Morgunblaðið - 05.07.1984, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 05.07.1984, Qupperneq 48
OPIÐALLA DAGA FRA KL. 11.45-23.30 AOSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI. SlMI ’16X* FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. ■■■ Sjílfsagt munu margir fagna þrí að fi aftur Uekiferi til að fylgjast með fólskuverkum JR í Dallas. Dallas-þætt- irnir fáan- legir á myndböndum Borgfilm og OLÍS hafa fengið einkaleyfí á dreifíngu þáttanna SAMNINGAR hafa tekist milli Borgfilm hf. og Olíuverslunar ís- lands hf. annars vegar og framleið- enda Dallas-sjónvarpsþáttanna hins vegar um einkaleyfi á dreif- ingu þáttanna á myndbðndum bér á landi. Verða þættirnir fáanlegir á myndböndum á flestum bensín- stöðvum OLÍS um allt land og munu fyrstu fjórir þættirnir koma til landsins um miðjan júlí og síðan einn á viku, en alls verða þættirnir um eitt hundrað talsins. Þáttaröðin hefst þar sem frá var horfið í íslenska sjónvarpinu, en sjónvarpið hafði sýnt 103 þætti þegar ákvörðun var tekin um að hætta sýningum. Nú hafa verið framleiddir 206 Dallas- þættir í Bandaríkjunum og felur samningur hinna islensku aðila og bandarísku framleiðendanna i sér einkaleyfi á dreifingu þeirra þátta sem þegar hafa verið gerð- ir. Dallas-þættirnir eru taldir með vinsælasta sjónvarpsefni sem framleitt hefur verið og er talið að um 350 milljón manns horfi á þættina í viku hverri viða um heim. Könnun stjómmálafræðings á viðhorfum Islendinga til öryggis- og utanríkismála: . Mikill meirihluti styður hefðbundna utanríkisstefnu — Tveir þriðju vilja taka gjald af varnarliðinu — Fjórðungur kjósenda Alþýðubandalagsins styður Atlantshafsbandalagið MIKILL meirihluti íslenskra kjós- enda styður tvo meginþætti þeirrar utanríkisstefnu sem stjórnvöld hafa fylgt undanfarna áratugi; aðild að Atlantshafsbandalaginu og dvöl bandarísks varnarliðs í landinu. Aft- ur á móti eru tveir þriðju hlutar kjós- enda sammála almennt orðaðri hugmynd um gjaldtöku af varnarlið- inu. Þetta er höfuðniðurstaða um- fangsmikillar skoðanakönnunar sem ólafur Þ. Harðarson stjórn- málafræðingur hefur gert á við- horfum íslendinga til öryggis- og utanríkismála, en öryggismála- nefnd gaf könnun hans út í rit- gerðarformi í gær. 1 fréttatilkynn- ingu nefndarinnar segir að könn- unin sé fyrsta fræðilega rann- sóknin sem veiti upplýsingar um afstöðu íslenskra kjósenda til þessara mála. Yfirgnæfandi meirihluti kjós- enda Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks, Sjálfstæðisflokks og Bandalags jafnaðarmanna er hlynntur aðild að Atlantshafs- bandalaginu og sérstaka athygli vekur að um 25% — eða fjórðung- ur — kjósenda Alþýðubandalags- ins eru einnig hlynnt Atlants- hafsbandalaginu. Könnun Ólafs var framkvæmd eftir alþingiskosningarnar í fyrra og náði sá hluti hennar sem greint er frá hér að framan til 1003 kjós- enda. Auk þess voru 329 kjósendur á Reykjavíkursvæðinu spurðir nokkurra annarra spurninga er tengjast utanríkis- og öryggismál- um, s.s. um það með hvaða heims- hluta íslendingar eigi samleið, um skoðun á styrjaldarlíkum, um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum og friðarhreyf- ingar, um þróunaraðstoð og víg- búnað Atlantshafsbandalagsins. Af niðurstöðum þessa hluta könnunarinnar má nefna að 90% - £8$ Stund milli stríða MorRunblaóió/Helgi. Varðskipin hafa að undanförnu sinnt flutningum fyrir vitana allt I kringum landið auk annarra starfa. Á dögunum voru varðskipsmenn við Galtarvita, en þar urðu nýlega vitavarðarskipti. Við flutningana kom TF-GRÓ, þyrla Landhelgisgæzlunnar, í góðar þarfir og var myndin tekin þegar varðskipsmenn tylltu sér á lendingarbúnað þyrlunnar er stund gafst til að slappa af. Kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði: Fulltrúar bandarísks fyrirtækis til viðræðna Fulltrúar frá ALCOA koma til viðræðna um álver NÆSTUNNI er von á fulltrúum frá bandarísku stórfyrirtæki hingað til ds til viðræðna um hugsanlega aðild að byggingu kísilmálmverksmiðju á ■ ' yðarfirði. Einnig eru væntaníegir fulltrúar frá bandaríska álfyrirtækinu ('OA til að kynna sér aðstæöur vegna hugsanlegrar aðildar þeirra að gingu nýs álvers á íslandi. Fulltrúar bandaríska stórfyrir- kisins koma hingað til lands 16. iiií næstkomandi að sögn Birgis -leifs Gunnarssonar, formanns oriðjunefndar. Birgir ísleifur gði að í vetur hefði verið rætt ið 8 fyrirtæki um samvinnu við .ggingu kísilmálmverksmiðju á ceyðarfirði. Fulltrúar þessa andaríska fyrirtækis hefðu ásamt 2—3 öðrum fyrirtækjum óskað eftir nánari upplýsingum og kæmu þeir nú hingað til frekari viðræðna. Sagði Birgir Isleifur að þetta væri stórt efnaiðnaðarfyr- irtæki sem væri stór notandi kís- ilmálms en ræki einnig litla kís- ilmálmverksmiðju. Vonaðist hann til að það myndi skýrast eftir þennan fund hvort um raunveru- legan áhuga væri að ræða hjá þessu fyrirtæki á kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði. Auk banda- ríska fyrirtækisins hafa, eins og kunnugt er, farið fram fram- haldsviðræður við norska fyrir- tækið Elkem, en einnig er jap- anskt stórfyrirtæki og tvö þýsk fyrirtæki enn í dæminu varðandi aðild að byggingu verksmiðj- Fulltrúar ALCOA koma hingað til lands 18. júlí og fer aðalfor- stjóri fyrirtækisins fyrir hópnum. ALCOA er annað af tveimur stærstu álfyrirtækjum heims og koma þeir til að kynna sér aðstæð- ur í sambandi við byggingu nýs álvers hér á landi að sögn Birgis ísleifs. Sagði Birgir að viðræður við þá væru mun skemmra á veg komnar en viðræðurnar við full- trúa ALCAN sem nýlega voru hér á ferð, og skoðuðu meðal annars aðstæður í Eyjafirði. Birgir ísleif- ur sagði að það næsta sem gerðist í sambandi við ALCAN væri það að í ágúst færi hópur Eyfirðinga til Kanada til að skoða álver, bæði ný og gömul, sérstaklega með til- liti til mikilla tækniframfara sem orðið hefðu í mengunarvörnum. Síðan færu fulltrúar stóriðju- nefndar til framhaldsviðræðna í Kanada í lok september. telja að íslendingar eigi „mesta samleið" með Norðurlöndunum og 70% telja að við eigum „næst- mesta samleið" með Vestur- Evrópu. Allur þorri þátttakenda, eða 86%, var annaðhvort „alveg sam- mála“ eða „frekar sammála" hugmynd um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum og 66% þátttakenda kváðust „alveg sammála" eða „frekar sammála" því að friðarhreyfingar, eins og þær sem sprottið hafa upp í Bandaríkjunum og Evrópu, væru spor í rétta átt. 70 af hundraði lýstu sig sam- mála staðhæfingu um að Atl- antshafsbandalagið mætti ekki dragast aftur úr Varsjárbandalag- inu hernaðarlega ef tryggja ætti frið, en 17% voru þessu ósammála. Álíka margir voru sammála og ósammála þeirri fullyrðingu að ís- lendingum væri nauðsynlegt að hafa einhvers konar hervarnir í landinu. Sjá nánar í miðopnu blaðsins. Farþeginn stökk úr flugvél- inni í 1200 m hæð FARÞEGI sem hafði pantað leigu- flug fyrir einn að Reykhólum I Austur-Barðastrandarsýslu, fór á allsérstæðan hátt út úr flugvél- inni, hann stökk út I 1200 metra hæð. Þegar farþeginn, Jón Sveins- son frá Miðhúsum, foringi i norska hernum, gekk um borð í eina af flugvélum Leiguflugs Sverris Þoroddssonar á Reykja- vikurflugvelli fyrir nokkrum dögum, dró hann úr pússi sinu bakpokahylki og hnýtti á sig. Þegar flugmaðurinn, Reynir Ólafsson, hugðist lækka flugið að Reykhólum bað Jón hann að halda 1200 metra hæð, þvi hann hygðist stökkva út með fallhlff sem var f bakpokanum. Stökkið gekk að óskum og fslenski for- inginn f norska hernum sveif i fallhlíf niður í sveitina sína i sumarleyfið. Vélin lenti sfðan á Reykhólum, með Mackintosh- dósirnar og fleira góðgæti handa vinum og vandamönnum. í samtali Mbl. við Jón kvað hann þetta f fyrsta skipti sem hann stykki i fallhlff á íslandi, en hann hefði að baki 30 fallhlff- arstökk í Noregi þar sem hann dvelur í Bergen hjá norska hernum. Hann sagði að ástæðan fyrir stökkinu hefði einfaldlega verið sú að hann hefði langað að prófa að stökkva heima og það hefði ekkert verið þvi til fyrir- stöðu, því mjög hæfur flugmað- ur hefði stjórnað vélinni og hann hefði flogið að sínum óskum. „Nei, nei, ég var ekkert að stökkva í faðm unnustu," svaraði hann, „ég var að koma heim til að heimsækja fólk mitt og vini í sveitinni."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.