Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 39
MORQUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12, JÚLÍ 1984 39 fclk í fréttum Gróu- sögur um Navra- tilovu Judy Nelson + Martina Navratilova, tennisstjarnan fræga, er nú heldur betur á milli tannanna á fólki og er það raunar ekki svo óalgengt með tennisleikarana, sem sumir hverjir eru dálítið öðruvísi en gerist og gengur með fólk, a.m.k. hvað varðar skapsmunina. Það, sem er hvískrað um Navratilovu, er, að samband hennar og vinkonu hennar, Judy Nelson, sé ekki eins og vera eigi milli tveggja kvenna. Navratilova er nú í London vegna Wimbledon-keppninnar og hefur Judy, sem er tveggja barna móðir, verið óaðskiljanlegur förunautur hennar þar. Reyndar brá hún sér sem snöggvast vestur til Texas til að ganga frá skilnaðinum við manninn sinn, lækninn Edward Nelson, en er nú komin aftur. Biöðin hafa að sjálfsögðu gert sér mikinn mat úr þessu og getur Navratilova varla komist út úr húsi því að fyrir utan bíður blaðamanna- hjörðin eins og gráðugur úlfaskari. Navratilova hefur af þess- um sökum heitið því að koma aldrei til Englands í öðrum erindagjörðum en að keppa á Wimbledon. Judy ber þverlega á móti því, að eitthvert óeðlilegt samband sé á milli þeirra Navratilovu og segist aðeins vera ákafur aðdáandi tennisleikarans. Sín vegna megi menn halda það, sem þeir vilja. COSPER -----------------------, — I»að er augljóst að fegurðarsmyrslunum hefur hrakað mjög. Reagan tekur lagið + Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, sem gjarna vill vera það enn um sinn, er nú kominn á fullt í kosningabaráttunni og kemur víða við. Fyrir skömmu brá hann sér í gervi sveita- söngvara og tróð upp með söngkonunni Tammy Wynette. Lagið sem þau sungu var „Stand by your Man“ og hús- freyjan á Bergþórshvoli hefði kallað „Ung var ég gefin Njáli“. Sumarið ’84 Bjóöum viö 4 teg. tjaldvagna 2 þýzka á stórum hjólum og 2 danska Vagninn er á fjöörum, dempurum og 13“ hjólum. Verðið er 86.000 kr. og allt innifaliö, t.d. fortjald, eldhús m. eldavél og gaskút, dýnur, gluggatjöld, borö o.fl. Sami góöi undirvagninn á 13“ hjólum. Sami búnaöur. Verð 89.000 kr. ir*. m Danskur Camplet. Fallegur, auöveldur í uppsetningu. Innifaliö dýnur, fortjald o.fl. Veró 92.000 til 98.000 kr. Gísli Jónsson og co. hf., Sundaborg 11, sími 68-66-44 Bladburöarfólk óskast4 Vesturbær Vesturgata 46—68 Nesvegur 40—42 Boöagrandi Reynimelur 57—78 Reynimelur 80—96 Austurbær Kjartansgata Ingólfsstræti Lindargata frá 1—38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.