Morgunblaðið - 07.07.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984
21
Ragnar Ólafsson hefur starfað við samlagið i rúm 20 ár og er sá starfsmaður þess sem hefur starfað þar lengst.
Snör handtök er það sem gildir og unga snótin gefur ekkert eftir og hand-
samar hverja fernuna á fætur annarri og kemur fyrir í kassa.
an aukist og framleiðslutegundum
hefði fjölgað. Kvað hann 60% af
þeirri mjólk sem Mjólkursamlagið
fengi til vinnslu fara í neyslu á
dreifingarsvæðinu en þau 40%
sem eftir væru færu aðallega til
ostagerðar sem Osta og Smjörsal-
an sæi meðal annarra um að
dreifa.
„Auk þess að sinna Snæfellsnes-
_ inu, Dalasýslu og Barðaströndinni
norður í Þorskafjörð fluttum við á
síðasta ári um 700 þúsund lítra
suður til Reykjavíkur vegna
mjólkurskorts þar,“ sagði Sigurð-
ur Rúnar. „Þannig að segja má að
við höfum stundum þurft að fara
út fyrir okkar venjulega dreif-
ingarsvæði sem er þó stórt, en bíl-
arnir sem keyra vöruna út þurfa
að fara sem svarar vegalengdinni
kringum landið í hverjum túr.
En það er ekki vegalengdin, sem
fara þarf með vöruna, sem máli
skiptir heldur eru það gæði vör-
unnar og við hér hjá Mjólkursam-
lagi Búðardals, og Mjólkursamsal-
an, höfum lagt áherslu á vöru-
þróun og keppt að því að hafa
eitthvað nýtt að bjóða viðskipta-
vinum okkar. Við teljum okkur
standa framarlega í þessari vöru-
þróun hér á landi, ef ekki fremst,
og það má geta þess að bráðlega
sendum við frá okkur á markað
þrjár nýjar tegundir sem við von-
umst til að verði tekið vel,“ sagði
Sigurður Rúnar.
„Starfsemin og reksturinn hefur
gengið mjög vel undanfarin tvö ár
þrátt fyrir mikinn mótvind i land-
búnaðarmálum og það er mjög
mikilvægt fyrir byggðarlagið hér
að starfsemi sem þessari verði
haldið hér gangandi því það hefur
svo styrkjandi áhrif á atvinnulíf
sveitarinnar," sagði Sigurður
Rúnar að lokum.
„Hef starfað við Mjólk-
ursamlagið frá upphafi“
Mjólkursamlag Búðardals hefur
haldist vel á starfsfólki frá því það
tók til starfa og hafa þrír starfs-
menn þess starfað þar frá upp-
hafi. Þla eru þeir nokkrir sem
hafa starfað við fyrirtækið á ann-
an tug ára en enginn hefur verið
jafn lengi og Ragnar ólafsson,
sem nánast hefur starfað við alla
þætti vinnslunnar.
„Ég byrjaði reyndar að starfa
við Mjólkursamlagið áður en það
tók til starfa þvi ég vann við bygg-
ingu húsnæðisins og við uppsetn-
ingu véla,“ sagði Ragnar ólafsson,
„alt muligtmand" hjá Mjólkur-
samlaginu. „Ég hef starfað við
Mjólkursamlagið frá upphafi og
gripið inn í flest, en þó hef ég ekki
enn tekið þátt í framleiðslu osta.
Fyrstu árin var ég starfandi
sem bílstjóri og keyrði þá mjólk-
ina út en þá var yfirreiðarsvæðið
mun minna en það er í dag, en það
gat samt oft verið erfitt að komast
leiðar sinnar enda vegir verri í þá
tíð en í dag. Síðan fór ég að starfa
við vinnsluna og síðustu árin hef
ég aðallega verið við vélaviðhald
og viðhald á bílum. Tækninni hef-
ur vissulega fleygt fram á þessum
árum og öll starfsaðstaða hefur
breyst mikið. Þá hefur framleiðsl-
an aukist mikið og starfsfólkinu
fjölgað þannig að það er allt ann-
að að starfa við þetta i dag en
þegar starfsemin var að hefjast.
Rýmið er orðið mun meira og
hreinlætið hefur aukist þannig að
þetta er allt að breytast til hins
betra. Mesta breytingin sem ég
man samt eftir að hafa orðið er
þegar við losnuðum við að þurfa
að sækja mjólkina í brúsum og
hófum að sækja hana á tankbílum,
það hefur haft stórgóð áhrif á
framleiðsluna og aukið á allt
hreinlæti í kringum vöruna," sagði
Ragnar að lokum.
Vegagerðin aldrei jafn
hjálpsöm og í vetur
Óhætt er að segja að eitt erfið-
asta starfið í því ferli að koma
mjólkinni frá bændum til neyt-
enda sé að keyra að vetri til um
dreifingarsvæðið, ýmist í því
skyni að ná i mjólk til mjólkur-
framleiðendanna eða að koma
henni til viðskiptavinarins. Lúðvík
Þórðarson hefur starfað við út-
keyrslu fyrir mjólkursamlagið í
rúm tíu ár en hann hefur unnið
við útkeyrslu í 37 ár þannig að
þeir eru margir kílómetrarnir sem
hann hefur lagt að baki.
„Ég hef alltaf kunnað vel við
mig í keyrslunni, hvort sem ég hef
verið í ferðum á milli landshorna
eða verið í innanbæjarakstri sem
leigubílstjóri," sagði Lúðvík. „Það
má kannski segja að maður mæti
vissum erfiðleikum í akstrinum,
sérstaklega þegar snjóþungt er, en
það eru alltaf einhverjir ljósir
púnktar í starfinu sem gerir það
að verkum að áhuginn helst.
Ég get ekki sagt að ég hafi lent í
neinum svaðilförum eða hafi lent í
einhverjum erfiðleikum sem orð
er á gerandi. Það hefur að vísu
komið fyrir að ég hefi fest mig en
oftar hef ég þurft að snúa við áður
en að því hefur orðið. Reyndar sat
ég einu sinni fastur, fyrir u.þ.b.
fjórum árum, undir ólafsvík-
urenninu en þá höfðu fallið skrið-
ur sitt hvorum megin við mig svo
ég komst hvorki áfram né afturá-
bak. Það höfðu fallið um 8 eða 9
skriður, en sem betur fer ekki á
mig. Það má kannski telja það
merkilegt að þó svo oft hafi far-
artækjum hlekkst á þarna undir
enninu hefur ekki til þessa orðið
slys á mönnum, og er það hin
mesta mildi.
Vegagerðin hefur verið ákaflega
hjálpsöm í vetur við að greiða götu
okkar langferðabílstjóranna og
sennilega hafa þeir aldrei verið
jafn hjálpsamir og í vetur. Þeir
hafa lagt áherslu á að halda Hey-
dalnum opnum i stað þess að ryðja
Fróðárheiðina og Kerlingarskarð.
Annars er ég kominn á fram-
hjóladrifinn bíl núna og það er
miklu betra að komast leiðar sinn-
ar á veturnar á honum. Sumstaðar
fór ég um keðjulaus í vetur þar
sem ég áður hafði verið að böðlast
um með keðjur. En eins og ég
sagði þá eru alltaf einhverjir ljós-
ir punktar við starfið og maður
reynir að sjá björtu hliðarnar, og
þær eru æði margar. Það er oft
sem tekið er vel á móti manni á
Snæfellsnesinu, þangað sem ég
keyri, þegar maður kemur með
mjólkina," sagði Lúðvík um leið og
hann fór út til að skola ferðarykið
af bílnum.
ALLTAF Á SUNNUDÖGUM
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
ERU HUGSJÓNIR
HERSTÖÐVAAND-
STÆÐINGA TIL SÖLU?
HUNDADAGAR
GENGIÐ Á GENES-
ARETVATNI
Seinni grein frá ísrael eftir Elínu
Pálmadóttur
ÍSLENZKAR
LISTAKONUR
PORTÚGAL
Jóhanna Kristjónsdóttir skrifar um
heimsókn til OPORTO
RÉTTARHÖLD YFIR
SOVÉZKUM
ANDÓFSMÖNNUM
HVAÐ ER MANNSKEPN-
AN ANNAÐ EN VANI?
Rætt viö Guöjón Sigurösson bakara-
meistara á Sauöárkróki
VSUR OG GAMANMÁL
meö Birni á Sveinsstööum
VERÖLD
L A X
í þættinum Matur & matgerö er fjall-
aö um matreiöslu á LAXI
KROSS Á ÞJÓÐSÖGU
SHCHARANSKY
Áratugur þjáningar
ÍSLENDINGAR í
SUÐURGÖNGU
SOLAR-MAX
Brotiö blaö í sögu geimvísinda
Reykjavikurbréf/ Á drottins degi/
Myndasögur/ Fólk á förnum vegi/ Úr
heimi kvikmyndanna/ Velvakandi/
Dans-bíó-leikhús/ Fasteigna-
markaöurinn/ Hugvekja/ Útvarp &
sjónvarp/ Peningamarkaöurinn/ Dag-
bók/ Minningar
Swmudagurinn byrjar á síðum Moggans