Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1984 5 Rækjuveiðar Norðmanna: Þriggja vikna stopp í júlí til að létta á mörkuðum NORÐMENN hafa nú ákveðið að stöðva rækjuveiðar frá og með 5. júlí síðastliðnum til 23. sama mánaðar til að draga úr framboði á rækjumarkaðnum og reyna að forðast frekari verðlækkanir vegna aukinnar spennu samkvæmt frétt Fish- ing News International í þessum mánuði. Rækjuveiðar Norð- manna hafa farið mjög ört vaxandi síðustu ár. í fyrra námu þær 76.473 lestum og voru 48% meiri en 1982. Doktor í hagfræði ÞANN 18. maí varði Tór Einarsson doktorsritgerð í hagfræði við háskól- ann í Essex, Englandi. Ritgerðin ber heitið „A Supply Shock Model of a Small Open Economy Incorporating Rational Expectations, and Its Appl- ication to Iceland in the 1970s“. Andmælendur voru dr. Fabio Schi- antarelli og dr. Patrick Minford, prófessor við Liverpool-háskóla. Fjallar ritgerðin um áhrif snarhækk- aðs olíuverðs á efnahag smáríkja, þar sem ísland er nærtækt dæmi. I því sambandi var smíðað þjóð- hagslíkan, í anda viðhorfa sem náð hafa talsverðri hylli á síðustu árum og kennd eru við „New Classical Macroeconomics". í þeim felst róttækt fráhvarf frá kenn- ingum Keyness lávarðar, sem réðu ríkjum í þjóðhagfræði um áratuga skeið. Með téðum viðhorfum hafa hinar nýklassísku kenningar, sem ríktu áður en Keynes setti fram sínar, í raun verið endurvaktar og endurbættar. Tór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina ár- ið 1974, Cand. Oecon-prófi frá viðskiptadeild HÍ 1978 og MA- prófi í hagfræði við Essex-háskóla 1980. Foreldrar Tórs eru hjónin Inger Dr. Ármann Snævarr Heiðursfélagi finnska sakfræðinga- félagsins DR. ÁRMANN Snævarr hæsta- réttardómari hefur nýlega verið kjörinn heiðursfélagi finnska sakfræðingafélagsins. Dr. Ár- mann var prófessor í refsirétti við Háskóla fslands um alllangt skeið, og eftir hann hafa birst ýmis rit og ritgerðir um efni þeirrar grein- ar. Hann hefur einnig lengi verið formaður hegningarlaganefndar og fulltrúi fslands í norrænni nefnd um hegningarlög. Trillan fannst austur af Skrúð TRILLAN frá Fáskrúósfirði, sem leitað var á miðvikudagskvöld, fannst á þriðja tímanum þá um nótt- ina og var fullorðinn maður, sem var einn í bátnum, við bestu heilsu. Trillan fannst við grynningar austur af Skrúð og hafði villst í þokunni, sem var mikil og svört þá um nóttina. Trillan var ekki búin tækjakosti til að sigla í þokunni, né til að maðurinn gæti látið vita af sér og ákvað hann þvi að bíða uns þokunni létti. Bátar frá Fá- skrúðsfirði, Stöðvarfirði og Eski- firði, svo og varðskip tóku þátt í leitinni og eins leituðu leitarflokk- ar frá Fáskrúðsfirði og Eskifirði á landi. Tór Einarsson og Einar Arnórsson, verkfræðing- ur í Reykjavík. Tór vinnur nú að rannsóknum á íslenskum hagsveiflum við við- skiptadeild Háskóla íslands. Með þessari miklu aukningu hefur rækjan skipað sér næst á eftir þorski hvað varðar afla- verðmæti Norðmanna. Þessi ákvörðun hefur haft það í för með sér, að margir af stærri frystitogurum þeirra, sem stundað hafa djúprækjuveiðar, hafa legið bundnir síðan 18. júní. íslenzkir rækjuframleiðend- ur hafa samþykkt að hætta rækjumóttöku frá og með 10. ágúst næstkomandi, en það stafar að sögn þeirra ekki af sömu orsökum, heldur hinu að þeir telja hráefnisverð of hátt og því um 20% tap á verkun- inni. Rækjuveiði íslendinga er nú tæplega helmingi meiri en á sama tíma í fyrra, eða 10.731 lest fyrstu 6 mánuði ársins á móti 5.438 lestum á síðasta ári. Þá munu Færeyingar hafa í hyggju að auka rækjuafla sinn að sögn FNI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.