Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 1
48 SIÐUR STOFNAÐ 1913 157. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Óbreytt olíuverð en kvóti Nígeríu aukinn Vfnarborg. 11. júlf. AP. 0 OLÍURÁÐHERRAR OPEC-ríkjanna ákváðu að halda óbreyttri markaðs- stefnu og breyta hvorki olíuverði eða framleiðslukvótum, en Saudi-Arabar ætla að draga úr sinni framleiðslu svo Nígeríumönnum gefist svigrúm til að auka olíusölu. Ráðherrarnir véku sér hjá því að fjalla um deilur írana og íraka og höfnuðu kröfu írana um verð- hækkun á olíu. Hins vegar náðist samkomulag um að hækka kvóta Vaxtahækkun hjálpar pundi London, II. júlí. AP. BANDARÍKJADOLLAR hækkaði gagnvart öllum helstu gjaldmiðl- um í Evrópu nema breska pundinu og var nærri meti gagnvart franska frankanum, lírunni og vestur-þýska markinu. Gullverð var nánast óbreytt. Pundið sótti í sig veðrið þegar á daginn leið vegna vaxtahækk- unar fjögurra stærstu banka Bretlands. Hækkuðu bankarnir forvexti úr 10 í 12% vegna mik- illar aukningar peningamagns i umferð og lækkunar pundsins á mánudag. Kostaði pundið þá 1,3045 dollara og hefur aldrei verið lægra, en verð þess lækk- aði um rúm níu sent á einum mánuði. Þetta er önnur vaxtahækkun- in á einni viku 1 Bretlandi, og hún er framkvæmd þrátt fyrir yfirlýsingar Margrétar Thatch- er forsætisráðherra f þinginu í gær að engra frekari aðgerða væri þörf til styrktar pundinu. Dollar hækkaði gagnvart franska frankanum og þýska markinu vegna hárra vaxta ( Bandaríkjunum og spádóma um að vextir eigi frekar eftir að hækka. Nfgeríumanna úr 1,3 milljónum fata á dag í 1,4 milljónir i ágúst og 1,45 í september. Til að heildar- framleiðslumagn ríkjanna haldist óbreytt draga S-Arabar úr sinni framleiðslu, sem aukningu Nfger- iumanna nemur. í yfirlýsingu ráðherranna voru olíuframleiðslurfki, sem standa utan samtakanna, harðlega gagn- rýnd fyrir að auka framleiðslu sína, sem væri á kostnað OPEC- ríkja og leiddi til enn frekari verð- lækkunar. Ákveðið var að Ahmed Zaki Yamani olíuráðherra Saudi- Arabíu tækist á hendur ferðalag til olíuríkja utan OPEC í þeirri von að ná samkomulagi við þau um samræmda framleiðslustefnu. Eftir árekstur Símamynd AP. Sovézka flutningaskipið Vasya Alekseev með siginn skut eflir árekstur við gríska farþegaskipið Royal Odyssey á Eyrarsundi í gær. Engin slys urðu á fólki við áreksturinn og gríska skipið komst hjálparlaust til hafnar. Sjá nánar frétt um slysið á bls. 22. Rauði herinn áformaði illvirki í V-Þvzkalandi Karkmhe II Mlí AP Karlsrube, 11. júlí. AP. HRYÐJUVERKAMENN úr Rauða hernum, samtökum öfgafullra vinstri manna, hafa áform uppi um ný hryðjuverk í bandarískum herstöðvum og gegn háttsettum mönnum í bandaríska herliðinu í V-Þýzkalandi, að sögn Kurt Rebmann ríkissaksóknara. Að sögn saksóknara fundust áætlanir um hryðjuverk í V-Þýzkalandi á næstunni og ná- kvæmir uppdrættir og lýsingar á bandarískum hernaðarmannvirkj- og eldsneytisleiðslu Atlants- um hafsbandalagsins f suður- og miðhluta landsins f skjölum, sem hald var lagt á er sex öfgamenn í Rauða hernum, þar af fjórir eftir- lýstir stórglæpamenn, voru teknir fastir f Frankfurt í fyrri viku. Á skrá yfir fyrirhuguð hryðju- Beínt Atlantshafsflug á tveggja hreyfla þotum? BANDARÍSKA fiugmálastjórnin (FAA) vinnur nú að þvf að heimilt verði næsta sumar að hefja beint farþegafiug á tveggja hreyfla þotum yfir Atlantshafið, að sögn New York Times. Núgildandi reglur heimila að ekki sé fiogið lengra út yfir haf en um 400 sjómflur, eða ekki fjær flugvelli en svo að hægt verði að komast til næsta vallar á innan við 60 mínútum ef hreyfilbilun yrði. FAA reynir nú að fá þennan tfma hækkaðan f 120 mfnútur, sem þýðir að tveggja hreyfla þotur í Atlantshafsflugi væru ekki lengur bundnar af þvi að fljúga um ákveðið belti um fsland milli Montreal og Stornoway. Gætu þær flogið sunnar, sem styttir mögulega flugleið til hluta Evr- ópu, Asíu og N-Afrfku, en vara- flugvöllur gæti áfram verið á ís- landi. Tveggja hreyfla breiðþotur hafa allt að 4.000 sjómflna flugþol og myndi breytingin hafa í för með sér sparnað á ákveðnum flugleið- um. Talsmenn Boeing-verksmiðj- anna telja gildandi reglur um takmörkun á flugi tveggja hreyfla Ef reglum um flug tveggja hreyfla þotna í áætlunarflugi yfir úthafið verður breytt, gætu fiugvélarnar flogið stórbaugslínu, stytztu leið milli staða, milli áfangastaða í Bandaríkjunum og Evrópu, en væru ekki bundnar af því að fljúga um ákveðið belti um ísland milli Montreal og Stornoway. farþegaflugvéla úreltar, en Air- bus-flugvélaframleiðendurnir, helztu keppinautar Boeing, vilja fá meiri reynslu á rekstur lang- drægra tveggja hreyfla flugvéla, sem aðeins hafa verið f notkun í tvö ár. Telja þeir veður á Norður- Atlantshafi einnig of válynd. Samtök atvinnuflugmanna, ALPA, hafa lýst áhyggjum sínum vegna fyrirætlana FAA. Leggjast þau i sjálfu sér ekki gegn tveggja hreyfla þotufiugi, en vilja mjög ákveðin skilyrði til að tryggja að öryggi verði ekki stefnt í tvísýnu. Sérfróðir menn álíta að meðal- farþegi hafi ímigust á tveggja hreyfla þotum í úthafsflugi, þar sem þeir álíti meira öryggi af þremur hreyflum eða fjórum, ef einn skyldi bila. Þrjú flugfélög a.m.k. hyggja á Atlantshafsflug á tveggja hreyfla þotum næsta sumar, Trans World, Air Canada og fsraelska flugfélag- ið E1 Al. Eiga þau Boeing 767 þot- ur, sem eru tæknilega þróaðri en Boeing 747, DC-10 og Lockheed Tristar, þótt þær flytji helmingi færri farþega, eða 211. verk Rauða hersins var að finna félagsheimili bandariskra her- manna, herskála, matarskála og bústaði og skrifstofur háttsettra hermanna, að sögn saksóknara. Ein teikningin sýndi hvernig komast mætti að skrifstofu yfir- manns fimmtu stórdeildar í höf- uðstöðvum hersins í Frankfurt, i aðeins þriggja kflómetra fjarlægð frá felustað hryðjuverkamann- anna. Enga tímaáætlun var að finna f gögnum, sem hald var lagt á í fbúð glæpamannanna, en fjórmenn- ingarnir voru eftirlýstustu saka- menn í V-Þýzkalandi. Mannvirkin, sem fyrirhugað var að ráðast á, voru f Bad Tölz, Oberammergau, Heidelberg, Frankfurt, Bitburg og f Eifel-Hiinsriick. Flúinn til V-Þýzkalands Suneinuúa tijóðunum, 11. júlL AP. DIETMAR Wahl, sendifulltrúi Austur-Þýzkalands hjá Sameinuðu þjóðunum, sem hvarf frá heimili sínu í New York í fyrra mánuði, er nú kominn til V-Þýzkalands, að sögn áreiðanlegra heimilda. Wahl stökk á flótta nokkrum dögum áður en hann skyldi halda í leyfi til A-Þýzkalands. Hann er 39 ára og fór til V-Þýzkalands „að eigin frumkvæði". A-Þjóðverjar eru taldir til venjulegra borgara f V-Þýzkalandi og þurfa ekki að biðja um pólitískt hæli, heldur nægir þeim að gefa sig fram við næstu þýzku ræð- ismannsskrifstofu og sækja um vegabréf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.