Morgunblaðið - 05.07.1984, Síða 45

Morgunblaðið - 05.07.1984, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1984 45 Rangárþing er fagurt í góðum degi. Rangæingar á heimaslóðum Brottfluttur Rangæingur skrifar: Velvakandi. Sumarferð Rangæingafélagsins í Reykjavík var farin 23. júní í hinu fegursta veðri. Þátttaka var ágæt, og liprir og góðir bílstjórar áttu sinn þátt í velheppnuðu ferðalagi. Fararstjórar voru einn- ig prýðilegir og skipulag gott. Nokkrir heimamenn tóku sér frí frá daglegum störfum og fylgdu hópnum um héraðið og fræddu ferðalanga um sögu byggðarlags- ins að fornu og nýju. Þeir skemmtu líka með gamanmálum. Um kvöldið héldu heimamenn mjög rausnarlega kveðjuhátíð á Hellu. Þar voru á borðum miklar og góðar veitingar. Þennan dag skartaði Ragnár- þing sínu fegursta og það var ljúf- sárt að kveðja um kvöldið, vini og kært byggðarlag. Ég vil þakka Rangæingum fyrir og vona að ferðin verði endurtekin og fari jafn vel fram næst. Opin í dag frá ki. 13.30 til 19.00 149 SÝNENDUR 18 SÖLUBÁSAR Aö auki: Myndlist, leirlist, kortasafn, barm- merkjasafn, Ijósmyndasýning. Aögangseyrir aöeins 50 kr. fyrir full- oröna, 10 kr. fyrir börn og 150 kr. fyrir miöa sem gildir allan sýningar- tímann. Fjölbreytileg og skemmti- leg sýning. NORDIA 84 NORDIA 84 Tvær Hróarstungur Jón Jónsson, jarðfræðingur skrifaði og vildi koma eftirfar- andi athugasemd á framfæri. Fjallar hún um grein Sigurðar Sigurmundssonar í Hvítárholti. I Lesbók 24. tbl. 30. júní sl. skrifar Sigurður: „Ekkert ör- nefni svarar heldur til Hróars Tungugoða í Skaftafellsþingi," og enn: „Enginn Hróarstunga er til önnur en Hróarstunga á Héraði.“ Þetta er ekki rétt. Svo sem 1,5 km vestan við Foss á Síðu falla lækir tveir ofan af fjallinu, nefndir Merkilækir. Milli þeirra er grasi gróin tunga, sem enn í dag heitir Hróarstunga og kennd er við Hróar Tungugoða, því þar var hann veginn, svo sem frá er sagt í einni af íslendingasögun- um, en ekki hef ég nú þá sögu við hendina. Neðst í tungunni, rétt Ómannúðleg lög svipta mann lögræði, sjálfræði eða fjárræði og jafnvel öllu vegna andlegs vanþroska, elli- er sljóleika, geðveiki, ofdrykkju, notkunar deyfilyfja eða annarra lasta. Hugsýki er ekki talin með því hún er sögð heyra undir geð- veiki. Rétt er að hugsýki getur leitt til geðveiki ef ekkert er að gert. Hugsjúkur maður getur þjáðst mjög mikið andlega en hann ger- ir sé ljós veikindi sín og er auð- vitað hræddur. Hann er ekki geð- veikur og fer því ekki til læknis og neitar slíkum tilmælum. Hann leitar frekar á náðir víns og eiturlyfja og notar það sem lyf- Það kemur oft fyrir að að- standendur hugsjúks manns sendi hann á spítala gegn eigin vilja, en áður er hann sviptur sjálfræði. Þó svo að sjúklingur- inn fái bata á sjúkrahúsi þá nær hann sér aldrei, vegna þeirrar niðurlægingar sem lögin eru. Nú vil ég fá að vita hvers vegna það stendur í lögum að svipta þurfi sjúkan mann sjálf- ræði, þó svo að hann sé lagður inn á spítala gegn vilja sínum. Sem dæmi um hvað þetta er fár- ánlegt tek ég að maður sem gerir tilraun til sjálfsmorðs en lifir af, er sviptur sjálfræði um leið og hann er lagður inn á sjúkrahús, því hann jú vildi ekki lifa og því ekki fara á sjúkrahús. Þetta eru ómannúðlegustu lög sem til eru. Þið sem ráðið ættuð frekar að kenna þessu ógæfu- sama fólki að hjálpa sér sjálft, frekar en að svipta það frelsinu. Kona skrifar Velvakanda: í lögum íslenska lýðveldisins kveðið á um að hægt sé að ofan við núverandi þjóðveg er dálítil þúst, sem sagt er að sé haugur Hróars. Sögn er um að í hann hafi ver- ið grafið, líklega á síðastliðinni öld, en þá fór sem jafnan við slíka iðju að manninum virtist sem Fossbæirnir stæðu í ljósum loga, og því hætti hann við gröft- inn. Hvað svo sem satt er í þessu þá er næsta ljóst að í þessa þúst hefur verið grafið enda þótt ekki líkist hún því að vera haugur. Talið er að Hróar hafi búið að Ásum í Skaftártungu samanber bók Einars ólafs Sveinssonar „Landnám í Skaftafellsþingi" á bls. 100. Svar við svari F.S. skrifar: Velvakandi! í grein sinni „Biblían veitir svar við öllu“ í Mbl. reynir Ragnar Konráðsson að leggja að jöfnu alkóhólisma og kyn- hverfu. Gott og vel en kyn- hverfa er meðfætt atriði sem enginn ræður við, en áfengis- sýki er þannig, að svo lengi sem einstaklingurinn bragðar ekki áfengi í fyrsta sinn verður hann ekki var við áhrifin. Sá eða sú kynhverfa verður var við eðli sitt (þú mátt kalla það óeðli) strax á kynþroskaaldri og jafn- vel fyrr, hvort sem hann reynir að gagnast hinu kyninu, eða fara til sálfræðings, geðlæknis, homopata eða í „Ákupunktur“- meðferð. Hvatinn til sam- kynhneigðar er alltaf til staðar, það er að vísu hægt að bæla hann niður að 90% en þá mátt þú líka bæla niður ást og til- finningar til konu þinnar og barna, en slíkar aðgerðir eru af- drifaríkar. Tilfinningar eru þín einkaeign. Svo mörg dæmi eru til frá nágrannaþjóðum okkar og víðar, úr heilagri ritningu, Kóraninum o.fl. að ef þú vilt lifá í þjóðfélagi án tilfinninga og gleði þá missir lífið marks. S2P SlGSA V/GGA í 1/LVtRAW NÚ VORGÐ ÞIP0NEITRNLE6R RÖSK, ELSKURNRR MÍNFlf?. 4>RÍFIP YKKUR ÚR <SRLL- ÍNUM.É6SPb€5IKÓK Termi-tölvuborð. Verð frá kr. 8.092,- f/% KRISTJflfl SIGGGIRSSOn HF. LAUGAVEGI 13. REYKJAVIK. SIMI 25870 O

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.