Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 37
'MORGUNBLAÐIÐ, PM»MTOBAGUR12.~JÚLl 1984 ,37 Minning: Guðný Sigríður Sigurðardóttir frændur og vinir vildu kveðja og votta samúð, styrkja fjölskylduna sem syrgir, eiginkonu, móður, börn og systkini. Fjölskyldan öll á Staðastað, hinir yngri ekki síður en full- orðnu, vill einnig með þessum síð- búnu fátæklegu orðum lýsa samúð og söknuði, þakka kynni sem urðu of stutt en skilja eftir minningar er ekki munu gleymast. Kristín R. Thorlacius Staðastað. Nú er horfinn á vit feðra vorra Guðbjartur Gíslason. öll förum við þangað um síðir en sumir of fljótt. Hann var of ungur til að hverfa af vettvangi. „Flýttu þér hægt,“ segir mál- tækið. Það má segja að Baddi hafi tileinkað sér það. Fyrir honum fór lítið, hann flýtti sér hægt en þegar á þurfti að halda þá flýtti hann sér hratt, hann var alls staðar. Ungdómsárin svo og öll hin árin átti hann í sveitinni sinni. Hann tók við jörð föður síns að honum látnum og rak hana síðan. Hann var enginn búsýslumaður, maður vissi aldrei hvort hann var bóndi, sjómaður eða raflínumað- ur, en störf sín vann hann af alúð. Eftir þá tíð er hann tók við föður- leifð sinni hafði hann umsjá með móður sinni og bróður. Hann á þakkir skildar fyrir þá umönnun er hann sýndi þeim báðum. Þeim var hann góður svo og öllum öðr- um. Konu sinni, Ásdísi Þorgríms- dóttur, á hann mikið að þakka fyrir þá alúð er hún sýndi heimili hans. Að leiðarlokum vil ég þakka Badda mági mínum samskipti öll, góða viðkynningu og samfylgd um mörg ár. Systur minni, börnum hennar, aldraðri móður hans svo og öllum ættingjum bið ég blessunar. Soffía M. Þorgrímsdóttir Svanhild- ur H. Svav- arsdóttir - Minning Fædd 2. desember 1944 Díin 28. júní 1984 Föstudaginn 6. þessa mánaðar var vinkona okkar Svanhildur Hrefna Svavarsdóttir, borin til grafar. Kynni okkar hófust þegar leiðir okkar lágu saman í 1. bekk Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og náin vinátta haldist síðan. Það varð hljótt í vinkonuhópnum þegar hin óvænta harmafregn barst, þar sem Svana lék á alls oddi kvöldið áður. Að námi loknu hóf Svana störf hjá Sælgætisgerðinni Freyju hf. Starfaði hún þar um langt árabil við góðan orðstír vinnufélaga og -veitanda. Síðustu árin starfaði hún á Borgarspítalanum. Það er mikil eftirsjá að Svönu. Hún var góð og trygg vinkona, ávallt boðin og búin til að rétta hjálparhönd, þeim sem á þurftu að halda. Við áttum margar ógleymanleg- ar stundir með henni í sauma- klúbbnum, sem við stofnuðum 13 ára gamlar og höfum haldið síðan. Svana okkar skilur eftir sig stórt skarð í hópnum, sem ekki verður fyllt og vitum við það að söknuð- urinn verður mikill þegar sauma- klúbburinn kemur saman að hausti. Við munum ætið minnast hennar með þökk fyrir trygga og góða vináttu. Svana kvæntist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Ágúst Haralds- syni, fyrir aðeins tveimur árum. Þau höfðu nýlokið við að reisa sér vandað og fagurt heimili að Óðinsgötu 16, Reykjavík. Ham- ingju sem hún fékk alltof stutt að njóta. Við vottum Ágúst okkar dýpstu samúð. Einnig flytjum við okkar innilegustu samúðarkveðjur til föður hennar, systkina og ann- arra vandamanna. Ásdfs, Auður, Dúna, Nanna og Sigga Fátt er meira virði en að kynn- ast góðu fólki á lífsleiðinni og eignast vináttu þess. í dag kveð ég tengdamóður mína, Guðnýju Sigriði Sigurðar- dóttur, hinstu kveðju. Með fáum orðum langar mig að minnast hennar og þakka henni samfylgd- ina sl. 13 ár. Guðný Sigríður Sigurðardóttir fæddist á Neskaupstað 29. maí 1931, og er þriðja í röðinni af 7 börnum þeirra heiðurshjóna, Sig- ríðar Eiríku Markúsdóttur sem nú er látin og Sigurðar Péturssonar. Fluttust þau á Seyðisfjörð þegar Guðný var 10 ára, og þar ólst Guð- ný upp hjá foreldrum sínum. Árið 1959 kvæntist hún eftirlif- andi manni sínum, Jóni Hafdal. Þau eignuðust 5 börn, 3 syni og 2 dætur. Guðný átti 2 syni fyrir og eru barnabörnin orðin 16 að tölu. Bjuggu þau hjón allan sinn bú- skap í Hafnarfirði. Það er margs að minnast, er í maður lítur yfir horfinn veg, um þessa mikilhæfu konu. Guðný var góð kona, með hjartað á réttum stað. Hún var þeirrar gerðar, að hún gat ekki gengið framhjá þeim sem bágt áttu, án þess að rétta fram hjálparhönd, það var hennar sérstaki eiginleiki. Hið stóra skarð, sem hún skildi eftir, verður seint fyllt, og votta ég elsku Nonna og krökkunum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning henn- ar. Lilja Matthfasdóttir ó blíði Jesú, blessa þú það barn, er vér þér færum nú. Tak það i faðm og blítt það ber, w með bðrnum Guðs á örmum þér. (ólafur Guðm. Vald. Briem). Með þessum linum vil ég kveðja elskulega ömmu mína sem var mér svo mikils virði, og þakka ég henni allt og allt. Guð blessi minn- ingu hennar. Matthías G. Jónsson STJÖRNU reikningar Æskusparnaður / Lífeyrisspamaður Nú er sama á hverju gengur í verðbólgustríðinu. Með fullri verðtryggingu og 5% vöxtum að auki, veita hinir nýju stjörnureikn- ingar Alþýðubankans algjört öryggi og góða ávöxtun. Við förum af stað með tvo sparireikningaflokka undir samheit- inu Stjörnureikningar, annan fyrir æskuna og hinn fyrir lífeyris- þega eða þá sem nálgast eftirlaunaaldurinn. ÆSKUSPARNAÐUR Hann er ætlaður foreldrum, öfum og ömmum, eða öllum þeim sem vilja gefa barni yngra en 16 ára sparifé. Þegar barnið verður 16 ára er upphæðin, með verðtryggingu og vöxtum laus til útborgunar og gott vegarnesti út í lífið. LÍFEYRISSPARNAÐUR Hann er fyrir 65 ára eða eldri - tryggur bakhjarl þegar aldurinn \ fer að segja til sín og.tekjurnar dragast saman. * Verðtryggð innistæða og 5% vextir að auki! Við gerum vel við okkar fólk Alþyöubankinn hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.