins sólarlag og barni sínu er moldin mild, við minnumst þess í dag. (Elías Þórarinsson, Vestfirsk ljóð.) 1. júlí síðastliðinn, þegar sólin skein sem skærast um landið allt, lést í Landakotsspítala mágkona mín, Lára. Það kom mér ekki svo á óvart því veikindin högðu dregið svo úr lífsþrótti hennar nú á síð- ustu mánuðum. Vitað var að hverju stefndi, engu að síður var andlát hennar mér þungbær frétt því þar fór einstök og góð kona. Láru er ég búin að þekkja síðan Matti bróðir minn kom með hana á heimili foreldra minna. Mér hef- ur alltaf fundist að hún hafi tekið einhverju ástfóstri við mig. Frá því fyrst við settumst báðar að fyrir sunnan, við hjónin í Hafnar- firði og þau í Reykjavík, hefur alltaf verið mikið samband á milli fjölskyldnanna, ekki síst þegar börnin voru lítil. En aldrei liðu margir dagar milli þess að við töl- uðum saman i síma þó heimsóknir hvor til annarrar hafi ekki orðið eins tíðar hin síðari ár og áður var. Það hefur því verið mér erfitt að sjá þrótt hennar dvína dag frá degi, en aldrei kvartaði hún, ekki í eitt einasta skipti. Lára var bara svona, hún bar ekki tilfinningar sínar á torg. Lára og Matti áttu ekki barna- láni að fagna. Sex börn misstu þau, öll stuttu eftir fæðingu. Get- ur hver og einn ímyndað sér hvað það hefur verið þeim mikil raun. Einn dreng eignuðust þau: Einar; og var hann sem gefur að skilja mjög kær móður sinni og gerði hún allt fyrir hann sem f hennar valdi stóð. Einari þótti mjög vænt um móður sína og nú hefur hann mikið misst. Það skarð verður aldrei fyllt. Það var aðdáunarvert að sjá hvernig hann annaðist móð- ur sína í veikindum hennar. Það má segja að hann hafi staðið við sjúkrabeð hennar frá því fyrsta og þar til yfir lauk. Lára mátti ekkert aumt vita. Ef eitthvað var að hjá okkur systrun- um þá var hún alltaf komin að vera okkur stoð og styrkur. Ég gleymi aldrei þegar ég var nýkom- in heim með litla dóttur mína af fæðingardeildinni. Barnið var veikt og ég hafði áhyggjur af þessu. Þá hringdi ég í Láru og hún sagði: „Vertu bara róleg, ég kem til þín og verð hjá þér í nótt.“ Og það gerði hún og var það mér mik- ill styrkur og ekki fór hún fyrr en barnið var komið á spítala. Böddu systur minni var hún líka sem besta móðir, ekki síst núna fyrir nokkrum mánuðum, er hún missti ungan son sinn í bílslysi. Hún var þá orðin veikari en margan grun- aði, en á hverjum degi fór hún til Böddu, stundum tvisvar á dag og gekk upp á fjórðu hæð með hvíld- um. Svona var Lára. Já, við munum öll sakna hennar mikið, en mestur er söknuðurinn hjá eiginmanni, syni, tengdadótt- ur og barnabörnum. Elsku Matti, Einar, Lella, Gísli, Lára litla og Matti Pétur, við Gísli og börnin okkar sendum innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra og biðjum góðan Guð að styrkja ykk- ur og styðja í sorg ykkar. Einnig sendum við samúðarkveðjur til systkina Láru: Steinunnar, Línu og Sigurðar. Ég kveð mágkonu mína Láru og óska henni Guðs blessunar og er ég viss um og trúi því að þeir sem farnir eru á undan okkur hafi staðið á strönd hinna nýju heim- kynna hennar með útbreiddan faðminn og tekið á móti henni. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning Láru mág- konu minnar. Jóna Einarsdóttir og fjölskylda. Leiðrétting í MINNINGARGREIN um Ludvik Á. Norgulen í blaðinu á þriðjudag féll niður föðurnafn tengdaföður hins látna. Kona Ludviks, Þórunn Ólafs<)óttir, er dóttir Ólafs ólafs- sonar er var skipstjóri hér í Reykjavík. t Innilegar þakkir tll allra sem sýnt hafa okkur samúö og vinarhug við andlát og útför móöur mlnnar, ömmu okkar og systur, GUOBJARGAR JÓELSDÓTTUR, Snorrabraut 71. Ásta ögmundadóttir, Tómas Bónó, Patricia Bónó, Kristján Jóslsson, Gréta Jóelsdóttir, Bargþóra Jóalsdóttir. Lokað vegna jarðarfarar Skrifstofa Norræna félagsins verður lokuö í dag, fimmtudag, frá kl. 12 á hádegi, vegna jaröarfarar HJÁLMARS ÓLAFSSONAR. Norræna félagið. NY3A tVOTWELIN FRAMLEIDD SÉRSTAKLEGA FYRIR ÍSLAND Ný og vönduð þvottavél fyrir þig. ♦ Tekur 5 kg af þurrum þvotti. ♦ Tengist við heitt og kalt vatn. ♦ Sérstakursparnaðarrofi. ♦ 400 eða 800 snúninga vinduhraði. ♦ 18 mismunandi þvottakerfi. ♦ íslenskar merkingar á vélinni. ♦ Sérhver vél er rafeindaprófuð. ♦ Verðið er aðeins: 15.400 kr. 15.400: R ÁRMÚLA-EIÐISTORGI-SIMI: 91-686117

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.