Morgunblaðið - 05.07.1984, Síða 47

Morgunblaðið - 05.07.1984, Síða 47
- MOROUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1984 «-.47 Stórsigur Garðinum Breiðablik er komiö í átta liöa úrslit bikarkeppni KSÍ eftir góöan sigur yfir Víöi í Garöinum í gærkvöldi. Blikarnir unnu leikinn 1—5 eftir aö staöan haföi veriö 0—4 í hálfleik. Það er oröiö langt síöan Kópavogsliöiö hefur skoraö svona mörg mörk í einum leik. Þaö var Jón Einarsson sem reiö á vaöiö strax á 6. mínútu. Síöan geröist lítiö fyrr en rúm hálf klukkustund var liöin af leiknum. Jón Gunnar Bergs bætti ööru marki viö fyrir UBK á 31. mínútu og fjórum mínútum síöar bætti Ómar Rafnsson þriöja markinu viö. Blikarnir fengu hornspyrnu, boltinn barst hátt inn í teiginn þar sem Ómar náöi aö skalla í netiö. Benedikt Guðmundsson brá sér síöan í sóknina rétt fyrir leikhle og skallaöi knöttinn í net heimamanna eftir aukaspyrnu. Staðan því 0—4 í hálfleik. Þorsteinn Geirsson lokaöi markareikningi Breiðabliks á 68. mínútu úr skyndiupphlaupi. Heimamenn náöu aö minnka mun- inn þegar um tvær min. voru eftir af leiknum og var þaö Guömundur Knútsson sem sá um aö skora markiö úr þvögu í markteignum. Bikarleikur áValsvellinum Einn leikur a.m.k. veröur í kvöld í bikarkeppni KSÍ. Valur og KA leika á Valsvellinum kl. 20. Uppákomur veröa í leikhléi — Englendingarnir sem hér eru viö kennslu í knattspyrnuskólanum á KR-vellinum og einhverjir ís- lenskir knattspyrnukappar munu keppa í „bráðabana" eins og tíökast í bandarísku knattspyrn- unni. m-Wmm pt ■* * f H ■ -X" Morgunblaðiö/Júlíus. • Ágúst Már Jónsson hefur hér látið skot ríða af að marki ÍBK og aö þessu sinni lá boltinn í netinu. Þetta var jöfnunarmark KR en þeir áttu eftir aö gera fjögur í viöbót og gjörsigra þar meö Keflvíkinga. Eins og sjá má á myndinni kemur Þorsteinn ekki nokkrum vörnum við. Markaregn hjá KR-ingum „Auövitaö er ég ánægöur meö leikinn. Við höfum ekki gert fimm mörk frá því ég byrjaöi meö liðiö og ég er vongóöur um að þetta sé allt aö koma hjá okkur. Mitt óskalið í átta liöa úrslitunum er Skaginn, við töpuöum ósanngjart fyrir þeim í islandsmótinu um daginn og ég vil því fá þá hingaö í Laugardalinn í bikarkeppninni," Vil fá ÍA næst, segir Hólmbert sagöi Hólmbert Friöjónsson þjálf- ari KR eftir leikinn og var í sjöunda himni meö frammiatöóu sinna manna. Vesturbæingarnir skoruöu fimm mörk en Keflvík- ingar aöeins eitt. Þaö munu vera ár og öld frá því KR hefur skorað Isfirðingar nýttu ekki marktækifærin — og Framarar áfram í bikarnum Frammarar sigruöu ísfiröinga 1:0 í bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi á ísafiröi og komust þanníg í átta liöa úrslit. Þaó var Guðmundur Torfason sem skor- aði eina mark leiksins á 40. mín. með fallegu skoti utan úr teig eft- ir góöa sókn Fram. Leikurinn fór fram í grenjandi rigningu, en leikiö var á malarvelli þeirra ísfiröinga. Leikmenn beggja liöa voru mjög reiöir fyrir leikinn vegna þeirrar ákvöröunar vallar- varöar aö láta leikinn fara fram á möl — en stytt haföi upp er Fram kom í bæinn eftir mikla rigningu í gærdag. Síöan fór aö rigna aftur er leikurinn var hafinn og aö sögn fréttamanns Mbl. á staönum hefði grasvöllurinn örugglega eyöilagst hefði veriö leikið á honum. Leikurinn sett- ur á í kvöld Skagamenn komust akki til Vestmannaeyja í gærkvöldi. Leik- ur ÍBV og ÍA í bikarkeppni KSÍ fór því eðlilega ekki fram — hann hefur verið settur á í kvöld kl. 20. ■■ >,j sm IÍVjSótpfL - ■ ' • Guómundur Torfason Þrátt fyrir erfiöar aöstæöur lóku bæöi lið nokkuð vel og var leikur- inn skemmtilegur á aö horfa. Bæöi reyndu liöin sóknarleik þegar frá byrjun og var talsvert um færi — og fengu ísfiröingar fleiri. ÍBÍ fékk fyrsta færiö á 7. mín. er lúmskt skot Benedikts Einarssonar lenti í stöng. Fram skoraöi um miöjan hálfleikinn en markið var réttilega dæmt af vegna rang- stööu. Skömmu síöar bjargaöi Magni markvöröur ÍBi mjög vel eft- ir þvögu og síöan bjargaöi Guö- mundur Baldursson markvöröur Fram meistaralega skalla frá Rún- ari Vífilssyni eftir sendingu Atla Einarssonar. Fram skoraöi síöan á 40. mín. eins og áöur sagöi. Fyrstu tíu mín. síöari hálfleiks var leikurinn í jafnvægi en síöan tóku isfiröingar hann algjörlega í sínar hendur. Siöustu 35 mín. fóru aö mestu fram á vallarhelmingi Fram og fengu ísfiröingar mýmörg marktækifæri en tókst ekki aö koma knettinum í netiö. Þetta var greinilega ekki dagur framherja ÍBÍ. Bestu færin fengu Jóhann Tor- fason og Guömundur Jóhannsson. Guömundur Baldursson varöi mjög vel skot Jóhanns og skalli Guömundar fór naumlega yfir. Frammarar fögnuöu mikiö er flautaö var til leiksloka — þeir voru komnir í átta liöa úrslit en isfirðingar sátu eftir meö sárt enn- iö. Þeir voru óheppnir aö ná ekki a.m.k. jafntefli í leiknum. Dómari var Friögeir Hallgríms- son og gaf hann einum leikmanni gult spjald, Trausta Haraldssyni, Fram. svo mörg mörk í einum leik. Sig- ur liðsins var sanngjarn og KR-ingar sýndu aö þeir geta leik- iö góöa knattspyrnu, eins og þeir hafa reyndar gert í undanförnum leikjum. Þaö var mikiö rok á meöan á leiknum stóö og stóö vindurinn nokkuö þvert á völlinn. KR-ingar léku frekar undan rokinu í fyrri hálfleik en þaö voru þó Keflvík- ingar sem skoruöu fyrsta markiö strax á 8. mínútu. Ragnar Mar- geirsson fékk þá boltann á víta- teig, komst framhjá Jósteini og skaut. Stefán náöi aö verja en hélt boltanum ekki og Ragnar náöi aö skora. Skömmu síöar jafnaöi Ágúst Már Jónsson, langbesti maöur vallarins, fallegt mark. Hann fékk boltann rétt utan vitateigs, snéri sér við og skaut föstu skoti í blá- hornið án þess aö Þorsteinn kæmi nokkrum vörnum viö. Strax í byrjun síöari hálfleiks varö Valþór Sigþórsson aö fara af leikvelli vegna meiösla sem hann hlaut og riölaöist vörn ÍBK mikiö viö þaö. Miöjan hjá liöinu var líka sérstaklega slök í gær. Gunnar Gíslason skoraöi annaö mark KR, skaut lausu skoti af 20 metra færi sem lenti í netinu hjá Þorsteini. Klaufalegt hjá honum aö verja ekki skotið. Aöeins tveimur mín. síöar gaf Sæbjörn góöa sendingu út á kantinn til Eliasar sem lék aöeins áfram meö boltann og gaf fyrir, þar kom Sæbjörn hlaupandi, henti sér fram og skall- aöi lagiega í netiö. Glæsilegt mark og vel aö því staöiö á allan hátt. Þegar tiu mín. voru til leiksloka gaf Elías aftur fyrir markiö. Gunnar Gíslason skallaöi á markiö, Þor- steinn varöi en missti boltann til Ágústs Más, sem fylgdi vel á eftir og renndi knettinum í netiö. Fimm- ta markið skoraöi síöan Jón G. Bjarnason, sem nýkominn var inn á sem varamaöur. Hann lók meö boltann alveg frá miöju og renndi boltanum fram hjá Þorsteini mark- veröi sem kom hlaupandi út á móti honum. Laglega gert hjá Jóni en vörn ÍBK var sofandi á veröinum, enda flestir frammi til aö reyna aö minnka muninn. Besti maöur valllarins var Ágúst Már Jónsson og hefur hann ekki spilaö eins vel í sumar. Sæbjörn var einnig mjög góöur og Gunnar Gíslason lék sinn besta leik í sumar. Þaö var þó fyrst og fremst liðsheildin hjá KR sem stuölaöi aö þessum sigri. Allir léku vel og böröust eins og þeir gátu. Hjá ÍBK var fátt um fína drætti. Ragnar þó hættulegur frammi en hann mátti ekki viö margnum og fékk litla hjálp frá miðjuleikmönnum liösins. sus Maradona kom til Italíu í gærdag Diego Maradona kom tii Ítalíu í gær frá Spáni — en sem kunnugt er mun hann leíka meö Napólí næstu fjögur árin. Eins og ftölum er lagiö tóku Napólí-búar á móti honum meö miklum fagnaöarlát- um á flugvellinum. Foráöamenn Napólí gáfu áhang- endum liösins ekki tækifæri til aö nálgast goöiö — hann var drifinn út fyrir borgina í villu þá sem hann mun búa í. Maradona mun leika sinn fyrsta leik meö Napólí í kvöld — vináttu- leik. Löngu er uppselt á San Paolo, leikvang liösins, en hann tekur 80.000 manns. Maradona mun koma fljúgandi í þyrlu á völlinn til aö forðast mannfjöldann. Maradona, sem er 23 ára, er nú launahæsti knattspyrnumaður í heimi. Blika í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.