Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 13
MÓRGÚNBLADÍD, LÁUCÁRDAGUR 14. JtlLÍ 1984 13 Að ráðast á garðinn, þar sem hann er lægstur Forsætisráðherra Breta, Margaret Thatcher, afsalaði sér hluta af laun- um sínum meðan hún prédikaði sparnað fyrir bresku þjóðinni og tók £37.410,- í stað £46.650,- sem hún átti tilkall til f„Woman“ 11. sept. 1982). Auðvitað hefur það ekki skipt sköpum fyrir ríkissjóð Breta þessi tæp 10 þús. £, sem forsætisráðherr- ann afsalaði sér, en óneitanlega var fordæmið eftirbreytnivert og gerði tilkall hennar til sparnaðar almenn- ings trúverðugra. — eftir Ragnheiði Guðmundsdóttur Frá mánaðamótunum maí-júní sl. hefur sjúklingum, sem leita lækn- ishjálpar utan sjúkrahúsanna, verið gert að greiða læknum nær þrefalt gjald á við það, sem tiðkaðist fyrir þann tíma, eða sérfræðingum kr. 270,- í stað 100,- og ellilífeyrisþegum og öryrkjum helming þessa gjalds. Frá sama tíma gildir líkt um lyfja- kostnað sjúklinga. Þessi hækkun þýðir ekki auknar tekjur til lækna og lyfjabúða — eins og raunar hefur komið fram í blöðum, heldur er rík- issjóður að spara sér greiðslu til þessara aðila með þvf að láta sjúkl- ingana borga meginhlutann af lækn- ishiálpinni og lyfjakostnaðinn. A undanförnum mánuðum var mikið rætt og ritað um gjaldtöku, að einhverju leyti, af sjúklingum á spít- ölum og þá miðað við, að þeir betur megandi yrðu látnir greiða eitthvað af þeim kostnaði, sem af spítalavist þeirra leiddi. Þetta þótti með öllu ótækt, eins og eðlilegt var, og vöruðu spítalalæknar m.a. við þessari gjald- töku af spítalasjúklingum. Andúð á þessari fyrirhuguðu nýbreytni varð til þess, að spítalasjúklingar sluppu við þetta gjald. — En það voru aug- ljóslega aðrir sjúklingar, sem hægt var að ná til, eða allir þeir, sem þurfa að leita læknisaðstoðar á lækningastofum eða göngudeildum, svo og þeir, sem fara til eftirlits á leitarstöðvum, svo sem krabba- meins- og Hjartaverndar. Fólk, sem nýtur góðrar heilsu og þarf sjaldan á læknisaðstoð að halda, finnur lítið fyrir þessum auknu útgjöldum, en allir þeir, sem búa við skerta heilsu og þurfa oftar en hinir á læknishjálp að halda, verða illilega fyrir barðinu á þessari óréttmætu gjaldtöku. Þetta á ekki síst við um gamla fólkið og öryrkj- ana, sem hafa ellistyrk og örorku- bætur sér til framfæris. Þetta fólk þarf eðlilega oftar að leita læknis og þarf meira á lyfjum að halda en aðr- ir. Þessi aukna gjaldtaka kemur því verst við þá, sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni og þess vegna má segja, að verið sé að ráðast á garð- inn, þar sem hann er lægstur. Við höfum talið okkur til ágætis og stært okkur af því, að hér eigi allir kost á að njóta læknishjálpar án tillits til efnahags. Verður þessi gjaldtaka ekki einmitt til þess að fólk leiti sjaldnar læknishjálpar en ástæða er til eða komi seinna til læknis en þörf er á með ófyrirsjáan- legum afleiðingum, ef til vill. — Mér kemur í hug hvað verður, þegar skól- arnir byrja í haust og börnin koma úr skólaskoðunum með ábendingu um að fara til dæmis til augnlækna, svo nærtækt dæmi sé tekið. Samtím- is fá foreldrarnir kannski tilmæli um að koma í krabbameinsskoðun eða til Hjartaverndar. Hvað skeður? Kostnaðurinn í þessu tilfelli við þessar skoðanir er kominn á annað þúsund krónur. Er ekki hætt við, að einhverjir þessara aðila sitji á hak- anum? Borgar það sig? Það er von að spurt sé, því al- menningi er sagt að verið sé að spara, þó hefur það verið margsýnt og sannað, að öll heilsugæsla borgar sig, því hún skilar sér í betra heilsu- fari á lengri mannsævi og þar af leiðandi í meiri afköstum og auknum þjóðartekjum. Að ekki sé talað um, að gott heilsufar ætti að auka líkur á meiri lífshamingju, sem ekki verður mæld í krónum og aurum. Það er annað atriði, sem mér finnst vert að minnast á i sambandi við þessa auknu gjaldtöku af sjúkl- ingum, sem getur haft neikvæð áhrif á almenning og það er hvort áhugi almennings á þvf að láta fé af hendi rakna til heilbrigðismála minnki ekki, ef honum finnst of hart að sér gengið við greiðslu á læknishjálp. Þó ekki sé farið svo langt aftur f tímann að minna á frumkvæði og þátt kvennasamtaka f landinu f byggingu sjúkrahúsa, eins og Land- spítalans og sjúkrahúsa annars stað- ar, þá líður varla sá dagur, að ekki sé „Þetta á ekki síst viö um gamla fólkið og öryrkjana, sem hafa ellistyrk og örorku- bætur sér til framfæris. Þetta fólk þarf eðlilega oftar aö Ieita læknis og þarf meira á lyfjum að halda en aðrir. Þessi aukna gjaldtaka kem- ur því verst við þá, sem standa höllum fæti í lífsbar- áttunni og þess vegna má segja, að verið sé að ráðast á garðinn, þar sem hann er lægstur.“ getið í blöðum og öðrum fjölmiðlum stórkostlegra gjafa einstaklinga, fé- laga og félagasamtaka, til kaupa á dýrum og ómissandi tækjum til spít- ekki drepa þennan áhuga almenn- ings á þátttöku í eigin velferðarmál- um, en hætt er við, að fólk verði tregara til að láta fé af hendi rakna, ef heilbrigðisþjónustan til þess verð- ur sifellt kostnaðarsamari. Þá væri verr farið en heima setið með þessa gjaldtöku, sem ætluð er til sparnað- ar. Stjórnvöld brýna það seint og snemma fyrir almenningi að sparn- aðar sé þörf vegna minnkandi þjóð- artekna. Enginn dregur það i efa. Hinsvegar finnst almenningi það ekki koma nógsamlega fram, að stjórnvöld sýni sjálf hagsýni og sparnað. Svo dæmi séu tekin, þá eru sífelldar hópferðir ráðamanna út um allan heim f allskonar erindagjörð- um, sumum án efa til lftils gagns fyrir land og þjóð, allt of tfðar, að því er virðist. Nýleg ferð margra þingmanna til að heimsækja þing Rúmena er eitt nýjasta dæmið. Lög eru sem betur fer ekki óum- breytanleg, enda sifellt verið að breyta þeim. Sama á við um reglu- gerðir. Ýmsir bæði læknar og aðrir hafa gagnrýnt og fordæmt þessa reglugerð um aukna gjaldtöku af sjúklingum og talið hana spor aftur á bak í heilbrigðismálum. Það er þvf vissulega full þörf á að endurskoða hana. Eg vona því, að samflokks- menn mínir í ríkisstjórninni sjái til þess, að þessari reglugerð með hinni miklu hækkun á gjaldtöku af sjúkl- ingum fyrir læknishjálp utan sjúkrahúsanna verði breytt og það heldur fyrr en seinna. Það yrði áreiðanlega vel metið og þeim, sem að þvi stæðu, til sóma. Ragnheiður Guðmundsdóttir er augnlæknir í Reykjarík. Ragnheiður Guðmundsdóttir ala og heilsugæslustöðva, sem þessar stofnanir geta illa án verið, en erfitt er að fá fjárveitingu til úr rfkissjóði eða sjóðum sveitarfélaga. Það má Bílasýning í DAG FRÁ KL. 1—4 Nýir og notaöir bílar til sýnis og sölu Tökum vel meö farna Lada upp í nýja Verö viö birtingu auglýsingar kr. 218.000 Lán 118.000 Þér greiöiö 100.000 VERÐLISTI YFIR LADA BIFREIÐAR Lada 1300 Safír Lada 1500 Station Lada 1600 Canada Lada Sport kr. 187.500. Kr. 204.500. Kr. 209.500. Kr. 315.000. LADA 2107 Bifreiðar & sifeiid þjónusta Landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600 Söludeild sími 312 36 tgttiunmutm* **fHífísss»imii LADA- bflar hafa sannað kosti sína hér á landi sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýr- ir í innkaupi, meö lítiö viöhald og ódýra vara- hluti og ekki síst fyrir hátt endursöluverö. Nú hefur útliti og innréttingum veriö breytt svo um munar: mælaborö, stýri, stólar, aft- ursæti, grill, húdd, stillanlegir speglar innan frá, stuöarar o.fl. o.fl., en sífellt er unniö aö endurbótum er lúta aö öryggi og endingu bílsins. 6 ára ryövarnarábyrgö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.