Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚLl 1984 Slíta Nígería og Bretland sambandi? LoBdon, 13. jnlí. AP. BRESKIR embættismenn neituðu í dag að svara frétt- um þess efnis að sendiherra Nígeríu, Haldu Hananiya, hygðist snúa aftur til Bret- lands, enda þótt Sir Geoffrey Howe utanríkisráðherra Breta teldi það óviðeigandi. Sumir fréttaskýrendur telja að Dikko-málið kunni að hafa þær afleiðingar að stjórnmálasam- bandi milli þjóðanna verði slitið. Hananiya flaug í skyndi til heimalands síns sl. miðvikudag til skrafs og ráðagerða eftir að Bret- ar höfðu rekið tvo nígeríska sendi- ráðsmenn úr landi vegna hugsan- legra tengsla þeirra við Dikko- málið. Nígeríustjórn svaraði þess- ari brottvísun með því að reka tvo breska sendiráðsmenn í Nígeríu úr landi. Ríkisstjórn Nígeríu hefur vísað á bug öllum ásökunum um aðild að ráninu á Dikko fyrrum samgöngu- málaráðherra landsins, en Bretar segjast hafa sannanir fyrir því að hún sé viðriðin málið. Geoffrey Howe sagði í dag að ákvörðun Nígeríumanna að vísa Bretunum tveimur úr landi væri á engan hátt réttlætanleg. „Þeir hafa ekkert brotið af sér,“ sagði Howe. Hann bætti því við að minnstu munaði að þjóðirnar slitu stjórnmálasambandi vegna þessa máls, og Bretar hefðu íhugað að reka sendiherra Nígeríu í Bret- landi úr landi. ir við Chernenko Moskvu, 13. júlf. AP. FRAMKVÆMDASTJÓRI Sameinuðu þjóðanna, Perez de Cuellar, ræddi í Moskvu í dag við Konstantín Chernenko, forseta Sovétríkjanna, m.a. um Afganistan. Talsmaður sovéska utanríkis- ráðuneytisins vildi þó ekkert segja um niðurstöður viðræðnanna. Hann sagði einungis að afskipti annarra þjóða af Afganistan héldu áfram. Hann sagði ennfremur, að Peres de Cueller hefði skýrt frá viðleitni Sameinuðu þjóðanna til að binda enda á stríðið í Afganistan, og Petra Kelly vill ekki missa þingsæti sitt Knnn IS mlí *P ^ ” Bonn, 13. júlí. AP. PETRA KELLY þingmaður vestur- þýskra „græningja" lýsti yfir því í dag að hún mundi snúast öndverð gegn þeirri ákvörðun flokksins, að svipta hana þingmennsku á næsta ári. Petra Kelly kvaðst vona að hún sæti út kjörtímabilið þótt lög „græningja" kvæðu svo á um að allir þingmenn þeirra yrðu að víkja fyrir nýjum um miðbik þess. Hún bætti því við að engin ástæða væri að hætta á þingi vegna „ein- hverra vafasamra flokkslaga“. Fyrir stuttu ákváðu flokksfélag- ar Petru að hún skyldi hverfa af þingi 1985, en henni hefur verið hallmælt fyrir að vilja vera um of í sviðsljósinu. Antje Vollmer, sem á sæti á þingi fyrir „græningja", skoraði í dag á Petru að hætta baráttunni fyrir þingsæti sínu, enda gæti hún þjónað flokknum á annan hátt utan þings. Chernenko hefði gert grein fyrir málsstað Sovétmanna, þar sem áhersla væri lögð á að „utanað- komandi þjóðir skipti sér ekki af innanríkismálum Afgana". For- setinn hefði þó lýst yfir stuðningi við allar aðgerðir, sem miðuðu að því að koma þar á friði. í fylgd með framkvæmdastjóra SÞ var sérlegur ráðgjafi hans í málefnum Afganistan, Diego Cordovez. Perez De Cuellar og Chernenko ræddu einnig ástandið í Miðaust- urlöndum og nauðsyn ráðstafana til að bægja frá hættu á kjarnorkustríði. Aðspurður kvaðst talsmaður sovéska utanrikisráðuneytisins ekki vita hvort Perez de Cuellar hefði hitt forseta Afganistan, Babrak Karmal, en hann dvelst nú í Moskvu í nokkra daga til við- ræðna við sovésk stjórnvöld. Perez de Cuellar hélt frá Moskvu í kvöld til Frakklands, þar sem hann ræðir við Mitterrand Frakklandsforseta. Rætt við Kúbu um flóttamenn? Wuhington, 13 júlí. AP. BANDARÍSKA utanríkisráðu- neytið neitaði í dag að staðfesta að leyniviðræður færu nú fram í New York milli bandarískra og kúbanskra stjórnvalda um mál innflytjenda frá Kúbu. Samkvæmt óstaðfestum fréttum er verið að ræða um að um þúsund innflytjendur sem komu til Bandaríkjanna árið 1980 snúi aftur til síns heima, þar sem þeir séu ekki velkomnir m.a. vegna afbrota þeirra. 19 slasast í sprengingu Pmrís, 13. júlf. AP. 19 manns slösuðust, þar af sex alvarlega, þegar glerhylki sprakk f neðanjarðarbrautarstöð í hjarta Par- ísar í dag. Er talið að maður hafi misst glerhylkið af slysni í lestarvagni. Ofsaveð- ur í Þýska- landi Æðsti yfirmaður herafla NATO ræðir við Grikki Miinehen, 13. júlí. AP. GÍFURLEGT óveður gekk yfir Miinchen og nágrenni á fimmtu- dagskvöid og slösuðust um 300 manns auk þess sem milljóna tjón hlaust af veðurofsanum. Rauði krossinn sagði aö flestir hinna slösuðu hefðu lent í élja- hríð, þar sem haglið var á stærð við tennisbolta. Bílar köstuðust á aðra bíla og hlaust mikið tjón af. Rúður brotnuðu vegna haglélsins og skárust margir af fljúgandi glerbrotum. Tré rifnuðu upp með rótum og lokuðust margar götur vegna þessa. Allt flug lagðist niður meðan stormurinn gekk yf- ir, en 100 litlar flugvélar skemmd- ust og 22 stórar áætlunarvélar. Aþenu, 13. júlí. AP. Yfirmaður herafla Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu, Bernard Rogers, kom í dag til Aþenu til viðræðna við Andreas Papandr- eou forsætisráðherra Grikkja, sem einnig fer með varnarmál í stjórninni. Heimsókn Rogers siglir í kjölfar viðræðna sendiherra Bandaríkjanna í Grikklandi og Papandreous. Þeir hittust í fyrradag vegna þeirrar deilu, sem upp er komin í samskiptum þjóðanna. Að sögn grískra embættis- manna er líklegt að viðræður Rogers og Papandreous snúist fyrst og fremst um versnandi samband Grikklands og Atlantshafsbandalagsins, en Bandaríkjamenn neituðu fyrir skemmstu að afhenda Grikkj- um notaðar herþotur, sem sam- ið hafði verið um sölu á. Er ástæðan talin vera sú að Banda- ríkjastjórn finnst Grikkir hafa Bernard Rogers verið fjandsamlegir í hennar garð upp á síðkastið. Þá hefur gríska stjórnin neit- að að taka þátt í æfingum Atlantshafsbandalagsins á Eyjahafi sökum deilu hennar og tyrknesku stjórnarinnar um yfirráð yfir því. Loks má geta þess að líklegt er að Rogers hitti einnig vara- varnarmálaráðherra Grikkja og yfirmanns hersins að máli með- an á dvöl hans í Grikklandi stendur. Perez de Cuellar, framkvsmdastjéri Sameinuðu þjóöanna, hitti Konstantín Chernenco, forseta Sovétrfkjanna, í dag í Moskvu. Loka varð skólum og flugvöllum fyrir hádegi á föstudag, meðan verið var að hreinsa til eftir óveðr- ið. Líf færðist þó í eðlilegt horf þegar á daginn leið. AP-slmamynd. Léttklæddur íbúi Miinchen-borgar mokar snjó frá dyrum sínum, en haglélið sem skall á borginni, var á stærð við snjóbolta. Ólympíu- nefndir fá hótunarbréf Wa.shington, 13. júlí. AP. Ólympíunefndum nokkurra ríkja í Afriku og Asíu hafa borist bréf með hatursfullum skrifum og hót- unum og segir utanríkisráðu- neytið þau „bera allan svip skrumskælingarherferðar", sem komi heim og saman við afsakan- ir Sovétmanna fyrir að senda ekki íþróttamenn til leikanna í Los Angeles. Ekki viidi ráðuneytið þó bein- línis saka Sovétmenn um að bera íbyrgð á bréfunum. Bréfin eru merkt Ku Klux Klan-öfgasamtökunum og bera bandarískan póststimpil. ólympíunefnd Zimbabwe fékk eitt af þessum bréfum og voru nefndarmenn þar ávarpaðir „afrísku aparnir“. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins, Alan Romberg, kvað svipuð bréf hafa borist ólymp- íunefndum Japans, Sri Lanka, Suður-Kóreu, Malasíu og Singa- pore. „Við getum a.m.k. fullyrt, að bréfið til Zimbabwe hefur ekki sá ritað, sem hefur ensku að móðurmáli," sagði Romberg. De Cuellar ræð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.