Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1984 45 VELVAKANDI '}' SVARAR í SÍMA 1O10O KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI ^ TIL FÖSTUDAGS Rangæingar á heimaslóðum Brottfluttur Kangaingur skrifar: Velvakandi. Sumarferð Rangæingafélagsins í Reykjavík var farin 23. júní í hinu fegursta veðri. Þátttaka var ágæt, og liprir og góðir bílstjórar átt'u sinn þátt í velheppnuðu ferðalagi. Fararstjórar voru einn- ig prýðilegir og skipulag gott. Nokkrir heimamenn tóku sér frí frá daglegum störfum og fylgdu hópnum um héraðið og fræddu ferðalanga um sögu byggðarlags- ins að fornu og nýju. Þeir skemmtu líka með gamanmálum. Um kvöldið héldu heimamenn mjög rausnarlega kveðjuhátíð á Hellu. Þar voru á borðum miklar og góðar veitingar. Þennan dag skartaði Ragnár- þing sínu fegursta og það var ljúf- sárt að kveðja um kvöldið, vini og kært byggðarlag. Bg vil þakka Rangæingum fyrir og vona að ferðin verði endurtekin og fari jafn vel fram næst. Tvær Hróarstungur Jón Jónsson, jarðfræðingur skrifaði og vildi koma eftirfar- andi athugasemd á framfæri. Fjallar hún um grein Sigurðar Sigurmundssonar í Hvítárholti. I Lesbók 24. tbl. 30. júní sl. skrifar Sigurður: „Ekkert ör- nefni svarar heldur til Hróars Tungugoða í Skaftafellsþingi," og enn: „Enginn Hróarstunga er til önnur en Hróarstunga á Héraði." Þetta er ekki rétt. Svo sem 1,5 km vestan við Foss á Síðu falla lækir tveir ofan af fjallinu, nefndir Merkilækir. Milli þeirra er grasi gróin tunga, sem enn í dag heitir Hróarstunga og kennd er við Hróar Tungugoða, því þar var hann veginn, svo sem frá er sagt í einni af íslendingasögun- um, en ekki hef ég nú þá sögu við hendina. Neðst í tungunni, rétt Ómannúðleg lög svipta mann lögræði, sjálfræði eða fjárræði og jafnvel öllu, vegna andlegs vanþroska, elli- sljóleika, geðveiki, ofdrykkju, notkunar deyfilyfja eða annarra lasta. Hugsýki er ekki talin með því hún er sögð heyra undir geð- veiki. Rétt er að hugsýki getur leitt til geðveiki ef ekkert er að gert. Hugsjúkur maður getur þjáðst mjög mikið andlega en hann ger- ir sé ljós veikindi sín og er auð- vitað hræddur. Hann er ekki geð- veikur og fer því ekki til læknis og neitar slíkum tilmælum. Hann leitar frekar á náðir víns og eiturlyfja og notar það sem lyf- Það kemur oft fyrir að að- standendur hugsjúks manns sendi hann á spítala gegn eigin vilja, en áður er hann sviptur sjálfræði. Þó svo að sjúklingur- inn fái bata á sjúkrahúsi þá nær hann sér aldrei, vegna þeirrar niðurlægingar sem lögin eru. Nú vil ég fá að vita hvers vegna það stendur í lögum að svipta þurfi sjúkan mann sjálf- ræði, þó svo að hann sé lagður inn á spítala gegn vilja sínum. Sem dæmi um hvað þetta er fár- ánlegt tek ég að maður sem gerir tilraun til sjálfsmorðs en lifir af, er sviptur sjálfræði um leið og hann er lagður inn á sjúkrahús, því hann jú vildi ekki lifa og því ekki fara á sjúkrahús. Þetta eru ómannúðlegustu lög sem til eru. Þið sem ráðið ættuð frekar að kenna þessu ógæfu- sama fólki að hjálpa sér sjálft, frekar en að svipta það frelsinu. Kona skrifar Velvakanda: í lögum íslenska lýðveldisins er kveðið á um að hægt sé að ofan við núverandi þjóðveg er dálítil þúst, sem sagt er að sé haugur Hróars. Sögn er um að í hann hafi ver- ið grafið, líklega á síðastliðinni öld, en þá fór sem jafnan við slíka iðju að manninum virtist sem Fossbæirnir stæðu í ljósum loga, og því hætti hann við gröft- inn. Hvað svo sem satt er í þessu þá er næsta ljóst að í þessa þúst hefur verið grafið enda þótt ekki líkist hún þvi að vera haugur. Talið er að Hróar hafi búið að Ásum í Skaftártungu samanber bók Einars ólafs Sveinssonar „Landnám í Skaftafellsþingi" á bls. 100. Svar við svari F.S. skrifar: Velvakandi! í grein sinni „Biblían veitir svar við öllu" í Mbl. reynir Ragnar Konráðsson að leggja að jöfnu alkóhólisma og kyn- hverfu. Gott og vel en kyn- hverfa er meðfætt atriði sem enginn ræður við, en áfengis- sýki er þannig, að svo lengi sem einstaklingurinn bragðar ekki áfengi í fyrsta sinn verður hann ekki var við áhrifin. Sá eða sú kynhverfa verður var við eðli sitt (þú mátt kalla það óeðli) strax á kynþroskaaldri og jafn- vel fyrr, hvort sem hann reynir að gagnast hinu kyninu, eða fara til sálfræðings, geðlæknis, homopata eða í „Akupunktur"- meðferð. Hvatinn til sam- kynhneigðar er alltaf til staðar, það er að vísu hægt að bæla hann niður að 90% en þá mátt þú líka bæla niður ást og til- finningar til konu þinnar og barna, en slíkar aðgerðir eru af- drifaríkar. Tilfinningar eru þín einkaeign. Svo mörg dæmi eru til frá nágrannaþjóðum okkar og víðar, úr heilagri ritningu, Kóraninum o.fl. að ef þú vilt lifá í þjóðfélagi án tilfinninga og gleði þá missir lífið marks. e2P SVGGA V/öG^ 8 A/LVE&AW NORDIA 84 Opin í dag frá kl. 13.30 til 19.00 149 SYNENDUR 18 SÖLUBÁSAR Að auki: Myndlist, leirlist, kortasafn, barm- merkjasafn, Ijósmyndasýning. Aögangseyrir aöeins 50 kr. fyrir full- oröna, 10 kr. fyrir börn og 150 kr. fyrir miöa sem gildir allan sýningar- tímann. Fjölbreytileg og skemmti- leg sýning. NORDIA84 Tölvuborð Termi-tölvuborö. Verö frá kr. 8.092.- ® KRISTJPH SIGGGIRSSOfl HF. LAUGAVEGI 13. REYKJAVIK. SÍMI 25870 NÚ VORUÐ ÞIOONEITRNLEGR RÖSK, ELSKURNRR MÍNfltf. PRÍFIP YKKUR ÚR6RLL- RNUMoÉ65PLC5iKÓK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.