Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐÍÐ, LAUGARDAGUR 14. JtJLÍ 1984 2S Einar M. Jóhannsson skipaður fiskmatsstjóri Sjávarútvegsráðherra hefur nú skipað Einar M. Jóhannsson { stöðu fiskmatsstjóra til fjögurra ára. Um- sækjendur voru tveir, Einar M. Jó- hannsson, settur forstjóri, og Jó- hann Guðmundsson, forstjóri. Þá er umsóknarfrestur um stöð- ur forstöðumanna afurðadeildar og ferskfiskdeildar svo og stöðu hreinlætissérfræðings liðinn. Mun sjávarútvegsráðherra skipa í þær stöður að fenginni umsögn fisk- matsstjóra og fiskmatsráðs. Vík í Mýrdal: Scandinavia Today Menntamálaráðuneytið og Menningarstofnun Bandaríkjanna hafa í sameiningu unnið að yfir- litssýningu um þátt íslands á nor- rænu menningarkynningunni í Bandaríkjunum 1982—1983, Seandinavia Today. Sýning þessi er í máli og myndum og var opnuð í skðla- húsinu i Vík í Mýrdal á fimmtu- dag. Hún er opin um helgar til sunnudagsins 22. júlí. Fréttatilkynning. Skordýr í Norræna húsinu í ANDDYRI Norræna hússins hefur verið sett upp sýning á íslenskum skordýrum og f fréttatilkynningu frá Norræna húsinu segir að sýning þessi sé liður í þeirri starfsemi húss- ins sem miðar að því að kynna ís- land fyrir útlendingum, einkum þó norrænum ferðamönnum. Þá segir að undanfarin sumur hafi staðið í anddyri hússins sýningar náttúru- fræðilegs eðlis, eins og sýningar á íslenskum steinum, íslenskum jurt- um, fuglum og eggjum þeirra og fleirn. Uppsetning skordýrasýningar- innar var í höndum Erlings Ólafssonar skordýrafræðings og Manuels Arjonas hamskera. Sýn- ingin stendur fram í miðjan ágúst. Einar Þorsteinsson, ritstjóri, fyrir framan 17 tonn af ferðablaðinu Land. Kvennanám- skeið í hug- rækt og jóga AJS. ANANDA Sharada Acarya, and- legur kennari í Ananda Marga, er nú stödd hérlendis í boði systrasam- taka Ananda Marga á íslandi. Með- an á dvöl hennar stendur, til 26. júlf, heldur hún kvennanámskeið um jóga og hugleiðslu, sem verða nánar auglýst síðar. A.S. Acarya hefur verið jógi og andlegur kennari um 20 ára skeið i Afríku og Mið-Austurlöndum, þar sem hún kenndi hugleiðslu og andlega þjálfun fyrir fólk úr öllum stéttum. Úr rrétutilkjnningu. 55 SM a9 s Frá útifundinum þar sem ýmiskonar skemmtiatriði voru á dagskrá. Friðarganga á Langanesi Wirshofn. 9. júlf. Friðarsamtök kvenna í Þórshöfn og nágrenni efndu til mótmæla- göngu laugardaginn síðastliðinn. Gangan hófst við Þórshafnarflug- völl að loknu ávarpi Dagnýjar Marinósdóttur og var gengið til Þórshafnar sem er um sjö km leið. Áð var við Gunnlaugsá á miðri leið og kaffiveitingar bornar fram . Er komið var til Þórshafnar var efnt til útifundar þar sem fjölmargir tóku til máls og ýmis skemmtiatriði voru á dagskrá. Að lokum var eftirfarandi álykt- un samþykkt einróma: „Það sýn- ist ekki vænlegt framlag í þágu friðar og afvopnunar að setja upp ný hernaðarmannvirki. Við skulum heldur ekki láta neina hernaðarsérfræðinga telja okkur trú um að við þurfum á slíku að halda. Okkur líður vel án stríðsmannaumsvifa og viljum ekkert slíkt í okkar landshluta. Nú er vaxandi friðarvilji víða um lönd og andstaða gegn stríðs- brölti og það væri í hróplegu ósamræmi við friðarvilja að við færum á sama tíma að taka við nýjum hernaðarmannvirkjum í landshlutum sem eru lausir við slíkt. Það er því ósk friðargöngu á Langanesi 7. júlí að stjórnvöld láti af öllum hugmyndum um Norðausturland í sambandi við uppsetningu ratsjárstöðva eða annarra mannvirkja sem tengj- ast hernaði." Um tvö hundruð manns tóku þátt i göngunni og útifundinum. Veður var fremur kalt, sólar- laust en þurrt. Ferðablaðinu Landi dreift um land allt FERÐABLAÐIÐ Land er komið út og hefur veríð sent til allra póstvið- takenda á landinu, en þeir munu vera 70 þúsund. Blaðið, sem er i dagblaðsstærð, fjallar um ferðamöguleika og ferðamannaslóðir innanlands. Efni blaðsins er eingöngu beint að íslendingum og segir Matthías Bjarnason, samgöngumálaráð- herra, m.a. í formála: „Fólk hefur þeyst stað úr stað án þess að gefa gaum nánasta umhverfi sínu. Þannig hefur margur Islendingur- inn orðið kunnari staðháttum á suðrænum sólarströndum en þekktum ferðaleiðum hér innan- lands." Útgefandi Lands er fyrirtækið E. Thorsteinsson hf. Ritstjórar eru Einar Þorsteinsson og Jón Birgir Pétursson. Upplag blaðsins er 80 þúsund eintök, 17 tonn af pappír. Umframmagni af blaðinu verður dreift hjá ýmsum þjón- ustu- og samgöngufyrirtækjum. Ur fréttatilkynningu. Fyrirsögn á leiðara SÉRKENNILEG villa varð í fyrir- sögn á leiðara Morgunblaðsins í gær. Fyrirsögnin átti að vera: Opnar umræður en ekki loðnar(!) umræður eins og stóð f blaðinu. Þetta leiðréttist hér með. & Ungir sem aldnir tóku þátt í friðargöngunni. * '■- O/f Skrúfublöðin á rækjutogaranum Sigurði Pálmasyni frá Hvammstanga voru mikið skemmd eftir ísinn. í baksýn sést hvar komið er með Hrafn Sveinbjarnarson II til ísafjarðar eftir skemmdir í ísnum. Búið er að gera við skemmdirnar á Sigurði Pálmasyni HU 333 og er hann að fara aftur til veiða. lóésm. úifar. Ffladelfía tjaldar Undanfarin sumur hefur söfnuð- urinn Ffladelfía reist samkomutjöld sín víðsvegar um borgina og haldið í þeim samkomur þar sem starfsemi safnaðarins hefur verið kynnt og eru samkomurnar öllum opnar, að því er segir í fréttatilkynningu frá söfnuð- inum. Verður tjaldið, sem er upphitað, reist í fyrsta sinn á þessu sumri laugardaginn 14. júlí við Mennta- skólann við Sund kl. 20.30. Næstu samkomur verða síðan sunnudagskvöldið 15. júli, en þá verður ræðumaður Óskar Gíslason frá Vestmannaeyjum og þriðju- dagskvöldið 17. júlí, en síðasta samkoman verður 22. júlí. Mikið verður um söng á sam- komunum og er Árni Arinbjarn- arson söngstjórí. Bíblíuársins verður minnst sérstaklega og er reiknað með að biskup landsins, herra Pétur Sigurgeirsson, verði ræðumaður eitt kvöldið. Auk hans munu margir taka til máls, bæði héðan úr borginni og utan af landi, svo og erlendir bræður. Eru borgarbúar kvattir til að koma í tjaldið. Allir eru velkomnir meðan rúm leyfir, en tjaldið tekur um 600 manns í sæti. 50 ára afmæli Reykjanesskóla AÐSTANDENDUR Reykjanes- skóla við ísafjarðardjúp hafa ákveðið að minnast hálfrar aldar afmælis skólans með hátíðar- höldum um verslunarmanna- helgina, nánar tiltekið laugar- daginn 4. ágúst nk. Vonast er til að sem flestir nemendur og starfsfólk sjái sér fært að mæta og samfagna þennan dag. Æskilegt er að þeir nemendur er hafa hugsað sér framlag til hátíðarinnar hafi samband við Baldur Vil- helmsson, Vatnsfirði, Skarp- héðin ólafsson, Reykjanesi eða Benedikt Eggertsson, Hafnardal. (Fréttatilkynning) Fagnaðarsamkoma fyrir kristniboða SÉRSTÖK fagnaðarsamkoma verð- ur haldin á sunnudagskvöldið í húsi KFUM og KFUK að Amtmannsstíg 2b á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Er hún í tilefni þess að hjónin Valdís Magnúsdóttir og séra Kjartan Jónsson, sem starf- að hafa að kristniboði í Kenýa, eru nýkomin til landsins f ársieyfi. Á samkomunni munu þau Val- dís og séra Kjartan flytja ávörp og segja fréttir frá starfinu í Vest- ur-Kenýa, í Pókot-héraði, þar sem íslenska kristniboðsstöðin er stað- sett. Þar eru nú við störf hjónin Hrönn Sigurðardóttir og Ragnar Gunnarsson. Þá mun Skúli Svav- arsson, kristniboði, tala á sam- komunni á sunnudagskvöldið, en hún hefst kl. 20.30. Leiðrétting:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.