Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1984 The Economist: „Thatcher að missa tökin á stjórninni“ „ÖNNUR ríkisstjórn Margrétar Thatchers er á góðri leið með að verða svo seinheppin að leita verð- ur allt til seinni heimsstyrjaldar- innar til að finna fordæmi." Svo kemst hið virU vikublað The Econ- omist að orði í síðasU tölublaði. Að dómi blaðsins ber fyrsta ár síðara kjörtímabils stjórnarinn- ar vitni um „óheppni, mistök og vanrækslu". Vandamál stjórnar- innar, sem snertu m.a. bændur, námumenn, lávarðadeildina, bæjar- og sveitarstjórnir og að- ildarþjóðir Evrópubandalagsins, megi rekja til þess að Thatcher sé of skammsýn. Segir The Economist þetta koma sérstaklega fram í þeim málum sem Thatcher leiðist. Er m.a. tekið sem dæmi að hún van- ræki Norður-frland, skeyti ekki um þá hættu sem að lýðræðinu steðjar í bæjar- og sveitarstjórn- armálum og telji að unnt sé að draga úr völdum verkalýðsfélag- anna með því að hundsa þau. Þá segir blaðið að þótt stjórn- in sé enn nokkuð sterk og enginn dragi í efa stefnufestu Thatch- ers, þá hafi forsætisráðherrann samt sem áður tapað áttum. Thatcher líkist æ meir Harold Wilson á síðustu dögum stjórnar hans. Nefnir blaðið m.a. tvö ný- leg dæmi þess: Annars vegar ákvörðun Thatchers að fresta því að afnema núverandi fyrir- komulag kosninga til borgarráðs Lundúna eftir að lávarðadeildin og margir flokksbræður hennar höfðu lýst yfir andstöðu við áform stjórnarinnar þar að lút- andi, og hins vegar hvernig for- sætisráðherrann tók á málefn- um Evrópubandalagsins. Það bráðabirgðasamkomulag, sem þar var gert á dögunum, hefði engan veginn samrýmst yfir- lýstri stefnu hennar. The Economist segir enn fremur að völd forsætisráðherr- ans séu meiri nú en nokkru sinni frá því í seinni heimsstyrjöld- inni. Allir helstu ráðherrar í stjórn Thatchers heyri til fá- mennum hópi, sem ekki standi vörð um fjölbreytilega hagsmuni íhaldsflokksins, heldur þjóni einungis vilja forsætisráðherr- ans. Loks segir blaðið það fara í vöxt að Thatcher túlki sjálf- stæða hugsun manna í stjórn- málum sem ótrygglyndi við stefnu hennar. Þannig hafi hún t.d. rekið þá ráðherra, sem ekki fylgdu henni að málum í einu og öllu. Edward Heath hefði að minnsta kosti leitað ráða hjá reyndum stjórnmálamönnum í stjómartíð sinni, en Thatcher skeyti ekkert um ráðleggingar þeirra. The Economist klykkir síðan út með því að segja að sé Thatcher hvorki reiðubúin að þiggja góð ráð frá skoðana- bræðrum sínum né stjórnar- andstæðingum verði risið upp gegn henni; allt frá lávarðadeild- inni til neðri málstofunnar, og námumönnum til bæjar- og sveitarstjórna. „Þá getur Thatcher ekki skellt skuldinni á þjóðina. Að lokum mun þjóðin skella skuldinni á hana.“ Sama drullan Leíklist Jóhann Hjálmarsson Leiklistardeild Ríkisútvarpsins: Viðtalið eftir Václav Havel. Þýðandi: Jón R. Gunnarsson. Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir. Leikendur: Erlingur Gíslason og Harald G. Haralds. Flutt 12. júlí. Leikritaskáldið tékkneska Václav Havel hefur í senn vakið athygli fyrir verk sín og andóf gegn stjórnvöldum í heimalandi sínu. Hann er enn búsettur í Tékkóslóvakíu og vandlega gætt af fulltrúum kerfisins. Havel er snjallt ieikritaskáld eins og fram kom í flutningi út- varpsins á Viðtalinu eftir hann, einþáttungi sem sýnir okkur kviku samfélags í hlekkjum. Samfélagið er í leikriti Havels undirtónn, baksvið, en það sem hann fæst við að lýsa er mann- eskjan, jafnan óhamingjusöm. Forstjóri brugghúss hefur í þjónustu sinni rithöfund sem ekki er í náðinni, reyndar í eins konar betrunarvinnu í ölinu. Hann kallar rithöfundinn á sinn fund, býður honum upp á bjór og vill fara að semja við hann. Rit- höfundurinn á að fá þægilegra starf í brugghúsinu fyrir upp- ljóstranir sem koma forstjóran- um að gagni og styrkja stöðu 0m*.- M * m í iJHni Václav Havel hans gagnvart þeim sem stund- um koma í heimsókn. Ekki nóg með það. Rithöfund- urinn á líka að koma forstjóran- Morgunbladið/Sigurgeir Anna Þorsteinsdóttir, formaður Kvenfélagsins Líknar, tekur fyrstu skóflu- stungu að hinum nýja áfanga íbúða aldraðra. Vestmannaeyjar: Byrjað að nýjum áfanga að íbúð- um fyrir Vestmannaeyjum, 4. júlí. ^ INNAN skamms hefjast fram- kvæmdir við annan áfanga bygg- ingar íbúða fyrir aldraöa við Eyja- hraun. í þessum áfanga verða byggð- ar sex íbúðir, fjórar hjónaíbúðir og tvær minni. Þetta verða söluíbúðir en Bæjarsjóður Vestmannaeyja mun eiga og annast um sameign. Húsið á að afhendast fokhelt og fullfrágeng- ið að utan þann 15. desember nk. og verða íbúðirnar tilbúnar til afhend- ingar á næsta sumri. í fyrsta áfanga þessarar bygg- ingaáætlunar íbúða fyrir aldraða voru einnig sex íbúðir og var flutt inn í þær 1981. Bæði húsin eru teiknuð af Gylfa Guðjónssyni arkitekt. Það var Anna Þorsteinsdóttir, formaður Kvenfélagsins Líkn, sem tók fyrstu skóflustunguna í þess- um nýja áfanga. Konur í Kvenfé- laginu Líkn hafa alla tíð unnið aldraða mikið og óeigingjarnt starf að málum sjúkra og aldraðra hér í Eyjum og lagt sjúkrahúsi og stofnunum aldraðra ómetanlegt lið á umliðnum árum. 75 ár eru frá stofnun þessa merka kvenfélags. Eftir athöfnina við íbúðir aldraðra á þriðjudaginn færði Sigurbjörg Axelsdóttir bæj- arfulltrúi Kvenfélaginu Likn fagr- an fundarhamar að gjöf frá Bæj- arstjórn Vestmannaeyja og veitti Anna Þorsteinsdóttir gjöfinni móttöku. Mikil þörf er á litlum þægi- legum íbúðum eins og þeim sem byggðar eru í þessari bygginga- áætlun. íbúðirnar eru staðsettar við hlið Hraunbúða, dvalarheimil- is aldraðra, og er gert ráð fyrir því að íbúar húsanna geti sótt ýmsa þá þjónustu sem völ er á í Hraunbúðum. — hkj. Frá athöfninni er fyrsta skóflustungan var tekinn. um í kynni við glæsilega leik- konu. En rithöfundurinn er ósköp vesæll og lítill bjórdrykkjumað- ur. Hann er eiginlega ekki til annars nýtur en velta tómum tunnum í brugghúsi. Hann vill ekki taka þátt í samsæri sem bætir hag hans. Rithöfundurinn er reyndar í vanda staddur. En í enn meiri vanda er forstjórinn. Það er hann sem á raunverulega bágt. Það er fylgst með honum og af honum krafist ýmislegs sem hann kærir sig ekki um. Hann er fangi, flæktur í net kerfisins, og á sér ekki uppreisnar von. Það er búið að dæma hann frá þeim kosti að vera manneskja. í góðri leikstjórn Kristínar Jó- hannesdóttur og áheyrilegri þýð- ingu Jóns R. Gunnarssonar túlk- uðu þeir Erlingur Gíslason og Harald G. Haralds mennina tvo, hina óvenjulegu „félaga“ með þeim hætti að hlustandi skildi kvölina að baki. Erlingur nær sér jafnan á strik í flóknum hlutverkum þar sem illskan flýt- ur á yfirborðinu. Harald náði að tjá hræðslu vanmegna manns. Þetta er sama drullan, allt saman, segir rithöfundurinn að lokum og étur upp eftir forstjór- anum. Auðvitað gild niðurstaða. En ekki bara fyrir ástandið í Tékkóslóvakíu. Gaman var að fylgjast með því hve Václav Havel hefur lært margt af Samuel Beckett. Endurtekningar, hin síhljóm- andi stef, minntu á meistarann. Hjá Beckett eru endurtekingarn- ar oft leikur að orðum. Havel aftur á móti er að leggja áherslu á óhugnanleik lífsins, blákaldar staðreyndir, með því að hamra á hinu sama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.