Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 12
KÍ>*M0RGUNBLAÐH3, FIMMTUDAGUR12. JÚLÍ 1984 f 12 Bændur í Eyjafirdi sóttir heim Séd yfir einn kartöfiugarö þeirra Eiríks og Stefins i félagsbúinu „Einarsstaðir Sflastaðir“. Kartöflugarðarnir iíta mjög vel út Eiríkur Sigfússon i Sflastööum sagði að búast mætti við uppskeru í igúst ef svo færi fram sem horfði. — Vongóður um að fá metuppskeru í ár segir Eiríkur Sigfússon, bóndi á Sflastöðum ÓHÆTT er að segja að kartöflu- bændur séu heppnari í ir með veð- urfarið en í fyrra því nú hefur sólin séð sóma sinn í því að skína in afiits i matjurtagarða þeirra. Ekki hefur Eyjafjörður farið varhluta af mildi veðurguðanna og hefur sólin haft sig þar mikið í frammi og lagt sitt af mörkum til að gleðja bændur þar um slóðir. í samtali við Morgunblaðið sagði Eiríkur Sigfússon, bóndi á Sílastöðum í vestanverðum Eyja- firði, að kartöflugarðarnir litu ákaflega vel út, þó ekki væri lengra liðið á sumrið, og að búast mætti við uppskeru í ágúst ef svo færi fram sem horfði. „í fyrra setti ég niður um mán- aðamótin mái/júni en eftir það hlýnaði ákaflega lítið og uppsker- an varð lítil. En eins og útlitið er i dag er ég vongóður með að fá metuppskeru i ár. Það er bara vonandi að land- búnaðarráðherra fari varlega í úthlutun innflutningsleyfa á kartöflum þegar þær íslensku koma á markaðinn. Það gerist eðlilega að þegar neytendur taka upp kartöfiur úr sinum eigin görðum að þá fellur markaðurinn niður og þá er hætt við að birgðir hlaðist upp i landinu ef of mikið er fiutt inn. Aðspurður um gengi heyskapar sagði Eirikur að hjá þeim Stefáni Björnssyni, en þeir reka i samein- ingu félagsbúið „Einarsstaðir Sílastaðir" hefði gengið mjög vel. „Við byrjuðum slátt 20. júni og erum búnir með fyrirslátt," sagði Eiríkur „en það er lfklegt að við þurfum að slá aftur til að fá ekki sinu í túnin. Þetta sýnir annars í heild að ástandið er gott hjá bændum og gott útlit með að hey- skapur gangi vel. Ég hef yfirleitt ekki þurft að slá tvisvar en lík- lega neyðist ég til þess núna,“ sagði Eiríkur að lokum. Reynir Schiöth, bóndi á Hólshúsum, kvað Eyfirðinga búa við „sprettuöryggi“ Davíð Guðmundsson i Glæsibæ var í óða önn að flytja hey í hús. Jafnbesta heyskapar- sumar í manna minnum Akureyri, 10. júlí. „ÞAÐ SEM AF ER þessu sumri er það jafnbesta sem ég man frá því ég hóf búskap hér árið 1965,“ sagði Reynir Schiöth, bóndi á Hólshúsum í Eyja- firði, þegar fréttamaður Mbl. ræddi við hann í dag. „Annars má segja að spretta sé alltaf góð á þessari jörð, eins og reyndar víðast í Eyjafirðinum vegna sérstakrar veðursældar og góðs jarðvegs. Við búum hér við „sprettu- öryggi" ef okkur leyfist að búa til það orð yfir það. Það, sem helst kemur okkur til góða í slíku árferði sem nú er. má segja að sé að við fáum mun betra hey en annars auk þess sem við erum fyrr búin og höfum betri tíma til að sinna ýmsu öðru,“ sagði Reynir Schiöth. Aðspurður sagðist hann vera vel hálfnaður með heyskap að þessu sinni, en nefndi jafnframt að hann hefði ekki getað byrjað slátt fyrr en 11. júli árið 1979. Hólshús eru um 20 km innan Akureyrar og almennt er sömu sögu að segja frá öllum býlum í framfirðinum, sláttur er vfðast langt kominn og gott hljóð í bændum. Hið sama má segja um bændur í útfirðinum, norðan Ak- ureyrar. T.d. sagði Eiríkur Sig- fússon, bóndi á Sílastöðum, að hann væri þessa dagana að ljúka heyskap í sumar, en í fyrra hefði hann ekki hafist fyrr en 12. júlí. Sömu sögu hafði Davíð Guð- mundsson á Glæsibæ að segja, en hann var að flytja hey i hús ásamt dóttur sinni, þegar frétta- mann bar að. Gunnar Kristjánsson, bóndi á Dagverðareyri, var að binda hey ásamt syni sínum og meðciganda, Oddi. Þeir feðgar búa stórbúi á Dagverðareyri og hafa mjög tekið tæknina í sfna þjónustu, og munu þeir einu á landinu, sem í notkun hafa svokallaða „baggabyssu“ sem skýtur böggum sjálf upp á heyvagna. Voru þeir að vinna við þá vél í gær. „Ég fullyrði að þetta er eitt jafnbesta sumar það sem af er sem ég man eftir, og man ég nokkuð langt aftur í tímann,“ sagði Gunnar Kristjánsson. Almennt er hljóð í bændum 1 Eyjafirði afar gott þessa dagana. Helst var á þeim að heyra að erf- itt kynni að reynast að losna við umframhey á næsta vetri, en þó hafa þegar borist fyrirspurnir austan úr Þingeyjarsýslum um væntanleg heykaup á næsta vetri. þar sem kal hefur herjað á tún. I Eyjafirði hefur lítið sem ekkert á því borið. GBerg Gunnar Kristjánsson og sonur hans Oddur stóóu glaðbeittir á svip við baggabyssuna en hún mun vera sú eina sinnar tegundar hérlendis enn sem komið er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.