Alþýðublaðið - 03.11.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.11.1931, Blaðsíða 3
ábÞVÐUBfcAÐiÐ 3 Sínmff GnðmuBdar Ginarssonat. Guðrmindur Einarsson frá Mið- dal befir pessa daga sýningu í Listvinahúsinu við Skóiavörðuna á málverkum sínum og leirmun- um. Einnig eru á sýningunni nokkrar af höggmyndum hans, er hann hefir áður sýnt, piar á meðal brjóstmyndirmar af séra Magnúsi Helgasyni, fyrrv. Kenn- araskólastjóra, og af Meulenberg, biskupi í Landakoti, sem er snildarvei gerð. Nýtt líkan er á sýningunni af barnshöfði. Flest málverkin eru ný, en fá- ein, sem Guðm. hefir sýnt áður. Meðal málverkanna varð mér sér- staklega starsýnt á eitt, og býzt ég við, að svo muni fleirum fara. Þaö er nr. 7, Skriðjökull í Eyjafjallajöfcli. Myndin er svo sönn og skýr, að við sjáum skrið- jökulinn hreyfast. Fögur mynd er líka nr. 9, Laugar við Torfajökul, og nr. 12, Nótt á fjöllum, sem er að nokkru leyti hugmynd, er sér- lega tilkomumikil. Einnig vil ég nefna nr. 3. Merkurjökul, Rjúpna- fell, og nr. 6, frá Þórsmörk, við Krossáraura. Sú mynd er í fremri salnum, og sést naulmast fegurð hennar til fulls nema peg- ar dagsbirtu nýtur. — Öll eru málverkin frá óbygðum íslands. Guðmundur frá Miðdal pefckir fegurð háfjallanna og kann að meta hana og miðla öðru'm af unaði peim, sem hann hefir notiö par. Sá einn getur pó notið pess unaðar til fulls, sem sjálfur ferð- ast um fegurstu svæðin á björt- um sumardögum og hefir smekk fyrir Ijóma peirra og tign. Á sýningunni getur einnig að líta leirmúni í alls fconiar gerðum og litum. Þar eru ýmiss konar ker, kertastjakar, fuglar o. s. frv. Guðmundur hefir nýlega fundið tvær íslenzkar leirtegundir, sem eru svo harðar, að muni, sem hann hefir gert úr peim, er ekki hægt að rispa með hníf. Ef fast er skafið mieð hnífsoddi, merkist pað að eins sem örfín blýants- strik, en munurinn er ósærðiur eftir. Er harka peirra leirtegunda næstmn eins og postulíns. Áletr- aða leirmuni geta menn fengið hjá Guðmundi, ef óskað er. Nú er hann m. a. að gera leirlíkan af íslenzkum fálka í minningu aldarfjórðungsafmælis ungmenna- félagsskaparins á íslandi. Hafa ungmennafélagar fengið hann til að gera pann grip. — Sýningin er opin frá kl. 10 ár- degis til kl. 9 að kvöldi. Guðm. R. Ölafsson úr Grindavík. Veðrið. Kl. 8 í morgun var 3 stiga hiti í Reykjiavík. Útlit hér á Suðvesturlandi: Allhvöss norðan- eða norðaustan-átt. Skýjað loft, en úrkomulítið. Slysavarnafélag íslands. 1 kvöld kl. 8V2 heldur kvennadeild pess fund í „K.-R.“-húsinu. Þriðja oplð bréfi tíl hr. Gfsla Jóns$ionap um- sjónarmanns. ---- (Nl.) Veitivatnspípan í „Belgaum“. Það var einhverju sinni, að „Belgaum" kom inn með bilaða veitivatnspípu. Hafði hún brotn- að við samsetningarkraga. Vél- stjórinn hafði tinkveikt pípuna til bráðabirgða og vildi fá hana harðkveikta og eldborna. Þér voruð nú ekki skynsamari pá en pað, að pér tölduð slíkt vera óparfa. Það gœti gengið eins og pað vœri. En vélstjórinn pver- neitaði að fara út aftur með petta eins og pað væri (til Englands). Kom pá málið fyrir skipstjóra og kvað hann viðgerð sjálfsagða. Komust pér pá í hálfgerð vand- ræði, en tölduð pessa bilun ekki meiri en svo, að pér í sporum vélstjórans hefðuð ekki sagt frá henni, hvað pá heimtað viðgerð á henni. En í petta skifti urðuð pér að láta í minni pok- ann. Nú virðist svo sem ekki ætti að purfa sérlega mikinn vélfræð- ing til að vita pað, að tinkveik- ing á punnri pípu með rneira en 200 punda gufuprýstingi á hverja fertommu, og sem par að auki hristist, getur ekki haldið lengi, og í raun og veru er pað merki- legt, að kYeikingin skyldi halda nokkuð. Einhvern veginn varð nú svo, að vélstjórinn viar parna ekki lengi eftir petta. Hvort pað hafa verið yðar ráð skal ég ekkert um segja, en ekki pætti mér pað ólíklegt, pví pað hefir ekki pótt álitlegt fyrir vélstjóra að setja sig upp á móti pví, sem pér hafið. viljað vera láta, niemia par, sem vélstjórinn hefir mátt sín meira en orð yðar, en peir vélstjórar munu nú teljandi. „Otblásturspípan á e/s „Andra“. Þá var pað einhverju sinni (tíma hirði ég ekki að greina, pví handabakaverk yðar eru alt af að koma fyrir á öllum tímum), að togarinn „Andri“ kom inn með bilaða útblásturspípu frá katlinum, pannig að péttiflöturinn við skipssíðuna var laus og lak par með. Voru boltarnir, sem héldu honum, lausir. Vélstjórinn vildi leggja skipinu í fjöru og athuga petta nákvæmlega, pví pessum boltum er mjög hætt við tæringu. Það tölduð pér mesta óparfa, kváðuð pað nóg að setja steinlím yfir samskeytin. Vél- stjórinn mótmælti pessu, en pað stoðaði ekki; pér réðuð betur í petta skifti. Fenguð pér svo menn af verkstæði mágs yðar til að gera við petta. Eigi vissu menn- irnir hvort boltamir voru tærðir eða ótærðir, gat vel átt sér stað að peir löfðu að eins saman á smátaug, sem auðveldlega gat slitnað er skipinu var lagt í sjó. Ætti pað að vera siðferðisskylda allra vélstjóra, að kæra fyrir irík- iseftirliti slíkar kákaðgerðir eins og pér parnia létuð framkvæma. 50 anra. 50 anra. Eleplianl-cigíirelttir Ljúffengar og kaldar. Fást alls staðar. í helldsðln hjá Tébaksverzlun íslands h. f. OrOsending ♦ til allra, sem eiga notuð sjóklæði liggjandi í heimahúsum. Menn eru sammála um pað, að nauðsynlegt sé að spara og nota sem lengst gömlu flíkurnar sinar. — Látið oss pví endurnýja sjóklæðin yðar; pað kostar litið, en gefst vel. — Sjóklæðin ættu að vera pvegin áður en pau koma til viðgerðar. — Viðgerðin tekur um 4ar vikur, Viðgerðir á islenzkum sjöklæðum hafa lækkað um 20% Viðgeiðaverkstæðið, Skúlagötu, Reykjavík, sími 1513. H. f. Sjóblæðagerð Islands. Auglýsing. Hver sá, sem kynni að geta gefið upplýsingar um hvar gerða- bók verkamannafél. „Hlif“ í Hainarfirði, árin 1907—1914, er niður kom- in, er vinsamlega beðinn að snúa sér til undirritaðs sem fyrst, Gerðabók pessa hefir vantað mjög lengi, en með pví að nú er í ráði að saga félagsins verði rituð og pví áríðandi að komi í leitirnar, verða rífleg fundarlaun greidd, Hafnarfirði 2. nóv. 1931. Björn Jöhannesson. Enskt reyktóbak hefir ekki hækkað í verði enn þá. Notið nú tækifærið og birgið yður upp af|'einhver jum|| eftirtaldrafi ágætis”|reyk- tóbakstegunda frá British American Tobacco Co. Ltd., London. Moss Rose. Richmond. St. Bruno Flake. <« Glasgow Mixture. Cftpstan Mixture. Three Nuns. Westward Ho. Viking N/C. Waverley Mixture. Traveller Brand. Capstan N/C. Garriek Mixture. Tóbaksverzlun Islands hf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.