Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1984 Lyf og eiturlyf, íþrótta- menn og „glæpir“ — eftir Arna Gunnarsson Oft hafa mér mislíkað pólitísk skrif Morgunblaðsins, og oft hefi ég verið ósammála pólitískum rit- smíðum „blaðs allra landsmanna", eins og það kýs að kalla sig. Þessi viðbrögð mín eru auðvitað mjög eðlileg. Ég er ekki pólitískur sam- herji þess flokks, sem hefur eign- arhald á blaðinu. Og blaðið lætur sig auðvitað engu skipta hvað mér finnst um skrif þess. Þó finnst ráðamönnum þess ugglaust gam- an að heyra, að ég hefi borið nokkra virðingu fyrir þeirri við- leitni Morgunblaðsins að flytja heldur vandaðar innlendar fréttir og hve sæmilega því hefur tekist að halda sig frá æsinga- og sóða- skrifum í almennum innlendum fréttaflutningi. Um þessar mundir er svonefnd „gúrkutíð" hjá íslenskum fjölmiðl- um. Það dofnar yfir pólitíkinni og þjóðlífinu á meðan þúsundir manna flykkjast í sumarleyfi. Þetta er árviss sveifla í íslensku samfélagi, sem allir blaðamenn þekkja. Við þessar aðstæður verð- ur margt að stórfrétt, sem ella hefði nægt sem eindálkur á inn- síðu. Þannig gerðist það á fimmtu- dag, að Morgunblaðið birti stóru letri á aðalfréttasíðu, baksíðunni, frásögn um ungan íslenskan íþróttamann, Gylfa Gíslason, lyft- ingamann frá Akureyri, sem hefði fyrstur íslenskra íþróttamanna fengið jákvæða útkomu á lyfja- prófi, sem jafngilti því, að hann hefði neytt einhverra þeirra lyfja, sem íþróttamönnum er bannað að nota. Miðað við umfang fréttarinnar og frásögnina í heild, gætu flestir lesendur blaðsins dregið þá álykt- un, að Gylfi Gíslason hefði notað einhver eiturefni, vímugjafa eða hormónalyf, sem íþróttamönnum er bannað að nota. Það mætti ætla að Gylfi hefði framið óskaplegan verknað, enda nafn hans birt, eins og tíðkast helst um manndrápara eða menn, sem hlotið hafa dóma í undirrétti eða Hæstarétti fyrir mjög alvarlegt brot á hegningar- lögum. Blaðið gerir enga tilraun til að útskýra þær reglur, sem gilda um bann við lyfjanotkun íþróttamanna. Blaðið reynir ekki að koma á framfæri einhverjum þeim sjónarmiðum, sem gætu orð- ið þessum unga íþróttamanni til málsbóta. Morgunblaðið, sem er stærsta blað landsins, og kemur út í um það bil 40 þúsund eintökum, reyndi á einni morgunstund að svipta ungan íþróttamann ærunni, gera þrotlaust starf og æfingar margra ára að engu og særa hann því sári, sem Morgunblaðið mun ekki verða fært um að græða. Hver skyldi svo vera glæpur Gylfa Gíslasonar. Á lyfjaprófi, sem hann gekkst undir á Evrópu- meistaramóti í lyftingum á Spáni 27. apríl sl., reyndist þvagsýni vera jákvætt, þ.e. að það gaf til kynna, að Gylfi hefði neytt ein- hverra þeirra rúmlega 40 lyfjateg- unda, sem lyftingamönnum er bannað að nota. í þessum lyfja- hópi eru hormónalyf, örvandi lyf, „speed" eins og t.d. amfetamín, morfín og sterk verkjalyf. Slík jákvæð niðurstaða fékkst við lyfjaprófun á mun fleiri þátttak- endum á mótinu. — Nú hljóta menn að geta dregið þá ályktun í framhaldi af frétt Morgunblaðs- ins, að Gylfi hafi notað eitthvað af þessum lyfjum. 1 þeim efnum er ekkert hægt að sanna né afsanna. Það verða eingöngu dregnar álykt- anir. Gylfi Gíslason er algjörlega varnarlaus í þessu máli. 1 tvo mánuði hefur verið reynt að fá skýrslu um efnagreiningu frá þeim, er sýnin tóku á Evrópu- meistaramótinu, en án árangurs. Það eina, sem eftir stendur, er það, að próf Gylfa var jákvætt. Hann getur ekki fengið staðfest hvort hann tók eina kódímagnyl fyrir mótið, sprautaði sig með morfíni eða gleypti hormónalyf. Þrátt fyrir þetta hefur hann þegar verið dæmdur og léttvægur fund- inn, án þess að reynt væri að sannreyna „glæp“ hans. En nú skulum við draga álykt- anir, þar eð staðreyndirnar skort- ir. Gylfi Gíslason neitar því stað- fastlega að hafa eytt nokkurra þeirra lyfja, sem honum hefur verið bannað að nota. Um miðjan nóvember sl. gekkst hann undir lyfjapróf, 25. febrúar sl. og einnig 4. apríl voru hann og félagar hans drifnir í lyfjapróf, án. nokkurs fyrirvara. Próf Gylfa voru nei- kvæð í öll skiptin, þ.e. hann hafði engra lyfja neytt. Svo kom að prófinu á Evrópumeistaramótinu í apríllok. Þá á hann að hafa tekið bönnuð lyf vitandi það, að lyfja- próf fara ávallt fram á undan þessum mótum. Og þá er komið að kjarna þeirra ályktana, sem draga verður: Gylfi Gíslason tók lyf fyrir mótið, en ekki af þeirri tegund, sem honum var bannað að nota. Hann hafði þjáðst af bólgum í hnjám og læknir gefið honum bólgueyðandi lyf fyrir mótið. Það tók hann í þeirri fullvis.su, að hann væri engan „glæp“ að fremja. Það skyldi þó ekki vera, að þetta lyf svaraði lyfjaprófi af einhverjum ástæðum á svipaðan hátt og þau lyf, sem honum var bannað aö nota. Gylfi greindi frá þessari lyfjanotkun fyrir mótið. Þegar eftir Evrópumeistara- mótið snéri Gylfi sér til Bo Berg- lund, sem er einn helsti sérfræð- ingur Svía í lyfjanotkun íþrótta- manna, og bað hann að sannreyna lyfjaprófið frá Spáni. Berglund kvaðst hafa fylgst svo vandlega með honum að ekki væri minnsta ástæða til að kanna þetta nánar; spænska prófið hlyti að vera á misskilningi byggt. En í Morgunblaðinu hefur Gylfi framið „glæp“ og hann hefur verið dæmdur. Fréttastofa hljóðvarps át fréttina síðan upp eftir Morg- unblaðinu athugasemdalítið. Það skaðar ekki að geta þess, að ný lög Alþjóðasambands lyftingamanna kveða svo á um, að lyfjapróf af þessu tagi séu einkamál íþrótta- mannanna og Alþjóðasambands- ins. Nú skyldi enginn ætla, að ég verji lyfjanotkun íþróttamanna. Ýmsar sögur hafa gengið af þess- ari lyfjanotkun hér á landi, og hana ber að stöðva. En það eru gerðar miklar kröfur til áhuga- Árni Gunnarsson mannanna, sem stunda íþróttir á íslandi. Ef þeir standa ekki uppi I hárinu á stórveldum á íþróttasvið- inu, þar sem keppnismenn eru annaðhvort hermenn eða vellaun- aðir atvinnumenn, ætla gagnrýn- israddirnar allt að æra. Og nú þegar einn íslenskur íþróttamað- ur, sem hefur verið mjög vandur að virðingu sinni við íþróttaiðkan- ir, fær úrskurð frá Spáni um að lyfjapróf hafi verið jákvætt, þá freistast Morgunblaðið til þess í „gúrkutíð“ að birta nafn „glæpa- mannsins" og „eiturlyfjaneytand- ans“ á aðalfréttasíðu og mun þannig, án efa, hafa stimplað nafn hans á spjöld sögunnar: „Fyrsti ís- lenski íþróttamaðurinn með já- kvætt lyfjapróf". Nánast á hverjum degi tekur lögreglan fólk, sem er með fullar nasirnar af kókaíni, er sljótt af hass-reykingum og hefur jafnvel sprautað sig með heróíni. Sölu- menn þessa varnings eru einnig teknir, en þeir jafnast vart á við „eiturlyfjaneytandann" og íþróttamanninn Gylfa Gislason. Nöfn þeirra sjást ekki og fréttin um þá nær ekki baksíðunni. Þegar ég gekk á þá forystumenn íþróttamála hér á landi, sem hafa með mál þessi að gera og bað þá láta mig hafa sannanir fyrir „glæp“ Gylfa, ypptu þeir öxlum og höfðu ekkert annað að segja en að skeyti hefði borist um jákvætt lyfjapróf. Menn verða að gæta sín að fara ekki offari í þessum málum. Morg- unblaðið á að biðja Gylfa Gíslason afsökunar og leita staðreynda málsins. Úr því sem komið er hvíl- ir sönnunarskyldan á blaðinu og þeim forystumönnum i iþrótta- hreyfingunni, sem ekki hafa borið hönd fyrir höfuð þessum unga iþróttamanni, er reynir að bæta árangur sinn með þrotlausum æf- ingum í Svíþjóð. — Skynsamir menn verða að taka þessi lyfjamál íþróttamanna föstum tökum. Það gengur ekki lengur að styðjast við sögusagnir og hálfkveðnar visur. Vonandi berast þau gögn, sem sanna i eitt skipti fyrir öll, að Gylfi Gíslason hefur ekki neytt þeirra lyfja, sem saknæm eru tal- in. í þessu máli getur vel gilt það sem Kristur sagði: „Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrsta steinin- um.“ Árni (iunnarsson er fyrrverandi al- þingismadur. Aths. ritstj. Stóryrði Árna Gunnarssonar í garð Morgunblaðsins vegna þessa máls standast ekki. Staðreyndir málsins eru þessar: Iþróttamaðurinn var tekinn í lyfjapróf á Spáni. Niðurstaða rannsókna á þvagsýni var jákvæð. Sýni var rannsakað aftur. Sama niðurstaða fékkst. Alþjóða lyft- ingasambandið sendi Lyftinga- sambandi íslands skeyti um mál- ið. LSÍ bíður eftir nánari skýrslu. Frá þessum staðreyndum hefur Morgunblaðið skýrt. Sl. miðviku- dag gerði Morgunblaðið ítrekaðar tilraunir til að komast í samband við íþróttamanninn. Það tókst ekki og þess var því enginn kostur að fá viðbrögð hans sjálfs. Árni Gunnarsson hefur langa reynslu að baki sem fréttamaður hljóðvarps, blaðamaður og rit- stjóri. Hann veit því mætavel að hér er á ferðinni mál, sem frétta- miðill hlýtur að segja frá, þótt sárindum valdi. Að sjálfsögðu er alltaf mats- atriði í tilviki sem þessu, hvort birta eigi nafn. Það var niðurstaða ritstjórnar Morgunblaðsins að það væri óhjákvæmilegt vegna þess að annars mundi umtal um málið beinast að fjölmörgum öðrum íþróttamönnum. Vinnubrögð Morgunblaðsins varðandi frétt þessa hafa í einu og öllu verið eðlileg. Komi i ljós, að sú tilgáta reynist rétt að lyfja- prófið hafi verið jákvætt vegna bólgueyðandi lyfja eins og fram kemur hjá Árna Gunnarssyni, og raunar einnig hjá Hirti Gíslasyni lækni, í Morgunblaðinu í gær, mun ekki standa á Morgunblaðinu að koma því rækilega til skila. Orlofsvika á Hvanneyri — eftir Elísabetu Helgadóttur Það var í fyrstu viku júlímánað- ar sem ég dvaldi á Hvanneyri á vegum orlofsnefndar húsmæðra og var það sannkölluð sæluvika. Ég er undrandi á að ekki skuli vera hvert sæti skipað á þessar orlofsvikur, verðið er flestum við- ráðanlegt og það sem gert er fyrir okkur þessa viku er svo ánægju- legt að ég furða mig á að það skuli vera framkvæmanlegt fyrir þetta gjald af okkar hálfu. Ég veit að borgað er með okkur eins og reyndar öllu sem framkvæmd er í dag á þessu blessaða landi okkar. En áreiðanlega er þessu fé ekki sóað til einskis, því þessar konur sem þarna dvöldu með mér voru áreiðanlega hvíldinni fegnar og nutu þess í fullum mæli að dvelja á þessum yndislega stað í kyrrð og ró, lausar við amstur daglegra starfa. Ég hugsa að það sé óvíða annar eins viðurgerningur eins og kemur þarna úr eldhúsinu frá þessum frábæru matreiðslu- mönnum sem þarna eru, maturinn var afbragðsgóður og snyrtilega Elísabet Helgadóttir fram borinn. Sem sagt allt frá fyrsta degi til síðasta bara veisla. Og þakka ég þeim sem sáu um matinn og þeim stúlkum er þjón- uðu til borðs fyrir frábæra fram- mistöðu, það gat ekki betra verið. Kæmi mér ekki á óvart þótt ein- hverjar þyrftu að setjast við saumavél þegar heim kæmi og hleypa út saumum á kjól eða pilsi. Það er sannarlega ómetanlegt fyrir konurnar að hittast þarna við þær ágætu aðstæður sem orlofsnefnd hefur búið okkur hús- mæðrum og eiga þær fyllstu þakk- ir fyrir. Að endingu flyt ég öllum þeim elskulegu konum sem voru þarna dagana 1.—7. júlí mínar bestu þakkir fyrir samveruna. Hittumst aftur, lifið heilar. Elísahet Helgadóttir er húsmódir í Keykjarík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.