Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1984 3 10 prósent af aflanum í Langá er merktur hafbeitarlax „ÞAÐ LIGGUR Ijóst fyrir, að 10 prósent af aflanum í Langá það sem af er þessu sumri, er merktur hafbeitarlax og er þetta stórmerkileg útkoma tilraunar sem við gerðum vorið 1982. Við höfðum þá 4.000 aðkeypt sjógönguseiði að Þverárstofni í 3 vikur í kvíum í siónum fyrir neðan Sjávarfossinn. Þetta gerðum við að áeggjan Árna Isakssonar, fiskifræðings, og nú sjáum við árangurinn. Það komu nokkrir merkt- ir laxar á land í fyrra, smálaxar, en nú hefur verið umtalsvert magn af stórum laxi, 12—15 punda fiski, og þeir eru merktir. Þetta eru stórkostlegar heimtur og sama lýsingarorð má nota um árangur tilraunarinnar. Að mínu viti hefur nú verið varpað fyrir róða fullyrð- ingum manna um að það skemmi árnar að sleppa í þær gönguseiðum. Möguleikarnir á þessu sviði gætu verið ómetanlegir," sagði Ingvi Hrafn Jónsson, fréttamaður og landeigandi við Langá með meiru, í samtali við blm. Mbl. Að sögn Ingva eru niðurstöður tilraunarinnar ekki síður mikil- vægar fyrir þær sakir, að hér er um hreinan hafbeitarlax að ræða, fisk, sem ætti engan upp- runa í Langá og hefði aldrei í hana komið, honum hefði nægt að vera i kví við ósa hennar í 3 vikur til þess að telja hana „sína á“. Þetta eru stórir og kröftugir laxar, ekkert líkir hinu hefð- bundna Langárkyni, en laxar af þeim stofni eru bæði langir og mjóir, auk þess sem meðalþung- inn er með þeim minnsta á land- inu. „Menn hafa verið upp undir klukkustund að landa þessum körlum á flugu, einn Bandaríkja- maður sem var að veiða hjá mér í Stangarhyl setti í 13 punda hæng, notaði litla einkrækju með Portlandbragðinu og laxinn kom upp úr eins og selur til að taka hana. Síðan glímdu þeir í tæpa klukkustund og veiðimað- urinn sagði ferðina afgreidda þegar boltinn var kominn á land, hann þyrfti ekki að veiða meira,“ sagði Ingvi Hrafn. Hann gat þess einnig að athyglisvert væri að laxar þessir rynnu fram alla á, langt fram í dal. „Ég veiddi einn af þessum merktu smálöx- um í fyrra, fékk hann grútleginn á síðasta degi veiðitímabilsins í Hellishyl, sem er nokkuð fyrir ofan Sveðjufoss. Þá hef ég nokkrum sinnum nú séð fiska af þessari óvenjulega miklu stærð i stiganum f Sveðjufossi," sagði Ingvi. Að sögn Ingva hafa tilraunirn- ar haldið áfram. 1983 var sami háttur hafður á með 4.000 seiði í Langárósnum og má búast við því að eitthvað skili sér af eins árs fiski úr sjó úr þeirri slepp- ingu nú í sumar. Nú í vor var gerð lítilsháttar breyting. 2.000 seiði voru keypt f Kollafirði og 2.000 í Laxalóni og 1.000 af hvor- um stofni sett í kvína f ósnum, en hin seiðin hins vegar í seiða- þró með sjálívirkum fóðrara í laxastiganum i Sveðju. „Þetta hefur verið dýrt, en veiðifélag Borgarfjarðar hefur tekið þátt í þessu með okkur, borgað 1.000 seiði. Mér sýnist hins vegar að allt saman hafi borgað sig og vel það,“ sagði Ingvi að lokum og er óhætt að taka undir orð hans að fróðlegt verði að fylgjast með framvindu þessa merkilega máls. — gg. Grundarfoss bíður eftir losun í Bretlandi AÐEINS eitt íslenskt skip hefur taf- ist vegna verkfalls hafnarverka- manna í Bretlandi. Það er skip Eim- skipafélags íslands, Grundarfoss, sem statt er í Garston á vesturströnd Bretlands og bíður þar eftir losun. Leiguskipið Helgey á að fara til Bretlands á næstunni, en verður ekki sent af stað fyrr en verkfallið leysist Selá, skip Hafskips, á að koma til Bretlands á föstudaginn, en ákvörðun um hvort skipið verði látið sigla framhjá verður tekin þá. Hjá Skipadeild Sambandsins fengust þær upplýsingar að Dís- arfell, sem átti að losa í Bretlandi í gær, hafi þurft að sigla framhjá. Ferðalangarn- ir komnir til byggða TUTTUGU manna hópur ferðalanga á vegum Ferðaskrifstofu Guðmund- ar Jónassonar kom til Mývatns í fyrrinótt eftir að hafa lokast inni í Kverkfjöllum í rúman sólarhring, er flóð í ánni Kreppu sleit í sundur einu aðkomuleiðina. Að sögn viðmælanda blaðsins hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar var fólkið aldrei í neinni hættu og dvaldi í góðu yfir- læti í Kverkfjöllum allan tímann. Besta veður var á meðan töfinni óvæntu stóð og gafst m.a. færi til fjallgöngu, sem ekki hafði verið möguleg dagana á undan vegna þoku. Útsýn getur enn bjargaö nokkrum frá aö hætta á enn eitt rigningarsumarleyfi. Uppselt í ágúst en síöustu sætin í júlí-feröum seljast meö sérstökum kjörum AÐEINS 2000 KR. UTBORGUN Eftirstöövar á 6 mánuöum. Staögreiösluafsláttur. Fríklúbbsafsláttur. Fjölskylduafsláttur. Ætlarðu að drífa þig með? Bestu staðirnir bíða þín — og nú er besti tíminn. Þannig getur veröiö komist i SÓLSKIN DAGLANGT SJÓRINN YLVOLGUR FEGURÐIN FJÖLBREYTNIN FJÖRIÐ OG MANNLÍFIÐ FRÁBÆRT lllll UB\BVO^e 24. 14.500 a mann fynr 4ra manna fjolskyldu í tvær vikur til Bibione ITALIA: IIPORTUGAL: II SPANN: Lignano/Bibione 24. júlí — nokkur sæti 31. júlí — 4 sæti laus 7. ágúst — uppselt Algarve 19. júlí — örfá sæti 9. ágúst — uppselt 30. ágúst — uppselt 20. sept. — laus sæti Torremolinos 18. júlí — örfá sæti laus 25. júlí — fáein sæti laus 1. ágúst — uppselt 26. sept. — fáein sæti Austurstræti 17, sími 26611. Hafnarstræti 98, Akureyri, sími 22911. B B U R I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.