Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1984 17 aðarsömum listumsvifum ættu að hugleiða hvernig það þjóðfélag liti út er rúið væri allri list, jafnvel þó menn sættist á það að slíkt sam- félag manna sé ekki til á jarð- kringlunni okkar. Listsköpun er annað og meira en föndur. Hún er samofin öllum umsvifum manna og reyndar ein af meginundirstöð- um þess er greinir menn frá dýr- um. í listsköpun mannsins er fólg- in keðjuröð hugmyndanna, með | beinum tengslum við þróunarsögu tækni, visinda, siðvæðingar og trúarbragða og þannig hefur hann varðveitt og þroskað fegurðarskyn sitt í leit að betra mannlífi. Listin er kennari margra hluta og mann- inum lífsnauðsyn og þvi er lista- hátíð ekki bruðl, heldur hátið, þar sem dregið skal saman allt það besta og mesta i sköpun andlegra verðmæta. Ef listahátíð er sköpuð skilyrði til að sinna þessu hlut- verki, mun hún verða aflvaki nýrra hugmynda. Fjárhagsleg af- koma listahátíðar byggist á fram- boði hennar og hvernig til tekst um kynningu á þessu framboði. Með því að bjóða upp á litilsverða hluti og gera sem minnst til að kynna framboðið, er verið að búa til reikningsdæmi með óhagstæðri útkomu. Þetta er lögmál, sem allir geta verið sammála um, og gildir ekki aðeins í listsölu, heldur og í öllum viðskiptum manna. Niðurstöður Að endingu mætti draga megin- atriði þessara hugmynda í eftir- farandi niðurstöður. 1. Setja þarf lög um listahátíð og tilgreina tekjustofna. Tekjur gætu verið smá skattar er leggja mætti á öll listumsvif i landinu, hluti af endurgreiðslum ríkisins á sölu- skatti og einnig hluti af greiðslu ríkisins vegna fjölföldunar og auk þess framlag, er bundið væri í fjárlögum hverju sinni. 2. Tryggja þarf sjálfstæði fyrir- tækisins gagnvart þrýstihópum hagsmunaaðila, en gefa heildar- samtökum listamanna tækifæri til þátttöku í stjórn fyrirtækisins. Listahátíð á ekki að vera stjórn- unarvettvangur fyrir listamenn, heldur fyrirtæki er kaupir af lista- mönnum það sem þeir hafa upp á að bjóða af eftirtektarverðu list- efni. 3- Tryggja þarf fyrirtækinu sam- starf við allar þær stofnanir er fást við listmiðlun og náið sam- starf við fjölmiðla. 4. Þá er nauðsynlegt að gerður verði samningur við þau fyrirtæki er hefðu áhuga og getu til að leggja fram fé í formi starfslauna og eða til kaupa á listefni. Hvað svo sem kann að ske varð- andi listahátíðina, er ljóst að framtíð hennar er ekki trygg, bæði vegna öryggisleysis í fjár- málum og þunglamaleika í stjórn- un. Þessu má kippa í lag og þess vegna vildi undirritaður taka sér stöðu með þeim er vilja halda glæsilega listahátíð, sem allir ís- lendingar gætu verið stoltir af. VLADIMIR ASHKENAZY HELGA INGÓLFSDÓTTIR Fflharmóníuhljómsveit Lundúna borgar. LUCIA VALENTINI TERRANI Ábati Margumrætt tap á listahátíð ’84 er sjálfsagt hægt að útskýra á ýmsa vegu. Ekki hefur undirritað- ur áhuga á slíkri umræðu, enda ekki nógu kunnugur öllum mála- vöxtum varðandi rekstur fyrir- tækisins, til þess að geta fjallað af nokkru viti um svo margslungið mál. f umræðum um listahátíð gleymist oft, að af slíkri starfsemi er margvíslegur fjárhagslegur ábati, sem ekki kemur í kassa fyrirtækisins, en ábati, sem kemur samfélaginu til góða og tengist margbrotinni hreyfingu fjár- magns í beinum tengslum við starfsemi hátiðarinnar. Sá ábati af góðri listahátíð, sem mestu máli skiptir, verður ekki reiknað- ur til fjár né metinn á ákveðinni stundu. Þar gilda lögmál þess ófyrirséða, er tíminn einn leiðir í ljós. Þeir sem setja sig á móti kostn- Ekki yrði aðeins um stórfelldan sparnað að ræða heldur stórlækk- ar afgreiðslutími einnig og í mörg- um tilfellum gæti verið um hreina lagerframleiðslu að ræða. Einnig yrði um betri hráefnis- nýtingu að ræða hjá framleiðend- um þar sem innkaup yrðu mark- vissari en áður. Af veðurfarslegum ástæðum er byggingartími ár hvert stuttur hér á landi og því mikilvægt fyrir húsbyggjendur að nota hann sem best. Af þessum sökum eru framleið- endur, t.d. glugga, yfirhlaðnir af verkefnum á þessum tíma og verða húsbyggjendur oft á tíðum að bíða þar sem nánast allir gluggar eru sérsmíði í dag. Það er því erfitt að reikna til fjár hversu mikill fjárhagslegur skaði er af þessu „staðalleysi" en beinn kostnaður fyrir meðalstórt einbýlishús lítur út samkvæmt meðfylgjandi útreikningsdæmi og er um að ræða sömu uppbyggingu í útihurðum og gluggum og að efn- isliðurinn væri sá sami. Vönidokkar f oérmáli í staAlmóri HtærA Sparnftður Gluggar úr u.s. furu 59.700 44.800 14.900 Gluggagrindur úr O.P. 24.100 18.100 6.000 Tvöfalt gler 64.900 48.700 16.200 Svalahurðir 3 stk. 23.400 17.500 5.900 Aðalinngangshurð 36.800 25.700 11.100 Bflskúrshurðir 2 stk. 31.900 23.700 8.200 Gönguhurð í bflskúr 12.700 9.800 2.900 253.500 188.300 65.200 Sparnaður per hús yrði því 65.2ÍOO eða um það bil 25,7% af því sem húsbyggjendur greiða í dag fyrir þessa vöruflokka. Árið 1982 voru byggð alls 1436 einbýlishús og raðhús á öllu landinu. Sparnað- ur á þessum húsum yrði því tæpar 94 millj. kr. Samkvæmt vísitölu byggingarhluta frá Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins kost- ar fullklárað einbýlishús í april 1984 kr. 3,13 millj. því hefði verið hægt að byggja 30 húsum fleira með sama tilkostnaði. Þá eru ótaldar aðrar byggingar svo sem fjölbýlishús, opinberar byggingar og svo framvegis. Það er því mikilvægt að Iðn- tæknistofnun Islands, hönnuðir og framleiðendur komi sér saman um útgáfu þessa staðals og að honum verði síðan framfylgt með bygg- ingarreglugerðarákvæði. Jón Þór Hjaltason er bygginga- tæknifræðingnr og rerksmiöju- stjóri Yölundar hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.