Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 16
rl.6 . MCflGUNBLADm.FWMTODA.GUR.R JXJLÍ1984 Danskur umboðsaðili Wamer Brothers: Dreifir myndböndum með íslenskum texta Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Hamrasels, ásamt Ole Kavnsnæs, fulltrúa Metronome, umboósaðila Warner Brothers. HÉR Á landi er nú staddur Daninn Ole Ravnsnæs, en hann er fulltrúi danska fyrirtækisins Metronome. Metronome er umboósaðili Warn- er-kvikmyndafyrirtækisins í Dan- mörku og er Ravnsnæs hingað kom- inn til að kynna myndbönd þau er Warner-fyrirtækið gefur út. Ole Ravnsnæs kvað megintil- ganginn með komu sinni hingað vera að kynna myndbond þau sem Warner Home Video, dótturfyrir- tæki Warner-fyrirtækisins, hefði upp á að bjóða og væri ætlunin að texta myndböndin á íslensku. „Warner-fyrirtækið hefur fram- leitt margar frægar myndir," sagði hann, „t.d. hinar vinsælu Dirty Harry-myndir, sem eru spennumyndir. Að auki höfum við svo mjög margar gæðamyndir alls konar, jafnt gamanmyndir sem háalvarlegar. Með samningum við United Artists-kvikmyndafyrir- tækið tókst okkur enn fremur að fá myndbandarétt á kvikmyndum þeirra, t.d. James Bond-myndun- um.“ — Hvert er álit þitt á þeim mynd- böndum, sem eru á íslenskum mark- aði? „Ég er nú ekki vel kunnugur því,“ svaraði Ravnsnæs, „en mér virðist þróunin ætla að verða svip- uð og í Danmörku. Það er mikið um lélegar myndir, ofbeldis- og klámfengnar, líkt og í byrjun myndbandavæðingar í Danmörku. Raunin þar hefur orðið sú, að fólk er í auknum mæli farið að leita eftir vandaðri myndum. Fyrst í stað var litið á myndbandatækni sem lágkúrulegan miðil, en nú held ég að mikil breyting sé að verða þar á.“ — Finnst þér að skipulagt eftirlit ætti að vera með því efni sem boðið er upp á á myndböndum? „Nei, ég tel það óþarft. Það hef- ur alltént ekki reynst nauðsynlegt í Danmörku. Dreifingaraðilar þar hafa sterk samtök, sem hafa reynst fær um að hafa nægilegt eftirlit. Það verður alltaf eitthvað um ólöglegar myndir á markaðn- um hvort sem eftirlit er eða ekki. Eins og ég sagði áðan, þá eru neyt- endur að verða kröfuharðari og horfa ekki lengur á hvað sem er. Ég held að markaðurinn sjái um sig, eftirlitslaust." Dreifingaraðili myndbandanna hér á landi er fyrirtækið Hamra- sel. Framkvæmdastjóri þess, Guð- mundur Bjarnason, sagði fyrir- tækið sjá um innflutning mynd- bandanna og láta texta þær hér heima. Þessi myndbönd yrðu leigð myndbandaleigum, en ekki seld þeim, og gæfi það meiri möguleika á endurnýjun bandanna. Líklegt væri að þessi myndbönd yrðu ívið dýrari fyrir neytendur en önnur, en á móti kæmi að fólki byðist góðar myndir með íslenskum texta. Guðmundur kvaðst vonast til að um 50 myndir með texta kæmu á markaðinn hér innan árs, en nokkrar myndir koma bráðlega með dönskum texta. Hann sagði að vinsældir myndbanda Warner Home Video-fyrirtækisins væru miklar og benti því til stuðnings á lista yfir 13 vinsælustu mynd- böndin, sem birtur var í Helgar- póstinum um síðustu helgi. Þar hefðu myndir fyrirtækisns verið í 8 sætum af þessum 13. Má þar nefna myndirnar „Svarti folinn", „Rocky 3“ og „Private Benjamin" auk mynda um kappann James Bond. Sumar- bókin — afþreying í sumarleyfinu ísafoldarprentsmiðja hf. hefur sent frá sér Sumarbókina með fjöl- breyttu efni ætluðu fjölskyldu í ferðalagi, í fríi eða við dægradvöl. Meðal efni.s má nefna fróðleiksþætti um ferðalög innanlands og utan, hvernig á að haga sér á sólarströnd, hvernig á að búa sig undir flugferð, hvernig fólk á að umgangast landið sitt svo og um náttúrufar landsins og fleira. Þá eru i Sumarbókinni hug- myndir að föndri, leikjum og ýms- um uppátækjum til dægradvalar. Sumarbókin hefur einnig að geyma þrautir og gátur, meðal annars af því tagi sem jafnvel slyngustu þrautakóngar gata á. Sumarbókin er ætluð fyrir alla fjölskylduna, og á að fylla þau tómarúm sem stundum vilja myndast í frítíma eða til að upp- ræta tímabundinn leiða þeirra yngri í ferðalaginu. Umsjón með útgáfunni hafði Fríða Björnsdótt- ir. JOFUR HF NYBYLAVEGI2 KOPAVOGI SIMI42600 (Kréiutilkynninft)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.