Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚLl 1984 Hrærivél eða samfélag — eftir Indriða G. Þorsteinsson Mér hefur borist í hendur bók eftir Magna Guðmundsson, hag- fræðing, sem hann nefnir Hag- fræði og stjórnmál, og þarf ekki að telja til tíðinda, þótt sest sé niður og skrifuð slík bók á tíma, þegar öll þjóðfélagsumræðan snýst um efnahagsmál og önnur sérsvið ha- gfræðinga. Hitt má þykja nokkr- um tíðindum sæta, að við lestur bókar Magna kemur í ljós að hið skoplitla samfélag íslendinga er orðið jafnvel flóknara en milljóna samfélög og má rekja þá ónáttúru til hömlulítillar eftiröpunar á löggjöf stærri og flóknari samfél- aga, þar sem fleiri stoðum er skot- ið undir efnahagslífið en hér er hægt. Með þessu móti hefur okkur tekist, mest vegna mannaláta, að búa til samfélag, sem er svo dýrt á fóðrum, að hér þyrfti bæði olíu- lindir og málmgrýti til viðbótar til að hægt væri að standa undir kostnaðinum með öðru en erlend- um lántökum og verðbólguköstum. í bók Magna Guðmundssonar eru tíunduð viðhorf til verðlags- mála, stjórnar peningamála og skattkerfis. Er auðséð á annars hlutlausri úttekt að öll þessi atriði efnahagslífsins hafa verið gerð flóknari en nokkur þörf er fyrir og seinvirkari og erfiðari viðfangs en hæfir litlu samfélagi. í raun leiðir bókin til þeirrar skoðunar, að hér þurfi að gera stórfellda efnahags- lega úttekt, sem miði að því að einfalda hin margvíslegu kerfi, sem komið hefur verið upp og urðu í raun gjaldþrota þegar verðbólg- an komst í 137%, sem enn er í mannaminnum, þótt kjósandinn sé furðu fljótur að gleyma óþæg- indum og sé alltaf reiðubúinn að hlusta á nýja drauma um auð handa öllum. Að vísu hefur ekki skort yfirlýsingar um efnahags- lega úttektir. Hermann Jónasson hét henni 1956. Þegar rikisstjórn hans fór frá 1958 hafði enn ekki bólað á henni. Hinn sæmilegi frið- ur viðreisnaráranna leiddi til póli- tiskra útbrota, sem komu i ljós á svonefndum Framsóknaráratug og stöðugt urðu kerfin flóknari. Tvö hundruð þrjátiu og fimm þús- und manns geta ekki leyft sér að láta skoðanasýki einstakra frammámanna i stjórnmálum verða til að hleypa okkur í nýtt verðbólgugjaldþrot. Stöðugt er verið að kalla á unga menn að taka til hendinni og breyta. Þeir eru til í það og þusa eitthvað á Alþingi, en búa áfram við mark- litla verðlagsstjórn, einveldi Seðlabanka, og skattkerfi sem enginn skilur. Þess vegna verður hver tilraun þeirra dæmd til að vera aðeins tilraun til að skipta um hálstau. í inngangi bókar sinnar ber Magni Guðmundsson saman tvö tímabil, árin 1919—39 og 1960—80. Á fyrra tímabilinu var gengi stöðugt, og vakti það athygli annars staðar. Á kreppuárunum komum við okkur upp vegakerfi, sem stóð næstum óbreytt í þrjá áratugi. Eysteinn Jónsson hafði fjármálastjórnina á hendi mestan þennan tíma. Hann hafði ekki þjóðhagsstofnun eða Seðlabanka sér við hlið, en skrifaði í minnis- bók „Dear Hambros" ef honum lá lítið við og þetta bjargaðist. Helsti kosturinn við það stjórnkerfi, sem þá ríkti, var auðvitað að einstaka ráðherra hafði yfirsýn yfir sína málaflokka, en treysti ekki á stofnanir, sem spá einu i dag og taka það aftur á morgun. Af bók Magna sést að fyrir utan þetta tímabil gerðist það aðeins tvisvar, Dr. Magni Guómundsson „Bók Magna Guð- mundssonar er þörf lesning mitt í hinu óstöðvandi mali og sí- bylju hrærivélar ís- lenskra efnahagsmála.“ að sæmilega frítt var í landinu fyrir gengisfellingum og verð- bólgu. Það var á tíma utanþings- stjórnar dr. Björns Þórðarsonar, þegar hann lýsti yfir við lok stjórnarferils aðspurður af Sveini Björnssyni, forseta, að verðbólgan hefði ekki aukist um eitt prósent á stjórnartímabilinu, og svo á árinu góða, þegar minnihlutastjórn Em- ils Jónssonar sat að völdum varin falli af Sjálfstæðisflokknum. Þá haggaðist ekki mikið og hrærivél- in, sem allajafna er látin mala i staðinn fyrir sæmilega hagstjórn, var tekin úr sambandi. Á tuttugu ára tímabili, 1960—1980, féll krónan gagnvart Bandaríkjadal úr 35,06 kr. í 480,09 kr. og hefði mátt ætla að minna hefði dugað. Magni Guðmundsson leiðir nokkur rök að því að kjör- dæmaskipan og embættaveitingar eigi sök á þessum ófarnaði, og er þó ekki allt talið. í kaflanum um verðlagsmál dregur Magni fram einn af höfuðþáttum vandræða- mennsku okkar, þegar á að aðlaga erlend lög okkar aðstæðum og minnist i því sambandi á útfærslu okkar á dönskum lögum um eftir- lit með einkasölu og samkeppnis- hömlum. Segir hann að við þá lagasetningu hafi tekist að snið- ganga alla þrjá meginkosti dönsku laganna. Annað er eftir þvi. Þegar kemur að stjórn peninga- mála i landinu virðist sem hlut- verk miðbanka í öðrum þjóðlönd- um sé með allt öðrum hætti en hér tíðkast um Seðlabanka, og mættu menn að ósekju draga hlífar frá augum, þó ekki væri til annars en gera sér grein fyrir að liklega er íslenski miðbankinn einstætt fyrirbæri í heiminum, með algjör tök að viðskiptabönkum og ný- liðna raunvaxtastefnu að baki, sem m.a. átti sinn þátt i verð- bólgufárinu. Sjálfur er Seðlabank- inn orðinn yfirstórveldi í lánamál- um þannig, að oftar en hitt er vis- að til hans, þegar leitað er til viðskiptabanka. Þetta þekkist hvergi. Um hlut sparifjáreigenda i verðbólgu segir Magni: „Lausnin felst ekki i þvi að hækka vexti af innlánum og útlánum almennt og gangsetja þar með vaxta og verð- lagsskrúfu." Ætli einhverjir hafi vitað þetta áður en verðbólgufárið hófst? Að auki segir Magni: „ís- lenski peningamarkaðurinn er ekki frjáls, og Seðlabankinn notar enginn þeirra hagstjórnartækja, sem nefnd voru utan beinnar íhlutunar í formi vaxtaákvarðana og tilskipana um lánaþak eða lánaskömmtun af öðru tagi.“ Og enn skrifar Magni: „Vaxtakjör hafa af hálfu Seðlabankans mótast af tveim forsendum, sem báðar hafa reynst rangar. önnur er sú, að hækkun innlánsvaxta leiði til aukins heildarsparn- aðar. Hin er á þá lund, að hækkun útlánsvaxta dragi úr verðbólgu." Að lokum tekur Magni Guð- mundsson skattakerfið til með- ferðar, og fer ekki um það mildari höndum en verðlag og peninga- mál, en þar þarf líka að einfalda og bendir Magni m.a. á, að ekki sé gott að „hafa tvo eða fleiri skatta á einn og sama skattstofninn". Bók Magna Guðmundssonar er þörf lesning mitt í hinu óstöðv- andi mali og síbylju hrærivélar ís- lenskra efnahagsmála. Um þessar mundir rikir stundarhlé, en sterk öfl í öllum flokkum eru á fullri ferð við að hleypa nýju öngþveiti af stokkunum. Þar hjálpar til erf- ið staða í sjávarútvegi og vonlaust ástand í landbúnaðarmálum, þar sem lítið þjóðfélag á nyrstu mörk- um byggðar með tæpan gróður hefur tekið að sér að gefa nægta- þjóðum að éta. En það er auðvitað eftir öðru. Eitt er þó víst og rétt. Ákveðinn samhljómur vitleysunn- ar gengur i gegnum þetta allt saman. Örvænting sjávarútvegs og framleiðsla á gjafakjöti er ekki úr takti við efnahagsmálin í heild. Síðan eigast við atvinnurekendur og launþegar og telja að þeirra sé að berjast einangrað um fjármuni, sem ekki verða til nema með slætti erlendis. Bók Magna Guðmundssonar er dálítið köld gusa á þá sveittu menn, sem erfiða alla daga við að koma okkur á hausinn, en enginn skyldi ætlast til að hlustað verði á leiðbeiningar hans, enda standa ættaveldið og embættismennirnir sinn trúa vörð um óbreytt ástand. Indriði G. Þorsteinsson er rithöt- undur. Greinargerð Björns Þ. Guð- mundssonar í háskólaráði tannlæknisfræðum við Lækna- skólann, þar sem ekki yrði aðeins stefnt að menntun tannlækna á heimsmælikvarða, heldur og minni spámanna sem sinnt gætu tannhirðu íslendinga innan heil- brigðiskerfisins, á sjúkrasam- lagskjörum. vegna tillögu um lokun læknadeildar ofl. Vegna fréttar í Morgunblaðinu sl. þriðjudag um tillögur sem ég lagði fram i háskólaráði 5. júlí sl. varðandi skipulagsbreytingar á menntun heilbrigðisstétta, tel ég ástæðu til að fara þess á leit við Morgunblaðið að greinargerð sem þeim fylgdi verði birt í heild í blaðinu. Virðingarfyllst. í háskólaráði hefur oft verið rætt um að skólann skorti mennt- unarstefnu. Málflutningur margra og tillögur hafa miðað að því að stefna yrði mótuð á grundvelli rækilegrar umræðu. Hið seinna hefur tekist en hið fyrra er enn vonarpeningur. Umræður um fjöldatakmarkan- ir sýnast nú vera að falla í þann farveg að háskólaráð hafi sætt sig við þá umdeildu afgreiðslu að bíða eftir beiðnum einstakra deilda um takmarkanir á st.údentafjöld og samþykkja síðan i tímaþröng á hverju vori. Telja verður að slík afgreiðsla leysi engan vanda. I raun er hon- um aðeins velt yfir á aðrar deildir og námsbrautir. Er ljóst, að há- skólayfirvöld sæta víða réttmætri gagnrýni fyrir slíkar skammtíma- lausnir. Fer sú gagnrýni vaxandi. Við þessar aðstæður verður að telja nauðsynlegt að setja fram nýjar tillögur sem miða að því að móta framtíðarstefnu á vissum háskólasviðum. Hugmyndin er að firra háskólann að nokkru þeirri réttmætu gagnrýni sem hann hef- ur sætt vegna skorts á menntun- arstefnu. Jafnframt er tillögunum ætlað að koma í veg fyrir að stúd- entum og einstökum deildum sé mismunað eins og nú verður óhjákvæmilega við afgreiðslu fjöldatakmarkana. óskir einstakra deilda um fjöldatakmarkanir eiga það sam- eiginlegt að þær lúta að menntun svonefndra heilbrigðisstétta, sem einnig heyra undir heilbrigðis- ráðuneytið, þ.e. eins og nú er lækna, tannlækna, hjúkrunar- fræðinga, sjúkraþjálfara og nú síðast lyfjafræðinga. Vaknar þá sú spurning hvort ekki sé hægt með skipulagsbreytingum að létta miklum hluta kostnaðar í þessu efni af sjóðum háskólans og fjár- veitingum menntamálaráðuneyt- isins með því að færa hann yfir á önnur útgjöld ríkisins vegna ný- bygginga, þ.á m. kennslu- og rann- sóknarrými, rekstrarkostnað og kostnað vegna tækjakaupa. Kemur þá helst til álita að telja þessa háskólastarfsemi þátt í heil- brigðisþjónustu rétt eins og bygg- ingu og rekstur sjúkrahúsa. Með þessu móti losnaði háskóla- happdrættið við dýran kaleik. Gert er þó ráð fyrir að mennta- málaráðuneytið mundi standa straum af launum fastra kennara, en ekki annarra. Nýjum föstum kennarastöðum yrði e.t.v. komið á fót fyrir það fé sem þannig færðist á aðra útgjaldaliði ríkisins. Eftir sem áður gætu kennarar í hlutast- öðum sínum haldið stöðuheiti sínu en launin yrðu skoðuð sem hluti af launum aðalstarfs. Til þess að hrinda tillögum þessum í framkvæmd er gert ráð fyrir að stofnaður yrði sjálfstæður læknaskóli í tengslum við háskól- ann. Skólinn gæti annast menntun allra heilbrigðisstétta á háskól- astigi. í framhaldi af þessari nýbreytni er ástæða til þess að endurskoða menntunarstefnu varðandi heilbrigðisstéttir frá rót- um. Kemur þá m.a. til álita hvaða greinar sé nauðsynlegt eða heppi- legt að kenna í læknaskóla og hvort stefna beri að því að leggja sumar greinar niður með öllu, samanber síðar. Tannlæknadeild Það er skoðun mín, að hvorki rannsóknarstörf né útskrift 8 tannlækna á ári réttlæti þann óhemju kostnað sem fylgir tann- læknadeild. Því sé einlægast að leggja hana niður. Framkvæmdin yrði einfaldlega þannig að engir tannlæknanemar yrðu innritaðir frá og með haustmisseri 1985, en deildin rekin þar til þeir síðustu sem þar eru nú útskrifuðust. Þá yrði húsnæðið tekið undir þá starfsemi, sem það var uphaflega ætlað fyrir og stólarnir seldir á hagkvæman hátt. Til þess að fullnægja þörf hér- lendis mætti annaðhvort senda tannlæknanemana til útlanda í skiptum fyrir útlenda nema í öðr- Björn Þ. Guðmundsson „E.t.v. leiddi þessi um- þóttunartími í Ijós, að læknaskólanum þætti hlutverki sínu betur borgið með því að sér- hæfa læknakandidata, sem þegar væru til, svo að þeir þyrftu ekki í eins ríkum mæli að fara til útlanda.“ um greinum eða flytja inn útlenda tannlækna sem nóg framboð er af — eða gera hvort tveggja. Þætti þetta ekki fýsilegur kost- ur yrði haldið uppi námsbraut í Læknadeild Lokun læknadeildar færi fram með þeim hætti að engir nýnemar yrðu innritaðir frá og með haust- misseri 1985. Þrjú ár ættu að nægja til að ganga frá skipu- lagsbreytingum og lykju þá þeir læknanemar, sem eftir eru, námi við hinn nýja læknaskóla, sem e.t.v. kysi ekki að hafa fleiri nem- endur í fyrstu, t.d. meðan beðið yrði eftir að sjá hver áhrif þessi nýskipan hefði á heimþrá is- lenskra lækna í útlöndum. E.t.v. leiddi þessi umþóttunar- tími í ljós, að iæknaskólanum þætti hlutverki sínu betur borgið með því að sérhæfa læknakandi- data, sem þegar væru til, svo að þeir þyrftu ekki í eins ríkum mæli að fara til útlanda. Þannig gæfist reyndum íslensk- um læknum á erlendri grund væntanlega eftirsóknarvert tæki- færi að koma heim og keppa við starfsbræður sína um að miðla af þekkingu sinni og reynslu við nýja læknaskólann. Með hliðsjón af því sem nú hef- ur verið rakið, legg ég til að há- skólaráð beiti sér fyrir eftirfar- andi: 1. að læknadeild verði lokað í a.m.k. 3 ár 2. að stofnaður verði Læknaskóli við Háskóla íslands 3. að sett verði á fót sérstök nefnd til þess að annast undirbúning að starfrækslu hans 4. að tannlæknadeild verði lögð niður. Björn Þ. Gudmundsson er prófessor rið lagadeild Hískóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.