Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 46
Stórmót í frjálsum í Reykjavík á næsta ári? „99,9% líkur á að svo verdi,“ segir Örn Eiðsson formaður FRÍ Hór á landi er nú staddur Sven Arne Hansen, norskur maöur sem sér um að skipuleggja stórmót i frjálsum íþróttum víöa um heim. Hann sér meöal annars um Bisl- ett-leikana sem haldnir eru í Nor- egi ár hvert og ffleiri slík mót. Á blaöamannafundi í gœr kom fram að nú stendur til að koma á hér á landi einu slíku móti, sem yröi haldið 23. júní á nœsta ári. Örn Eiðsson sagði á fundinum að umræöur um slíkt mót hefðu fyrst hafist fyrir um tveimur árum síöan og nú væri allt útlit fyrir aö mótiö yröi aö veruleika næsta sumar. Rætt er um aö keppt veröi í um 15 greinum og reynt aö fá einhverjar stórstjörnur í eins marg- ar greinar og hugsast getur. Kostnaöur viö slíkt mót er áætl- aöur um 100.00 dollarar og er ætl- unin aö selja sjónvarpsstööum i Evrópu og Bandaríkjunum efni frá mótinu og yröi því þá sjónvarpaö beint héöan. Viöræöur hafa fariö fram viö Flugleiöir og Reykjavíkur- borg um þetta og hafa báöir aöilar sýnt þessu mikinn áhuga. Frjáls- íþróttasambandiö mun ekki taka neina fjárhagslega áhættu varö- andi mótiö og getur í versta falli komiö slétt út úr dæminu. Sven Arne Hansen sagöi aö á þetta mót kæmu svipaöar stjörnur og keppa á Bislett en sagöist ekki Yfirburöir Úlfars OPIÐ unglingamót, NISSAN- DATSUN, fyrir 18 ára og yngri fór fram í Grafarholti 3. júlí. Veöur var fremur leiöinlegt til keppni, rok og <gekk á meö skúrum. Leikið var á hvítum teigum. Úlfar Jónsson, GK, ný- bakaöur unglingameistari, sýndi sannkallaöa meistara- takta, er hann lék völlinn 1 und- ir pari eöa á 70 höggum. Annars uröu úrslit þessi: Án forgjafar: 1. Úlfar Jóntson GK 70 2. Sigurjón Arnarsson GR 80 3. Þorsteinn Hallgrimss. GV 80 Moö forgjöf: 1. Úlfar Jónsson GK 70— 4=66 2. Hilmar Viðarsson GR 3. Ragnhildur Sigurðard. GR 92—24=68 Ulfar Jónsson geta nafngreint neinar enn, enda væri um þaö bil eitt ár þar til mótiö yröi haldið. Hann kvaö Laugar- dalsvöllinn ekki vera þann besta sem hægt væri aö hugsa sér en þaö mætti notast viö hann. Ef geröar yröu ákveönar umbætur á honum þá gæti hann oröiö góöur. Þaö þyrfti aö fá góöa aöstööu fyrir blaöamenn, því reiknaö er meö fjölda erlendra blaöamanna á mót- iö. Einnig þarf aö fá fullkomin mælingatæki og auövitaö aö laga hlaupabrautina. Þetta kostaöi allt peninga en væri vel framkvæman- legt. Ekki er aö efa aö ef af þessu verður þá veröur þaö mikil og góö auglýsing fyrír island, en ekki er hægt aö slá neinu löstu um hvort af þessu veröur fyrr en í lok októ- ber. En eins og Örn Eiðsson sagði: „Núna eru 99,9% líkur á aö þetta mót fari fram hér á landi þann 23. júní á næsta ári.“ — Morgunblaðiö/Sfmamynd. AP. • Pat Cash komst í undanúrslit ( Wimbledon-mótinu (tennis ( gær. Hann sigraói Andres Gomez og sést hér á fullri ferö (þeirri vióureign. Engin óvænt úrslit á Wimbledon: Stjörnurnar allar í undanúrslitin Kosta Boda kvennakeppnin í golfi: Þórdís sigurvegari KOSTA-Boda opna kvenna- keppnín í golfi var haldin 21. júní sl. á Hólmsvelli í Leiru. Var þetta fjóröa sumariö í röö, sem þessi keppni er haldin hjá Golfklúbbi Suöurnesja. Þaó voru 33 vaskar konur, sem mættu til keppni og sýnir þessi tala, aö sem betur fer hefur áhugi kvenna fyrir íþrótt- inni vaxiö mikiö síðastlióin ár. Sú var tíðin að sjá mátti 10—12 kon- ur í kvennamótum. Kosta-Boda verzlunin í Reykjavík gaf öll verö- launin sem áöur. Þaö sem hefur aöallega vakaö fyrir þeim, sem aö þessari keppni standa, er aö hvetja alla kvenkylf- inga til þátttöku í golfmótum og voru því veitt aukaverölaun fyrir hin ýmsu afrek og ennfremur fyrir skemmtilegar uppákomur. M.a. voru veitt verölaun fyrir aö vera næst holu á Bergvíkinni frægu, fyrir fæst pútt, fyrir flestar „sexur", ennfremur fæsta „fjarka", annaö högg næst holu á 9/18 holu og svo mætti lengi telja. Keppnin var með og án forgjafar og urðu úrslit þessi: Án forgjafar: 1. Þórdis Geirsdóttir GK 2. Ásgeröur Sverrisdóttir GR 3. Kristín Pálsdóctir GK Meö forgjöf: 1. Björk ingvarsdóttir GK 73 nettó Þrír leikir í 1. deild kvenna Þrír leikir fara fram ( 1. deild kvenna í kvöld. Breiðablik fær Víking í heimsókn í Kópavoginn, ÍA og Valur leika á Akranesi og ÍBÍ og KR mætast á ísafirði. Allir leikirnír hefjast kl. 20. 2. Kristín Pétursdóttir GK 74 nettó 3. Lóa Sigurbjörnsdóttir GK 75 nettó Aöalheiöur Jörgensen GR pútt- aöi aðeins 31 sinni. Hrafnhildur Eysteinsdóttir GK vann þau tvö afrek aö dæla flest- um boltum í Bergvíkina, en í síöari hring varö hún næst holu á sömu braut — já — allt getur gerst í golfi! Engin óvænt úrslit uröu á Wimbledon-tennismótinu í Eng- landi í gær. Stjörnurnar John McEnroe, Ivan Lendl, Jimmy Connors og Chris Evert Lloyd sigruöu öll andstæöinga síria og komust í undanúrslit í einliöaleik. Ivan Lendl sigraði landa sinn, Tékkann Tomas Smid, 6:1, 7:6, 6:3. Lloyd sigraði hina tvítugu sænsku stúlku Carina Karlsson sem komiö hefur mjög á óvart á mótinu til þessa. Hún varö fyrsta sænska konan til aö komast í átta manna úrslit. Lloyd vann hana í gær 6:2, 6:2, mjög auöveldlega. Jimmy Connors sigraöi annan Bandaríkjamann, Paul Annacone, sem þarna lék í sínu fyrsta móti sem atvinnumaöur, 6:1, 7:6, 6:2, og tók leikur þeirra aöeins 96 mín- útur. John McEnroe, sem sigraöi í Wimbledon-keppninni í fyrra, sló í gær út ungan landa sinn, Banda- ríkjamanninn John Sadri — en Sadri haföi slegiö hinn kunna tennisleikara Vitas Gerulaitis út í umferöinni á undan. McEnroe vann 6:3, 6:3, 6:1 í gær. Ástralíumaðurinn Pat Cash komst í undanúrslit í einliöaleik karla í gær er hann sigraöi Andres Gomez frá Ecuador. Undanúrslitaleikir í kvennaflokki fara fram í dag — Evert Lloyd mætir Hana Mandlikova frá Tékkóslóvakíu og Martina Navrat- ilova, Wimbledon-meistarinn frá því í fyrra, mætir Kathy Jordan. Erlingur bætir árangur sinn enn ERLINGUR Jóhannsson sprett- hlaupari úr UBK setti enn á ný persónulegt met í 400 metra hlaupi á Oslóarmeistaramótinu í frjálsíþróttum. Hljóp Erlingur á 49,09 sekúnd- um, en þetta er fyrsta áriö sem hann hleypur vegalengdina á innan viö 50 sekúndum. Þetta er í þriöja sinn í ár aö Erlingur hleypur 400 metrana undir 50 sek. Erlingur varö í ööru sæti á Oslóarmeistaramótinu á eftir Tore Bergren, sem hljóp á 48,60. Hann varö einnig í ööru sæti, einnig á eftir Bergren, í 100 metra hlaupinu á 11,31 sekúndu. Erlingur er nú á heimieiö til þátt- töku í iandsmóti ungmennafélag- anna, sem haidiö veröur f Keflavfk um aöra helgi. Erlingur er viö nám í Osló. 84 högg 89 högg 90 högg Tveir Finnar yfir 90 m í spjótkasti — Einar í fimmta sæti á afrekaskránni FINNSKU spjótkastararnir Raimo Manninen og Arto Hárk- önen voru í miklu stuöi á frjáls- íþróttamóti í Pihtipudas í Finn- landi á sunnudag, köstuóu báó- ir yfir 90 metra og settu ný per- sónuleg met. Meö kasti sínu skaust Manninen upp fyrir Ein- ar Vilhjálmsson á heimsafrek- askránni í ár, er í fjóröa sæti en Einar er í fimmta og Hárkönen í sjötta, meö sama árangur og Eínar. Manninen kastaöi 93,42 metra og Hárkönen 92,40. Sá fyrr- nefndi, sem er 28 ára, kastaöi 90,26 fyrr á þessu ári, en í fyrra kastaöi hann 87,86 metra, sem var persónulegt met. Reyndar kastaöi hann 92,26 á óopinberu móti og fékkst þaö afrek því ekki staöfest. Hárkönen, sem er 25 ára, átti bezt áöur 91,04 frá því 1981. Báöir náöu risaköstunum í ann- arri umferö spjótkastskeppninn- ar. Sex Finnar til viöbótar köst- uöu yfir 80 metra á þessu móti. Finnska metiö í spjótkasti á Hannu Siitonen, 93,90 metra, frá 1973. En þótt skammt só í metiö er Manninen ennþá aðeins í fjóröa sæti á lista yfir beztu afrek Finna í spjótkasti. Miöaö viö sunnudag lítur list- inn yfir sex beztu afrek í spjót- kasti á þessu ári þannig út: Uwe Hohn A-Þýzkalandi 99,52 Oetlef Michel A-Þýzkalandl 93,68 Ouncan Atwood Bandartkjunum 93,44 Raimo Manninen Finnlandi 93,42 Einar Vilhjálmsson islandi 92,40 Arto Hárkönen Finnlandi 92,40 • Raimo Manninen ( spjótkastskeppninni f Pihtipudas, þar sem tveir Finnar köstuöu vel yffír 90 metra. Myndin er einmitt tekin í þann mund, sem hann kastar spjótinu 93,42 metra, þ.e. ( annarri umferð keppninnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.