Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1984 21 fltofgmililtifeft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Gengisstefnan og sjávarútvegurinn Anæstu mánuðum verður tekist á um það, hvort sú stefna, sem Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðis- flokksins, lýsti í Varðarræðu sinni sl. laugardag um óbreytt og stöðugt gengi krónunnar heldur eða geng- issig og gengislækkanir hefj- ast á ný. Útgerð og fisk- vinnsla standa víða höllum fæti og eru sums staðar komnar á heljarþröm. Stjórnendur þessara fyrir- tækja gera harðar kröfur til stjórnvalda um aðgerðir og eins og staðan er nú má bú- ast við, að þrýstingur á geng- isbreytingu fari vaxandi. óbreytt og stöðugt gengi er hins vegar forsenda þess, að verðbólgan fari ekki hrað- vaxandi á ný. Sú yfirlýsing formanns Sjálfstæðisflokksins að halda beri genginu óbreyttu er orð- sending til útgerðarmanna og fiskverkenda þess efnis, að þeir geti ekki búist við, að hefðbundnum aðferðum, þ.e. gengisbreytingu, verði beitt til þess að leysa vanda sjáv- arútvegsins. Vandi stjórn- málamannanna er hins vegar sá, að þeir hafa ekki bent á neinar aðrar leiðir eða sett fram aðrar hugmyndir til úr- bóta í málefnum sjávarút- vegsins. En þá má spyrja á móti, hvort það sé hlutverk og skylda stjórnmálamannanna að finna þessa leið. Hvað um útgerðarmenn og fiskverk- endur sjálfa? Sjávarútvegur- inn lýtur ekki öðrum lögmál- um en fjölmargar aðrar at- vinnugreinar að því leyti til, að þar á að vera hægt að beita kunnum viðskiptaað- ferðum til þess að bæta reksturinn. Það er rangur hugsunarháttur hjá sjávar- útveginum að líta svo á, að það sé stjórnmálamannanna að leysa vanda þeirra. Raun- ar er það hættulegt hverri atvinnugrein og hverju fyrir- tæki að verða um of háð stjórnvöldum og stjórmála- mönnum. Gott dæmi um það er reynsla Flugleiða af því að laka við ríkisstyrk. Sjávarút- vegurinn hefur alltof lengi verið háður ákvörðunum stjórnvalda um rekstur sinn. Mesta hagsmunamál útgerð- ar og fiskvinnslu er að losna undan hæl stjórmálamanna og embættismanna og verða frjáls atvinnugrein á ný. Stöðugt gengi, sem Þor- steinn Pálsson hefur lýst yfir að verði næstu mánuði, þýð- ir, að forsvarsmenn útgerð- arfyrirtækja verði að beina athygli sinni að því að bæta rekstur fyrirtækjanna og leysa vanda þeirra með öðr- um hætti. Geta þeir selt eignir og þannig lækkað skuldir? Geta þeir sameinað rekstrareiningar og náð auknum hagnaði með þeim hætti? Geta þeir selt skip úr landi og þannig bætt rekstur fyrirtækja, sem þurfa ekki á öllum þessum skipaflota að halda? Geta þeir hætt óarð- bærri vinnslu eins og t.d. karfavinnslu, sem að hluta til er í raun atvinnubóta- vinna? Þetta eru spurningar, sem stjórnendur útgerðarfyrir- tækja verða að spyrja sjálfa sig og fjölmargar aðrar. Þeir þurfa að kalla til liðs við sig þann stóra hóp hámenntaðra stjórnenda, sem náð hafa mjög góðum árangri í rekstri margra fyrirtækja og láta á það reyna, hvort hæfileikar þeirra geta komið að notum í útgerð og fiskvinnslu. í stuttu máli sagt verða þeir að hugsa á allt annan veg, en þeir hafa vanist. Þeir eiga að nota þá kreppu, sem útgerð og fiskvinnsla eru komin í til þess að fara nýjar og áður ókunnar leiðir í rekstri fyrir- tækja sinna. Morgunblaðið hefur gagn- rýnt ríkisstjórnina fýrir að hafa ekki tekið á þessum vandamálum sjávarútvegs- ins. En það er kannski til of mikils mælst, einfaldlega vegna þess, að ríkisstjórnin hefur enga möguleika á því að takast á við vandann með þessum hætti. Það er útgerð- armannanna sjálfra að gera það. Ríkisstjórnin getur hjálpað til en hún verður ekki leiðandi afl í þeim leik. Almenningsálitið á íslandi þolir ekki að varnarmúrarn- ir, sem reistir hafa verið gegn verðbólgunni, springi vegna stöðu sjávarútvegsins. Það er veruleiki, sem stjorn- endur sjávarútvegsfyrir- tækja verða að horfast í augu við. Hlnti af bflalestinni fyrir framan ElliheimiiiA Grund iAur en lagt var af staA. Halldór Jónsson „Gildi góðleikans“ Bflstjórar á BSR buðu vistmönnum á Elli- heimilinu Grund í ökuferð til Þingvalla FYRIR MÖRGUM árum var það venja hjá bflstjórum á BSR að bjóða vistmönnum á Elliheimilinu Grund í ökuferð út úr bænum einu sinni á ári. Þessi venja lagðist svo niður um tíma. Nú hafa bflstjórarnir tekið aftur upp þennan sið og stefna að því að það verði venja á hverju sumri að bjóða vistmönnum einhverrar stofnunar í ökuferð. í fyrra urðu vistmenn Sunnuhlíðar í Kópa- vogi fyrir valinu. En að þessu sinni var vistmönnum á Elliheim- ilinu Grund boðið til Þingvalla. Það ríkti mikil eftirvænting í hópnum áður en lagt var af stað. Bílstjórarnir höfðu lagt bíiunum sínum, 26 að tölu, við Hringbraut- ina. FÍjótlega gekk að raða í bílana og var rúmt um farþegana, því að- eins voru þrír í hverjum bíl. Alls komu um 80 vistmenn með í ferðina og um 10 starfsmenn. Áberandi var hvað allir voru þolinmóðir og sam- vinnuþýðir. Næstu daga á undan hafði verið sólskin og blíða, en þennan dag var þungbúið og leit út fyrir rigningu. Ekki var hægt að sjá að fólkið kippti sér nokkuð upp við það. Enda eru íslendingar vanir því að veðrið sé ekki alltaf eins og best verður á kosið. Þegar talið hafði verið í bílana var haldið af stað. Ekið var sem leið liggur upp Ártúnsbrekkuna og í austurátt. Þegar komið var upp á Hellisheiðina var farið að rigna. Voru menn að velta því fyrir sér hvernig veðrið væri fyrir austan og voru þeir nokkuð vongóðir. En þeg- ar austur kom rigndi enn. Þetta hafði þó engin sjáanleg áhrif á ferðalangana. Nú var haldið áfram eftir malbik- uðum vegi undir Ingólfsfjalli og yfir nýju brúna yfir Sogið. Síðan var ek- ið rakleiðis til Þingvalla. Áfanga- staðurinn var Hótel Valhöll þar sem bílstjóramir buðu gestum sínum til veglegs kaffisamsætis. Fyrir utan Valhöll náði blaða- maður Morgunblaðsins tali af Þormóði Jakobssyni vistmanni á Grund. Hann kvaðst mjög ánægður með ferðina og taldi að almenn ánægja ríkti meðal ferðafélaganna með þetta framtak. Hann sagði að vistmenn Grundar hefðu fæstir tækifæri til þess að komast út úr bænum og væri þetta mikil tilbreyt- ing fyrir flesta. I Valhöll ríkti góð stemmning. Ingólfur Ingólfsson formaður starfsmannafélags bílstjóra á BSR bauð gesti velkomna og síðan hófst fjöldasöngur undir stjórn Ingimars Einarssonar, eins stjórnarmanns starfsmannafélags BSR. Reynir, organisti í Neskirkju, kom sérstak- lega með til þess að sjá um undir- leikinn. Var mikil og almenn þátt- taka i söngnum og virtust alli' skemmta sér vel. Sr. Heimir Steins- son kom til veislunnar og hélt þar ræðu. Hann rakti m.a. sögu staðar- ins og merkustu atburði íslensku þjóðarinnar sem gerst hafa á Þing- völlum. Hann lagði mikla áherslu á að Þingvellir væru sameign allrar þjóðarinnar; staðurinn sem við heimsæktum þegar við vildum halda upp á merkisatburði i lífi okkar eða þjóðarinnar. Eftir að sr. Heimir hafði óskað ferðalöngunum góðrar heimferðar var aftur tekið til við sönginn og sungin nokkur fal- leg lög. Gísli Sigurbjörnsson for- stjóri Elliheimilisins Grundar var með í ferðinni. í Valhöll ávarpaði hann hópinn og þakkaði bílstjórun- um á BSR fyrir þetta rausnarlega boð og sagðist vera mjög ánægður með þetta framtak. Að lokum þökkuðu bílstjórarnir gestum sinum fyrir komuna og sögðust ánægðir með það hve þátt- takan væri góð. Þeir buðu til þess- arar ferðar til þess að þakka Grund fyrir ánægjuleg viðskipti. ólafur Frá kafrisamsætinu á Hótel Valhöll. morgunblaðið/A.H. RagnheiAur Jónasdóttir Lv. og Salbjörg Jóna- tansdóttir. ÞormóAur Jakobsson. Jónsson frá Skála, einn af bílstjór- unum, stóð að lokum upp og sagði að hann hefði að gamni sinu valið „Gildi góðleikans" sem kjörorð ferð- arinnar. Var þessu vel tekið af ferðafélögunum. Eftir borðhaldið náði blaðamaður tali af Halldóri Jónssyni. Hann er um nírætt og hefur verið vistmaður á Litlu Grund síðan um áramótin. Halldór var áður bílstjóri og starf- aði meðal apnars á BSR. Einnig keyrði hann fyrstu rútuna til Vífils- staða og gerði það í 12—14 ár. „Þeg- ar ég hætti gáfu sjúklingar á Víf- ilsstöðum mér úr að skilnaði. Ég hef sennilega verið svona vondur við þá,“ sagði Halldór. Hann vildi að það kæmi fram að hann væri mjög ánægður með þessa ferð og ættu bíl- stjórarnir þakkir skildar fyrir. Jóhanna Björnsdóttir var að tygja sig af stað þegar blaðamaður hitti hana. Hún sagðist vera mjög þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að fara í þessa ferð. „Ég geng við staf og get því lítið hreyft mig. Þetta er mjög ánægjuleg ferð og ég er ákaflega þakklát." Nú voru ferðalangarnir tilbúnir til brottferðar og bílalestin hélt af stað. Ekið var um Kjósarskarð og komið niður í Kjós við Meðalfell. Þetta var skemmtileg viðbót við ferðina, sem kom til af því að Mos- fellsheiðin var lokuð. Veðrið var milt og gott, en þungbúið og mikil rigning. En ferðin tókst vel í alla staði og það var ánægður og þakk- látur hópur sem steig út úr bílunum við Hringbrautina um kvöldið. Þær Ragnheiður Jónasdóttir og Salbjörg Jónatansdóttir voru yfir sig ánægð- ar og brostu út að eyrum þegar þær kvöddu bílstjórana og gengu inn á Grund. Þorskflakaverð í 15 höfuöborgum: Soðningin ódýr- ust í Reykjavík Washington-búinn fljótastur að vinna fyrir henni VERÐ á þorski er vissulega mismunandi eftir löndum, hvort sem miðað er við umreiknaða upphæð í íslenzkum krónum, eða tekið er tillit til þess hve langan tíma tekur að vinna fyrir soðningunni. í krónum talið er leyfilegt verð á einu kflói af þorskflökum 66 krónur, en 203,50 krónur í Tókýó. Af 15 höfuðborgun státar Reykjavík af lægsta verðinu í krónum talið og er eina borgin, þar sem verðið er undir 100 krón- um. Sé hins vegar tekið mið af því hve langan tíma það tekur að vinna fyrir þorskflakakílóinu snýst dæmið nokkuð við. I þeim útreikningi er miðað við lág- markslaun iðnverkafólks, sem hér á landi eru 74,50 krónur á tímann. Þá kemur í ljós, að íbúar Washington-borgar eru fljótastir að vinna sér inn fyrir soðning- unni eða rétt rúma hálfa klukku- stund, en Parísarbúinn er lengst, eða rúmar 100 mínútur, að því. Reykvíkingurinn er rúmar 50 mínútur að vinna sér fyrir soðn- ingunni og eru það aðeins íbúar Washington, Ottawa og Bern sem eru fljótari að því. Sjá nánar meðfylgjandi töflur yfir verð í krónum og þann tíma, sem það tekur að vinna sér inn fyrir einu kílói af þorskflökum. HER fer á eftir verö á einu kílói af þorskflökum í 15 höfuóborg- um víða um heim. Kr. Reykjavík 66,00 Vín 117,10 Washington 138,40 Ottawa 141,00 Bern 141,70 Brussel 146,20 Haag 149,90 Bonn 154,50 Kaupmannahöfn 160,00 Stokkhólmur 167,80 París 173,90 Róm 173,90 Helsingfors 185,00 Osló 191,10 Tókýó 203,50 Hvaöa fyrir eini 30 WASHINGTON tíma teku kílói af þc mín. 60 r aö vinna irskflökum mín. 90 ? mín. OTTAWA =l BERN Ireykjavík ÉÉIIÍÍIIÉ KAUPMANNAHÖFN i BONN RÓM HAAG lóSLÓ BROSSEL VÍN =H STOKKHOLMUR |tókýó HELSINGFORS |parís Sérstök tímamot hjá iðnaðarmónnum: Tæplega 73 ára lýkur sveinsprófi í húsasmíði Vopim, 10. jnlf. ÞANN 5. JÚLÍ sl. fór fram afhending sveinsbréfa í löggiltum iðngreinum á Suðurncsjum. Alls 20 iðnaðarmenn luku prófínu og var þeim afhent skírteini þar að lútandi í hófí er Iðnaðarmannafélag Suðurnesja, Iðnsveinafélag Suðurnesja og Meistarafélag byggingamanna á Suðurnesjum héldu í Iðnað- armannasalnum í Keflavík. I ávarpi Hreins óskarssonar, formanns prófanefndar húsa- smiða, kom fram að sérstök tíma- mót væru hjá iðnaðarmannastétt- inni, þar sem maður tæplega 73 ára lauk sveinsprófi i húsasmíði. Sagði Hreinn engan vafa leika á um að Helgi Helgason, Njarðvík- ingur, væri elstur þeirra er lokið hefðu prófi. Hann væri langelstur yfir landið. Þá lauk Jens Hilmarsson, Kefl- víkingur, sveinsprófi, einnig í húsasmíði, en hann var 19 ára og þriggja mánaða. Hann er yngstur Suðurnesjamanna er lýkur sveins- prófi en einn af þeim yngstu yfir landið, jafnvel yngstur, enda samkv. upplýsingum Mbl. ekki vit- að um neinn yngri en 19 ára og 6 mánaða áður. Að þessu sinni var í fyrsta skipti afhent sveinsbréf í stál- skipasmíði á Suðurnesjum en sveinsprófi í þeirri grein luku Kristján Kristjánsson og Hös- kuldur Björnsson. Iðnsveinarnir 20 skiptast þann- ig á iðngreinar: húsamíði 7, bif- reiðaviðgerðarmenn 2, vélvirkjar 2, rennismíði 1, stálskipasmíði 2 og málarar 5. E.G. Vogum. 10. júlí. „ÞAÐ HEFIIR lengi legið í loftinu, að ég færi í sveins- próf,“ sagði Helgi Helgason er lauk sveinsprófí u.þ.b. mán- uði áður en hann varð 73 ára. „Þegar ég byrjaði að vinna á Keflavíkurflugvelli árið 1953 komst ég að því að menn voru á mismunandi kaupi. Það var hjá Hamilton. Við sóttumst eftir að komast á hærra kaup en sumir ófag- lærðir fengu sama kaup og lærðir, en aðrir ekki. Samt hafði ég reynslu. Við hættum síðan á Vellinum og fórum að vinna niðurfrá og fengum kaup í samræmi við aðra. En atvinna var ótrygg svo ég fór aftur á Völlinn, komst svo á trésmíðaverkstæði varnar- liðsins og fékk sama kaup og faglærðir. Fyrir stuttu kom svo til þess að þeir lærðu hækkuðu í kaupi, en við sátum Helgi Helgason tekur viA sveinsbréfi sínu f húsasmíAi. Ljóam. Mbl. E.G. Draumur bernsku- áranna rætíst eftir. Einnig fór að bera á því að atvinna okkar væri ótrygg," sagði Helgi. Helgi hefur fjörutíu ára reynslu í húsasmíði, þar af um þrjátíu ár hjá varnarlið- inu. Einnig hefur Helgi unnið við húsasmíði hjá Hamilton eins og áður segir, íslenskum aðalverktökum, Skarphéðni Jóhannssyni og Sigurði Jakob. Áður hafði Helgi stundað ým- is störf á sjó, í fiskvinnu og sem verkstjóri í vegavinnu. Þá hefur Helgi reist tvö ein- býlishús í Njarðvíkum. Hann reisti tveggja hæða hús á Holtsgötu 30 í Njarðvík. Þá leigði hann bragga í Keflavík sem þurfti að rýma fyrir haustið. En Helgi fékk ekki lóðina fyrr en í maí, og flutti í húsið fyrir jól. Það hús seldi hann árið 1967 og byggði ann- að á Hraunsvegi í Njarðvík, 130 fm að stærð með 50 fm bílgeymslu. Reisti húsið á tveimur mánuðum og flutti inn eftir eitt ár. Helgi sagðist hafa dreymt það sem strák, að hann ætlaði að verða smiður. Draumur hans frá bernskuárunum hef- ur ræst. Aðspurður, hvort hann hafi verið taugaspenntur við próf- tökuna, sagði Helgi: „Nei, ekki smeykur. Eg hafði unnið við þetta áður án nokkurra verk- færa, en komst nú í góð verk- færi. Ég er sérstaklega ánægður með hvað iðnaðurinn er búinn góðum verkfærum í dag.“ E.G. Námið í Fjölbraut stytti námstímann Jens Hilmarsson tekur viA sveinsbréfí sem Hreinn Óskarsson formaAur prófanefndar afhendir. Ljósm. Mbl. E.G. Vofum, 10. jvli. IÐNNÁM tekur fjögur ár og iAn- nám hefst þegar neminn er orAinn 16 ára. Nýlega lauk ungur Kefívfk- ingur iAnnámi níu mánuAum áAur en áAurgreindur tími var útrunninn. Hann heitir Jens Hilmarsson og er yngstur SuAurnesjamanna til aö Ijúka sveinsprófí og Ifklega yngstur yfír allt landiA. 1 samtali við Morgunblaðið sagði Jens, að hann hefði byrjað á samningi mánuði eftir að hann varð 16 ára hjá Erlendi Jónssyni, húsasmiðameistara, áður hefði hann lokið einum vetri í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, verk- námsbraut, sem gæfi sama og eitt ár á námssamningi, þannig hefði hann getað stytt námið sem að öllu jöfnu tæki fjögur ár. E.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.